Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 46
FRÉTTIR 46 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Pálmi B. Almarsson löggiltur fasteignsali Þóroddur S. Skaptason löggiltur fasteignsali Guðrún Gunnarsdóttir ritari Jón Guðmundsson sölustjóri Sverrir B. Pálmason OPIÐ HÚS Í DAG, ÍBÚÐ 0601. Í þessu fal- lega húsi er til sýnis og sölu mjög góð 91 m² 3ja herb. íbúð á 6. hæð. Glæsilegt út- sýni. Húsvörður. Verð 10,4 millj. Í DAG kl. 14 -17 taka Bjarki Þór og Erla á móti þér og þínum. Sjón er sögu ríkari. ORRAHÓLAR 7 - OPIÐ HÚS Stórglæsilegt 125 m² einbýlishús á einni hæð ásamt 33 m² sérstæðum bílskúr. Þrjú svefnherbegi og tvær stofur. Glæsilegur garður. Heitur pottur. Áhv. 2,5 millj. Verð 21,9 millj. Eign í sérflokki. Földi mynda á vef. Hverafold - einbýlishús Vorum að fá í einkasölu stórglæsileg 111 m² 4ra herbergja hæð á 2. hæð í nýju húsi við Grettisgötu. Glæsilegt baðherbergi og eldhús. Gegnheilt parket og flísar. Góðar suðursvalir. Þetta er eign í sérflokki. Áhv. 6 millj. Verð 16,9 millj. Fjöldi mynda á vef. Glæsihæð í miðbænum TIL SÖLU EÐA LEIGU BÆJARHRAUN 12C, GARÐABÆ LAUST MIÐSVÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til sölu eða leigu nýtt og glæsilegt iðnaðarhúsnæði í Suðurhrauni 12C í Garðabæ. Húsnæðið, sem er alls 1070 fm, skiptist í lagerhúsnæði með 5 til 7 metra lofthæð ca 800 fm og skrifstofur ca 270 fm. Tvennar stórar innkeyrsludyr (4x4 metrar). Góð bílastæði, góð aðkoma. Söluverð ca 75 millj. Leiguverð ca 60 þús/fm. Lyklar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. FASTEIGNASALA BRYNJÓLFS JÓNSSONAR EHF. Sími 511 1555 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Opin hús í dag Akurgerði 7 - Einbýli. Vorum að fá í sölu þetta 134 fm einbýli á frábærum stað innarlega í botnlanga. Húsið skiptist í kjallara og tvær hæðir. Skipulag er frábært, m.a. 4 svefnher- bergi, 2 baðherbergi, stofa og borðstofa þar sem gengið er út á sólpall og í fallegan garð. Þak hússins var algjör- lega endurnýjað fyrir 2 árum. Áhvílandi er 4,0 millj.húsbréf. Verð 17,9 millj. Guðbjörg og Hilmar taka á móti gestum í dag á milli 14 og 16. LINDARGATA 12 RISÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 90 fm rísíbúð (eina íbúðin á hæðinni) á góð- um stað í miðbænum við rólega götu. Sérlega björt íbúð 2 stórar stofur með parketi og góðu útsýni yfir borgina. Hjónaherbergi með fataherbergi og eld- hús með góðri innréttingu, stórt baðherbergi með sturtu og t.f. þvottavél. TOPP EIGN SJÓN ER SÖGU RÍKARI Áhv. 7,3 bygg.sj.rík. og húsbréf Verð 12,6 millj. Vignir og Inga taka á móti gestum í dag á milli 14 og 16. Gistiaðstaða í Hafnarfirði Vorum að fá í einkasölu ca 175 fm með 7 herbergjum, stóru og rúmgóðu eldhúsi og baðherbergi. Mjög hagstæð rekstr- areining. Hagstæð kjör. Getur verið af- hent strax. Nýbýlavegur Kópavogi Vor- um að fá í sölu ca 113 fm skrifstofuhús- næði í TOYTA-húsinu. Húsnæðið skiptist í fimm herbergi með eldhúsaðstöðu og snyrtingu. Hagstæð kaup og kjör fyrir góða aðstöðu. Raðhús á svæði 103 í Reykjavík Á tveimur hæðum með bílskúr, fæst í skiptum fyrir raðhús eða einbýli á svæði 110 eða 113 í Reykjavík. Sími 588 8787 — Fax 588 8780 Suðurlandsbraut 16 www.h-gaedi.is - netfang: sala@h-gaedi.is Sigurberg Guðjónsson. hdl. og lögg. fasteignasali Ártúnsholt Vorum að fá í einkasölu eign á tveimur hæðum, sem getur verið tvær íbúðir. Um er að ræða hæð og kjallara, samtals 7-8 herbergi, tvö eldhús og tvær snyrtingar. Eign á besta stað í bænum, sem gefur mikla möguleika. Heildarverð 18,9 millj. Sérhæft trésmíðaverk- stæði Vorum að fá í einkasölu tré- smíðaverkstæði sem er vel tækjum búið og hentar stærð fyrirtækisins 2-4 starfs- mönnum. Óvenju bjart og vel skipulagt verkstæði. Reksturinn getur verið til af- hendingar fljótl.. Mjög hagstætt verð. Nánari upplýsingar á söluskrifstofu H-Gæðis, sími 588 8787 Opið milli kl. 13-17 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Vogatunga 25a - Kópav. - 60 ára og eldri Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 17.00 Sérlega falleg neðri sérhæð í raðhúsi á þessum frábæra