Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 12.04.2002, Síða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 13 Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 20. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi, og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að breytingum á deiliskipulagi. 1. Hlíðarfjallsvegur, reiðleið o.fl. – Breytingar á aðalskipulagi. Tillagan er þríþætt: a) Tenging fyrirhugaðs „Ofanbyggðarvegar“ við Hlíðarfjallsveg færist um ca 120 m til vesturs. b) Áætluð vegartenging frá Hlíðarfjallsvegi að Lögmannshlíðarkirkju og hesthúsahverfi falli út, en í hennar stað komi vegartenging við Ofanbyggðarveg, því sem næst í núverandi legu Lögmannshlíðarvegar. c) Lega reiðleiðar breytist á kafla, þannig að hún þveri Hlíðarfjallsveg vestar en áformað var. 2. Íbúðarsvæði við Furulund - Breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að landnotkun á vestur- hluta reits norðan Furulundar breytist úr athafnasvæði í íbúðarsvæði. Jafnframt er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi sama reits, í stað deiliskipulags frá 1989. Tillagan gerir ráð fyrir þyrpingu einnar hæðar raðhúsa með 20 íbúðum á reitnum. 3. Klettaborg - Breyting á deiliskipulagi. Tillagan varðar vestari raðhúsalóð í deiliskipulagi sem samþykkt var í febrúar 2001. Í meginatriðum felur tillagan í sér stækkun lóðarinnar til vesturs, breytingu á umferð og bílastæðum innan lóðar, fjölgun húsa og íbúða og lengingu hljóðmanar til vesturs og suðurs, upp með Dalsbraut. Tillöguuppdrættir ásamt frekari skýringargögnum liggja frammi í þjón- ustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 24. maí 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athuga- semdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 24. maí 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfis- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir: Tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi HÁSKÓLINN á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri standa fyrir öðru nám- skeiði um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli dagana 19. og 20. apríl næstkomandi. Námskeiðið fjallar um bráðalækningar barna og er til- gangur námskeiðsins að þjálfa heilsugæslulækna, unglækna og hjúkrunarfræðinga í með- ferð bráðveikra barna. Nám- skeiðið verður í formi fyrir- lestra en jafnframt verða umræður um sjúkratilfelli og verkleg- ar æfingar í bráðameðferð og endurlífgun. Mest áhersla verður lögð á skjóta greiningu og fyrstu meðferð algengra vandamála eins og eitrana, áverka, alvarlegra sýkinga, andnauðar, losts og krampa. Umsjón með námskeiðinu hefur Björn Gunnarsson barnalæknir á FSA, en fjöldi sérfræðinga tekur þátt í kennslu á námskeiðinu. Dag- skrá námskeiðsins má finna á heimasíðu HA, www.unak.is undir símenntun. Frekari upp- lýsingar og skráning eru á skrifstofu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Bráða- lækning- ar barna KAREN Leening opnar sýningu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri, á morgun, laugardaginn 13. apríl kl. 14. Karen er Hollendingur, búsett í Rotterdam og útskrifaðist frá AKI 2 Enschede. Hefur hún nýtt sér ýmsa miðla til listsköpunar og í þetta sinn notar hún tölvu og myndbandstækni til að segja sögur. Kompan hefur nú tekið upp það fyrirkomulag að hafa eina sýningu í hverjum mánuði sem stendur í tvær vikur og er lokað þess á milli. Sýning Karenar stendur til 25. apríl næst- komandi og er opin alla daga frá kl. 14 til 17. Karen sýnir í Kompunni ÞRETTÁN yngismeyjar á aldrinum 18–20 ára taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Norðurland 2002, sem fram fer í KA-heimilinu á Ak- ureyri í kvöld, föstudagskvöld. Það verður mikið um dýrðir í KA- heimilinu en dagskráin hefst með borðhaldi. Boðið verður upp á tísku- sýningu, keppendur í keppninni Hr. Norðurland, sem fram fer í maí, mæta á svæðið, sýnd verða atriði úr sýningu VMA á Rocky Horror og dægurlagapönkhljómsveitin Húfa leikur. Kynnir kvöldsins verður Magnús Már Þorvaldsson. Ungfrú Norðurland krýnd í kvöld MIKLAR leysingar undangengna sólarhringa ásamt hvassri SV-átt leiddi til þess eftir hádegi á mið- vikudag að vatnselgur rauf Kís- ilveg skammt ofan við skýli Slysa- varnafélagsins. Vegagerðarmenn eru á staðnum og vinna að lagfær- ingu. Þeir bjuggust við að vegurinn yrði ökufær aftur í kvöld. Síðdegis þennan dag sneri til norðanáttar og kólnaði undir frostmark með smávegis úrkomu. Morgunblaðið/BFH Mikið leysingarvatn safnaðist fyrir norðan vegarins. Þegar vatnið fór að fljóta yfir veginn rofnaði hann þannig að 3 metra breiður og eins metra hár foss myndaðist. Unnið er að lagfæringum. Kísilvegur rofnaði Mývatnssveit ♦ ♦ ♦ FYRIRTÆKIÐ GV-gröfur ehf. á Akureyri átti lægsta tilboð í gatna- gerð og lagnir í fyrsta áfanga Naustahverfis en tilboðin voru opnuð í gær. