Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ÁR Kristjánsson, læknir og fulltrúi starfsmanna í stjórnarnefnd Landspítala – há- skólasjúkrahúss, segist fagna því að nefndarálit starfsnefndar heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra um framtíðarskipulag og uppbyggingu Landspítala – há- skólasjúkrahúss liggi nú fyrir. Hann segir að skýrslan sé nokkuð vel unnin og ýtarleg. Horft sé til margra þátta eins og væntanlegar breytingar á þróun heilbrigðisþjónustu og þróun byggðar í Reykjavík. Einnig sé farið út í að fá afstöðu hjá ýmsum málsaðilum, þótt ekki sé ljóst hvort endilega sé um rétta máls- aðila að ræða. Auk þess sé reynt að leggja mat á kostnað, tíma- áætlun og fleira. Hins vegar sé grundvallarspurning hvort rétt hafi verið að horfa einungis til þeirra staða þar sem sjúkrahúsið er nú, þ.e. Landspítala, Fossvogs og Vífilstaða, vegna þess að tillög- urnar hljóti að vera tillögur að byggingu nýrrar stofnunar, nýrra húsa, sem eigi að þjóna heilbrigð- isþjónustunni í mjög langan tíma, 50 til 100 ára. Því sé spurningin hvort nægilegar upplýsingar liggi fyrir um þróun byggðarinnar á næstu 50 til 100 árum og hvort staðsetningin í kringum Háskóla Íslands verði ekki út úr kortinu eftir 30 ár eða svo. Því sé spurn- ingin hvort ekki ætti að hugleiða staðarval fyrir utan núverandi þrjá staði. Í öðru lagi segir Már Krist- jánsson að mjög mikið sé lagt upp úr tengslunum við Háskólann. Hann segir að það sé mjög mik- ilvægt fyrir háskólastofnunina að vera í mjög góðum tengslum við Háskólann, en ekki hafi verið sýnt fram á það með þessari skýrslu, öðrum skýrslum eða reynslu er- lendis frá að það sé lífsnauðsyn- legt fyrir sjúkrahúsin að vera í göngufæri við háskóla eða stofn- anir hans. Óþarflega mikið sé lagt upp úr þessum þætti, en vits- munalegu tengslin við Háskólann séu engu að síður afar mikilvæg. Einn staður umhugsunarefni Már Kristjánsson segir að eftir sameiningu á einn stað fáist mikil hagræðing og svonefnd samlegð- aráhrif. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort sniðugt sé að hafa eitt hátæknisjúkrahús á einum stað með ýmiss konar skemmd- arverk í huga. Hér þurfi líka að hugsa um jarðskjálfta, eldgos og fleira. Verði byggt eitt stórt sjúkrahús með allri aðstöðu til staðar verði öll eggin í sömu körfu og það þyki ekki vænlegt. Í því sambandi nefnir hann áhrifin sem verði, hrapi flugvél og eyðileggi allar byggingarnar. Að vísu sé mjög lítill möguleiki á að það ger- ist en samt þurfi að endurskoða hugmyndafræðina um að hafa alla starfsemina á nákvæmlega sama stað. Nefndin bendir á að uppbygg- ing dag- og göngudeildarstarfsemi verði sett í forgang. Már Krist- jánsson segir það vera í takt við tímann en staðreyndin sé sú að nú sé mjög aðþrengd starfsemi inni á sjúkrahúsunum. Afar veikir sjúk- lingar liggi sumir inni á marg- býlum og enn tíðkist að sjúklingar liggi inni á göngum. Eins sé það vandamál að dag- og göngudeildir séu ekki nægilega góðar, en þar staldri fólk stutt við og hafi ann- ars sína hentisemi heima við. For- gangsmál ætti að vera að búa vel að sjúklingunum inni á sjúkrahús- unum enda verið að tala um hús- næði sem eigi að þjóna þessum hópi næstu áratugina. Már Kristjánsson segist vera ósáttur við áætlaðan fram- kvæmdatíma. Nú séu ákveðin vandamál til staðar en ef það eigi að taka 15 til 20 ár að fá úrbót í þeim efnum – ef úrbótin felst í nýjum byggingum – sé það alger- lega óásættanlegt. Hann áréttar að þetta sé ekki gagnrýni á skýrsluhöfunda heldur upphrópun þess efnis að það þurfi að gera miklu beutur við sjúklingana og miklu fyrr. Ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar Um valið á Hringbraut umfram aðra staði vísar Már Kristjánsson til greinar eftir Ólaf Örn Arnarson lækni sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Ekki liggi fyrir nein stefnumótun hjá ríkisstjórninni umfram heilbrigðisráðherra að það sé á dagskrá að byggja upp háskólasjúkrahús. Ekkert vilyrði eða stefnumótandi ákvæði þess efnis hafi komið frá ríkisstjórninni heldur sé það verkefni heilbrigð- isráðherra að undirbúa málið. Hugsanlega verði hér breyting á en þetta veiki skýrsluna og því óttist hann að það fari fyrir henni eins og svo- nefndri Weeks-skýrslu. Hún hafi verið kynnt 1971 sem heilstæð sam- fella byggingar Háskól- ans og Landspítalans og staðfest 1982, en Læknagarður hafi komið í kjölfarið. Síðan séu liðin 18 ár en þar sé enn opinn grunnur. Eins megi nefna Náttúrufræðideildar- húsið sem standi ónotað í Vatns- mýrinni. Þar sem málið sé ekki beinlínis í stefnumótun ríkis- stjórnarinnar segist hann óttast mjög að niðurstaðan missi örendi sitt vegna þess að hún hafi aldrei fengið neitt líf. „Hver er trygg- ingin fyrir því að það fari ekki fyr- ir þessum áformum eins og Læknagarði og Náttúrufræði- deildarhúsinu?“ spyr hann. Már Kristjánsson ben áður en til þess komi að á hefja framkvæmdir við brautina þurfi að flytja brautina. Áður en heilbrig neytið gæti farið með f ráðuneytinu út í það að nýjan spítala á þessum s samgönguráðuneytið að f það að byggja nýja götu vinnu við Reykjavíkurb þess þurfi gríðarlega mi inga en það komi ekki fr reikningum varðandi uppb við Hringbraut. Þrátt fyrir fyrrnefndar semdir segir Már Kristjá skýrslan sé mjög mikilvæ ræðunni um framtíð sjúkrahússins og stefnum að lútandi. Betri þjónusta Deildir lyflækningasvi Landspítala – háskólasj eru í Fossvogi, við Hring Vífilstöðum og í Grensá laug Rakel Guðjónsdótt stjóri hjúkrunar á lyflæ sviði 1 á Landspítala – sjúkrahúsi, telur að sta sameinist um niðurstöðu innar en tíminn hafi m segja og fólk viti að br semin verður á tveimur næstu árin. Í máli Guðlau elar Guðjónsdóttur kemur allir séu sammála um að við sjúklinga batni við það starfsemina á einum stað sem starfsemin verði að miklu skilvirkari. Hins v ljóst að bæði Fossvogur o braut hafi margt til síns Hefði Fossvogur orðið fyr hefði uppbygging hu gerst eitthvað fyrr vegna þar er óbyggt, aðgengile svæði en uppbygging við braut sé háðari öðrum Aðalatriðið sé að starf ánægt með að niðurstað arinnar liggi fyrir og bú leggja fram tillögu um arstaðsetningu spítalan horfum nokk fram í framt ég held að fó almennt efti reglu að ge besta sem hæ næstu 15 til 20 árum, eð ákvörðunin verður að veru Góð lending fyrir geðsjúka Eydís Kr. Sveinbjarn sviðsstjóri hjúkrunar Landspítala – háskólasjú (LSH), segist vera mjög með þá niðurstöðu starf heilbrigðisráðherra að fr uppbygging LSH verði vi braut. Hún segir að ef Fossvo orðið fyrir valinu hef hætta á því að minnihlu Ýmsar spurningar varðandi niðurstöð Varasamt að hafa öll eggin í sömu körfu Leitað var álits nokkurra starfsmanna Landspítala í Fossvogi ilsstöðum og á Kleppi um framtíðaruppbyggingu Landspítal Sumir fagna því að niðurstaða er fengin og telja að starfsfólk m sameinast um hana. Aðrir setja fram spurningar, m.a. um hv skoða hefði átt fleiri staði en Hringbraut, Fossvog og Vífilsst Hluti af upp- byggingu Reykjavíkur