Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 25 RÁÐHERRAR samgöngumála í Evrópusambandsríkjunum stað- festu einróma í gær að hefja fram- kvæmdir við gervihnattastaðsetn- ingaráætlunina Galileo, sem á að verða samkeppnisfær við bandaríska GPS-kerfið frá og með 2008. Leið- togar ESB höfðu samþykkt fram- kvæmdina á fundi sínum í Barcelona um þarsíðustu helgi. Samgönguráðherrarnir sam- þykktu 450 milljóna evra fjárveit- ingu til verkefnisins til greiðslu á kostnaði til 2006, þegar fyrstu gervi- hnettirnir eiga að fara á loft, en alls verða 30 gervitungl í Galileo, sem gera munu fólki kleift að finna stað- setningu sína, hvar sem það er í heiminum, með einungis um eins metra skekkjumörkum. ESB og Evrópska geimvísinda- stofnunin hafa þegar veitt peninga til verkefnisins, en alls er áætlað að kostnaður við það muni nema 3,6 milljörðum evra, eða rúmlega þrjú hundruð milljörðum króna. Einka- fyrirtæki munu taka þátt í þeim kostnaði. Bandarísk stjórnvöld hafa beitt sér gegn því að Galileo verði komið á fót, og segja kerfið óþarft, þar eð GPS-kerfið sé þegar fyrir hendi og notkun þess kosti neytendur ekkert. Auk þess geti Galileo truflað næstu kynslóð GPS-merkjakerfisins, sem ætluð er til hernaðarnota. Sex Evr- ópuríki, með Þjóðverja í fararbroddi, höfðu einnig látið í ljósi efasemdir um réttmæti Galileos, sökum kostn- aðarins, einkum þar sem GPS-kerfið sé til staðar. Svo fór þó, að Þjóðverj- ar, og hin ríkin fimm, sættust á að Galileo yrði komið á fót. Pólitík réð einnig miklu um hvern- ig fór og höfðu ýmsir Evrópuleiðtog- ar varað við því, að Evrópumenn ættu á hættu að verða „lénsmenn“ bandarískrar tækni í geimnum. Sagði Jean-Claude Gayssot, sam- gönguráðherra Frakklands, þegar ráðherrarnir höfðu formlega sam- þykkt áætlunina í gær, að Galileo gerði Evrópu kleift að losna undan áhrifum bandaríska GSP-kerfisins. Loyola de Palacio, sem fer með sam- göngumál í framkvæmdastjórn ESB, sagði að samþykktin í gær þýddi að „Evrópa vilji hasla sér völl á alþjóðavettvangi ... á öllum sviðum nýjustu tækni“. ESB-ríki stað- festa Galileo Brussel. AFP, AP. SUÐUR-kóreskir námsmenn efndu til mótmæla við höfuð- stöðvar varnarmálaráðuneytisins í Seoul í gær og kröfðust þess að stjórnin hætti við að kaupa nýjar orrustuþotur. Stjórnin hyggst kaupa orrustuþotur fyrir andvirði 400 milljarða króna og tilkynnt verður á næstu dögum hvaða gerð verður fyrir valinu. Lögreglu- menn handtaka hér einn náms- mannanna. Reuters Vígvélakaupum mótmælt BARNADEILDIR danskra sjúkrahúsa þurfa nú að fást við æ fleiri tilfelli svonefndra geðvef- rænna sjúkdóma sem talið er að stafi oft af streitu. Á sjúkrahúsinu í Hillerød eru tilfellin nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum, að sögn Berlingske Tidende. Geðvefrænir sjúkdómar eru þess eðlis að ekki er við fyrstu sýn hægt að greina líkamlegar orsakir þeirra en samt valda þeir miklum sársauka og óþægindum, maga- kvölum, næringartruflunum og ótímabærum þvaglátum. Oft er talið að streita valdi þeim. Að sögn Marianne Rix, yfir- læknis á sjúkrahúsi Álaborgar, er erfitt að slá því föstu hvert um- fang vandans er vegna þess að oft eru börnin í skýrslum sögð þjáð af öðrum sjúkdómum. „Þjáningarn- ar eru alveg jafn raunverulegar og aðrar þjáningar og þess vegna er oft erfitt fyrir börn og foreldra að skilja að orsökin sé sálræn van- líðan,“ segir Rix. Ráðamenn á sjúkrahúsi Hill- erød hafa undanfarna mánuði gert tilraun með að kenna leikskóla- kennurum aðferðir til að greina vandann þegar fyrstu hættu- merkin koma í ljós svo að gripið sé til ráðstafana áður en eina úrræð- ið er innlögn. Umskiptin eru yfirleitt talin eiga rætur í aukinni streitu í nú- tímalífsháttum og bent á að þörfin fyrir sérkennslu og sálfræðiað- stoð til handa börnum aukist einn- ig. Per Fink, yfirlæknir við Árósa- spítala, segir þó erfitt að fullyrða að streita sé orsökin. Börn séu viðkvæm og líklegri til að bregð- ast líkamlega við streitu en full- orðnir. „En hvort það er vegna aukins hraða í daglegu lífi eða að fólk er ófúsara að sætta sig við að eitt- hvað sé að og að geðvefrænar þjáningar séu þess vegna fremur viðurkenndar er erfitt að fullyrða nokkuð um,“ segir Fink. Streita þjakar dönsk börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.