Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 20

Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKI bankamaðurinn John Rusnak var álitinn ósköp venjulegur og heiðarlegur millistétt- armaður þar til á miðvikudag þegar hann var sakaður um falsanir og svik sem sögð eru hafa kostað stærsta banka Írlands, Allied Irish Banks, andvirði 75 milljarða króna. Þegar vinir og kunningjar Rusn- aks eru spurðir hvers konar maður hann sé lýsa þeir honum sem góðum eiginmanni, föður og kirkjuræknum kaþólikka. Árstekjur hans námu andvirði 8,5 milljóna króna og hann bjó í miðstéttarhverfi í Baltimore, Mount Washington, ásamt eigin- konu sinni og tveimur börnum. Þau búa í 119 ára gömlu einbýlishúsi sem þau keyptu fyrir andvirði 22 milljóna króna árið 1994. Húsið er glæsilegt og Rusnak prúttaði það niður, að sögn seljandans. „Þau eru alls ekki glysgjörn, áttu ekki dýra eða íburðarmikla hluti og voru ekki eyðslusöm,“ sagði einn kunningi hjónanna, en hann heim- sótti þau nýlega til að hlýða á lista- mann sem þau höfðu fengið til að flytja fyrirlestur á heimili þeirra. Nágrannar Rusnaks, sem er 37 ára, trúðu því varla að fjölmiðlarnir væru að fjalla um réttan mann þegar skýrt var frá mál- inu. „Þau virðast mjög vingjarnleg og heiðar- leg,“ sagði einn þeirra. „Hann er indæll, við- kunnanlegur, skemmti- legur, vingjarnlegur og tekur virkan þátt í safnaðarstarfinu,“ sagði kona sem er með Rusnak í stjórn leirlist- arstofnunar í Baltimore. „Mér hefði aldrei dottið í hug að hann yrði upp- vís að slíku.“ Rusnak starfaði um tíma í New York en fluttist þaðan vegna streitu, að sögn eins kunningja hans, sem sagði að hann hefði virst mjög tauga- spenntur eftir að hann hefði fengið stöðuhækkun hjá Allfirst Financial, dótturfyrirtæki AIB. Lögfræðingur Rusnaks segir að hann hafi farið á fund saksóknara og fulltrúa bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, á miðvikudag þegar bankinn óskaði eftir því að lögreglan leitaði hans. „Hann er ekki flótta- maður,“ sagði lögfræðingurinn. Hann bætti við að Rusnak hefði ekki verið handtekinn en aðstoðaði yfirvöld við upplýsa málið. Lögfræðingurinn vildi ekki svara því hvort Rusnak hefði hagnast á svikunum og kvaðst telja að tap bankans væri „gróflega ýkt“. Hann sagði að bank- inn væri að reyna að firra sig ábyrgð á mál- inu. Enginn viðskipta- vina bankans tapaði fé á svikunum og engin hætta er á að hann verði gjaldþrota, að sögn talsmanna bankans. Allfirst er 44. stærsti banki Bandaríkjanna og eignir hans nema 17,8 milljörðum dala, andvirði tæpra 1.800 milljarða króna. Bankinn er með meira en 250 útibú á austurströndinni. Michael Buckley, aðalbankastjóri AIB, sagði að ekki væri vitað hvort Rusnak hefði hagnast á svikunum. Falsaði kaupréttarsamninga Rusnak starfaði við gjaldeyrisvið- skipti og starfið fólst í því að reyna að hagnast á gengissveiflum með því að fjárfesta í gjaldmiðlum, bæði fyrir bankann sjálfan og viðskiptavini hans. Þegar hann veðjaði á ákveðinn gjaldmiðil átti hann að greiða fyrir rétt til að kaupa annan gjaldmiðil á ákveðnu verði í framtíðinni til að tryggja að tapið af gjaldeyrisvið- skiptunum yrði sem minnst ef geng- isþróunin yrði önnur en hann taldi. Hafi hann til að mynda keypt evrur í von um að gengi gjaldmiðilsins myndi hækka átti hann að gera samning um rétt til að kaupa annan gjaldmiðil, svo sem dollarann, til að minnka tapið ef gengi evrunnar lækkaði. Stjórnendur AIB segja að Rusnak hafi ekki gert slíka kaupréttarsamn- inga en falsað þá, annaðhvort til að leyna tapi á gjaldeyrisviðskiptum sínum eða stela peningum sem greiða átti fyrir samningana. Emb- ættismaður í Baltimore sagði þó að svo virtist sem Rusnak hefði ekki dregið sér fé. Leeson „hneykslaður“ Sérfræðingar í gjaldeyrisviðskipt- um segja það furða sæta að banka- maðurinn hafi getað leynt svo miklu tapi, andvirði 75 milljarða króna. „Ég veit ekki um neina leið til að gera svona án hjálpar annarra,“ sagði Christopher Blum, sérfræð- ingur í fjármálaþjónustu. Fjórir af yfirmönnum Allfirst hafa verið leystir frá störfum meðan mál- ið er rannsakað og stjórnendur AIB segja að hugsanlega séu menn utan bankans viðriðnir svikin. „Ég er hneykslaður á því að menn skuli ekkert hafa lært af máli mínu og að slíkt skuli geta gerst aftur,“ sagði Nick Leeson, verðbréfamiðlar- inn sem gerði Barings-banka gjald- þrota árið 1995 með umfangsmikilli spákaupmennsku. „Það er ótrúlegt að fjárhagslegt eftirlit þessara risa- stóru fyrirtækja sé svo slæmt.