Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 13 Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 20. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi, og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að breytingum á deiliskipulagi. 1. Hlíðarfjallsvegur, reiðleið o.fl. – Breytingar á aðalskipulagi. Tillagan er þríþætt: a) Tenging fyrirhugaðs „Ofanbyggðarvegar“ við Hlíðarfjallsveg færist um ca 120 m til vesturs. b) Áætluð vegartenging frá Hlíðarfjallsvegi að Lögmannshlíðarkirkju og hesthúsahverfi falli út, en í hennar stað komi vegartenging við Ofanbyggðarveg, því sem næst í núverandi legu Lögmannshlíðarvegar. c) Lega reiðleiðar breytist á kafla, þannig að hún þveri Hlíðarfjallsveg vestar en áformað var. 2. Íbúðarsvæði við Furulund - Breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að landnotkun á vestur- hluta reits norðan Furulundar breytist úr athafnasvæði í íbúðarsvæði. Jafnframt er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi sama reits, í stað deiliskipulags frá 1989. Tillagan gerir ráð fyrir þyrpingu einnar hæðar raðhúsa með 20 íbúðum á reitnum. 3. Klettaborg - Breyting á deiliskipulagi. Tillagan varðar vestari raðhúsalóð í deiliskipulagi sem samþykkt var í febrúar 2001. Í meginatriðum felur tillagan í sér stækkun lóðarinnar til vesturs, breytingu á umferð og bílastæðum innan lóðar, fjölgun húsa og íbúða og lengingu hljóðmanar til vesturs og suðurs, upp með Dalsbraut. Tillöguuppdrættir ásamt frekari skýringargögnum liggja frammi í þjón- ustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 24. maí 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athuga- semdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 24. maí 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfis- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir: Tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi HÁSKÓLINN á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri standa fyrir öðru nám- skeiði um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli dagana 19. og 20. apríl næstkomandi. Námskeiðið fjallar um bráðalækningar barna og er til- gangur námskeiðsins að þjálfa heilsugæslulækna, unglækna og hjúkrunarfræðinga í með- ferð bráðveikra barna. Nám- skeiðið verður í formi fyrir- lestra en jafnframt verða umræður um sjúkratilfelli og verkleg- ar æfingar í bráðameðferð og endurlífgun. Mest áhersla verður lögð á skjóta greiningu og fyrstu meðferð algengra vandamála eins og eitrana, áverka, alvarlegra sýkinga, andnauðar, losts og krampa. Umsjón með námskeiðinu hefur Björn Gunnarsson barnalæknir á FSA, en fjöldi sérfræðinga tekur þátt í kennslu á námskeiðinu. Dag- skrá námskeiðsins má finna á heimasíðu HA, www.unak.is undir símenntun. Frekari upp- lýsingar og skráning eru á skrifstofu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Bráða- lækning- ar barna KAREN Leening opnar sýningu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri, á morgun, laugardaginn 13. apríl kl. 14. Karen er Hollendingur, búsett í Rotterdam og útskrifaðist frá AKI 2 Enschede. Hefur hún nýtt sér ýmsa miðla til listsköpunar og í þetta sinn notar hún tölvu og myndbandstækni til að segja sögur. Kompan hefur nú tekið upp það fyrirkomulag að hafa eina sýningu í hverjum mánuði sem stendur í tvær vikur og er lokað þess á milli. Sýning Karenar stendur til 25. apríl næst- komandi og er opin alla daga frá kl. 14 til 17. Karen sýnir í Kompunni ÞRETTÁN yngismeyjar á aldrinum 18–20 ára taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Norðurland 2002, sem fram fer í KA-heimilinu á Ak- ureyri í kvöld, föstudagskvöld. Það verður mikið um dýrðir í KA- heimilinu en dagskráin hefst með borðhaldi. Boðið verður upp á tísku- sýningu, keppendur í keppninni Hr. Norðurland, sem fram fer í maí, mæta á svæðið, sýnd verða atriði úr sýningu VMA á Rocky Horror og dægurlagapönkhljómsveitin Húfa leikur. Kynnir kvöldsins verður Magnús Már Þorvaldsson. Ungfrú Norðurland krýnd í kvöld MIKLAR leysingar undangengna sólarhringa ásamt hvassri SV-átt leiddi til þess eftir hádegi á mið- vikudag að vatnselgur rauf Kís- ilveg skammt ofan við skýli Slysa- varnafélagsins. Vegagerðarmenn eru á staðnum og vinna að lagfær- ingu. Þeir bjuggust við að vegurinn yrði ökufær aftur í kvöld. Síðdegis þennan dag sneri til norðanáttar og kólnaði undir frostmark með smávegis úrkomu. Morgunblaðið/BFH Mikið leysingarvatn safnaðist fyrir norðan vegarins. Þegar vatnið fór að fljóta yfir veginn rofnaði hann þannig að 3 metra breiður og eins metra hár foss myndaðist. Unnið er að lagfæringum. Kísilvegur rofnaði Mývatnssveit ♦ ♦ ♦ FYRIRTÆKIÐ GV-gröfur ehf. á Akureyri átti lægsta tilboð í gatna- gerð og lagnir í fyrsta áfanga Naustahverfis en tilboðin voru opnuð í gær. