Morgunblaðið - 27.03.2002, Side 57

Morgunblaðið - 27.03.2002, Side 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 57 SKÁLDIÐ Matthías Johannessen les úr ljóðum sínum í kvöldmessu í Nes- kirkju skírdagskvöld 28. mars kl. 20. Á skírdagskvöld minnist kirkjan þess að Jesús Kristur stofnsetti heil- aga kvöldmáltíð með fylgjendum sínum í Jerúsalem áður en hann var handtekinn. Þá bauð hann til hinnar hefðbundnu páskamáltíðar gyðinga en gaf þeirri máltíð nýtt innihald er hann braut brauðið og blessaði kaleikinn og útdeildi handa vinum sínum. Brauðið og vínið táknar hann sjálfan, líf hans og starf, hugsjónir og kenningar, dauða á krossi og upprisu. Kirkjan kennir að í heilagri kvöldmáltíð sé Drottinn sjálfur ná- lægur. Og meira en það: Hann er í, með og undir, brauðinu og víninu, svo vitnað sé til orða Marteins Lúth- ers. Bakaður verður sérstakur brauðhleifur af þessu tilefni í stað obláta sem venjulega eru notaðar í messum. Lesið verður úr píslarsögunni og Passíusálmum séra Hallgríms Pét- urssonar. Þá les Matthías úr ljóðum sínum og kallast þar með á við túlk- un fyrri kynslóða á þjáningu Jesú Krists með tilvísun til böls og þján- ingar í samtíð og sögu. Kór Neskirkju leiðir söng undir stjórn organista kirkjunnar, Reynis Jónassonar. Séra Örn Bárður Jóns- son þjónar fyrir altari. Kaffisopi og umræður í safnaðarheimilinu eftir messuna. Föstudagurinn langi kl. 11. Píslarsagan lesin, tignun krossins, litanían sungin. Kór Neskirkju syng- ur undir stjórn Reynis Jónassonar, organista. Séra Frank M. Hall- dórsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Páskadagur. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 8 árdegis. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þor- steinssonar fluttir. Inga J. Backman syngur einsöng. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Reynis Jón- assonar, organista. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Söfnuðinum verður boðið uppá kaffi og súkkulaði að guðsþjónustu lokinni. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þor- steinssonar fluttir. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Reynis Jón- assonar, organista. Séra Frank M. Halldórsson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Barnastundinni lýkur með því að börnin leita páskaeggja á kirkjulóðinni samkvæmt venju. Bænadagar og páskar í Akureyrarkirkju Á SKÍRDAG kl. 20.30 verður æðru- leysismessa í Akureyrarkirkju. Að venju verður sungið mikið, við heyr- um reynslusögu ungrar stúlku, bænakarfan er á sínum stað og kirkjugestum verður boðið að þiggja altarissakramenti. Þeir félagar Pálmi Gunnarsson og Magnús Ei- ríksson munu sjá um tónlistarflutn- ing og leiða almennan söng. Einnig munu Pálmi og Rut Reginalds syngja einsöng. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í Safn- aðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudaginn langa verða Passíu- sálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í kirkjunni og hefst lesturinn kl. 13. Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti, leikur á orgel kirkjunnar áð- ur en lesturinn hefst og síðan á heila tímanum þar til lestri lýkur, sem er áætlað að verði um kl. 18. Meðan á lestrinum stendur er boðið upp á kaffisopa í Safnaðarheimilinu. Að kvöldi föstudagsins langa verður svo kyrrðarstund við kross- inn, en mörgum finnst ekkert helgi- hald kirkjunnar hafa meiri kyrrð og frið en sú stund. Prestur er sr. Svav- ar A. Jónsson og lesari er Heiðdís Norðfjörð. Upprisuhátíð í Akureyrarkirkju verður nú haldin annað árið í röð. Hún hefst með hátíðarmessu kl. 8 árdegis. Kór Akureyrarkirkju syng- ur, Björn Steinar Sólbergsson er við orgelið og prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Frá kl. 9 til 11 er síðan opið hús í Safnaðarheimilinu. Boðið verður upp á léttan morgunverð og verður ýmislegt