Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 23
MESTU þurrkar í meira en áratug
þjaka nú íbúa Mið-Ameríku. Í
Guatemala þar sem ástandið er
einna verst hafa meira en 120 börn
látist og hungurdauði vofir yfir þús-
undum manna sökum uppskeru-
brests.
Þurrkurinn hefur lagst yfir stór
svæði í Guatemala, El Salvador,
Hondúras og Nicaragua. Hans tók
að gæta í fyrra er kornuppskeran
stóð ekki undir væntingum en smá-
bændur í afskekktum þorpum á
landsbyggðinni eiga allt sitt undir
því að þeim takist að færa björg í bú.
Helmingur barnanna
vannærður
Ástandið í Guatemala vekur sér-
staklega áhyggjur. Stjórnvöld þar
segja að um helmingur barna í land-
inu sé þjakaður af viðvarandi nær-
ingarskorti og 75% þjóðarinnar
draga fram lífið undir skilgreindum
fátæktarmörkum. Þar ræðir um
gríðarlegan fjölda fólks því 11 millj-
ónir manna búa í Guatemala. Forseti
landsins, Alfonso Portillo hefur sjálf-
ur lýst ástandinu á þann veg að 80%
þjóðarinnar búi „við ömurleg kjör“.
Sameinuðu þjóðirnar greindu frá
því í vikunni að ákveðið hefði verið að
senda matvæli til landsins og yrði
þeim komið til 60.000 vannærðra
barna en af þeim eru um 6.000 talin í
lífshættu. Nú þegar er vitað um rúm-
lega 125 börn og hvítvoðunga sem
orðið hafa hungurdauðanum að bráð
í litlum, afskekktum þorpum. Þær
tölur koma frá stjórnvöldum í Guate-
mala.
Örþrifaráðin uppurin
Jordan Dey, talsmaður Matvæla-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir
að mikill fjöldi bláfátæks fólks í
Guatemala hafi nú þegar nýtt sér
þau örþrifaráð sem því séu tæk í
slíku árferði. „Fólkið er þegar búið
að slátra þeim fáu skepnum sem það
átti; ekkert sáðkorn er að hafa; börn-
in eru hætt í skólanum og farin að
hjálpa fjölskyldunni að komast af;
ekki er lengur hægt að deila matnum
með öðrum því hann er uppurinn,“
segir hann.
Heilbirgðisráðuneyti Guatemala
lét nýverið gera víðtæka könnun og
kom þá í ljós að allt að 80% íbúanna
glíma við næringarskort á þeim
svæðum sem þurrkurinn hefur eink-
um leikið grátt. Þetta á sérstaklega
við um austurhluta landsins nærri
landamærunum að Hondúras.
Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa
ráðstafana. Rúmlega 60 „fæðumið-
stöðvum“ hefur verið komið á fót en
sagt er að þær þyrftu að vera næst-
um tvöfalt fleiri. Í þorpinu Cajon del
Rio um 160 kílómetra austur af
Guatemala-borg hefur verið komið
upp sjúkraskýlum og þangað geta
mæður leitað með börn sín. Hjúkr-
unarfræðingar vega börnin og meta
ástand þeirra með tilliti til næring-
arskorts.
„Þetta venst“
Fyrir rúmum hálfum mánuði fékk
eins árs gamall sonur Alba Lidia
Sanchez niðurgang og lést þremur
dögum síðar. Í þorpinu þeirra búa
900 manns og þar hafa nú fimm börn
dáið.
„Honum hrakaði svo hratt að ég
gat ekkert gert,“ segir Sanchez um
leið og grindhoruð tveggja ára dóttir
hennar grípur í kjólgopa móður sinn-
ar. Við hlið hennar stendur Bern-
ancia Hernandez. Hún er 44 ára og
heldur á nýfæddu barni sínu. Þetta
er 12. barn hennar; sex þeirra náðu
ekki þriggja ára aldri. Þegar hún er
spurð hvernig hún hafi þrek til að
halda áfram segir hún: „Þetta venst“
og brosir svo að rotnandi leifar tanna
í báðum gómum blasa við nærstödd-
um.
Gloria Calderon, kaþólsk nunna
sem starfar í Cajon del Rio, segir að
fjögur börn hafi dáið í sjúkraskýli
hennar á undanliðnum mánuðum. Sú
tala endurspegli hins vegar engan
veginn ástandið: „Flestir vilja að
börnin þeirra deyi heima“.
Þurrkurinn hefur einnig komið illa
við almenning í nágrannaríkjunum
þó svo að flest bendi til þess að þar sé
ástandið ekki jafnalvarlegt og í
Guatemala. Ríkin syðst í Mið-Amer-
íku, Panama og Costa Rica, virðast
þannig hafa sloppið að mestu.
Óttast að þúsundir
manna deyi úr sulti
Næringarskortur er þegar tekinn að draga börn til
dauða í Guatemala og miklar hörmungar vofa yfir
Cajon del Rio í Guatemala. The Washington Post.
Washington Post/Kevin Sullivan
Hjúkrunarfræðingarnir í Cajon del Rio hvöttu Rosario Garcia til að fara
með syni sína á sjúkrahús sökum næringarskorts. Hún sagði að of dýrt
væri að fara með þá báða þannig að hún skildi þann yngri eftir.
’ Flestir vilja aðbörnin þeirra deyi
heima ‘