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og voru tvö þeirra langt yfir kostn- aðaráætlun. GV-gröfur buðust til að vinna verkið fyrir um 82,5 milljónir króna, sem er 74,5% af kostnaðar- áætlun en hún hljóðaði upp á 110,7 milljónir króna. G. Hjálmarsson hf. átti næstlægsta tilboð en það hljóðaði upp á um 93,8 milljónir króna eða 84,7% af kostnaðaráætl- un. Jarðverk hf. bauð tæpar 180 milljónir króna í verkið og Nónt- indur ehf. tæpar 230 milljónir króna. Útboð Akureyrarbæjar nær til nýbyggingar á 1,5 km af götum og rúmlega 1 km af stígum ásamt til- heyrandi holræsa-, vatns- og hita- veitulögnum. Verkinu skal lokið 17. ágúst í sumar. Gatnagerð og lagnir í Naustahverfi GV-gröfur með lægsta tilboðið LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 12. apríl, hinn sívinsæla söngleik hippaáranna, Hárið, í Samkomuhúsinu. Um er að ræða viðamikla upp- færslu sem er í leikstjórn Hrafn- hildar Hafberg en tónlistarstjóri er Björn Þórarinsson. Alls taka um 60 nemendur þátt í sýning- unni, þar af eru leikendur og söngvarar rúmlega 20 talsins og þá er sjö manna hljómsveit á svið- inu. Í aðalhlutverkum eru þau Ævar Þór Benediktsson (Berger), Guðrún Fönn Tómasdóttir (Sheila), Sindri Gunnar Ólafsson (Voffi), Hildur Halldórsdóttir (Jeanie), Eiríkur Valdimarsson (Hud), Jóhanna Vala Höskulds- dóttir (Dionne), og Ingimar Björn Davíðsson (Claude). Æfingar hafa staðið yfir allt frá því í haust og hafa leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar staðið í ströngu við að koma sýn- ingunni upp, en sjö manna stjórn, undir forystu formanns leik- félagsins, Arnórs Brynjars Þor- steinssonar, hefur verið í eldlín- unni við það verkefni. Sýningar LMA eru í samvinnu við Leikfélag Akureyrar sem veit- ir ýmsa tæknilega aðstoð, en öll vinna, svo sem í sambandi við tækni, svið, búninga og þess hátt- ar, er að öðru leyti í höndum nemenda. Alls verða fimm sýningar á Hárinu um helgina, frumsýning sem fyrr segir í kvöld kl. 20, þá verða tvær sýningar á laugardag kl. 20 og miðnætursýning kl. 23.30 og einnig verða tvær sýn- ingar á sunnudag, kl. 17 og 20. Hægt er að panta miða í miða- sölu Leikfélags Akureyrar frá kl. 17 til 19. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Leikfélag Menntaskólans frumsýnir söngleikinn Hárið í kvöld. Frumsýnir söng- leikinn Hárið LOKAUMFERÐIN í Esso-deild karla í handbolta verður háð á morgun, laugardag. Mjög hörð barátta er um að komast í úrslita- keppnina en það ræðst á morgun hvaða átta lið munu berjast þar. Þór mætir Aftureldingu í Íþrótta- höllinni á Akureyri kl. 16 og með sigri tryggir Þór sér sæti í úrslita- keppninni í fyrsta sinn. Aftureld- ing hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar vonast eftir góðum stuðningi á morgun og hvetja alla félagsmenn og aðra velunnara að fjölmenna í Höllina. Miðaverð á leikinn er 500 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir 15 ára og yngri. Þá verður boðið upp á andlitsmálun í Höllinni fyrir leik. Lokaumferðin í Esso-deild karla Kemst Þór í úr- slitakeppnina? STRÁKARNIR í 5. flokki KA í handbolta gerðu góða ferð til Vest- mannaeyja um síðustu helgi. Þar fór fram þriðja og síðasta fjölliða- keppnin á Íslandsmótinu og gerðu KA-menn sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistaratitla í keppni A-, B- og C-liða, auk þess sem fjórða lið félagsins hafnaði í þriðja sæti í keppni C-liðanna. Alls fóru um 40 strákar frá KA til Eyja og er ekki hægt að segja annað en árangur þeirra hafi verið frábær. Þetta mun vera í fjórða skipti sem KA- menn fagna þreföldum sigri á Ís- landsmóti þeirra yngstu í hand- bolta. Þjálfari 5 flokks er Sævar Árna- son fyrirliði meistaraflokks félags- ins. Sævar komst ekki til Eyja þar sem hann var sjálfur að leika með liði sínu og stjórnaði Kristján Að- alsteinsson aðstoðarþjálfari strák- unum til sigurs. Morgunblaðið/BJ B-lið 5. flokks KA með sigurlaunin ásamt Kristjáni Aðalsteinssyni að- stoðarþjálfara t.v. og Magnúsi Sigurólasyni fararstjóra t.h. Þrefaldur sigur KA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.