um að vera. Unglingakór kirkjunnar leiðir almennan söng og páskahláturinn, gamall kirkjusiður, sem var endurvakinn á upprisuhá- tíðinni í fyrra verður á sínum stað. Kl. 11 hefst svo fjölskylduguðs- þjónusta í Akureyrarkirkju. Þar syngja barna- og unglingakórar kirkjunnar undir stjórn Sveins Arn- ars Sæmundssonar við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Að venju verður messað í Minjasafnskirkjunni Annan páska- dag kl. 17. Hátíðartónleikar í Sandgerði Á SKÍRDAG fimmtudagskvöldið 28. mars nk. verða hátíðartónleikar haldnir af kór varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni páska og er þema þeirra: Sigur upprisunnar. Tveir leikarar og fjórir tónlist- armenn koma fram ásamt kór. Flutt verður margvísleg bandarísk tónlist. Í desembermánuði síðastliðnum hélt kór varnarliðsins jólatónleika í Safnaðarheimilinu við frábærar undirtektir. Þessa tónleika ætti því enginn að láta framhjá sér fara. Æðruleysisguðsþjónusta í Hvalsneskirkju ÆÐRULEYSISGUÐSÞJÓNUSTA verður í Hvalsneskirkju föstudaginn langa 29. mars nk. kl. 20:30. Í guðs- þjónustunni er sjónum beint að boð- skap og bataleið tólf spora leið- arinnar. Það gerist með predikun, reynslu- sögu og fyrirbæn og ekki síst í al- mennum söng og samfélagi við Guð og náungann. Hólmsteinn Sigurðsson segir frá reynslu sinni og kór Hvalsneskirkju syngur undir stjórn Pálínu Fann- eyjar Skúladóttur. Prestur er séra Björn Sveinn Björnsson. Allir hjartanlega velkomnir. Dymbilvika og páskar í Laugarneskirkju ÞAÐ er sérstök reynsla að eiga sam- leið með mörgu fólki í gegnum at- burði píslarsögunnar og páskanna. Laugarneskirkja opnar dyr sínar og býður öllum þátttöku um bænadaga og páska. Komið er saman í kvöldmessu á skírdag kl. 20:30, þar sem Gunnar Gunnarsson leikur á hamm- ond-orgel og Tómas R. Einarsson á kontrabassa, en kór Laugarnes- kirkju syngur. Félagar úr les- arahópi kirkjunnar flytja texta skír- dagskvöldsins og að lokinni altarisgöngu fer síðan fram hin ár- vissa afskrýðing altarisins, þar til ljósin slokkna og þögnin tekur við og fólk gengur hljóðlega út í myrkur Getsemane-garðsins án þess að messunni ljúki. Enda komum við svo saman að nýju kl. 11 að morgni föstudagsins langa til að halda áfram að hugleiða píslir Jesú og gildi krossins í eigin lífi. Páskadag kl. 8 komum við loks til kirkjunnar til að fagna sigri lífsins við hátíðarguðsþjónustu. Allir mæta á fastandi maga og koma svo saman í Safnaðarheimilinu á eftir til að neyta morgunverðar í boði safn- aðarins þar sem sóknarnefnd- armenn ganga um beina. Einnig viljum við vekja athygli barnafólks á því að annan dag páska er sunnudagaskólinn með hátíð- arbrag kl. 11. Þar munu lifandi páskaungar gleðja börnin, saga páskanna verður endursögð með myndum og sungið af hjartans lyst. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði AÐ kvöldi föstudagsins langa verður boðið til kvöldvöku í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst dagskráin kl. 20:30. Þessi kvöldvaka ber heitið Kvöldvaka við krossinn og hefur verið haldin í kirkjunni á þessu kvöldi um áratugaskeið. Settur er upp stór kross í kórdyrum og undir honum tendruð sjö kertaljós meðan sunginn er sálmurinn Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. Lesið er úr píslarsögunni og kirkjukórinn syngur undir stjórn Þóru Vigdísar Guðmundsdóttur. Þá syngja einsöng Örn Arnarson og Erna Blöndal. Undir lok stund- arinnar lesa fermingarbörn síðustu orð Krists á krossinum og slökkva kertaljósin við krossinn. Kirkjan er svo yfirgefin myrkvuð í lok stund- arinnar. Á páskadag verður svo há- tíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis og glæsilegt morgunverðarhlaðborð í Safnaðarheimilinu á eftir. Fjölbreytt tónlist í Hafnarfjarðarkirkju TÓNLISTARFLYTJENDUR munu setja mark sitt á guðsþjónustur í dymbilviku og um páska í