Morgunblaðið - 22.02.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.02.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Magnússon, for- stöðumaður Þjóðmenningarhúss, sendi Morgunblaðinu í gær eftirfar- andi yfirlýsingu vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um Þjóðmenn- ingarhúsið og fréttaflutnings af mál- inu: ,,Ríkisendurskoðun gerði átta at- hugasemdir við sex þætti í störfum mínum, forstöðumanns hússins. Það hefur komið fram að ég tek fullt mark á þessum aðfinnslum og mun haga störfum mínum í framtíðinni í samræmi við þær þó því fari fjarri að ég sé sammála öllum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar. Er ég raunar mjög ósáttur við sum atriði og orða- lag og framsetningu víða í greinar- gerðinni. Vegna greinargerðarinnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: 1. Varðandi sérfræðilega vinnu mína fyrir Þjóðskjalasafn Íslands, ís- lensk innsigli frá miðöldum, bendir Ríkisendurskoðun á að mér hafi láðst að leita eftir samþykki ráðuneytis og kjaranefndar til að sinna umræddum verkefnum í frítíma mínum. Mér var ekki ljóst að þessi störf heyrðu undir ákvæði 20. gr. starfsmannalaga nr. 70/1996 og tel það raunar ekki liggja skýrt fyrir samkvæmt bókstaf laga- greinarinnar. Á sama hátt fellst ég ekki á að þessi störf heyri undir úr- skurð Kjaranefndar miðað við reglur nefndarinnar. Viðurkennir Ríkisend- urskoðun raunar að hér sé um lög- fræðilegt álitamál að ræða. Ég tel það mannréttindamál að fá að ráða því sjálfur hvernig ég ráðstafa frí- tíma mínum. Fjöldi blaðamanna vinnur t.d. margs konar ritstörf fyrir þóknun í frítíma sínum og varla dett- ur nokkrum þeirra í hug að þeir þurfi að biðja um leyfi vinnuveitenda sinna til þess. Hvers vegna ættu aðrar reglur að gilda um embættismenn? Innsiglaverkefnið hefur staðið frá því að ég réðist til Þjóðskjalasafnsins 1996 og ég hygg að öllum starfs- mönnum þess og stjórnarmönnum hafi verið um það kunnugt. Veit ég ekki betur en að allir séu sammála um að það sé fræðilega mjög áhuga- vert. Fráleitt er og ósæmandi að láta að því liggja að hér sé um einhverja leynilega verktakavinnu á milli mín og þjóðskjalavarðar að ræða. Vegna þessa verkefnis var ég nýlega kjörinn í alþjóðlega sérfræðinefnd um inn- sigli á vegum Alþjóðasamtaka skjala- safna (ICA). Varðandi sérfræðileg störf og aukavinnu í þágu Þjóðmenningar- hússins vegna sýningargerðar er þess að geta að þau voru öll unnin áð- ur en Kjaranefnd tók að sér að úr- skurða um laun mín og fella þau und- ir reglur sínar. 2. Varðandi störf eiginkonu minn- ar vil ég segja þetta: Þess eru ýmis dæmi að maki forstöðumanns starfi á sama vinnustað og hann. Um tíma- bundin verkefni var að ræða sem ekki reyndist unnt að sinna með þeim hætti sem stefnt var að í upphafi vegna þess að hagir fjölskyldunnar breyttust óvænt. Fleiri starfsmenn í Þjóðmenningarhúsinu hafa fengið að vinna sveigjanlegan vinnutíma enda hafa forstöðumenn skýra lagaheim- ild til slíkrar tilhögunar. En ég fellst á að störf maka af þessu tagi skapa óþægileg úrlausnarefni. Um þau verður því ekki að ræða frekar. Ég verð þó að fá að segja að kona mín hefur verið stoð mín og stytta í því ótrúlega erilsama starfi undanfarin fimm ár að gera Þjóðmenningarhúsið að veruleika. Án hennar efast ég um að mér hefði tekist að ljúka þessu verkefni. Hefði ég kosið að framlag hennar væri metið að verðleikum og með öðrum hætti en í athugasemd Ríkisendurskoðunar. 3. Greiðslur til þjóðskjalavarðar eru fyrir sérfræðileg störf við sýning- argerð í Þjóðmenningarhúsinu. Ágreiningslaust er að Ólafur Ás- geirsson er einn fremsti sérfræðing- ur landsins á ýmsum þeim sviðum sem sýningar hússins taka til. Var leitað til hans sem slíks en ekki vegna embættis hans eða setu í stjórn húss- ins. Ég fellst á að eðlilegra hefði verið að gera formlega samþykkt um verk- efni hans í stjórn hússins. 