Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Agnar Guð-mundsson fædd-
ist í Kaupmannahöfn
6. mars 1914. Hann
lést á heimili dóttur
sinnar í Reykjavík
31. janúar síðastlið-
inn. Hann var sonur
Elínar Stephensen
húsmóður og Júl-
íusar Guðmundsson-
ar, stórkaupmanns
og útgerðarmanns.
Elín var dóttir Elín-
ar Thorstensen og
Magnúsar Stephen-
sen landshöfðingja
en Júlíus var sonur Andreu H.B.
Weywadt og Stefáns Guðmunds-
sonar verslunarstjóra á Djúpa-
vogi. Agnar var elstur systkina
sinna og sá síðasti þeirra sem lést
en þau voru: Eva, f. 4. ágúst 1915,
d. 25. okt. 1984, gift Hans Erik
Kokansky Vogler, f. 30. okt. 1915,
d. 31. okt. 1982, þau áttu tvö börn;
Elín (Mússí), f. 20. nóv. 1916, d. 27.
júní 1996, gift Hans Jörgen Han-
sen, f. 22. mars 1916, d. 6. ág. 1995,
þau áttu þrjú börn; Valborg (Lill-
en), f. 30. des. 1918, d. 31. júlí
1987, gift Agli Egilssyni, f. 13.
febr. 1917, d. 13. sept. 1967, þau
áttu þrjú börn en skildu; Ása
(Póa), f. 19. júlí 1919, d. 23. nóv.
2000, gift Ólafi M. Einarssyni, f.
25. mars 1919, þau áttu eina dótt-
ur en skildu, seinni maður hennar
var Gregers Hansen, f. 20. ág.
1918, d. 28. des. 1996, þau áttu
fjögur börn; og Stefán (Númi), f.
13. maí 1925, d. 19. febr. 1994,
kvæntur Þuríði Guðmundsdóttur,
f. 21. febr. 1929, þau áttu þrjú
börn. Systur Agnars, Eva og Elín
fóru ungar til Danmerkur og
bjuggu lengst af ævi sinni þar og
Ása bjó lengi bæði í Danmörku og
Kanada.
Agnar fluttist til Íslands með
foreldrum sínum og systkinum
1921 þegar hann var 7 ára gamall
og bjó þar síðan, í Reykjavík.
maki Vilhelmína Kristinsdóttir, f.
18. okt. 1959, þau skildu; þau eiga
Eirík Kristinn, f. 17. maí 1983,
Agnar Má, f. 10. júlí 1986 og Björn
Ármann, f. 14. des. 1988.
Agnar lauk gagnfræðaprófi
1929, var í Menntaskólanum í
Reykjavík og tók verslunarskóla-
próf í Englandi 1933. Hann tók
stýrimannapróf frá Stýrimanna-
skólanum 1939. Hann vann marg-
vísleg störf frá unga aldri en
lengst af við sjómennsku eða störf
sem henni tengdust. Hann var í
vega- og brúarvinnu á unglings-
árum, var háseti á síldveiðum
1928–1930, léttadrengur á varð-
skipinu Óðni og á norskum og
dönskum skipum 1930–32 og há-
seti á Andra og Gylli 1933–37.
Einnig stýrimaður á hvalveiðibát-
um hjá norsk-íslenska hvalveiði-
fyrirtækinu Kópi á Suðureyri við
Tálknafjörð 1937–1939, háseti og
stýrimaður á togurum, m.a.
Andra, Arctic og Arinbirni hersi
1939–1944 og sigldi margar ferðir
með fisk til Bretlands á stríðsár-
unum á skipum sem lentu í svað-
ilförum. Agnar var t.d. stýrimaður
á Arinbirni hersi er skipið varð
fyrir vélbyssu- og sprengjuárás
þýskrar flugvélar við Englands-
strendur í árslok 1940. Hann var
verkstjóri í Bretavinnunni 1942–
45, vann hjá Fiskimálanefnd 1944–
45 og hjá Jarðborunum ríkisins
1945–1951, fór til Bandaríkjanna
að kynna sér bortækni 1947 og var
bormeistari ríkisins 1947–1951 og
vann með Gunnari Böðvarssyni
verkfræðingi ásamt fleirum að
borunum eftir heitu vatni, gufu og
neysluvatni víðsvegar um landið.
