Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 24

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLÖMSKUM hreyfingum, jafnt rót- tækum sem hófsömum, hefur vaxið ásmegin í Afríku, allt frá norðurhlut- anum til sunnarverðrar álfunnar. Uppgangur íslams lýsir sér meðal annars í því að tólf ríki í norðurhluta Nígeríu hafa tekið upp íslömsk lög, sem þarlend stjórnvöld segja að gangi í berhögg við stjórnarskrá landsins, og stuðningurinn við lögmál íslams hefur aukist í mörgum öðrum löndum. Kristnar kirkjur eru reyndar einn- ig í sókn í Afríku. Af um 770 millj- ónum íbúa álfunnar eru 310 milljónir íslamskrar trúar, þar af eru 90% súnnítar. Um það bil jafnmargir Afr- íkumenn eru kristinnar trúar en þeim sem aðhyllast hefðbundna andatrú hefur fækkað. „Áhuginn á íslam hefur aukist hvarvetna í álfunni,“ segir Ibraheem Zakzaky, einn af forystumönnum rót- tækra múslíma í Nígeríu. Hann segir að trúarvakningin einskorðist ekki við fátækustu íbúa álfunnar og dæmi séu um að læknar og lögfræðingar hafi efnt til leynilegra trúarfunda í Egyptalandi þar sem stjórnvöld hafa reynt að stemma stigu við uppgangi róttækra íslamskra hreyfinga. „Kristni hefur líka eflst, en ég bendi á uppgang íslams frá Súdan til Nígeríu og Suður-Afríku. Íslam er í sókn í allri Afríku.“ Tólf ríki í norðurhluta Nígeríu, þar sem múslímar eru í meirihluta, hafa tekið upp íslömsk lög en mannrétt- indahreyfingar og leiðtogar kristinna manna, sem eru í meirihluta í suður- hluta landsins, segja að þau gangi í berhögg við stjórnarskrá landsins. Sex mönnum hefur verið refsað fyrir þjófnað með því að höggva af þeim hendurnar og íslamskir dómstólar hafa úrskurðað að grýta eigi tvær konur til bana fyrir hórdóm. Ísl- amskur áfrýjunarréttur þyrmdi reyndar annarri konunni og ógilti dauðadóminn yfir henni á þeirri for- sendu að mál hennar hefði ekki fengið rétta meðferð. Barist gegn íslamskri róttækni í Norður-Afríku Stjórnvöld í múslímaríkjum Norð- ur-Afríku hafa reynt í rúman áratug að stemma stigu við uppgangi rót- tækra íslamskra hreyfinga. Í Egypta- landi, þar sem um 90% íbúanna eru múslímar, grundvallast mörg lög á lögmálum íslams, en stjórn Hosnis Mubaraks forseta hefur reynt að uppræta róttækar hreyfingar músl- íma, einkum eftir að reynt var að ráða hann af dögum árið 1995. Stjórnvöld í Túnis og Alsír hafa einnig skorið upp herör gegn róttæk- um múslímum. Stríð hefur geisað frá 1992 milli stjórnar Alsírs, sem herinn myndaði, og róttækra hreyfinga múslíma. Stríðið hefur kostað meira en 100.000 manns lífið að sögn stjórn- valda, en alsírskir fjölmiðlar telja að meira en 150.000 manns hafi fallið. Leiðtogi róttækustu hreyfing- arinnar í Alsír, GIA, féll í bardaga 8. febrúar en önnur hreyfing, GSPC, hefur sótt í sig veðrið. Síðarnefnda hreyfingin var stofnuð 1998 og teng- ist al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens. Herforingjastjórnin í Súdan hefur beitt íslömskum lögum, meðal annars á svæðum þar sem kristnir menn og andatrúarmenn eru í meirihluta. Herforingjastjórnin hefur þó tekið upp hófsamari stefnu á síðustu tveim- ur árum, hnekkt dauðadómum ísl- amskra dómstóla og handtekið leið- toga róttækra múslíma, Hassan al-Turabi. Orðrómur um að Bandaríkjastjórn íhugi hernaðaraðgerðir í Sómalíu hef- ur kynt undir andúð á Vesturlöndum þar í landi. Stjórn Bandaríkjanna tel- ur að hreyfingin Al-Itihaad Al-Islam („Eining íslams“), sem hefur hvatt til stofnunar íslamsks ríkis í Sómalíu, tengist al-Qaeda. Atvinnuleysið vatn á myllu öfgahreyfinga Örbirgð og atvinnuleysi í Afr- íkuríkjunum hafa verið vatn á myllu íslömsku hreyfinganna. Til að mynda er helmingur alsírskra karlmanna undir þrítugu án atvinnu og atvinnu- leysið er einnig mikið meðal ungs fólks í Nígeríu, þar sem helmingur íbúanna er undir tvítugu. Af 40 milljónum íbúa Suður-Afríku er tæp milljón íslamskrar trúar og nokkrar róttækar hreyfingar músl- íma hafa látið mikið að sér kveða þar síðustu árin. Bandaríkjastjórn hefur skilgreint tvær þeirra sem hryðju- verkahreyfingar. Önnur þeirra, Fólk gegn glæpum og eiturlyfjum, er talin hafa staðið fyrir 190 sprengju- tilræðum í Höfðaborg og nágrenni á árunum 1996-2000. Þrír menn biðu bana og um 130 særðust í tilræð- unum. Þriðja hreyfingin, Múslímar gegn ólögmætum stjórnvöldum, sagðist hafa sent um þúsund karlmenn til Afganistans í fyrra til að berjast með talibönum. Fjölmennustu samtök