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og voru tvö þeirra langt yfir kostn- aðaráætlun. GV-gröfur buðust til að vinna verkið fyrir um 82,5 milljónir króna, sem er 74,5% af kostnaðar- áætlun en hún hljóðaði upp á 110,7 milljónir króna. G. Hjálmarsson hf. átti næstlægsta tilboð en það hljóðaði upp á um 93,8 milljónir króna eða 84,7% af kostnaðaráætl- un. Jarðverk hf. bauð tæpar 180 milljónir króna í verkið og Nónt- indur ehf. tæpar 230 milljónir króna. Útboð Akureyrarbæjar nær til nýbyggingar á 1,5 km af götum og rúmlega 1 km af stígum ásamt til- heyrandi holræsa-, vatns- og hita- veitulögnum. Verkinu skal lokið 17. ágúst í sumar. Gatnagerð og lagnir í Naustahverfi GV-gröfur með lægsta tilboðið LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 12. apríl, hinn sívinsæla söngleik hippaáranna, Hárið, í Samkomuhúsinu. Um er að ræða viðamikla upp- færslu sem er í leikstjórn Hrafn- hildar Hafberg en tónlistarstjóri er Björn Þórarinsson. Alls taka um 60 nemendur þátt í sýning- unni, þar af eru leikendur og söngvarar rúmlega 20 talsins og þá er sjö manna hljómsveit á svið- inu. Í aðalhlutverkum eru þau Ævar Þór Benediktsson (Berger), Guðrún Fönn Tómasdóttir (Sheila), Sindri Gunnar Ólafsson (Voffi), Hildur Halldórsdóttir (Jeanie), Eiríkur Valdimarsson (Hud), Jóhanna Vala Höskulds- dóttir (Dionne), og Ingimar Björn Davíðsson (Claude). Æfingar hafa staðið yfir allt frá því í haust og hafa leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar staðið í ströngu við að koma sýn- ingunni upp, en sjö manna stjórn, undir forystu formanns leik- félagsins, Arnórs Brynjars Þor- steinssonar, hefur verið í eldlín- unni við það verkefni. Sýningar LMA eru í samvinnu við Leikfélag Akureyrar sem veit- ir ýmsa tæknilega aðstoð, en öll vinna, svo sem í sambandi við tækni, svið, búninga og þess hátt- ar, er að öðru leyti í höndum nemenda. Alls verða fimm sýningar á Hárinu um helgina, frumsýning sem fyrr segir í kvöld kl. 20, þá verða tvær sýningar á laugardag kl. 20 og miðnætursýning kl. 23.30 og einnig verða tvær sýn- ingar á sunnudag, kl. 17 og 20. Hægt er að panta miða í miða- sölu Leikfélags Akureyrar frá kl. 17 til 19. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Leikfélag Menntaskólans frumsýnir söngleikinn Hárið í kvöld. Frumsýnir söng- leikinn Hárið LOKAUMFERÐIN í Esso-deild karla í handbolta verður háð á morgun, laugardag. Mjög hörð barátta er um að komast í úrslita- keppnina en það ræðst á morgun hvaða átta lið munu berjast þar. Þór mætir Aftureldingu í Íþrótta- höllinni á Akureyri kl. 16 og með sigri tryggir Þór sér sæti í úrslita- keppninni í fyrsta sinn. Aftureld- ing hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar vonast eftir góðum stuðningi á morgun og hvetja alla félagsmenn og aðra velunnara að fjölmenna í Höllina. Miðaverð á leikinn er 500 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir 15 ára og yngri. Þá verður boðið upp á andlitsmálun í Höllinni fyrir leik. Lokaumferðin í Esso-deild karla Kemst Þór í úr- slitakeppnina? STRÁKARNIR í 5. flokki KA í handbolta gerðu góða ferð til Vest- mannaeyja um síðustu helgi. Þar fór fram þriðja og síðasta fjölliða- keppnin á Íslandsmótinu og gerðu KA-menn sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistaratitla í keppni A-, B- og C-liða, auk þess sem fjórða lið félagsins hafnaði í þriðja sæti í keppni C-liðanna. Alls fóru um 40 strákar frá KA til Eyja og er ekki hægt að segja annað en árangur þeirra hafi verið frábær. Þetta mun vera í fjórða skipti sem KA- menn fagna þreföldum sigri á Ís- landsmóti þeirra yngstu í hand- bolta. Þjálfari 5 flokks er Sævar Árna- son fyrirliði meistaraflokks félags- ins. Sævar komst ekki til Eyja þar sem hann var sjálfur að leika með liði sínu og stjórnaði Kristján Að- alsteinsson aðstoðarþjálfari strák- unum til sigurs. Morgunblaðið/BJ B-lið 5. flokks KA með sigurlaunin ásamt Kristjáni Aðalsteinssyni að- stoðarþjálfara t.v. og Magnúsi Sigurólasyni fararstjóra t.h. Þrefaldur sigur KA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.