Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 26
UMRÆÐAN
26 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMTÖK VERSLUNARINNAR
AÐALFUNDUR
í Hvammi, Grand Hóteli,
föstudaginn 15. febrúar 2002, kl. 13:30
SKRÁNING
13:30 Skráning við Hvamm, Grand Hótel
FUNDARSETNING
13:45 Ræða formanns Samtaka verslunarinnar
Hauks Þórs Haukssonar.
14:15 Ávarp Geirs H. Haarde fjármálaráðherra.
„Ísland sem alþjóðleg viðskiptamiðstöð“
RÆÐUMENN
14:35 Lýður Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Bakkavör Group:
Fjármögnun íslensks fyrirtækis á erlendum
mörkuðum.
15:05 Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings:
Hnattvæðing íslensks atvinnulífs?
- Tækifæri sem ekki kemur aftur.
Kaffihlé
16:00 Almenn aðalfundarstörf skv. samþykktum
samtakanna.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910
eða á netfang: lindabara@fis.is
—————
DAVÍÐ Þór Björg-
vinsson, prófessor í
lögfræði, tók í Morgun-
blaðinu 2. febrúar und-
ir þá skoðun Þórs Vil-
hjálmssonar, fyrr-
verandi prófessors og
hæstaréttardómara, að
forseti Íslands hefði
samkvæmt íslenskum
stjórnskipunarrétti í
raun ekki synjunarvald
um lög. Nokkrum dög-
um áður, 24. febrúar,
hafði birst hér í blaðinu
frétt um nýlega mál-
stofu lagadeildar um
stjórnskipulega stöðu
forseta Íslands, þar
sem við Sigurður Líndal, prófessor í
lögfræði, vorum framsögumenn.
Taldi Sigurður forseta hafa slíkt
synjunarvald, en ég efaðist um það.
Fundust Davíð Þór lögfræðileg rök
fyrir því, að forseti hefði ekki synj-
unarvald, ekki koma nógu skýrt
fram í fréttinni.
Grein Davíðs Þórs Björgvinsson-
ar er tímabær og fróðleg. Ég er
sammála honum og Þór Vilhjálms-
syni um það, að þung,
lögfræðileg rök hníga
að því, að forseti hafi í
raun ekkert synjunar-
vald um lög. Ella er
ekki rökrænt samhengi
í ákvæðum stjórnar-
skrárinnar, eins og
þeir benda báðir á.
Tekið er fram í stjórn-
arskránni, að forseti
láti ráðherra fram-
kvæma vald sitt og að
forseti sé ábyrgðarlaus
á stjórnarathöfnum.
Lög, stöðuveitingar og
aðrar stjórnarathafnir
öðlast gildi, þótt forseti
staðfesti þær ekki með
undirskrift sinni, þótt ráð sé auðvit-
að fyrir því gert, að hann geri það.
Reifa ég helstu röksemdir mínar í
þessu máli í ritgerð, sem mun bráð-
lega birtast á prenti.
Í þessu sambandi er rétt að geta
þess, sem fram kemur um forseta-
embættið í ritinu Íslenska þjóðfélag-
ið, sem Ólafur Ragnar Grímsson, þá
prófessor í stjórnmálafræði, nú for-
seti Íslands, gaf út 1977 ásamt Þor-
birni Broddasyni og löngum var
kennt í félagsvísindadeild. Þar segir
á 138.–139. bls.: „Formleg lýsing
stjórnarskrárinnar á verkefnum for-
seta gefur til kynna að þjóðhöfð-
ingjaembættið sé valdameira en
reynslan sýnir. Ákvarðanir sem for-
seti gefur formlegt gildi eru í raun
teknar af öðrum enda segir í 13. gr.
„Forsetinn lætur ráðherra fram-
kvæma vald sitt.“ Í 15. gr. stjórn-
arskrárinnar segir: „forseti skipar
ráðherra“ og „hann ákveður tölu
þeirra og skiptir störfum með
þeim“. Í raun eru fjöldi ráðherra,
verkaskipting og val á mönnum í
embætti ákveðin af þeim stjórn-
málaflokkum sem mynda ríkis-
stjórnina. Í 22. grein segir að „for-
seti lýðveldisins gerir samninga við
önnur ríki“ en í reynd annast rík-
isstjórnin það verkefni. Í 26. grein
er forseta veitt heimild til að synja
lagafrumvarpi staðfestingar; þar eð
enginn forseti hefur beitt þessu
ákvæði er það í reynd dauður bók-
stafur.“ Auk þess sem óeðlilegt er að
beita annarri skýringarreglu á 26.
grein stjórnarskrárinnar (um synj-
unarvald forseta) en á aðrar greinar
hennar, má benda á stjórnskipunar-
lög, sem Alþingi samþykkti 1942.
Þar sagði beinlínis, að ekki mætti
gera aðrar breytingar á stjórnar-
skránni en leiddu beint af sam-
bandsslitum við Danmörku og stofn-
un lýðveldis. Með öðrum orðum var
ekki gert ráð fyrir því, að forseti
hefði mun meiri völd en konungur
hafði haft.
