Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 1
72. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. MARS 2002 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir með þátttöku evrópskra hermanna á vegum alþjóðlega hjálparliðsins, með bækistöðvar í Kabúl, voru hafnar í gær, en afganskir emb- ættismenn sögðu að nauðsynlegt væri að meiri hjálp bærist. Þrír þjóðvegir liggja til héraðsins, en að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eru tveir þeirra lok- aðir vegna snjóa og því aðeins ein leið fær. Af sömu sökum myndu björgunarmenn reiða sig á þyrlur til að koma hjálpargögnum til fórnarlamba skjálftans. Yfirmaður afganska hersins í Baghlan, Haider Khan, sagði að um 20 þúsund hús, sem byggð voru úr mold og múrsteinum, hefðu hrunið í skjálftanum, og taldi Khan að allt að eitt þúsund manns kynnu enn að vera grafnir í rústunum. Hjálparstofnanir sögðu að hátt í tíu þúsund manns hefðu misst heimili sín, og eftirskjálft- arnir ykju hættuna á skriðuföllum. Auk eyðileggingarinnar í Nahrin, þar sem búa um tíu þúsund manns, varð mikið tjón í nærliggj- andi þorpum. Óttast að fleiri hús hrynji Annar eftirskjálfti reið yfir svæðið í gærkvöldi og vakti ótta meðal fólks um að fleiri hús myndu hrynja. Sagði talsmaður SÞ að margir hefðu lagst til svefns undir berum himni, en hitastigið var á bilinu 5–8 gráður. Sam- kvæmt upplýsingum afganska varnarmálaráðuneytisins höfðu 600 lík fundist og sjónvarpið í Kabúl sagði að 12 þúsund metrar af hvítum dúk hefðu verið sendir á staðinn til að vefja líkin í. Fulltrúar hjálparstofnana og samtakanna Læknar án landa- mæra komust til hamfarasvæð- anna í gær og dreifðu þar tjöldum og teppum og hjúkruðu slösuðum, en þeir sem verst höfðu orðið úti voru fluttir á sjúkrahús. Þá hafði Matvælahjálp SÞ flutt á annað hundrað tonna af mat á svæðið og áætlaði að önnur fimm hundruð tonn yrðu send í dag. Annar jarðskjálftinn á þremur vikum Skjálftinn á mánudaginn átti upptök sín í Hindu Kush-fjöllum, sem eru um 120 kílómetra norður af Kabúl, að því er jarðskjálfta- fræðingar í nágrannaríkinu Pak- istan greindu frá. Þetta er í annað sinn á þremur vikum sem öflugur skjálfti verður á þessu svæði, en þarna er mikil skjálftavirkni. Skjálftinn í byrjun mars var 7,2 á Richter og fórust í honum um hundrað manns. Bandarískir jarðskjálftafræðing- ar sögðu að upptök skjálftans á mánudaginn hefðu ekki verið á miklu dýpi, og af þeim sökum hefði eyðileggingarmáttur hans verið meiri en ella. Tveir miklir skjálftar í febrúar og maí 1998 urðu hátt í tíu þúsund manns að bana. Um 2.000 manns farast í jarðskjálfta í Afganistan Kabúl. AFP, AP.                ! "   #   "$" "% $ "&'  (  )%  )"*+                      ! "  #$ %&   '       ,-   ( )(( ÓTTAST er að um 2.000 manns að minnsta kosti hafi farist og um fjögur þús- und slasast þegar hörð jarðskjálftahrina lagði afskekktan bæ í norðurhluta Afganistans í rúst. Fyrsti skjálftinn, er mældist sex stig á Richter, reið yfir á mánudagskvöld, að staðartíma, og herma fregnir að bærinn Nahrin í Baghl- an-héraði hafi verið rústir einar eftir skjálftann. Harðir eftirskjálftar, er mældust á bilinu 4–5,2 stig, urðu í gær. MIKIL örtröð var fyrir utan banka í Buenos Aires í Argentínu í gær þar sem þúsundir manna biðu eftir að komast að til að selja pesóa fyrir dollara. Gengi pesósins hefur hríðfallið undanfarna daga og á mánudaginn féll það um 20%. Alls hefur gengi pesósins fallið um 75% síðan tenging hans við Banda- ríkjadollarann var afnumin í byrj- un ársins, en í gær náði hann sér aðeins á strik og fór í 3,4 á móti einum dollara. Mun þetta hrun óhjákvæmilega valda