4. Varðandi athugasemdir við færslu akstursdagbókar er það að segja að þær eru teknar til greina. Dæmi um misræmi í færslum skýr- ast af því að akstursbókin var stund- um færð eftir á og þegar um hundruð tilvika er að ræða er misræmi óhjá- kvæmilegt. 5. Um ferðalagið til Skotlands vil ég segja þetta. Aðeins var um eina ferð að ræða. Ég fékk heimild til að fara í heimsókn á safn í Edinborg um mánaðamótin september/október. Um sama leyti gerðist sá hörmulegi atburður að yngri bróðir minn, sem er mikill sjúklingur, hvarf í London að talið var. Stóð Interpol, íslenska sendiráðið og fleiri aðilar fyrir víð- tækri leit að honum. Hann fannst svo óvænt meðvitundarlaus og mjög al- varlega skaddaður í Dundee á Skot- landi. Þá hélt ég að ég gæti sameinað í eina ferð flutning hans heim og ferð á vegum hússins. Það reyndist ekki unnt og ég fór því aldrei til Edinborg- ar heldur aðeins til Dundee og flutti drenginn heim með hjálp hjúkrunar- fræðings frá Landspítala. Þegar Rík- isendurskoðun spurði um þessa ferð var kostnaðurinn enn færður sem skuld mín á viðskiptareikningi hjá húsinu þótt greiðsla hefði verið innt af hendi og þá skuld hef ég gert upp. Í ljósi aðstæðna þótti mér svívirðilegt að sjá Reyni Traustason blaðamann búa til orðið ,,skemmtiferð“ um þetta erindi mitt á baksíðu DV í gær. Það orð á sér hvergi stoð nema í hugar- heimi hans og illkvittni. Blaðamenn tala mikið um að axla ábyrgð og sýna gott fordæmi og siðferði. Hér vakna spurningar um ábyrgð, heilindi og siðferði í fjölmiðlastétt. 6. Varðandi ávísanir í sjóði var um yfirsjón að ræða. Ég fellst á að menn eiga ekki að taka sér óbeint lán með þessum hætti þótt upphæðin sé lítil og þetta tíðkist á mörgum vinnustöð- um. Ávísanirnar voru innleystar strax og þær voru nefndar á nafn. Og ég geymdi þær ekki heldur umsjón- armaður tekjubókhalds í húsinu. En mín er að sjálfsögðu ábyrgðin. Ég leyfi mér að vona að framan- greindar skýringar svari flestum þeim spurningum sem greinargerð Ríkisendurskoðunar vekur upp. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að mér þykir leitt að hafa gefið tilefni til þeirra athugasemda sem fram hafa komið frá Ríkisendurskoðun. Ég tek fullt mark á þeim og mun færa starfs- hætti í húsinu til samræmis við þær. Mér þykir vænt um að njóta trausts forsætisráðuneytis og stjórnar húss- ins til að lagfæra það sem farið hefur úrskeiðis og vona að ég reynist þess trausts verður.“ Yfirlýsing Guðmund- ar Magnússonar EKKERT lát er á samdrætti í eft- irspurn innanlands ef marka má töl- ur um innheimtu virðisaukskatts í janúarmánuði síðastliðnum saman- borið við árið áður. Tekjur af inn- heimtu virðisaukaskatts drógust saman um 16%, en það jafngildir tæplega fjórðungssamdrætti að raungildi, að því er fram kemur í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins fjr.is. Þar kemur einnig fram að bílainn- flutningur haldi áfram að dragast saman þriðja árið í röð, en vörugjald af bifreiðum í janúar hafi skilað þriðjungi minni tekjum en á sama tíma í fyrra sem svari til 40% sam- dráttar að raungildi. Hins vegar skili tekjuskattur ein- staklinga umtalsverðum tekjuauka miðað við síðasta ár sem endur- spegli fyrst og fremst áframhald- andi tekjuaukningu heimilanna, enda hafi árshækkun launavísitöl- unnar verið um 9% allt síðastliðið ár. Þá skili fjármagnstekjuskattur einnig um þriðjungi meiri tekjum en á sama tíma í fyrra. Fram kemur að samkvæmt tölum um greiðsluafkomu ríkissjóðs í jan- úar hafi handbært fé frá rekstri numið rúmum 700 milljónum kr., samanborið við 1,8 milljarða í janúar 2001. Hreinn lánsfjárjöfnuður var hins vegar svipaður bæði árin, eða nánast í jafnvægi. Staðan gagnvart Seðlabanka hafi batnað talsvert