stað. Fallegur sér- garður með verönd. Mjög gott aðgengi. Þuríður tekur á móti áhugasömum milli kl. 14.00 og 17.00 í dag, sunnudag. Verð 12,9 millj. MÁLÞING um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borgarfirði var haldið nýverið í Hótel Borgarnesi. Sveitar- félögin í Borgarfirði norðan Skarðs- heiðar stóðu saman að málþinginu en markmiðið var að skerpa ímynd Borgarfjarðar, gera svæðið að sýni- legri kosti til búsetu og til uppbygg- ingar avinnustarfsemi. Málþingið var öllum opið og greinilegt að þetta er hugðarefni margra því húsfyllir var í salarkynnum Hótels Borgar- ness. Margir þingmenn úr Vestur- landskjördæmi og Norðurlandi vestra voru einnig mættir. Sex valinkunnir einstaklingar sem tengdust þessu verkefni á ólíkan hátt héldu framsögu. Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Vír- nets Garðastáls hf., hélt fyrsta erind- ið, sem bar yfirskriftina ,,Sókn á réttum vallarhelmingi“. Stefán Logi heimfærði aðferðafræði vinnings- liðsins yfir á markmið Borgfirðinga til að hlúa að atvinnulífinu, gefa ungu fólku tækifæri til að búa hér til fram- búðar og síðast en ekki síst að gera Borgarfjörðinn að eftirtektarverð- um stað til að búa á. Guðmundur Ólafsson, lektor við HÍ og Viðskiptaháskólann á Bifröst, fór ótroðna slóð í framsetningu sinni en erindi hans bar titilinn: ,,Hvað vildi Búkarín: Hvaða fyrirtæki og hver ekki ?“ Niðurstaðan var að hættulegt er að dæma atvinnuvegi úr leik og einblína á þrönga kosti. Taka á öllum kostum vel sem skapa arð, en ekki má þó skilgreina hagnað of þröngt því og gæta þarf að því að meðalkostnaður sé lægri en meðal- kostnaður í viðkomandi atvinnu- grein. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, sjálfstætt starfandi landslagsarki- tekt, rökstuddi í sinni framsögu mik- ilvægi þess að sveitarfélögin bjóði upp á dagvistun barna frá níu mán- aða aldri eða eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ennfremur minntist hún á að hlekk vantaði í menntunarkeðjuna í Borgarfirði þar sem enginn fram- haldsskóli væri í héraðinu. Jón Sigurðsson rekstrarhagfræð- ingur fjallaði um Borgarfjörð og hverjar horfurnar í íslenskum byggðamálum væru, einkum á Mið- Vesturlandi, eftir um það bil tíu ár. Jón fjallaði um ákveðna samfélags- byltingu sem gæti valdið því að Borgarnes og Mið-Vesturland öðlist nýtt samfélagshlutverk, ný tækifæri og nýja möguleika. Menn eiga að festa sjónir á tækifærum og mögu- leikum en ekki láta breytingar, óvissu, áhættu og erfiðleika kúga sig. Mið-Vesturland gæti vel þróast og náð góðum árangri sem hluti borg- ríkisins. Bjarnheiður Hallsdóttir, ferða- málafræðingur og framkvæmda- stjóri Katla Travel, fjallaði faglega um málefni ferðaþjónustunnar og endaði með því að ítreka að Borg- arfjörður er í lykilaðstöðu til að stækka sína sneið af ferðaþjónust- unni. Ástæðan fyrir því er ekki síst staðsetning og sú þjónusta sem er fyrir hendi. Síðasta framsöguerindið kom frá Grétari Þór Eyþórssyni, forstöðu- manni Rannsóknarstofnunar Há- skólans á Akureyri og Byggðarann- sóknarstofnunar. Hann fór yfir hlutverk sveitarfélaganna í tengsl- um við gæði þjónustunnar sem veitt er auk þess að benda á atriði sem fram komu í tengslum við rannsókn á árangri sameiningar nokkurra sveitarfélaga á síðustu 7 árum. Eftir að framsögum lauk var skipt upp í hópa og farið yfir ýmsa mála- flokka og niðurstöður hópstarfsins síðan kynntar. Félagsmálaráðherra Páll Pétursson var þá kominn í hús og fylgdist með ályktunum og nið- urstöðum hópanna. Páll flutti stutt ávarp í lok málþingsins og kom hann inn á nokkra athyglisverða þætti eins og beitingu skattkerfisins við að gera búsetu á landsbyggðinni að ákjósanlegri kosti. Að lokum þakk- aði félagsmálaráðherra fyrir þetta ágæta málþing. Bjarni Guðmunds- son málþingsstjóri sleit þinginu eftir að hafa þakkað Hólmfríði Sveins- dóttur fyrir skipulagningu þessa málþings. Málþing um atvinnulíf Morgunblaðið/Guðrún Vala Hólmfríður Sveinsdóttir hvatamaður málþingsins ásamt nokkrum ánægðum Borgnesingum í lok málþingsins. Borgarnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.