Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 9

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 9 Fyrir páskana! Sparidragtir og kjólar Sportlegur ferðafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. St afr æn a H ug m yn da sm ið jan / 17 26                FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnakosning- arnar í Kópavogi hinn 25. maí er eft- irfarandi samkvæmt fréttatilkynn- ingu: 1. Gunnar I. Birgisson alþingis- maður, 2. Ármann Kr. Ólafsson að- stm. sjávarútvegsráðherra, 3. Gunn- steinn Sigurðsson skólastjóri, 4. Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmála- fræðingur, 5. Halla Halldórsdóttir hjúkrunarfr./ljósmóðir, 6. Bragi Mikaelsson eftirlitsmaður, 7. Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari, 8. Mar- grét Björnsdóttir bókari, 9. Sigrún Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, 10. Jóhanna Thorsteinson fóstra, 11. Gísli Rúnar Gíslason lögfræðingur, 12. Pétur M. Birgisson vélstjóri, 13. Ingimundur Guðmundsson kerfis- fræðingur, 14. Björn Ólafsson mat- reiðslumeistari, 15. Oddný Halldórs- dóttir flugfreyja, 16. Hildur Björg Aradóttir flugumferðarstjóri, 17. Þórir Bergsson íþróttakennari, 18. Þórður Guðmundsson atud.-jur, 19. Elísabet Arnórsdóttir nemi, 20. Guð- rún Vigfúsdóttir vefjarlistakona. Framboðslisti Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi NÝR segull í segulómtæki Hjarta- verndar komst klakklaust í hús- næði samtakanna í gær en sams- konar segull eyðilagðist í flutningum fyrir um hálfum mán- uði. Þá var talið að festingar hefðu slitnað en að þessu sinni gekk allt að óskum. Guðmundur Hreiðarsson, deild- arstjóri hjá Heklu hf., segir að það hafi gengið vonum framar að út- vega nýjan segul. Framleiðandi segulsins, bandaríska fyrirtækið General Electrics, hafi sett Hjarta- vernd fremst í röðina og því hafi tekist að útvega nýjan segul þrem- ur dögum eftir að sá fyrri eyðilagð- ist. Morgunblaðið/RAX Flutningamenn hafa væntanlega fengið fiðring í magann þegar seg- ullinn var hífður upp. Flutningur á segli gekk áfallalaust GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á aðalfundi Þró- unarfélags miðborgarinnar á þriðju- dag, að tímabært væri að horfast í augu við þá staðreynd að miðborgin væri ekki lengur sá verslunarkjarni sem hún hefði verið, en gegndi nú hlutverki mannlífsmiðstöðvar. Hún sagði þætti eins og frístunda- iðju, menningarframleiðslu og vit- undariðnað renna styrkari stoðum undir verslun og viðskipti í borginni auk stjórnsýslu og ferðaþjónustu, en þessir þættir skiptu miklu máli í hverri borg. Hún sagði að sókn eftir upplifun myndi einkenna borgir og atvinnulíf framtíðarinnar og notaði hugtakið upplifunarsamfélagið yfir slíkar borgir. „Það er andrúmsloftið, upplifunin og fjölbreytilegar athafnir sem munu skipta máli og gera það að verkum að miðborgir fá æ ríkara hlutverk,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði flesta kannast við það að þeir færu ekki til erlendra borga án þess að heimsækja miðborgir þeirra og búast mætti við nákvæmlega sömu þróun meðal erlendra ferðamanna í Reykjavík. Því þyrfti við uppbygg- ingu Reykjavíkur að gæta þess að gamalt og nýtt héldust í hendur þannig að unnt væri að halda í and- rúmsloft sem fyrir væri þegar skap- að væri rými fyrir nýjar þarfir. „Þetta held ég að við verðum að hafa í huga þegar við skoðum mið- borgina. Hún er ekki og verður aldr- ei aftur sá verslunarkjarni sem hún einu sinni var. Núna er hún kjarni mannlífs og mannlífsmiðstöð. Við höfum kannski verið of upptekin af því að horfa bara á verslunina og hin- ar hefðbundnu atvinnugreinar sem tengjast miðborginni,“ sagði Ingi- björg. Borgarstjóri um breytta stöðu miðborgarinnar Miðborgin verður aldrei aftur sá verslunarkjarni sem hún var TILKYNNT var um ránstilraun til lögreglunnar í Reykjavík í gær þeg- ar reynt var að ræna verðmætaflutn- ingabíl á Laugaveginum, að því er talið var í fyrstu. Í ljós kom að um misskilning var að ræða. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru málsatvik þau að íbúi við Laugaveg var ekki sáttur við stöðu verðmætabílsins sem lagt hafði verið framan við hús hans. Bílstjóranum og íbúanum varð sundurorða vegna stöðu bílsins og í framhaldinu hrifs- aði íbúinn poka með verðmætum úr bílnum. Þá ýtti bílstjórinn á neyð- arhnapp í bílnum, sem gefur til kynna að um rán hafi verið að ræða. Upp úr því kom lögregla á vettvang og gerði út um málið. Sagði lögregl- an að íbúinn hefði aldrei haft í hyggju að ræna bílinn. Tilkynnt um meint rán á verð- mætaflutningabíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.