Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR arabaríkjanna bjuggu sig í gær undir að halda til Beirút í Líbanon til að eiga fund um samskipti þjóðanna og friðarhorfur í Miðausturlöndum. Langt er síðan fundurinn var ákveðinn en hann hefur vakið mun meiri athygli en áður var bú- ist við. Ástæðan er friðarhug- myndir sem Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, setti fram fyrir nokkrum vikum og hafa víða fengið hljómgrunn. Meðal annars hefur George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagt þær geta bætt andrúmsloftið, Palestínumenn fögnuðu þegar tillögunum og margir Ísraelar voru í fyrstu já- kvæðir. En efasemdir eru þó um að arabaþjóðirnar, þar á meðal Palestínumenn, samþykki tillögur sem stjórn Ariels Sharons í Ísrael telji fullnægjandi. Enn var óljóst síðdegis í gær hvort Yasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, fengi að mæta á leiðtogafundinn. Sharon hefur gert að skilyrði að Arafat leggi sig fram um að koma á vopnahléi og stöðva hryðjuverk, ella fái hann ekki að yfirgefa stöðvar sín- ar í Ramallah á Vesturbakkanum og fara til Beirút. Einnig hafa Ísraelar gefið í skyn að ekki sé víst að Arafat fái að snúa aftur til hernumdu svæðanna. Svo gæti því farið að hann yrði á ný útlæg- ur og margir Palestínumenn eru andvígir því að hann fari vegna skilyrðanna sem Ísraelar setja. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, réð Arafat í blaða- viðtali á mánudag frá því að fara. „Ég ráðlegg Arafat að koma ekki til Beirút en ávarpa þess í stað fundinn með aðstoð gervihnatta- sjónvarps,“ sagði Mubarak. „Strax og hann leggur af stað mun Sharon æsa til átaka, leggja aðalstöðvar Palestínustjórnar í rúst og þvinga hana til að halda sig í útlegð.“ Farouk Kaddoumi, utanríkisráðherra Palestínu- stjórnar, sagði þó í viðtali við AP- fréttastofuna í gær að hann gerði ráð fyrir að Arafat færi á fund- inn. En ljóst þykir að vegna lé- legrar áróðursstöðu Ísraela geti Palestínuleiðtoginn staðið með pálmann í höndunum hvort sem hann fari eða sitji sem fastast. Land í staðinn fyrir frið Hugmyndir Sádi-Araba voru í fyrstu óljósar en samkvæmt drögum að tillögum sem rædd voru í Beirút á fundi utanrík- isráðherra arabaþjóðanna á mánudag er gert ráð fyrir að Ísr- aelar yfirgefi svæðin sem þeir hertóku í sex daga stríðinu 1967, fundin verði lausn á vanda palest- ínskra flóttamanna og loks að Ísr- aelar samþykki stofnun Palest- ínuríkis með höfuðstað í Jerúsalem. Í staðinn verði bund- inn endi á átökin og arabaríkin taki upp eðlileg samskipti við Ísr- ael og viðurkenni tilvist þess. Drögin eru alls 21 blaðsíða og í 52 liðum og þar er tekið fram að Ísraelar verði að yfirgefa öll her- teknu svæðin, einnig Gólanhæðir Sýrlendinga og minni svæði í Líb- anon. Ítrekuð er fordæming á hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um 11. september en jafnframt sagt að gera verði greinarmun á hryðjuverkum og lögmætum rétti þjóðar til að berjast gegn erlendu hernámsliði. Er ljóst að þar er átt við uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum. Einnig er fjallað um deilur Íraka og Bandaríkja- manna, lýst áhyggjum af stöðu mála og tekið fram að litið verði á árás gegn Írökum eða öðrum arabaþjóðum sem atlögu „gegn öryggi og stöðugleika á svæðinu“. Bandaríkjamenn hafa gert áætl- anir um að steypa Saddam Huss- ein Íraksforseta af stóli með hernaðarárás. Réttindi flóttamanna Einn erfiðasti þröskuldurinn er talinn vera krafa Palestínumanna um að allir flóttamenn og afkom- endur þeirra frá stofnun Ísraels 1948 fái að snúa heim til svæða sem þeir hröktust þá frá og eru nú í Ísrael. Um er að ræða liðlega 3,5 millj- ónir manna sem búa flestir á Vesturbakkanum, Gaza og í Líb- anon. Fyrir er um milljón araba í Ísrael með borgararétt þar og benda Ísraelar á að ef allt flótta- fólkið fái að snúa heim verði stutt í að arabar verði í meirihluta í landinu, m.a. vegna mun hærri fæðingartíðni meðal þeirra en gyðinga. Sé þá tómt mál að tala um að gyðingar eigi áfram sitt eigið ríki. Ekki er ljóst hvernig ætlunin er að framkvæma fyrirheit til Ísr- aela um eðlileg samskipti en í milliríkjasamningum getur slíkt orðalag skipt höfuðmáli. Verði