Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 28

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Þór Jónsson hefur löngum brugðið sér í margra kvik- inda líki þrátt fyrir ungan aldur. Stundum hefur hann verið öryggið uppmál- að í sterkri djass- sveiflu og stundum þreifandi skólastrákur í leit að tóninum eina. Það er sosum ekkert að því ef það tekur ekki heila tónleika og það var stundum djúpt á tóninum á tón- leikum hans og norsku stúlkunnar Sissel Veru Patterson á Múl- anum á fimmtudags- kvöldið. Þetta voru lokatónleikar á þriggja vikna tónleika- för um Norðurlöndin flest, en Davíð og Sis- sel, sem er frá einhverri raufar- höfninni í Noregi, kynntust er Davíð var skiptinemi í tónlist þar í landi. Petterson hefur laglega rödd, já meir en það; fallega – en spuni hennar var heldur marklítill. Í upphafi brá fyrir nokkrum tökt- um af ætt Mari Boine, en ekki varð mikið úr því og svo skaut Alone Together upp kollinum og var túlkunin snotur einsog í The Way You Look Tonight en sú sveifla og spenna sem Davíð Þór hefur oft tekist að byggja upp í söngdansaspil var fjarri enda söngkonan ekki til stórræða á þeim vettvangi. Þó voru þessi lög nokkuð góð miðað við Over The Rainbow sem var eig- inlega kennslustund í því hvernig ekki á að fara með söngdansa er hefðinni er sleppt. Albert Ayler kunni að fara með slíka dansa á frjálsustu nótum og Archie Shepp að fella frelsið að hefðinni, en aukalag þeirra tví- menninga var ansi gott: Ballad Of A Sad Young Men. Þar tókst Davíð Þór að koma tærri blárri til- finningu til skila inn- an ballöðurammans og beitti vinstri hend- inni skemmtilega. Sissel söng Björk og fleiri lög af poppættinni og eitt lag blés hún í sópransaxófón; það var eftir hana sjálfa og í þessum klassíska nor- ræna ECM stíl og tónn hennar var þokkafullur einsog röddin. Það hefði verið gaman að heyra hana blása meira í saxinn. Davíð Þór er einn efnilegasti ungdjassleikari okkar um þessar mundir. Ákafur og áræðinn og þó ekki hafi tekist sem skyldi þetta kvöld verður spennandi að heyra hann með norskum félögum sínum í hljómsveitinni Mofit í maí, en sú sveit var kjörin besta ungliða- djasssveit Norðurlanda 2001. Finnski saxófónleikarinn Esa Pie- tilä kom hingað til að halda nám- skeið hjá djassdeild Tónlistarskóla FÍH og í leiðinni blés hann til eft- irmiðdagstónleika í Múlanum ásamt píanistanum frábæra Kjart- ani Valdimarssyni, Valdimari Kol- beini bassaleikara, sem nemur við skólann, og þeim sænska Erik Qvik, sem er trommukennari djassdeildarinnar. Esa Pietilä er fínn tenóristi og margreyndur úr finnskum stór- sveitum þarsem fólk á borð við Thad Jones og Maríu Schneider hafa verið við stjórnvölinn. Tónn- inn er af ætt Coltranes og tón- hugsunin shorterísk. Fyrsta lagið á efnisskránni var eftir Esa og hefði getað verið af efnisskrá klassíska Coltrane-kvartettsins. Sóló Esa sór sig í þá ættina, en það gerði Kjartan Valdimarsson afturá móti ekki í glæsilegum sóló þarsem hann dvaldi gjarnan á neðra tónsviði flygilsins og minnti tónhugsun hans í mörgu á Lennie Tristano, þó ekki séu þeir líkir pí- anistar. Kvartettinn flutti annan ópus eftir Esa þarsem Kjartan lék einnig glæsilega. Tvö verk eftir Kjartan voru á efnisskránni. Bæði gömul og m.a. flutt af Brunahön- unum. Dátar dansa dátt og Svar án spurninga. Þar skiptust á áhrif nýklassíkur og sveiflu og er leitt til þess að vita að þessi hæfileika- ríki tónlistarmaður skuli ekki skrifa meira og leika jafn sjaldan djasstónlist sem raun ber vitni. Tveir söngdansar voru á efnis- skránni: klassík Richards Rod- gers, Softly As In A Morning Sunrise og Before Noon. Softly hófst á dúetti saxófóns og píanós svo komu bassinn og tromman og í sóló sínum lék