múslíma í Suður-Afríku hafa afneitað hreyfingunni. Uppgangur íslams og kristni eykur hættuna á átökum milli múslíma og kristinna manna og jafnvel borg- arastyrjöld eins og í Súdan. Þúsundir manna hafa beðið bana í átökum kristinna og múslíma í Nígeríu síð- ustu tvö árin og á Fílabeinsströndinni blossuðu upp átök í fyrra sem rakin voru til deilna íslamskra „útlendinga“ og kristinna „frumbyggja“. Íslam í sókn í allri Afríku Abuja. AFP. AP Safiya Hussaini, 35 ára nígerísk kona (t.v.), með dóttur sinni í dómhúsi í Norður-Nígeríu. Íslamskur undirréttur úrskurðaði í október að grýta ætti Hussaini til bana fyrir að eignast barn utan hjónabands en áfrýjunarréttur ógilti dauðadóminn á mánudag. Nokkrum dögum áður var önnur kona dæmd til sömu refsingar fyrir hórdóm. ’ Uppgangur íslams og kristni eykur hættuna á trúarstríði ‘ TALIÐ er að KirchMedia-fjölmiðla- samsteypan í Þýskalandi muni senn semja við nokkra stóra hluthafa um að þeir fái yfirráðin í sínar hendur gegn því að leggja til fé sem tryggi að samsteypan fari ekki á hausinn. Kirch rekur meðal annars sjón- varpsstöðvar, það er fjölskyldufyr- irtæki og eiga Leo Kirch og sonur hans, Thomas, samanlagt 79% hlut. Meðal þeirra sem hyggjast auka hlut sinn eru Mediaset, fyrirtæki Silvio Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu og fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoph. Berlusconi ræður yfir nær öllum einkareknum sjónvarps- stöðvum á Ítalíu og fleiri fyrirtækj- um. Fyrirtæki Murdochs, sem er ástralskur að uppruna en nú banda- rískur ríkisborgari, á meðal annars sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky, dagblöðin The Times og fleiri fjöl- miðla. Einnig hefur Murdoch reynt að hasla sér völl á kínverskum sjón- varpsmarkaði. Aðrir eigendur hlutabréfa eru bandaríski bankinn Lehman Brot- hers og sádi-arabíski prinsinn Alwaleed Bin Talal og nokkrir þýskir bankar. Fréttavefur BBC segir að áðurnefndir fjárfestar og nokkrir í viðbót muni leggja fram 800 milljónir evra, um 70 milljarða króna, til að efla fyrirtækið en hlut- ur Kirch í samsteypunni fari þá undir 50%. KirchMedia skuldar alls um 6,5 milljarða evra. Heimildarmenn sögðu að ef samningar tækjust myndu Leo Kirch og hægri hönd hans, Dieter Hahn, ef til vill hverfa úr stjórnunarstöðum þar sem erfitt yrði að endurskipuleggja reksturinn án þess að skipta um forystu. Hugs- anlegt væri að Kirch fengi einhvers konar „heiðursstöðu“ til að halda andlitinu en einnig kæmi álitleg peningafjárhæð í vasa hans fyrir að hætta til greina. Talsmenn Kirch neituðu í gær að tjá sig um fregnirnar en hann mun hafa átt fundi með bankastjórum í gær og farið yfir stöðu mála. Fyr- irtæki hans er eitt af þekktustu fjöl- miðlafyrirtækjum Þýskalands og á meðal annars meirihluta í ProSie- benSAT 1-sjónvarpsstöðinni, stærstu stöð landsins. Verður Kirch bjargað? Frankfurt. AFP. SPÁNVERJAR búa sig hér undir að leggja upp í páskagöngu á vegum bræðralagsins „Santa Genoveva“ í miðborg Sevilla, höfuðstaðar Anda- lúsíu. Farið er í hundruð slíkra gangna í borginni í dymbilvikunni. Reuters Páska- ganga í Sevilla STJÓRNVÖLD í Nepal hyggj- ast banna börnum undir 16 ára aldri að klífa Everest-fjall, en slíkar tillögur liggja á borði þeirra frá bæði ferðamálaráðu- neytinu og flugmálayfirvöldum. Ástæðan fyrir tillögunum, sem eiga einungis eftir að hljóta staðfestingu ríkisstjórn- arinnar til þess að öðlast gildi, er ótti um heilsu og öryggi ungra burðarmanna sem fylgja hópum fjallgöngumanna. Frá því Edmund Hillary og Sherpinn Tenzing Norgay klifu Everest fyrstir manna fyrir tæpri hálfri öld hefur tindurinn verið sigraður meira en þúsund sinnum. Um 180 fjallgöngu- menn hafa týnt lífi í hlíðum fjallsins á þeim tíma. Fyrir ári varð 16 ára piltur, Temba Tsheri, yngstur manna til að sigrast á Everest, sem er 8.848 metra hátt. Embættis- menn í Nepal óttast að ungir burðarmenn freistist til að standa honum jafnfætis og taki í leiðinni of mikla áhættu. Tsheri hafði áður gert mis- heppnaða tilraun til að klífa fjallið og missti þá nokkra fing- ur vegna kals. Árið 1999 varð 15 ára nepalskur piltur, Arvin Timilsina, frá að hverfa rétt við tindinn vegna snjóblindu, en Sherpar komu honum til bjarg- ar. Ekki er einungis í ráði að banna ungu fólki að klífa Ever- est heldur einnig öldruðu. Börnum bannað að klífa Everest Katmandu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.