Hafn- arfjarðarkirkju. Við messu á skírdagskvöld 28. mars nk. kl. 20:30 mun Bergþór Pálsson syngja einsöng, Katalína Lurincz leikur á orgelið og félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Við guðsþjónustu föstudaginn langa, 29. mars kl. 14, (ath. breyttan tíma) mun kór kirkjunnar flytja kafla úr Requiem eftir G. Fauvre undir stjórn Natalíu Chow. Ragn- heiður Sara Grímsdóttir og Kristján Helgason syngja einsöng. Við hátíðarguðsþjónustu á páska- dag 31. mars kl. 8 mun Guðmundur Hafsteinsson leika á trompett og Ragnheiður Sara Grímsdóttir syngja einsöng. Eftir hátíðarguð- sþjónustuna býður sóknarnefndin til morgunverðar í Hásölum Strand- bergs. Við samkomu á vegum líkn- arfélagsins Byrgisins annan dag páska 1. apríl kl. 14 mun lofgjörð- arsveit Byrgisins leika lofgjörð- arsálma og lög. Dýrmætt er að sækja guðsþjón- ustur í dymbilviku og um páska þar sem grunnátök góðs og ills, lygi og sannleika, dauða og lífs birtast í frá- sögnunum merkingarmiklu um kveðjustund, krossfestingu og upp- risu frelsarans sem varðar lífs- tilgang allra manna. Fagur listflutn- ingur eykur áhrif boðskapar hans og fagnaðarerindis. Prestar og sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju. Passíusálmarnir lesnir í Möðruvallakirkju ALLIR fimmtíu Passíusálmarnir verða lesnir í Möðruvallakirkju í Hörgárdal föstudaginn langa. Bryddað var upp á þessari ný- breytni í fyrra í samvinnu við Leik- félag Hörgdæla. Þá lásu 24 lesarar á aldrinum 14- 77 ára. Mikill áhugi var á lestrinum innan leikfélagsins og var hann vel sóttur. Yfir hundrað manns komu og hlustuðu einhvern tíma yfir daginn, en lesturinn stóð frá kl. 13 til kl. að verða 6 um kvöld- ið. Nú mun sami háttur verða hafður á og er mikill áhugi innan leikfélags- ins á að taka þátt í þessu þrátt fyrir miklar annir við að sýna leikritið Þrek og tár, eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, sem sýnt er í samkomuhús- inu á Melum í Hörgárdal. Lestur Passíusálmanna hefst eins og í fyrra kl. 13 á föstudaginn langa og getur fólk komið og hlustað í lengri eða skemmri tíma. Leikið verður á orgel eftir fimmta hvern sálm. Organisti kirkjunnar, Birgir Helgason, leikur. Heitt verður á könnunni á prests- setrinu allan daginn svo fólk getur líka notið þess að sitja þar við rólega tónlist og farið svo aftur út í kirkju og haldið áfram að hlusta. Páskahelgihald í Fríkirkjunni UPPRISUHÁTÍÐ Frelsarans er í raun helgasta hátíð kristninnar og því er mikilvægt að í helgihaldi kirkjunnar sé að finna eitthvað við allra hæfi, bæði hinna ungu sem og þeirra sem eldri eru og vanafastari. Í páskahelgihaldi þessa árs mun Fríkirkjan í Reykjavík gera tilraun í helgihaldi safnaðarins þar sem guðs- þjónustan verður sambland hefð- bundinnar kirkjutónlistar og óhefð- bundinna lofgjörðarsöngva, þar sem leikið verður á fjölbreytileg hljóð- færi. Skírdagur. Fjölskyldumessa kl. 11. Fermdir verða þrír drengir. Tónlistarstjórar Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller. Alt- arisganga. Barnastund í umsjón Hreiðars Arnar Stefánssonar og andabrauðið verður á sínum stað í lok guðsþjón- ustu. Föstudagurinn langi. Aftan- samvera kl. 17. Fjölbreytt tónlist við hæfi dagsins. Anna Sigríður Helga- dóttir syngur einsöng. Gospellkór Fríkirkjunnar syngur ásamt Carli Möller. Kór Kvennaskólans mun einnig syngja nokkur lög. Samkvæmt hefð verður lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar. Lesari Magnús Axelsson. Safnaðarprestur flytur stutta hug- leiðingu. Páskadagur. