Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 37

Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 37 ORKUVEITA Reykjavíkur er eitt stærsta fyrirtæki landsins og hefur lengi skilað góðum arði í kassa borgarsjóðs. Arður þeirra fyrir- tækja sem mynda Orkuveituna var oft á bilinu 1,2–1,5 milljarð- ar króna á ári og hluti af því var greiddur til borgarsjóðs sem svo notaði þessa peninga til uppbyggingar í Reykjavík. Reykvík- ingar og aðrir eigendur nutu góðs af þessum góða rekstri. Orkuveit- an hefur alltaf verið í miklum fram- kvæmdum og hefur engin breyting orðið þar á. Fyrirtækið hefur hins vegar aldr- ei verið jafn skuldsett og nú. Á þessu eru nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi eru það lántökur vegna áframhald- andi framkvæmda við Nesjavalla- virkjun, í öðru lagi eru það skuld- bindingar vegna Línu.Nets, í þriðja lagi eru það 4 milljarðar sem R-list- inn tók út úr fyrirtækinu til að laga rekstur borgarsjóðs og í fjórða lagi lántökur vegna nýrra höfuðstöðva Orkuveitunnar. 1,7 milljarðar í Línu.Net Framkvæmdir á Nesjavöllum munu væntanlega skila arði til eig- enda fyrirtækisins og eru hluti af eðlilegri uppbyggingu Orkuveitunn- ar. Lína.Net er tapað fé fyrir Reyk- víkinga, 1,7 milljarðar, og fer hækk- andi, tala sem almenningur á erfitt með að skilja. 4 milljarðarnir, sem R-listinn tók út úr Orkuveitunni, eru tapaður peningur fyrir Orkuveituna og von- andi síðasta skiptið sem R-listinn gengur þannig á sjóð þessa ágæta borgarfyrirtæk- is. Nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar áttu að kosta 1,8 milljarða en það verða um 3 millj- arðar króna. Það eru jafnframt áhöld um það hvort Orkuveitan hafi þurft þetta gímald og það á þeim tíma sem fyrirtækið er upp fyrir haus í skuldum. Arður Orkuveitunn- ar hefur verið 1,2 til 1,5 milljarðar á ári. Hagnaður var áætl- aður 600 milljónir á árinu 2001, spá Orkuveitunnar segir 260 milljónir og þá er ekki tekið inn í tap dótt- urfyrirtækja hennar eins og Línu.- Nets sem væntanlega er verulegt. Það er sorglegt að sjá stjórnmála- menn fara illa með traust fyrirtæki eins og Orkuveituna og vonandi verður það henni ekki að falli. Spilað með Orku- veitu Reykjavíkur? Skúli Sveinsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Reykjavík Lína.Net er tapað fé fyrir Reykvíkinga, segir Skúli Sveinsson, 1,7 milljarðar og fer hækkandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.