Kjartan langar lín- ur áðuren hann beitti vinstri hend- inni í sterkum hljómum og meirað segja í þögnunum söng flygillinn. Gaman hefði verið að heyra Kjart- an og Esa leika svosem eina dúó- ballöðu. Í Before Noon sannaði Esa að hann er ballöðuleikari af fínustu sort og hrynsveitin var góð, Erik með burstaspilið á hreinu og Valdimar Kolbeinn þétt- ur. Þeir stóðu sig yfirleitt vel þennan eftirmiðdag Valli Kolli og Erik. Eftir uppklapp lék kvartettinn All the things you are óundirbúið. Var spilamennskan heldur laus í reipunum, en Kjartan sló þó Rak- manínoff í lokin í anda hinnar míngusísku hefðar. Þetta voru fínir tónleikar, sérí lagi að fá að heyra Kjartan að nýju, og á skírdagskvöld mun hann leika aftur í Múlanum, en þá með Crucible undir formerkjum frjáls- ari djass. Íslenskir píanistar og norrænir gestir DJASS Múlinn í Kaffileikhúsinu Sissel Vera Petterson, rödd og sópr- ansaxófón, Davíð Þór Jónsson, píanó og hljóðsmala. Fimmtudagskvöldið 21.3. 2001. DISAPPEARHEAR Vernharður Linnet Davíð Þór Jónsson Esa Pietilä tenórsaxófón, Kjartan Valdi- marsson, píanó, Valdimar Kolbeinn, bassa, og Erik Qvik, trommur. Laug- ardaginn 23.3. 2001. ESA PIETILÄ OG FÉLAGAR Skriðuklaustur - Gunnarsstofnun og Félag ljóðaunnenda á Austur- landi standa fyrir ljóðavöku á Skriðuklaustri kl. 20. Austfirsk skáld flytja nýtt efni og gluggað verður í eldri kveðskap auk þess sem tveir kvartettar munu flytja sönglög, gömul og ný. Í DAG LEIKFÉLAG Akureyrar býður höfuðborgarbúum um páskana uppá gamanleikinn Blessað barnalán sem frumsýnt var á Ak- ureyri í haust. Sýnt verður í Ís- lensku óperunni. Saga Jónsdóttir leikkona er talsmaður hópsins sem telur nær 20 manns og hún segir að mikill hugur sé í leikfélagsfólki að skemmta Reykvíkingum og „nær- sveitamönnum“ um páskana. „Sýningin gekk fyrir fullu húsi fram að áramótum en þá varð að hætta sýningum. Þá fæddist þessi hugmynd um að fara í leikferð suður um páskana.“ Sú hefð hefur skapast að Leik- félag Akureyrar hefur boðið upp á leiksýningar um páskana en Reykjavíkurleikhúsin hafa hins vegar farið í páskafrí. „Okkur þótti því tilvalið að bjóða þeim sem ekki eru á faraldsfæti tæki- færi til að sjá þennan bráð- skemmtilega gamanleik. Leikritið gerist í ónefndu þorpi austur á fjörðum þar sem búa mæðgurnar Þorgerður og Inga. Sú gamla á börn fyrir sunnan og vill fá þau í heimsókn en enginn hefur tíma til þess. Dóttirin tekur þá til sinna ráða og sendir mömmuna í orlofsferð og gerir svo systkinum sínum þau boð að mamma sé dáin og þau verði að koma strax. Þau láta ekki segja sér það tvisvar enda þarf að skipta arfinum og gera aðrar ráðstafanir. Auðvitað birtist svo mamma gamla alveg óvænt og þá upphefst mikill mis- skilningur. Ellefu leikarar taka þátt í sýn- ingunni. Jón Þórisson er höf- undur leikmyndar og búninga og Ingvar Björnsson hannar lýsingu. Leikstjóri er Þráinn Karlsson. Sýningar verða kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöld, laugardags- kvöld og annan í páskum. Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson Saga Jónsdóttir og Hjördís Pálmadóttir í Blessuðu barnaláni. Barnalán í Óperunni RÉTTINDASTOFA Eddu – miðlun- ar og útgáfu hefur samið við forlög í Danmörku og Finn- landi um útgáfuréttinni á Mýrinni eftir Arnald Indriðason. Forum í Danmörku, eitt af dótturforlögum Gyldendal, festi sér bókina á dögunum. Forum var stofnað árið 1940 og leggur m.a. sér- staka áherslu á spennu- sögur og danskar fag- urbókmenntir. Meðal erlendra höfunda út- gáfunnar eru P.D. James, Michael Conn- elly, Umberto Eco og John le Carré. Þá hefur finnska út- gáfan Blue Moon kirjat keypt út- gáfuréttinn á Mýrinni. Þetta er árs- gamalt forlag sem sérhæfir sig í glæpasögum frá