Hann var stýrimaður á hvalbátum
Hvals hf. 1950–1951, skipstjóri og
skytta 1951–1953, hafði umsjón
með viðhaldi og viðgerðum skip-
anna og vann jafnframt við önnur
störf á vegum Hvals h.f. 1954–
1961. Agnar var skoðunarmaður
sjótjóna hjá Sjóvá 1960–1968,
skoðunarmaður hjá Könnun ehf.,
Lloyd’s umboðinu á Íslandi 1968–
1971 og framkvæmdastjóri þar
1971–1979 er hann lét af störfum.
Útför Agnars fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Hann kvæntist 1940,
Birnu Petersen, f. 2.
des. 1917, d. 27. nóv.
1969, dóttur Guðrún-
ar Jónsdóttur Peter-
sen, f. 8. júní 1892, d.
16. des. 1961, og Hans
P. Petersen kaup-
manns, f. 5. nóv. 1873,
d. 8. maí 1938. Agnar
og Birna eiga fimm
börn: 1) Guðrún, f. 2.
júní 1941, gift Helga
Valdimarssyni, f. 16.
sept. 1936, en börn
þeirra eru: Birna
Huld, f. 15. des. 1964,
maki Tim S.P. Moore, f. 18. maí
1964, þau eiga Kristján Helga, f. 9.
mars 1994, Lilju Guðrúnu, f. 29.
febr. 1996, og Valdísi Sylviu, f. 19.
júlí 1998. Agnar Sturla, f. 31. júlí
1968, maki Anna Rún Atladóttir, f.
13. okt. 1969, þau eiga Atla
Snorra, f. 14. des. 1993, og Guð-
rúnu Diljá, f. 19. sept. 2000. Krist-
ján Orri, f. 24. okt. 1971, maki
Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, f. 4.
okt. 1973, þau eiga Kjartan Þorra,
f. 20. jan. 2001. 2) Björn, f. 12. nóv.
1942, d. 19. jan. 1943. 3) Hans, f.
29. maí 1945, kvæntur Kristjönu
Margréti Kristjánsdóttur, f. 28.
mars 1946, en börn þeirra eru:
Agnar, f. 15. des. 1965, maki Guð-
rún Kjartansdóttir, f. 1. okt. 1964,
þau eiga Dóru Júlíu, f. 8. sept.
1992, Helgu Margréti, f. 20. ág.
1998, og Hans Trausta, f. 21. júlí
2000. Birna Ósk, f. 6. ág. 1976,
maki Einar Örn Jóhannesson. f.
28. des. 1976. 3) Elín, f. 25. maí
1947, gift Þórði Skúlasyni, f. 19.
júlí 1945, en börn þeirra eru Birna
Guðrún, f. 4. maí 1971, maki Krist-
ján Skúli Ásgeirsson, f. 28. okt
1968, þau eiga Hjalta, f. 27. jan.
1993, og Skúla, f. 18. febr. 1999.
Skúli, f. 25. maí 1971, maki Ástríð-
ur Guðrún Eggertsdóttir, f. 14.
mars 1968, þau eiga Ragnheiði, f.
29. sept. 1995, og Þórð, f. 25. ág.
2000. 4) Júlíus, f. 22. febr. 1953,
Vinur minn og tengdafaðir, Agnar
Guðmundsson, var fágætur maður
sem ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast. Hann var
heiðursmaður af gamla skólanum,
stór í sniðum bæði andlega og lík-
amlega, traustur, grandvar og
trygglyndur. Hann var stálminnug-
ur, nákvæmur, afburðagreindur og
gæddur næmu innsæi á menn og
málefni. Agnar var hins vegar dulur
á eigin tilfinningar en hafði ríka og
óvenjulega kímnigáfu og ímyndunar-
afl. Hann var mjög orðheppinn og
ýmis tilsvör hans urðu landsfræg.