einvörðungu kveðið á um frið er það sennilega ekki nóg; Ísraelar vilja ótvíræð fyrirheit um að deil- unum sé lokið. Þeir sömdu á sín- um tíma frið við Egypta og Jórd- aníumenn en hafa lýst yfir vonbrigðum með að samningarnir skyldu ekki leiða til aukinna við- skipta og vinsamlegri samskipta við þjóðirnar. Embættismenn frá 21 arabaríki og Palestínustjórn hafa undan- farna daga fjallað um tillögurnar í Beirút til að undirbúa sjálfan leiðtogafundinn en hann hefst í dag og stendur í tvo daga. Að sögn ísraelska dagblaðsins Haar- etz lét Sharon svo um mælt í lið- inni viku, ef til vill í hálfkæringi, að best væri að hann mætti í Bei- rút vegna þess að ekki væri hægt að semja frið án þátttöku Ísraela. Ekki er þó sennilegt að af því verði. Stuðningur við stjórn Arafats Arabaleiðtogarnir hafa oft lýst eindregnum stuðningi við málstað Palestínumanna gegnum árin en yfirleitt orðið lítið um fram- kvæmdir. Sádi-Arabar hafa þó að sögn tímaritsins The Economist síðustu árin veitt Arafat og stjórn hans um 400 milljóna dollara efnahagsaðstoð og þannig haldið stjórn hans á floti, Ísraelar halda eftir sköttum og öðrum opinber- um gjöldum sem Palestínumenn greiða. Í Beirút-drögunum er lagt til að stjórn Arafats fái 55 millj- ónir dollara stuðning frá ríkjun- um á mánuði í hálft ár og verði sú tilhögun endurnýjuð reglulega eins lengi og þörf krefur og „með- an árásir Ísraela standa yfir“. Arabaríkin reyna að taka frumkvæði í friðarmálum Búist við að hugmyndir Sádi-Araba verði grunnur að tillögu leið- toganna í Beirút Reuters Líbanskir embættismenn og öryggisverðir bíða í ausandi rigningu á alþjóðaflugvellinum í Beirút eftir fyrstu arabaleiðtogunum í gær. Á fundi leiðtoganna í dag verður fjallað um friðarhorfur í Miðausturlöndum. Jerúsalem, Beirút, Sídon, Dubai. AP, AFP. GENGI argentínska pesósins lækk- aði mikið á mánudag og tilraunir stjórnvalda til að takmarka gjaldeyr- isviðskipti höfðu engin áhrif á það. Fylltust allir bankar af fólki, sem vildi selja pesóa fyrir dollara. Margir óttast, að óðaverðbólga sé í uppsigl- ingu og ný kollsteypa í efnahagsmál- unum. Gengi pesósins féll um 20% á mánudag og hafði þá fallið sex daga samfleytt. Var það 3,1 á móti dollara á föstudag en 3,9 er viðskiptum lauk í fyrradag. Mun gengishrunið óhjá- kvæmilega valda verðhækkunum í Argentínu og gerir það enn ólíklegra en áður, að ríkisstjórn Eduardos Du- haldes forseta muni takast að ná stjórn á efnahagsmálunum. „Næstum tilbúin að borga hvað sem er“ Hefur gengi gjaldmiðilsins fallið um 65% frá því í janúar og um 75% síðan tengingin við Bandaríkjadoll- ara var afnumin. „Ég er næstum tilbúin til að borga hvað sem er,“ sagði Estela Solari, húsmóðir í Buenos Aires, þar sem hún beið í langri röð fyrir utan einn bankann. „Aðeins með dollarakaup- um get ég haldið í eitthvað af verð- mæti peninganna.“ Allt vöruverð hefur hækkað mikið og stjórnmálafræðingurinn Sergio Berensztein segir ástæðu til að ótt- ast, að nú stefni í óðaverðbólgu, í þriðja sinn í sögu ríkisins. Kemur Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn til bjargar? Atvinnuleysið er komið í 22% og erlendar skuldir eru meira en 14.000 milljarðar ísl. kr. Hefur ekki verið staðið við greiðslu vaxta og afborg- ana á síðustu mánuðum. Úr því kann þó eitthvað að rætast með hugsanlegu samkomulagi við IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, seint í næsta mánuði. Hann setur hins vegar það skilyrði fyrir aðstoð, að ríkisstjórn Argentínu setji fram trúverðuga áætlun í efnahagsmálun- um. Ótti við óðaverð- bólgu í Argentínu Gengi pesósins hefur fallið um 75% á skömmum tíma Buenos Aires. AP. AFGANSKUR verkfræðingur skoðar gervihnattadiska á þaki sjónvarpsbyggingar í afgönsku borginni Kandahar. Diskarnir skemmdust í sprengju- og skot- árásum sovéska hersins þegar hann réðst inn í Afganistan fyrir 22 árum og ekki hefur enn verið gert við þá. Á valdatíma talibana var sjónvarp bannað og þótt bannið hafi verið afnumið eftir fall talibanastjórnarinnar hefur ekki verið hægt að hefja útsend- ingar þar sem ekki hefur verið gert við tækin. AP Án sjónvarps í rúma tvo áratugi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.