Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 37 ORKUVEITA Reykjavíkur er eitt stærsta fyrirtæki landsins og hefur lengi skilað góðum arði í kassa borgarsjóðs. Arður þeirra fyrir- tækja sem mynda Orkuveituna var oft á bilinu 1,2–1,5 milljarð- ar króna á ári og hluti af því var greiddur til borgarsjóðs sem svo notaði þessa peninga til uppbyggingar í Reykjavík. Reykvík- ingar og aðrir eigendur nutu góðs af þessum góða rekstri. Orkuveit- an hefur alltaf verið í miklum fram- kvæmdum og hefur engin breyting orðið þar á. Fyrirtækið hefur hins vegar aldr- ei verið jafn skuldsett og nú. Á þessu eru nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi eru það lántökur vegna áframhald- andi framkvæmda við Nesjavalla- virkjun, í öðru lagi eru það skuld- bindingar vegna Línu.Nets, í þriðja lagi eru það 4 milljarðar sem R-list- inn tók út úr fyrirtækinu til að laga rekstur borgarsjóðs og í fjórða lagi lántökur vegna nýrra höfuðstöðva Orkuveitunnar. 1,7 milljarðar í Línu.Net Framkvæmdir á Nesjavöllum munu væntanlega skila arði til eig- enda fyrirtækisins og eru hluti af eðlilegri uppbyggingu Orkuveitunn- ar. Lína.Net er tapað fé fyrir Reyk- víkinga, 1,7 milljarðar, og fer hækk- andi, tala sem almenningur á erfitt með að skilja. 4 milljarðarnir, sem R-listinn tók út úr Orkuveitunni, eru tapaður peningur fyrir Orkuveituna og von- andi síðasta skiptið sem R-listinn gengur þannig á sjóð þessa ágæta borgarfyrirtæk- is. Nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar áttu að kosta 1,8 milljarða en það verða um 3 millj- arðar króna. Það eru jafnframt áhöld um það hvort Orkuveitan hafi þurft þetta gímald og það á þeim tíma sem fyrirtækið er upp fyrir haus í skuldum. Arður Orkuveitunn- ar hefur verið 1,2 til 1,5 milljarðar á ári. Hagnaður var áætl- aður 600 milljónir á árinu 2001, spá Orkuveitunnar segir 260 milljónir og þá er ekki tekið inn í tap dótt- urfyrirtækja hennar eins og Línu.- Nets sem væntanlega er verulegt. Það er sorglegt að sjá stjórnmála- menn fara illa með traust fyrirtæki eins og Orkuveituna og vonandi verður það henni ekki að falli. Spilað með Orku- veitu Reykjavíkur? Skúli Sveinsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Reykjavík Lína.Net er tapað fé fyrir Reykvíkinga, segir Skúli Sveinsson, 1,7 milljarðar og fer hækkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.