Leiðir okkar Agnars lágu fyrst
saman á heimili hans og Birnu Pet-
ersen í Skólastræti 1 fyrir 38 árum
og þar áttum við Guðrún, eiginkona
mín og elsta dóttir þeirra, samastað
þangað til við fluttum til London til
framhaldsnáms haustið 1968 með
Birnu Huld dóttur okkar og eldri son
okkar Agnar Sturlu. Það var mjög
gott að vera á heimili Agnars og
Birnu; mér var strax tekið eins og ég
hefði alist upp í fjölskyldunni. Birna
var óvenjulega hlý og jákvæð mann-
eskja sem laðaði að sér fólk af marg-
víslegu tagi. Agnar, sem á þessum
árum vann við tjónaskoðun á skipum
og skipsförmum, byrjaði daginn
snemma en kom að jafnaði heim á
sama tíma með hollt og gott hráefni í
kvöldmatinn, gjarnan þann besta
fisk sem var á boðstólum hverju
sinni. Eftir kvöldmatinn settist hann
oftar en ekki aftur við borðstofu-
borðið til að skrifa ítarlegar tjóna-
skýrslur, oft á ensku. Ég kíkti stund-
um í þessar skýrslur og undraðist
hversu vandaðar og skýrar þær voru
en hann var mikill tungumálamaður.
Veturinn 1967 veiktist Birna
tengdamóðir mín aftur af illkynja
sjúkdómi sem greindist fyrst 1965,
og þurfti að leita sér lækninga er-
lendis þar sem nauðsynlegur búnað-
ur var ekki til hér á landi. Ég dvaldist
þá með tengdaforeldrum mínum í
London í nokkrar vikur meðan á
þessari lækningatilraun stóð. Þetta
var erfiður tími sem styrkti mjög
vináttuböndin milli okkar Agnars.
Birna náði tímabundnum bata, en
sjúkdómurinn tók sig upp aftur og
hún andaðist tveimur árum síðar, öll-
um harmdauði. Fráfall hennar var
Agnari mikið áfall; þau Birna höfðu
verið mjög náin og trygglyndi var
einn af mörgum sterkum eðliskost-
um Agnars. Þrátt fyrir djúpa og
langvarandi sorg, tókst Agnari á
þessum árum að byggja upp nýtt fyr-
irtæki, Könnun ehf, sem var og er
umboðsaðili Lloyds á Íslandi, og
annast skoðun og uppgjör á tjónum á
alþjóðlegum grundvelli. Þetta lýsir
vel baráttuþreki hans, hæfileikum og
persónustyrk.
Þótt starfsferill Agnars hafi mest-
an partinn, beint og óbeint, tengst
sjómennsku, efast ég ekki um að
hann hefði getað náð góðum árangri
á mörgum öðrum sviðum, svo fjöl-
þættir voru hæfileikar hans, jafnt á
huglægum sem verklegum sviðum.
Hann var mikill lestrarhestur og
hafði alla tíð mikinn fræðilegan
áhuga á margvíslegum málum og
viðfangsefnum og ég hef ekki ennþá
kynnst manneskju með jafnóbrigðult
minni. Ég er sannfærður um að Agn-
ar hefði getað náð langt sem vísinda-
eða fræðimaður á ýmsum sviðum svo
sem í læknisfræði, stærðfræði, eðl-
isfræði, jarðfræði eða öðrum grein-
um náttúruvísinda.
Það var erfitt fyrir Agnar að sætta
sig við þegar sjónin bilaði fyrir u.þ.b.
tveimur árum að því marki að hann
hætti að geta lesið, en hann reyndi að
bæta það að einhverju leyti upp með
því að hlusta á útvarp þar til heyrnin
var orðin svo slæm að það dugði ekki
lengur. Þá var aðdáunarvert að fylgj-
ast með því hvernig hann undi og
þraukaði í þeirri einangrun sem hon-
um var nú búin með því að rifja upp
alls kyns gamlar minningar og þekk-
ingu. Þar geymdi minni hans digran
sjóð. Ótrúlegustu viðfangsefni gátu
hjálpað honum til að láta daginn líða
t.d. að rifja upp formúlu til að breyta
hitastigum á Celsíus yfir í Fahren-
heit og öfugt eða gömul ferðalög sem
þau Birna höfðu farið í. Börnin hans
öll og barnabörnin önnuðust hann
vel, heimsóttu hann, buðu honum
heim til sín í mat og reyndu að gera
honum lífið léttbærara.