Í reynd var synjunarvald konungs
þá horfið í Danmörku og á Íslandi.
Ég hef kannað umræður á Alþingi
um stjórnarskrárbreytingarnar. Af
þeim er ljóst, að þingmenn höfðu
ekki í huga að stofna til embættis,
sem væri í eðli sínu mun valdameira
en staða konungs hafði verið á önd-
verðri tuttugustu öld.
Í óbirtri ritgerð hefur Þórður
Bogason lögfræðingur komist að
sömu niðurstöðu og þeir Þór Vil-
hjálmsson, Davíð Þór Björgvinsson
og Ólafur Ragnar Grímsson. Meg-
inröksemd hans er, að á Íslandi gildi
hin óskráða þingræðisregla eins og
með frændþjóðum okkar annars
staðar á Norðurlöndum.
Úrslitavaldið liggi hjá kjörnum
fulltrúum þjóðarinnar á þingi. Þessi
regla hlaut almenna viðurkenningu
eftir mikil átök í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð í upphafi tuttugustu ald-
ar. Jafnframt bendir Þórður á það,
að fastar venjur hafi myndast um
forsetaembættið, sem skipti ekki
minna máli en skráð lög.
Það er meðal annars föst venja, að
forseti beitir ekki synjunarvaldi.
Þetta vald er „dauður bókstafur“,
eins og Ólafur Ragnar skrifaði í rit-
inu Íslenska þjóðfélagið.
Ekki þarf að fjölyrða um þingrofs-
réttinn í þessu sambandi. Hann er
auðvitað óskoraður í höndum for-
sætisráðherra. Myndi það raunar
engu breyta um þingrof, þótt forseti
neitaði að skrifa undir beiðni for-
sætisráðherra um hana. Hins vegar
kynni forsætisráðherra vitanlega að
sæta ábyrgð fyrir hugsanlega mis-
notkun þingrofsréttarins, eins og
Ólafur Jóhannesson og fleiri fræði-
menn hafa bent á, enda er ábyrgðin
hans, ekki forseta.
Það er síðan umhugsunarefni,
hvort það sé í samræmi við þingræð-
isregluna, eina meginreglu íslenskr-
ar stjórnskipunar, að forseti geri sig
líklegan til að skipa utanþingsstjórn,
þegar erfiðlega gengur að mynda
meirihlutastjórn á Íslandi, eins og
orðið hefur að minnsta kosti tvisvar
á lýðveldistímanum, 1950 og 1980.
Annars staðar á Norðurlöndum hót-
ar konungur aldrei að skipa utan-
þingsstjórn, ef þinginu tekst ekki að
mynda meirihlutastjórn, heldur fel-
ur hann þá jafnan þeim manni, sem
aflað getur stuðnings flestra þing-
manna, að mynda minnihlutastjórn.
Sú stjórn víkur að sjálfsögðu sam-
stundis fyrir meirihlutastjórn, ef og
þegar tekst að mynda hana, en hefur
það fram yfir utanþingsstjórn að
vera innan þings. Ef ekki átti að
breyta öðru í stjórnskipan Íslands
1944 en því, sem leiddi beint af sam-
bandsslitunum við Danmörku og
lýðveldisstofnun, þá virðist sem for-
seti eigi um þetta að fara eftir sömu
reglu og þjóðhöfðingjar Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar. (Að vísu má
benda á, að konungur Svíþjóðar sér
ekki einu sinni um að leiða stjórn-
armyndunarviðræður, heldur gerir
forseti þingsins það.) Það var ein-
mitt mjög umdeilt, þegar Sveinn
Björnsson skipaði utanþingsstjórn
1942. Hann var þá ekki forseti, held-
ur staðgengill Danakonungs sem
ríkisstjóri. Eðlilegra hefði verið, að
hann hefði beðið minnihlutastjórn,
sem þá sat, að gegna störfum áfram,
þangað til Alþingi hefði myndað
meirihlutastjórn. Hið sama er að
segja um minnihlutastjórnirnar,
sem sátu 1950 og 1980. Í hvorugt
skiptið var landið stjórnlaust, og
hefði það hert á Alþingi að mynda
meirihlutastjórn, hefði minnihluta-
stjórn setið, þangað til hitt hefði tek-
ist.
Ályktun mín og margra annarra
er því sú, að embætti forseta Íslands
sé í eðli sínu táknræn tignarstaða,
enda hafa allir forsetar lýðveldisins
hegðað sér samkvæmt því. En sú
spurning hlýtur óneitanlega að
vakna, hvort ekki mætti fela forseta
Alþingis þær skyldur, sem hvíla nú á
herðum forseta. Þar skiptir ekki
máli, að kostnaður af forsetaemb-
ættinu hefur tvöfaldast á fimm ár-
um, frá 1995 til 2000, úr 50 millj-
ónum króna 1995 í 131 milljón króna
2000, heldur hitt, að Alþingi er elsta
og virðulegasta stofnun þjóðarinnar,
og væri því hæfilegur sómi sýndur
með því.