milli ára og numið rúmlega þremur milljörðum króna, samanborið við 1,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Útgjöldin hækkuðu um 2,1 milljarð frá fyrra ári Þá kemur fram að heildartekjur ríkissjóðs námu 18,6 milljörðum króna í janúar og hækkuðu um einn milljarð frá fyrra ári, eða um 6%. Heildarskatttekjur hækkuðu um svipað hlutfall, en það jafngildir 3% samdrætti að raungildi. „Útgjöld ríkissjóðs námu 17,9 milljörðum króna og hækkuðu um 2,1 milljarð frá fyrra ári, eða um 13%. Þessi hækkun skýrist einkum af hærri framlögum til ýmissa fé- lagsmála. Þannig nam hækkun til skólamála og heilbrigðismála um einum milljarði og til almannatrygg- inga um 300 milljónum króna. Þess- ar niðurstöður eru nokkru lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum. Heildarútgjöld voru þannig um 1,9 milljörðum króna hærri og heildar- tekjur um 1,2 milljörðum lægri. Það er hins vegar rétt að hafa nokkra fyrirvara við slíkan samanburð þar sem uppgjörið nær aðeins til eins mánaðar og bæði tekjur og gjöld geta færst til milli mánaða,“ segir síðan. Ekkert lát á samdrætti innanlands Vörugjald af bílum skilaði minni tekjum í janúar en á sama tíma í fyrra EKKI eru bara endur á Tjörninni í Reykjavík og aðrir fuglar gera ekki síður tilkall til brauðsins þó upp- haflega hafi erindið verið að „gefa öndunum brauð“. Álftin er ófeimin við að reigja langan háls sinn eftir brauðbitanum þyki henni biðin löng eða félagar sínir á Tjörninni of frekir til matar síns. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ekki bara endurnar sem vilja brauð FULLTRÚAR Leigjendasamtak- anna, ASÍ, BSRB, Öryrkjabandalags- ins, Félagsbústaða og Reykjavíkur- borgar funduðu á dögunum um ástandið í húsnæðismálum og leiðir til úrbóta. Var rætt sérstaklega um upp- byggingu leigumarkaðar í borginni og eflingu Leigjendasamtakanna í framhaldi af því. Á fundinum var samþykkt að stofna starfshóp sem í ættu sæti fulltrúar flestra ofangreindra sam- taka. Starfshópurinn mun í samvinnu við borgina og sveitarfélögin í landinu móta nýja húsnæðisstefnu með sér- staka áherslu á leigumarkaðinn. Guðmundur St. Ragnarsson, lög- maður Leigjendasamtakanna, segir Leigjendasamtökin hafa átt frum- kvæðið að þessum fundi en ástæðan sé fyrst og fremst mikil vöntun á leiguhúsnæði, bæði á almenna mark- aðinum og félagslega markaðinum. Leiguverð á almenna markaðinum sé og hafi verið svimandi hátt um all- langa hríð og ekki hafi verið byggt nægilega mikið af félagslegu leigu- húsnæði. Guðmundur segir að starfsemi Leigjendasamtakanna hafi til þessa ekki verið mikil og nánast allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Það sé eitt af markmiðunum að gera þau að „al- vöru“ samtökum sem gæti hagsmuna leigjenda í hvívetna. „Viðbrögð þeirra sem komu að þessum fundi voru mjög jákvæð og ljóst að það er mikill vilji fyrir hendi að taka á þessum málaflokki og end- urreisa samtökin með okkur. Við ákváðum að skipa strax starfshóp sem á að fara í það af fullum krafti nú mjög fljótlega að móta tillögur um hvaða leiðir séu heppilegastar til úr- bóta á leigumarkaðinum.“ Húsnæðisstefna miðuð við áherslu á leigumarkaðinn JARÐSKJÁLFTI, sem mældist liðlega þrjú stig á Richter, fannst í Þorlákshöfn tuttugu mínútur í tvö aðfara- nótt fimmtudags Að sögn Steinunnar Jak- obsdóttur, jarðskjálftafræð- ings á Veðurstofu Íslands, átti skjálftinn upptök sín úti fyrir mynni Ölfusáróss. Hún segir að um stakan skjálfta hafi verið að ræða og honum hafi einungis fylgt tveir litlir eftirskjálftar. Engin frekari skjálftavirkni hafi mælst þarna. Hún segir jarðskjálfta á þessum stað ekki algenga, svæðið þarna sé ekki eins virkt og norðar, en þó verði þar alltaf skjálftar öðru hvoru. Stakur skjálfti í Þorlákshöfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.