“ Sagður aðstoða við að upplýsa svikamálið Reuters Heimili bankamannsins Johns Rusnaks í Baltimore. John Rusnak Baltimore. The Baltimore Sun, Los Angeles Times, AP. ’ Hugsanlegtað fleiri séu við- riðnir svikin ‘ Bankamaðurinn var álit- inn heiðarlegur og dæmi- gerður millistéttarmaður BANDARÍSKA leyniþjónustan og fjöldi blaðamanna hafa lengi leitað að afganskri stúlku sem sögð er heita Alam Bibi og vera í felum í fjalllendi á landamærum Afganist- ans og Pakistans, dauðhrædd um að Bandaríkjamenn vilji hafa hendur í hári hennar vegna þess að einu sinni kenndi hún dætrum Osama bin Ladens ensku. Þegar hún var ung varð augn- svipur hennar táknmynd þjáninga heillar þjóðar. Þá birtist mynd af henni á forsíðu júníheftis banda- ríska tímaritsins National Geo- graphic 1985. Það var ljósmynd- arinn Steve McCurry sem tók myndina þegar hann hitti stúlkuna stuttlega í flóttamannabúðum í Pak- istan 1983. Síðan hefur myndin birst á óteljandi forsíðum, veggspjöldum, jafnvel á veggteppum, en aldrei hef- ur tekist að hafa uppi á stúlkunni. Flúði til fjalla Breska blaðið The Observer greindi frá því sl. sunnudag að heimildir væru fyrir því að stúlkan væri á lífi en færi huldu höfði með börnin sín tvö. Hún er núna rúm- lega þrítug. Blaðið segir erfitt að staðfesta að hún sé lifandi en haft er eftir skyldmennum „Alam Bibi“ að hún hafi flúið fyrir um hálfum mán- uði eftir að hópur Vesturlandabúa fór að sýna fólki myndina af henni á útimörkuðunum í borginni Peshaw- ar. Blaðið segir að leitin að stúlkunni hafi fangað athygli borgarbúa, ekki síst vegna þess að þeir sem leita hennar hafi boðið umtalsverðar peningaupphæðir fyrir upplýs- ingar. Óljóst er hverjir Vestur- landabúarnir voru en þeir sögðust vera blaðamenn. Skyldmenni Alam Bibi segja að hún hafi óttast að það væri banda- ríska leyniþjónustan sem væri á hælum hennar og þess vegna hafi hún látið sig hverfa upp í afskekkt fjöllin umhverfis borgina þar sem byssumenn og ættbálkar ráði ríkj- um og jafnvel pakistanska rík- isstjórnin hafi ekkert vald. „Fjöl- skylda hennar hefur áhyggjur af því að hún verði handtekin eða jafn- vel flutt til Bandaríkjanna,“ hefur Observer eftir ónafngreindum fjöl- skylduvini. „Hún er meira að segja hætt að hafa samband við móður sína. Þegar þeir fóru að spyrja hverja einustu búðarloku um hana lét hún sig hverfa.“ Lærði ensku í Peshawar McCurry tók ljósmyndina frægu af Alam Bibi í flóttamannabúðum í útjaðri Peshawar. Að sögn skyld- menna stúlkunnar hafði hún yf- irgefið heimili sitt í þorpinu Agam, skammt frá borginni Jalalabad í Austur-Afganistan þegar Rússar, sem höfðu ráðist inn í Afganistan fjórum árum áður, lögðu þorpið í rúst með þyrluárás. Þetta er í sam- ræmi við þær upplýsingar sem McCurry fékk. Ættingjar Alam Bibi segja hana hafa lært ensku í skóla sem vest- rænar hjálparstofnanir ráku í Pesh- awar. Fjölskyldan sneri heim til Afganistans 1992 eftir að Rússar hurfu frá landinu en heimilið í Agam var í rúst og akrarnir fullir af jarðsprengjum. Fjölskyldan stofn- aði þá heimili skammt frá fjalla- virki sem kallað var Tora Bora. Fjórum árum síðar settust bin Laden og um það bil eitt hundrað arabískir hermenn hans og fjöl- skyldur þeirra að í nágrenninu. Alam Bibi varð vinkona sumra arabísku kvennanna og fór að kenna þeim ensku. Meðal nemenda hennar voru dætur bin Ladens. „Hún studdi ekki málstað arabanna. Hún bara naut félagsskaparins og samræðnanna,“ hefur Observer eft- ir fjölskylduvini. Í desember í fyrra, þegar hermenn al-Qaeda vígbjugg- ust í Tora Bora, neyddist fjölskylda Alam Bibi til að flýja aftur til Pak- istans. „Eiginlega búið mál“ Vesturlandabúarnir sem voru að leita hennar í Peshawar kynntu sig sem blaðamenn National Geograph- ic, en fulltrúi tímaritsins neitaði því um síðustu helgi að menn á vegum þess væru að leita stúlkunnar. „Við höfum eiginlega engan áhuga á þessu núna. Þetta er eiginlega búið mál,“ sagði fulltrúinn. Ekki er ljóst hverjir mennirnir voru. Ættbálka- höfðingjar neita því að Alam Bibi sé stúlkan sem var á myndinni og gerir það málið allt enn óljósara. McCurry tjáði Observer að hann hefði mikinn áhuga á að fá upplýs- ingar um stúlkuna. „Ég hef oft leit- að að henni og í mörg ár spurst fyr- ir um hana.“ Forsíða júníheftis National Geographic 1985 með myndinni frægu. Leitin að Alam Bibi ’ Þegar þeirfóru að spyrja hverja einustu búðarloku um hana lét hún sig hverfa ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.