Í haust fór Agnar að finna fyrir því
meini sem nú hefur orðið honum að
aldurtila. Fram að því hafði hann bú-
ið á sínu gamla heimili í Skólastræti 1
þar sem Júlíus, yngri sonur hans býr
einnig. Það var ekki fyrr en ljóst var
að hverju stefndi eftir erfiða skurð-
aðgerð í október sl. að hann fékkst til
að flytja heim til okkar Guðrúnar. En
Agnar var ekki á þeim buxunum að
gefast upp. Hann var svo máttfarinn
eftir aðgerðina að hann ætlaði varla
að komast hjálparlaust stigann upp á
efri hæðina hjá okkur þegar hann
kom heim af sjúkrahúsinu. En fljót-
lega fór hann að reyna að byggja upp
þrek á nýjan leik. Hann tók á þessu
verkefni eins og öðrum sem hann
hafði glímt við um ævina, með ótrú-
legum viljastyrk, einbeitni og ná-
kvæmni. Þannig bað hann mig að
mæla vegalengdina frá svefnher-
bergi hans út að stofuglugga og síðan
setti hann sér markmið fyrir hvern
dag, hversu marga metra hann ætl-
aði að ganga. Og á hverju kvöldi þeg-
ar ég kom heim úr vinnu var það
fyrsta sem hann sagði mér hve
marga metra hann hafði gengið þann
daginn, í fyrstu nokkra tugi en ekki
leið á löngu þar til hann var kominn
upp í 1.000 metra á dag, og stiginn
sem var svo erfiður í byrjun var nú
genginn sjö sinnum á dag. Þegar
hann var búinn að gera mér grein
fyrir líkamlegum framförum sínum,
fékk ég hjá honum yfirlit yfir helstu
fréttir og veður, hérlendis og erlend-
is svo og veðurhorfur næstu daga.
Svo vel fylgdist hann með. Þetta gat
hann vegna þess að Júlíus sonur
hans hafði útbúið fyrir hann hljóð-
mögnunartæki svo að hann gat nú
aftur hlustað á útvarp.
Þótt ég vissi vel hve sterkur bar-
áttujaxl Agnar hafði verið alla tíð
kom þetta mikla og jákvæða baráttu-
þrek hans síðustu vikur ævinnar mér
á óvart. Það var nánast sama hve lít-
ilfjörlegan stuðning ég var að reyna
að veita honum, alltaf sagði hann –
takk Helgi minn – um leið og hann
strauk á mér höndina. Og svipað var
viðmót hans gagnvart okkur öllum
og einnig þeim ágætu manneskjum
sem komu til að aðstoða hann frá
Heilsugæslunni og Félagsþjónustu
aldraðra í Árbæ og Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins, en þeim
þakkar fjölskyldan stuðning og alúð.
Um síðustu jól safnaðist fjölskyld-
an saman umhverfis hann, börn,
barnabörn og barnabarnabörn, vit-
andi að hann var á förum. Þá var
tækifæri til þess að sýna honum ást-
úð og umhyggju sem hann kunni vel
að meta. Við Guðrún erum afar
þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri
til að vera með honum svo náið þessa
síðustu mánuði ævi hans.
Með Agnari er genginn glæsilegur
fulltrúi þeirrar ósérhlífnu kynslóðar
sem byggði upp með ótrúlegri
atorku og útsjónarsemi þá hagsæld
og menningu sem við Íslendingar bú-
um við í dag, auðlegð sem veitir okk-
ur og afkomendum okkar ævintýra-
leg tækifæri ef við erum framsýn og
stöndum rétt að málum.
Sjálfur lærði ég margt af Agnari
og ég veit að hann hafði sterk áhrif á
afkomendur mína. Fyrir það er ég
þakklátur.
Blessuð sé minning hans.
Helgi Valdimarsson.
Tengdafaðir minn Agnar Guð-
mundsson skipstjóri lést fimmtudag-
inn 31. janúar.