Norðurlöndunum og Englandi. Meðal höfunda á út- gáfulista þess er breski spennusagnahöfund- urinn Ian Rankin. Þýska forlagið Bas- tei-Lübbe hefur tryggt sér þriðju bókina eftir Arnald Indriðason. Í fyrra keypti útgáfan réttinn á Mýrinni og Sonum duftsins en bætir nú Grafarþögn við. Mýrin verður fyrsta bók Arnaldar sem útgáfan sendir á markað. Forlagið Bastei- Lübbe tilheyrir einni stærstu útgáfusam- steypu Þýskalands og hefur á sínum snærum menn á borð við metsöluhöfundana Stephen King og Ken Follett. Mýrin kemur út á Norðurlöndum Arnaldur Indriðason FRÁ ÞVÍ var skýrt í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag að út væri komin í fyrsta sinn þýð- ing á frönsku á Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Ekki var þetta alls kostar rétt þar sem Halldór Þorsteinsson þýddi leik- ritið á frönsku árið 1947. Frá þessu skýrir Halldór í greininni Sólskinsdagar í París sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 14. september 1999 og segir Halldór þar frá hvernig það atvikaðist að franski leik- arinn Ducrocq fékk hann til að þýða leikritið. „Ég man ekki gjörla hvernig það atvikaðist, en Ducrocq hafði einhvern veginn fengið þá flugu í höfuðið að forvitnilegt gæti verið að gera kvikmynd með frönskum leikurum heima á Íslandi. Ís- lensk náttúra eða landslag væri í raun og sann gjörsamlega óplægður akur, ónumið land fyrir kvikmyndagerðarmenn. Fágætur fjársjóður sem vert væri að kynna fyrir umheiminum. Efni myndarinnar skyldi skilyrðislaust sótt í íslenskar bók- menntir, helst góðan sjónleik, annað þótti Ducrocq ekki koma til greina, enda sjálfur leikhúsmenntaður. Ég benti honum á Fjalla- Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson sem hugsanlegt viðfangs- efni og eftir að ég hafði rakið fyrir hon- um efnisþráðinn í stórum dráttum og jafnframt skýrt honum frá því að leikritið væri að vissu marki byggt á sannsögulegum atburð- um og örlögum ógæfufólks á átjándu öld, þá féll þetta í svo góðan jarðveg hjá Ducrocq að mér var brátt falið það vanda- sama verk að þýða Fjalla-Eyvind á frönsku. Síðan sat ég með sveittan skallann yfir þess- ari þýðingarbraut ýmist með Ducrocq eða starfsfélaga hans mér við hlið. Þótt þeir skildu ekki stakt orð í móðurmáli mínu, lásu þeir þýðinguna yfir til að fjarlægja þjalarför, fága stíl- inn og ljá honum þannig eins franskt yfirbragð og nokk- ur kostur var. Við þá félaga stend ég í ævarandi þakkarskuld fyrir stuðninginn og ekki orð meira um það nema þá raunalegu staðreynd að ég hef ekki minnstu hugmynd um hvar þessi gamla þýðing mín er nú niðurkomin.“ Þýddi Fjalla-Eyvind 1947 Halldór Þorsteinsson tmm 1. tbl. 2002 er komið út. Sjón skrifar smásöguna Háf- urinn. Davíð Logi Sigurðsson ritar hugleiðingar um leigjendur og aðra öryggislausa á Norður-Írlandi og Kosovo. Fjallað er um áhugaverðar bækur. Steinþór Harðarson skrifar greinina Þegar al- þjóðavæðingin náði til Íslands – Um vesturferðaáhuga í nútíð, fortíð og framtíð. Ljóðið Börn næturinnar eftir Stellu Blomkvist. Árni Óskarsson rýnir í verk Hallgríms Helgasonar og nefnir grein sína Snilldin og sektin. Katrín Jakobsdóttir skrifar grein sem heitir Ísland í aðalhlutverki – Þjóð- ernisstefna Morgunblaðsins. Magn- ús Þór Þorbergsson fjallar um leik- húslíf í Berlín. Vigfús Geirdal fjallar um Kurt Walland og Henning Mankell og nefnist greinin Smábæjarlöggan og rithöfundurinn sem skutust upp á stjörnuhimininn. Þá er birt grein eftir Henning Mankell sem nefnist Orðið, mátturinn og vanmátturinn. Þorleifur Hauksson fjallar um átök ólíkra við- horfa í blaðagreinum. Að lokum brit- ist grein eftir Sigurð A. Magnússon: Nóbelsverðlaunin aldargömul. Tímarit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.