verðhækk- unum og telja fréttaskýrendur minnkandi líkur á að stjórn Ed- uardos Duhaldes forseta muni ná tökum á efnahagsmálunum í land- inu. Reuters Vilja selja pesóa  Ótti við/22 FINNSKA fjarskiptafyrirtækið Sonera og hið sænska Telia greindu frá því í gær að ákveðið hefði verið að sameina fyrirtækin. Með sameiningu þeirra verður til stærsta fjarskiptafyrirtæki á Norðurlöndum og eitt hið stærsta í Evrópu. Höfuðstöðvar samstæðunnar nýju verða í Stokkhólmi, en starfs- menn fyrirtækisins verða í kring- um 34 þúsund. Eignarhlutur Telia verður 64% en hlutur Sonera 36% í hinu nýja fyrirtæki, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Gert er ráð fyrir að 8,1 milljón farsímanotenda á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum verði í viðskiptum við nýja fyrirtækið og 7,6 milljónir fastlínunotenda. Telia er að 70% í eigu sænska ríkisins og Sonera að 53% í eigu finnska ríkisins. Báðar ríkisstjórn- ir hafa lýst yfir áformum um að minnka eignarhlut sinn í fyrirtækj- unum á næstu fimm árum. Markaðir lítt hrifnir Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu tvö árin þess efnis að fyr- irtækin hygðust sameinast. Í fyrra hófu fyrirtækin viðræður í þessu skyni en þeim var slitið sökum erf- iðrar skuldastöðu Sonera. Ekki mæltust fréttir af samein- ingunni þó sérlega vel fyrir á markaði. Bréf í Telia féllu í verði um 7,58% í kauphöllinni í Stokk- hólmi en í Sonera hækkuðu þau lít- illega eða um 0,7%. Sonera og Telia sameinast Helsinki. AFP. YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, fer ekki á ráðstefnu Arababandalagsins, sem hefst í Beirút í Líbanon í dag, að því er sagði í tilkynningu frá heima- stjórninni í gærkvöldi. Myndi Arafat halda sig á heimastjórnarsvæðunum, því ekki þætti ástæða til að gefa Ísr- aelum tilefni til að meina honum að snúa til baka. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi þrýst á Ísraela að leyfa Arafat að fara til Beirút sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, í gær að Ísraelar yrðu að eiga rétt á því að meina Arafat að snúa aftur ef hryðjuverk yrðu unnin í fjarveru hans. Ísraelar hafa haldið Arafat í herkví í borginni Ramallah á Vest- urbakkanum frá því í desember síð- astliðnum, en nýverið sögðu þeir að honum væri frjálst að fara um heimastjórnarsvæðin. Sér eftir að hafa lofað að þyrma Arafat Í viðtali sem birt er í dag segir Sharon m.a. að hann sjái eftir því að hafa lofað George W. Bush Banda- ríkjaforseta að Ísraelar muni ekki skaða Arafat eða reka hann á brott. Sharon segir í viðtali við dagblaðið Yediot Ahronot að á öllum fundum sem hann hafi átt með Bush í Hvíta húsinu undanfarið ár hafi hann verið beðinn um að gefa slík loforð. „Í forsætisráðherratíð minni hef ég gefið ein þau fyrirheit sem ég tel hafa verið mistök; ég lofaði að vinna Arafat ekki mein,“ sagði Sharon. Arafat ekki til Beirút Ísraelar settu skilyrði Gazaborg, Jerúsalem. AFP, AP.  Arabaríkin/22 TVEIR eftirlitsmenn á vegum Alþjóðlegu gæslusveitarinnar í Hebron, Svisslendingur og Tyrki, voru skotnir til bana á Vesturbakkanum í gær, að því er ísraelskir landnemar og út- varpsstöðvar hermdu. Sá þriðji særðist lítillega. Þetta er í fyrsta sinn sem liðsmenn gæslusveitarinnar eru felldir síðan hún var stofnuð fyrir átta árum. Eftirlitsmennirnir voru á ferð í bíl á vegi sem ísraelskir landnemar nota mest þegar skotið var á þá og virðist sem palestínskir byssumenn hafi verið að verki, að sögn ísr- aelska hersins. Talsmaður gæslusveitarinnar segir bíl mannanna hafa verið greinilega merktan. Eftirlits- menn skotnir Jerúsalem. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.