Agnar var stór, glæsilegur og
virðulegur maður og mikill fjöl-
skyldumaður. Honum leið best í
faðmi fjölskyldunnar. Mest alla sína
búskapartíð bjó hann á ættarsetrinu
Skólastræti 1 ásamt konu sinni og
börnin ólust þar upp. Áttu þau þar
fallegt og fágað menningarheimili
sem var þeim hjónum og börnum
þeirra mikils virði. Hann missti konu
sína, Birnu Petersen, allt of snemma
en hún dó í nóvember 1969. Oft sást
hversu sárt hann saknaði hennar þó
svo að hann ræddi það sjaldan. Ég
hef oft hugsað um það hversu dýr-
mætt það er að fá að eyða ævinni
með þeim sem maður elskar og hefur
eignast börnin sín með og hversu
þakklátt fólk ætti að vera að fá að
vera saman sem lengst.
Agnar var víðsýnn maður og ferð-
aðist mikið í tengslum við vinnu sína
og síðan á efri árum ferðaðist hann
sér til fróðleiks og ánægju. Helst
vildi hann hafa sem flesta úr fjöl-
skyldunni með sér á ferðalögunum
þegar það var mögulegt. Þegar Guð-
rún elsta dóttir hans og Helgi eig-
inmaður hennar bjuggu í London og
barnabörnin voru lítil skipulagði
hann og hvatti okkur til að vera sam-
an í London um páska í nokkur ár.
Eins fórum við í sólarlandaferðir til
Portúgal og Túnis á þeim tíma þegar
slíkt var nánast óþekkt. Þetta voru
yndislegar ferðir sem tengdu fjöl-
skylduna sterkum böndum og barna-
börnin kynntust mjög vel og urðu
góðir vinir. Gott var að leita til Agn-
ars með hin ýmsu málefni og tók
hann manni með virðingu og ljúf-
mennsku. Hann hafði hárbeittan
húmor og ákveðnar skoðanir á hlut-
unum.
Agnar bjó alla sína tíð í miðbæ
Reykjavíkur og lifði mjög reglu-
bundnu lífi. Hann vildi hafa hlutina í
föstum skorðum. Hann fór reglulega
í gönguferðir um Reykjavíkurborg,
hér áður fyrr með vini sínum og mági
Hans Petersen en eftir andlát hans
gekk hann einn eða með einhverju
barnabarna sinna og oftar en ekki lá
leiðin að höfninni. Hann hafði mikla
ánægju af lestri góðra bóka en fyrir
nokkrum árum tapaði hann sjóninni
það mikið að hann gat ekki lesið. Það
hlýtur að hafa verið honum erfitt en
hann tók því með æðruleysi eins og
öðru.
Ég minnist tengdaföður míns sem
sterks, tryggs og duglegs manns og
þakka fyrir að hafa fengið að kynnast
honum og vera hluti af fjölskyldu
hans.
Guð blessi minningu Agnars Guð-
mundssonar.
Kristjana M. Kristjánsdóttir.
Það er komið að leiðarlokum og ég
kveð Agnar tengdaföður minn og vin
með nokkrum fátæklegum orðum.
Kynni okkar Agnars ná orðið yfir 40
ár, frá því að ég sem 15 ára unglingur
hóf sumarstarf hjá fyrirtækinu Hans
Petersen.
Agnar var þá með verkstæði í
kjallara Skólastrætis 1, þar sem fyr-
irtækið hafði lager. Á þeim tíma var
lagður grunnur að sambandi okkar
sem alla tíð byggðist á fullkomnu
trausti og virðingu hvor fyrir öðrum.
Þegar ég seinna fór að skjóta mig í
dóttur hans naut ég traustsins, þótt
alltaf yrði ég að skila dótturinni heim
fyrir miðnætti. Ég man hversu mikil
upphefð mér þótti af því á þessum ár-
um að vera tekinn með þeim vinun-
um Agnari, Hans Petersen og fleir-
um í veiðiferðir. Eflaust hef ég,
unglingurinn, verið ætlaður sem lið-
léttingur. Ég minnist t.d. ferðar í
Veiðivötn sem farin var frá BSÍ með
Guðmundi Jónassyni, fara þurfti á
vaði yfir Tungnaá. Seinna voru Agn-
ar og Hans með Vesturdalsá í
Vopnafirði á leigu í félagi við aðra og
fóru fjölskyldurnar þangað í viku-
langar veiðiferðir.