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 9. Óhefðbundin lofgjörð- arguðsþjónusta á sigurhátíð lífsins. Tónlistarstjórar Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona, og Carl Möll- er, organisti. Í heimsókn kemur samkirkjulegur tónlistarhópur sem kallast Upendo. Í guðsþjónustunni verður sambland hefðbundinnar kirkjutónlistar og óhefðbundinna lofgjörðarsöngva, þar sem leikið verður á fjölbreytileg hljóðfæri. Safnaðarprestur predikar. Að lokinni guðsþjónustu eru allir hjartanlega velkomnir í safnaðarsal- inn á Laufásvegi 13, þar sem sam- veran heldur áfram og boðið verður upp á kaffi og einfalt meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. Laufásprestakall um hátíðina FJÖLBREYTT kirkjustarf verður í boði nú í dymbilviku og á páskadag í kirkjunum þremur í Laufáspresta- kalli. Á skírdag kl. 15 verður guðsþjón- usta á dvalarheimilinu Grenilundi á Grenivík. Kór Grenivíkurkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur, organista. Sóknarprest- urinn prédikar. Föstudaginn langa verður sérstök dagskrá í Grenivík- urkirkju sem hefst kl. 14. Þar mun vaskur hópur lionsfélaga úr Lions- klúbbnum Þengli lesa valda Pass- íusálma og milli sálmanna munu Björg Sigurbjörnsdóttir, organisti, og Hannes Guðrúnarson, gítarleik- ari, flytja fallega tónlist. Kl. 20:30 að kvöldi föstudagsins langa verður samverustund í Lauf- áskirkju og er yfirskrift þessarar stundar orð Passíusálmsins: „Kross- ferli að fylgja þínum fýsir mig, Jesús kær.“ Þar verður píslarsaga Krists tjáð í söng og töluðu máli. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Fermingarbörnin munu flytja helgileikinn Sjö orð Krists á krossinum og sakramenti verður framborið. Að morgni páskadags verður há- tíðarguðsþjónusta í Grenivík- urkirkju og hefst hún kl. 8. Þar syngur kór Grenivíkurkirkju undir stjórn organistans, Bjargar Sig- urbjörnsdóttur. Sóknarpresturinn prédikar. Eftir guðsþjónustuna verður gengið í samkomusal skól- ans, þar sem sameiginlegur morg- unverður verður fram borinn; heitt kakó og kaffi auk meðlætis. Páskadag kl. 14 verður hátíðar- guðsþjónusta í Svalbarðskirkju. Þar syngur kór kirkjunnar undir stjórn Hjartar Steinbergssonar, organista. Kulliki Matson syngur einsöng úr Stabat Mater e. Pergolesi. Sókn- arpresturinn, sr. Pétur Þórarinsson, þjónar fyrir altari og prédikar. Allir, bæði heimafólk sem gestir, eru velkomnir í þessar samveru- stundir. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Samverustund aldraðra kl. 14. Þorvald- ur Halldórsson, tónlistarmaður, kemur í heimsókn og syngur og spilar. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Föstustund kl. 20. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur hugvekju. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 und- ir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætl- aður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Í fótspor Krists kl. 20.30. Sr. Jurgen Jamin, prestur í Landakoti, flytur erindi um hugsunina í sálumessum í kaþólskri trú. Frumflutt verður á Íslandi Requiem eftir John Rutter. Flytjendur Kristín R. Sigurðar- dóttir, sópran. Kirkjukór Háteigskirkju og kammersveit. Stjórnandi dr. Douglas A. Brotchie. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Gospelkvöld Laugarneskirkju og ÖBÍ kl. 20 í Hátúni 10. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stýrir stundinni. Þorvaldur Halldórs- son og Margrét Scheving sálgæsluþjónn syngja og spjalla en heimafólk kemur fram með fjölbreytta dagskrá. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtu- dögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Landakirkja í Vestmannaeyjum. Opið hús fer í páskafrí. Þorlákskirkja. Barna– og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org- elleikur, altarissakramenti og fyrirbæn. Léttur hádegisverður á vægu verði. Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Hjónin Margrét Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson tala. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Helgihald í Nes- kirkju um bæna- daga og páska Morgunblaðið/Árni Sæberg Neskirkja SJÁ SÍÐU 59

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.