Forsetaembættið og
þingræðisreglan
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Vald
Það er meðal annars
föst venja, segir Hannes
Hólmsteinn Gissurar-
son, að forseti beitir
ekki synjunarvaldi.
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.
Lánasjóðsmálin eru
eitt stærsta hagsmuna-
mál stúdenta við Há-
skóla Íslands, enda eru
námslánin forsenda
náms hjá fjölmörgum
stúdentum. Árlega
ganga forystumenn
stúdenta til viðræðna
við Lánasjóðinn um
kjör námslána á kom-
andi námsári. Þar
skiptir miklu að stúd-
entar setji fram skýrar
kröfur í samningavið-
ræðunum til að ná fram
sem bestum mögu-
legum árangri fyrir
hönd umbjóðenda
sinna.
Í rúman áratug hefur Röskva setið
í meirihluta í Stúdentaráði og því
samið fyrir hönd stúdenta. Hækkun
grunnframfærslunnar (sú upphæð
sem barnlaus stúdent fær ef lánin
skerðast ekki vegna tekna) hefur ver-
ið helsta baráttumál Röskvu. Raunar
hefur verið svo mikil áhersla lögð á
hana að fulltrúar
Röskvu felldu í ár til-
lögur Vöku í lánasjóðs-
nefnd Stúdentaráðs um
að einnig ætti að beita
sér fyrir lækkun á
skerðingarhlutfalli – en
skerðingarhlutfall hef-
ur í för með sér að
námslán lækka þegar
námsmenn hafa tekjur.
Vaka hefur bent á
ósanngirni þess að
námsmönnum sé refsað
fyrir að sýna sjálfs-
bjargarviðleitni með
því að afla sér tekna
samhliða námi. Auk
þess sem telja má víst
að þeir stúdentar sem raunverulega
þurfa á aðstoð að halda séu einmitt
þeir sem þurfa að vinna fyrir sér. Nú-
verandi kerfi hvetur einnig náms-
menn til að vinna „svart“, svo að
tekjur þeirra bitni ekki á upphæð
námslána.
Afstaða Röskvu til lækkunar
skerðingarhlutfallsins verður að telj-
ast furðuleg þar sem ekkert bendir til
að ekki sé hvort tveggja hægt að
krefjast hækkunar á grunnfram-
færslu og lækkunar á skerðingar-
hlutfalli. Afstaða Röskvu verður enn
furðulegri þegar haft er í huga að
meðaltekjur lánþega hjá LÍN eru
langt fyrir ofan frítekjumarkið og því
myndi lækkun skerðingarhlutfalls
koma fjölmörgum lánþegum til góða.
Árangur – eða hvað?
Vaka hefur nú tekið saman tölur
sem sýna hve mikið grunnframfærsl-
an hefur hækkað undanfarinn ára-
tug. Rétt er að líta yfir farinn veg
þann áratug sem Röskva hefur farið
með samningsumboð fyrir hönd stúd-
enta. Samningsaðferðir Röskvu eiga
að vera lagðar undir dóm stúdenta í
kosningum til Stúdentaráðs.
Þegar blaðagreinar eftir Röskvu-
liða eru lesnar má á þeim skilja að
verulegur árangur hafi náðst á und-
anförnum árum í lánasjóðsmálum –
og sérstaklega hvað varðar hækkun
grunnframfærslunnar. Þessar grein-
ar eru sérlega áberandi skömmu fyr-
ir kosningar þegar Röskvuliðum ligg-
ur á að sannfæra stúdenta um hversu
vel þeir hafi staðið sig.
Vaka hefur tekið saman upplýsing-
ar um hækkun grunnframfærslu á
valdatíma Röskvu og sett í samhengi
við almenna þróun verðlags á þessu
tímabili. Ljóst er að mjög miklar
hækkanir hafa orðið í samfélaginu á
þessum tíma, almennt verðlag hefur
hækkað; námsbækur og leikskóla-
gjöld eru mun dýrari og matvara hef-
ur rokið upp úr öllu valdi.
Það er mikill vandi að meta hvaða
áhrif hækkun verðlags hefur ná-
kvæmlega.
Margir þættir spila þar inn í. Yf-
irleitt er fylgst með vísitölu neyslu-
verðs þar sem hún er talin gefa best-
ar upplýsingar um hækkun verðlags.
Kjör námslána 8,7%
verri í tíð Röskvu
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
HÍ
Grunnframfærsla náms-
lána, segir Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir, hefur
ekki hækkað umfram
hækkanir verðlags.
Mikið úrval af
brjóstahöldurum
verð frá kr. 700
Mömmubrjósta-
haldarar kr. 1900
Úrval af náttfatnaði
fyrir börn og fullorðna
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.