NEYSLUVENJUR OG VERÐ Á GRÆNMETI Enn einu sinni hefur skapast mikilumræða um grænmetisverð á Ís-landi, en eins og öllum virðist loks vera orðið ljóst hafa íslenskir neytendur greitt svo hátt verð fyrir þessi matvæli í samanburði við það sem gerist í nágranna- löndum okkar, að margir hafa neyðst til að skilgreina grænmeti sem munaðarvöru í sínum heimilisrekstri. Þó að þær aðgerðir sem nú er gripið til af hálfu ríkisstjórn- arinnar verði til þess að grænmeti lækki eitthvað í verði til neytenda og jafnframt að framfærslukostnaður lækki eitthvað í landinu, verður ekki framhjá því litið að beingreiðslur ríkisins til bænda fyrir ákveðnar grænmetistegundir (tómata, ag- úrkur og paprikur) koma þegar allt kemur til alls einnig úr vasa neytenda. Þeim aðgerðum sem nú eru til umræðu er m.a. ætlað að tryggja markaðsmögu- leika íslenskrar framleiðslu og er magn- tollur t.d. lagður á sveppi, kartöflur og úti- ræktað grænmeti þegar nægilegt framboð er innanlands að magni og gæðum. En það er einmitt á sama tíma sem erlent græn- meti er ódýrast og best, í það minnsta í þeim ræktunarlöndum sem næst okkur eru. Það er því augljóst að grænmeti held- ur áfram að vera dýrt hér á landi. Þegar talað er um nauðsyn þess að tryggja mark- aðsmöguleika íslensks grænmetis er oft hamrað á því að íslenskt grænmeti sé tölu- vert bragðbetra en erlent. Þetta er nokkuð hæpin röksemdafærsla þar sem úrval af mismunandi tegundum tómata, svo dæmi sé nefnt, hefur aldrei verið þannig hér á landi að hægt hafi verið að sannreyna þessa staðhæfingu. Best færi á því að fjöl- breytnin væri slík að neytendur ættu kost á því að dæma gæðin sjálfir. Ef íslensk framleiðsla er mun betri munu neytendur væntanlega halda tryggð við hana. Umræða um grænmeti og neyslu þess hér á landi markast enn nokkuð af þeirri staðreynd að það er tiltölulega nýr þáttur í neysluvenjum okkar. Grænmetisborð verslana bera þess glöggt vitni að matar- hefð Íslendinga er í litlum tengslum við þá árstíðabundnu hringrás í neyslu græn- metis og ávaxta sem er svo ríkur þáttur í matarhefð flestra landa. Þannig eru græn- metisborðin hér á landi nánast eins allan ársins hring og sumt af því sem þar er í boði algjörlega á skjön við uppskerutíma í nálægum löndum. Nægir að nefna ætiþist- il, spergil, jarðarber, ferskjur og margum- rædd vínber í því sambandi, en fullyrða má að afar fáum Evrópubúum öðrum en okk- ur dytti í hug að kaupa þessa vöru nema á þeim árstíma þegar verðið er lægst og gæðin mest. Jafnframt er augljóst að þó að úrval af grænmeti hafi aukist til mikilla muna á undanförnum árum þá er mjög margt sem sjaldan eða aldrei ratar hingað til lands, en þykir þó sjálfsagður þáttur í daglegum neysluvenjum annarra þjóða á ákveðnum árstímum. Erlendis er grænmetið langsamlega ódýrast þeirra matvæla sem keypt eru til heimilanna. Það er undirstaða hefðbund- innar matargerðar og hollra neysluvenja sem eru í takti við hverja árstíð fyrir sig. Hér á landi er enn þörf á miklum breyt- ingum, hvað verð, fjölbreytni og hugarfar varðar, ef við eigum að njóta sömu sjálf- sögðu lífsgæða og aðrir á þessu sviði. BÆTUM UMFERÐARMENNINGUNA Starfshópur, sem í fyrradag lagði framtillögur um umferðaröryggisáætlun til ársins 2012, setur það markmið að fækka umferðarslysum um að minnsta kosti 40% innan næstu tíu ára, sem þýddi að ekki fleiri en 120 manns myndu slasast alvarlega eða bíða bana í umferðinni á ári hverju. Starfshópurinn leggur meðal annars til að refsimörk vegna aksturs