Aflinn var frystur í kaupfélaginu
og sendur suður um haustið. Þegar
ekið var fyrir Hvalfjörð var það fast-
ur liður að stoppað var hjá Magnúsi í
Olíustöðinni og þegnar veitingar.
Fyrir utan fjölskyldutengslin voru
það einmitt sameiginleg áhugamál
sem tengdu okkur Agnar sterkum
böndum. Báðir höfðum við yndi af
veiðimennsku jafnt á sjó og landi og
ekki síður öllu sem þeim viðkom, s.s.
byssum, bátum, trillum, skútum og
fleiri farartækjum. Á yngri árum
hafði hann látið smíða sér trilluna
Ugga, langt og rennilegt fley með
drottningarrassi.
Eftir að Agnar varð eftirlauna-
maður stakk hann eitt sinn uppá að
keypt yrði eyja á Breiðafirði. Þá var
dröslast með slöngubát vestur til að
skoða. Á endanum varð svo eyjan
Kýpur fyrir valinu, en þar dvaldist
hann um nokkurn tíma og fór sinna
ferða á mótorhjóli, synti daglega í
sjónum, einnig í desember, líklega
eini sundmaðurinn á þeim árstíma.
Skömmu áður en sjónin tók að
daprast flutti hann inn rafmagnsfjór-
hjól ætlað fyrir aldraða að komst
leiðar sinnar. Vegna vaxandi sjón-
depru kom það þó að litlu gagni.
Þessum áhuga á veiðum og tækni-
búnaði hélt Agnar fram í andlátið.
Síðastliðinn desember fór hann með
okkur fjölskyldunni, dætrum sínum
og tengdasonum austur í sumarbú-
stað, veikur af þeim sjúkdómi sem nú
hefur dregið hann til dauða og auk
þess hálfblindur og hálfheyrnarlaus,
en lét styðja sig út í kafaldssnjó til að
skoða fjórhjól sem ég hafði nýlega
keypt. Hann athugaði það allvel, sér-
staklega dekkin og var ánægður með
fjöðrunina. Hann gaf bensíngjöfina
inn nokkrum sinnum en sagðist ætla
á bak seinna.
Hann var sannarlega maður fram-
kvæmda, hann tengdapabbi. Þegar
við keyptum okkur hús og fórum að
gera það upp kom hann til aðstoðar.
Lá á fjórum fótum við að skrapa
hurðir, kleif uppá vinnupalla og að-
stoðaði við að rífa þá niður. Eftir að
hann féll niður af vinnupalli tvær
mannhæðir þannig að far kom eftir
hann í grasið fyrir neðan, óbrotinn
en krafðist þess að fá að halda áfram
sagði ég samt stopp. Þannig var
Agnar á áttræðisaldri atorkusamur
og óþreytandi.
Hann var mikill húmoristi og best
gæti ég trúað að það hafi ekki síst
verið rík kímnigáfan sem fleytti hon-
um yfir erfiðustu hjallana á ævinni.
Hann var t.d. afar fær í að finna
skondin nöfn á hlutina. Ég átti eitt
sinn gamlan langan rauðan jeppa,
sem tengdapabbi uppnefndi hestinn.
Og þegar við dóttir hans fórum út úr
bænum um helgar eftir vinnu og vor-
um seint á ferð heyrðist oft kallað
hátt: „Hvenær fer næturlestin?“
Agnar hafði mikinn áhuga á að borða
góðan mat, sjálfur var hann lista-
kokkur og lærði ég af honum mörg
handbrögð í gegnum tíðina, t.d. að
undirbúa bæði rjúpur og kalkún und-
ir matreiðslu.
Afinn, eins og hann var kallaður
með stórum staf, var mikill fjöl-
skyldumaður, afar áhugasamur og
stoltur fylgdist hann með barna-
AGNAR
GUÐMUNDSSON