Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         !       " "          #   $%  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ ERU ekki til margir sannleik- ar. Sannleikanum er ekki hægt að hagræða fyrir hvern og einn. Ekki geta menn leyft sér að hagræða um- ferðarreglunum og velja á milli hvort þeir fari yfir á grænu ljósi eða rauðu. Sannleikans má hins vegar leita á hvaða hátt sem er, en þá eru góð ráð dýr. Setjum sem svo að reikningsdæmi hafi útkomuna 358. Ímyndum okkur síðan að menn fái mismunandi útkomur. Þær gætu verið eitthvað á þessa leið: 376, 12, 400, 1536 og 358. Það er klárt mál að 358 er, þrátt fyrir mismunandi að- ferðir, ennþá eina rétta svarið. Hins vegar eru sum svör nær réttu út- komunni en önnur. Samkvæmt mínum útreikningum er sannleikann að finna í Jesúm Kristi; ekki í trúarbrögðum, hefðum, mannasetningum eða jafnvel sið- venjum, heldur að líf mitt sé nátengt Guði, sem er sannleikur. Heimur án trúar er keppikefli margra einstak- linga, sem eru orðnir þreyttir á linnulausum þrætum, óeirðum og stríði í nafni ólíkra trúarhópa sem aldrei komast til botns á vandamál- unum. Ég trúi því að hægt sé að komast fram hjá þessum örðugleik- um með því að fylgja fordæmi Krists; með auðmýkt og kærleika. Við trúleysingjann vil ég segja þetta: Gerðu þér grein fyrir stöðu þinni. Getur þú fundið 10 einstaklinga sem eru hamingjusamari með því að vera trúleysingjar? Ef ekki myndi ég at- huga hvort þú fyndir ekki 100 manns sem hafa fundið von í trúnni, ég er þess fullviss um að þá megi finna. Þú þarft heldur ekki að vera hræddur við einhver boð og bönn. Guð hefur sett okkur leiðbeiningar varðandi líf- ið, okkur til blessunar ekki til að njörva okkur niður. Hvað væri ann- ars gaman að spila fótbolta ef við hefðum ekki reglurnar. Hvað er það nákvæmlega sem gerir trúna svona frábæra? Svarið er einfalt: Ástæða til að lifa; sú full- vissa að líf okkar sé í hendi Guðs, sama hvernig fer og að ekkert geti gert okkur viðskila við kærleika hans. En er þá ekki hægt að treysta á næsta mann? Vissulega, öll leitum við á hvors annars náðir, en bregð- umst við ekki stundum? Þá er gott að eiga árnaðarmann hjá Guði, sem er Jesú Kristur. Hvernig komum við til dæmis fram við þá sem eru öðru- vísi en við? Við erum sífellt tilbúin að brennimerkja aðra með fordómum, hata, ofsæka og mismuna. Þetta fyr- irfinnst meira segja ekki síst innan kristindómsins. Þá er ágætt að hafa hugfast þessi kenniorð: Hvað myndi Jesú gera? Hann var þó vinur ber- syndugra og þeirra sem minna máttu sín. Hann segir að hvað sem við gerum einum af hans minnstu bræðrum höfum við jafnframt gjört honum. Eru þetta ekki alvarleg orð og þörf áminnig fyrir það hvernig við komum fram við annað fólk frá degi til dags? Ég vona að þessi grein geti verið einhverjum til uppörvunar og vil að lokum segja að við höfum öllum val. Ég hef val og þú hefur val, val sem Guð grundvallaði sem fullkominn rétt hvers og eins. Ég trúi því að kristin trú henti öllum, við erum bara sköpuð þannig. BÖÐVAR INGI BÖÐVARSSON, nemandi í MS, Jörfagrund 24, Reykjavík. Um trúna Frá Böðvari Inga Böðvarssyni: ÉG UNDIRRITAÐUR mótmæli því harðlega fyrir hönd minna fé- laga, að sjóðstjórnin gíni við gýli- gjöfum og vogi sér að veðja lög- bundnum lífeyrissparnaði félags- manna á hæpinn vonarpening ál- spekúlanta, í stað þess að byggja þeim óheillaskepnum út. Hverjum ætlar íslenska ríkið og formaður iðnaðarnefndar, dýrðar- maðurinn Hjálmar Árnason, að tryggja ágóða af áli úr Reyðarfirði? Væntanlega þeim sem borga niður lán og vexti ríkissjóðs, sem bæði fljúga hátt og víða, þeim sömu og kjósa munu hann á þing undirokað- ir af heimsku. Hversu þungt, hversu leynt og hversu víða munu álögur dreifast á íslenskt athafnalíf, neytendur og skattþegna þegar um baktryggða framkvæmd á borð við virkjanir jökulánna austanlands er vélað? Hvað ef t.d. Rússarnir tækajavæddu áliðnaðinn hjá sér með aðstoð Hydro? Ríkisstjórn Ís- lands auglýsir um þessar mundir dýrasta virkjunarkostinn á Íslandi vænlegt gróðafyrirtæki. Gróðavæn- legt fyrir hverja? Fjárfestana? Þá sem borga upp ríkisábyrgðina á verkinu og vextina, greiða niður rafmagnið til áliðjunnar? Marar fundið fé í laumusjóði stjórnmála- flokkanna í hálfu kafi á flúðum skol- vatnsins, sem ofan flýtur af fjöllum? Hvað um ágóða verktakanna, höf- uðskepnuna ríkissjóð, bráð fram- sóknaíhaldsins; hvað líður hégóma- dýrð þeirra, sem nurla á kostnað samborgara sinna í skjóli þrælknos- aðrar ríkisábyrgðar? Hvað með þá, sem níða í sundur hjá sér heima- torfuna, Austfirðinga, kjósendur Halldórs Ásgrímssonar? Ætlar rík- isvaldið íslenska að hleypa fram ófyrirleitnustu spekúlöntum at- hafnalífsins og forframa líkt og tíðkast hefur í Japan og á Sikiley? Er mál að linni. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, Rvk. Opið bréf til stjórn- ar lífeyrissjóðs Framsýnar Frá Jóni Bergsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.