Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 51

Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 51 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 SKINY Bómullarbolir, leggings, buxur og nærfört. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákaflega gáfuð mann- eskja. Mörg ykkar hafa áhuga á tölvum og tækni og þar getið þið náð góðum ár- angri. Auk rökvísinnar ertu gædd(ur) innsæi og hug- myndaauðgi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ergelsið sem þú kannt að hafa fundið fyrir á framabrautinni virðist vera að taka enda. Þetta verður þér léttir og núna finnst þér þú afkastamikil(l) og áhrifa- rík(ur). Naut (20. apríl - 20. maí)  Tafir tengdar útgáfu, fjölmiðl- um, frekari menntun og lögum tilheyra núna fortíðinni. Þú skalt ganga fram veginn af auknu sjálfstrausti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Merkúr, sem er ráðandi í þínu stjörnumerki, hefur farið hnign- andi á síðastliðnum þremur vik- um. Í dag stendur beint á hann og þess vegna mun þér líða miklu betur og finnast þú hafa mun betri stjórn í lífi þínu en áður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fjárhagsleg atriði verða skyndi- lega mun eftirsóknarverðari í þínum augum. Sameiginlegt eignarhald á einhverju gæti ver- ið kostur sem þú ættir að íhuga alvarlega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tafir sem þú fannst fyrir á vinnustað munu verða að engu. Þú mátt vænta aukinnar skil- virkni í öllu sem þú gerir tengdu vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Miklar vonir sem þú gerðir þér varðandi börn eða ástamálin líta út fyrir að vera vel grundvallað- ar. Þetta er þér bæði léttir og huggun vegna væntinga sem þú hefur fyrir sjálfa(n) þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú skalt halda óhikað til streitu áformum þínum varðandi heim- ilið eða hvaðeina sem hefur með fasteignir að gera. Sú hindrun sem hefur gert þér gramt í geði tilheyrir nú fortíðinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Líf þitt tekur jákvæðari stefnu. Vandkvæði tengd samgöngum að undanförnu leysast. Þú verð- ur ánægðari með daglegt líf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér finnst þú hlaðin(n) orku og áhuga varðandi vinnuna í dag. Jákvætt hugarfar þitt er smit- andi og aðrir njóta þess að vera í návist þinni vegna þess að þú lætur þeim líða vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hnignandi Merkúr hefur látið þér finnast þú vera klaufsk(ur) og þreytt(ur) og dregið úr láni þínu. Frá og með deginum í dag er þetta úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samskipti þín við stjórnvöld eða stórar stofnanir fá grænt ljós líkt og þú varst að vonast eftir. Áform þín um velgengni eru lík- legri til að ná fram að ganga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú skalt leita eftir stuðningi þeirra vina sem áður hafa hafnað þér. Þú kannt að verða undrandi yfir þeirri samvinnu sem aðrir eru núna tilbúnir í. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ERTU maður eða mús? Lesandinn er beðinn að tylla sér í norður til að byrja með og taka afstöðu yfir opnun vesturs á þrem- ur tíglum. NS eru á hættu. Norður ♠ KD10874 ♥ K8765 ♦ 5 ♣6 Vestur Austur ♠ 652 ♠ Á3 ♥ 4 ♥ DG92 ♦ DG10762 ♦ Á943 ♣D95 ♣873 Suður ♠ G9 ♥ Á103 ♦ K9 ♣ÁKG1042 Þetta er andstyggileg staða. Norður er í raun með alltof veik spil til að koma inn á þriðja þrepi á hættunni, en á hinn bóginn er hart að láta þagga niður í sér með svona fallega skiptingu. Þessi vandi blasti við keppendum á Cap Gemini-boðsmótinu í Hollandi, og merkilegt nokk – flestir meistaranna kusu að stinga sér inn á þremur spöðum. Einn þeirra var Zia Mahmood, en makker hans, Andy Robson, hafði ekki húmor fyrir þessum óbærilega léttleika tilverunnar og linnti ekki látum fyrr en í sex gröndum: Vestur Norður Austur Suður Verhees Zia Jansma Robson 3 tíglar 3 spaðar 4 tíglar 4 grönd 5 tíglar Pass Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass 6 grönd Pass Pass Dobl Allir pass Í andstöðunni voru Hol- lendingarnir Verhees og Jansma. Með fjórum gröndum var Robson að spyrja um lykilspil (ásana fjóra og trompkóng), en Verhees truflaði svarið með frekari hindrun. Lík- lega hefur pass Zia við fimm tíglum átt að sýna staka tölu lykilspila (hér spaðakóng), en Robson trúði því hreinlega ekki að makker væri ekki með a.m.k. einn alvöru ás fyrir innákomunni og keyrði í sex grönd. Jansma horði á tvo ása og leyfði sér að dobla, en gaf síðan mikinn afslátt í vörninni. Út kom tígul- drottning, sem Jansma tók með ás og lagði strax niður spaðaás. Robson slapp því einn niður, en ef austur spilar tígli áfram í öðrum slag fer slemman 1.700 nið- ur! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 9. febrúar,verður sjötug Ása Marinósdóttir, Ytra-Kálfsskinni, Árskógsströnd. Eiginmaður hennar, Sveinn Jónsson, varð sjötugur 13. janúar síðastliðinn. Þau hjónin taka á móti gest- um í samkomuhúsinu Árskógi frá kl. 20 annað kvöld, laug- ardagskvöldið 9. febrúar. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 8. febr- úar, er sextug Agnes Löve, píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Agnes tekur á móti ættingj- um, vinum og fyrrverandi og núverandi samstarfsfólki á heimili sínu, Fálkagötu 1, frá kl. 18–21 á afmælisdag- inn. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 c6 6. c4 Rb6 7. exd6 exd6 8. Db3 Be7 9. Rc3 O-O 10. h3 Bxf3 11. Bxf3 a5 12. Be2 a4 13. Dd1 a3 14. bxa3 c5 15. Hb1 Bf6 16. Rb5 Rc6 17. dxc5 dxc5 18. O-O Rd4 19. Rxd4 cxd4 20. Bd3 Dc7 21. Df3 Ha5 22. Bd2 Hxa3 Staðan kom upp í Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Sænski stór- meistarinn Tom Wedberg (2529) hafði hvítt gegn Harald Lögdahl (2259). 23. Bxh7+! Kxh7 24. Dxa3 Rxc4 25. Dxf8 Rxd2 26. Hbc1 Da5 27. Hc5 Da6 28. He1 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 8. febr- úar, er sextug Svanhildur Gunnarsdóttir, kennari, Urriðakvísl 24, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Stur- laugur Grétar Filippusson. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn.       Ó, ég átti víst að hlæja að sögunum þínum. LJÓÐABROT VERTU Í TUNGUNNI TRÚR Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. Í góðu þó að þú gildi sért, geri eg þér það að inna bert, mjúkur í ræðu og mildur vert við menn og sprund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. – – – Lifðu nú sæll, en lukkan fríð lendi hjá þér árla og síða. Dvals svo brotnar drafnar skíð við drauma fund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. Ókunnur höfundur Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.