undir áhrifum áfengis verði lækkuð úr 0,5 pró- millum vínanda í blóði í 0,2 prómill. Í til- lögunum er stefnt að því og að viðurlög við alvarlegum umferðarbrotum verði hert verulega. Í áætluninni kemur fram að á síðustu fimm árum hafi 21 látist að meðaltali í umferðinni á ári og um 210 slasast alvarlega: „Auk hins mannlega harmleiks er þjóðhagslegur kostnaður umferðarslysa, sem valda dauða eða al- varlegum meiðslum, talinn vera á bilinu 8-10.000 milljónir á ári, en áætlað er að umferðarslys með og án meiðsla kosti þjóðfélagið allt að 20 milljarða króna ár- lega.“ Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra kynnti áætlunina og sagði að brátt yrði lögð fram á Alþingi þingsályktun- artillaga, sem byggð yrði á áætluninni. Starfshópurinn vill láta herða viðurlög við alvarlegum umferðarlagabrotum enn frekar en nú er. Telur hann að dómar séu í mörgum tilvikum ekki í samræmi við al- varleika brota og segir síðan í tillögun- um: „Er þar sérstaklega litið til ölvunar- aksturs og hraðaksturs, en viðurlög við slíkum brotum eru hér mun vægari en á öðrum Norðurlöndum, hvort sem litið er til sektarfjárhæðar eða tímalengdar öku- leyfissviptingar.“ Það leikur enginn vafi á því að þessum tveimur þáttum, ölvun og hraðakstri er ásamt syfju undir stýri oftast um að kenna þegar slysin gerast. Manninum virðist í blóð borið að taka áhættu. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á hættuna af tóbaki heldur hann áfram að reykja. Tíð banaslys virðast engin áhrif hafa á akst- urslag og umferðarmenningu – sjálfsagt þykir að ástandið á götunum sé eins og í rallakstri. Ef glæpir tækju sama toll í mannslífum og umferðin hefði þjóðfélag- ið löngu krafist gagngerra ráðstafana, en umferðin er það snar þáttur í gangverki samfélagsins að margir virðast líta svo á að þessar blóðugu fórnir séu þess virði. Sú er hins vegar alls ekki raunin. Það er ljóst að með hverjum kílómetra sem hægt er að hægja á umferðinni minnka líkurn- ar á slysum og aukast að sama skapi að fólk sleppi lífs þegar þau verða. Þessar aðgerðir miða að því að draga úr hraða. Vissulega getur verið að það megi deila um það hvort hærri sektir geri nokkuð til að letja ökumenn til hraðaksturs, en þær hvetja tæplega til að gefa í. Fátt fer jafn illa saman og áfengi og akstur. Á hverju ári heimtir ölvunarakstur nokkur manns- líf hér á landi. Í Bandaríkjunum má rekja 40% banaslysa í umferðinni til ölvunar- aksturs. Það er engin ástæða til að láta menn halda að þeim sé óhætt að aka bif- reið eftir neyslu áfengis, bara ef þeir neyti nógu lítils. Oft vekur slíkt aðeins falska öryggiskennd og fátt getur verið jafn ömurlegt og að verða valdur að al- varlegu slysi eftir að hafa sest drukkinn undir stýri. Affarasælast er að taka af öll áhöld um ölvunarakstur þannig að akstur sé úr myndinni við alla neyslu áfengis. Það er alltaf gott að setja sér markmið, en veruleikinn er ekki alltaf samvinnu- þýður. Hert viðurlög og eftirlit gera sitt gagn, en til að draga úr slysum á Íslandi þarf breyttan hugsunarhátt. Umferðin er eins og hljómkviða þar sem hver ökumað- ur þarf að aka í takt við hina ökumennina. Hún þolir kannski meiri bjögun innbyrð- is en sinfóníuhljómsveit, en bæði glann- inn og sá, sem silast áfram, stefna heild- inni í hættu. Tillögur starfshópsins eru skref í þá átt að bæta umferðina og hvert slys, sem er afstýrt, hvert mannslíf, sem bjargast, er ómetanlegur árangur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.