Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 1
91. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. APRÍL 2002 STÓRSÝNINGIN M a t u r 2 0 0 2 19.-21. apríl Opið fyrir alla fjölskylduna ÍSRAELSKI herinn dró sig til baka frá flóttamannabúðum Palestínu- manna í borginni Jenín á Vestur- bakkanum í gær, og fólk í búðunum gróf í rústum húsa í þeirri von að finna ástvini á lífi. Talsmaður Hvíta hússins, Ari Fleischer, sagði að George W. Bush Banda- ríkjaforseti væri því fylgjandi grafist yrði fyrir um staðreyndir varðandi hernaðarað- gerðir Ísraela í búðunum. „Hann er fylgjandi því að rannsókn fari fram.“ Leiðtogar Palestínumanna full- yrða að hundruð manna hafi fallið í hörðum bardögum er geisuðu í búð- unum í viku. Ísraelar segja að tala fallinna nemi tugum, en engin ástæða sé til að utanaðkomandi aðili rannsaki málið. „Allt það sem gerðist í Jenín blasir við nú þegar,“ sagði Ranaan Gissin, talsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Lík Palestínumanna voru jörðuð í fjöldagröf í grafreit í borginni í gær. Fleischer sagði ennfremur að Bush hefði ekki tiltekið hverjir hann teldi að ættu að sjá um rannsókn málsins. Á fimmtudagskvöldið sagði sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, John Negroponte, að Bandaríkjamenn myndu beita neitunarvaldi til að stöðva tillögu Sýrlendinga um ályktun þess efnis að stofnuð yrði nefnd til að fara í saumana á því hvað gerðist í Jenín. Terje Rød-Larsen snupraður Varnarmálaráðherra Ísraels, Bin- yamin Ben Eliezer, snupraði í gær Terje Rød-Larsen, sérstakan sendi- mann SÞ í Mið-Austurlöndum, fyrir harkalega gagnrýni á framgöngu Ísraela í Jenín. Rød-Larsen sagði í fyrradag, að ekki væri með nokkru móti hægt að réttlæta aðgerðir Ísr- aela. Ben Eliezer sagði aftur á móti, að Rød-Larsen hefði viljandi tekið atburðina í Jenín úr samhengi. Í flóttamannabúðunum hefðu orðið harðir bardagar, en engin fjölda- morð átt sér stað. Ísraelar héldu með her sinn inn í Jenín þriðja apríl sl., og var það liður í umfangsmiklum hernaðaraðgerð- um þeirra á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum. Sögðu Ísraelar markmið aðgerða sinna vera að uppræta hryðjuverka- starfsemi Palestínumanna. Hörð- ustu bardagarnir urðu í Jenín, sem Ísraelar sögðu vera helsta hreiður hryðjuverkamanna. Alls féllu 23 ísr- aelskir hermenn í bardögunum í borginni, þar af 13 í einni fyrirsát. Ben Eliezer sagði í gær að herinn yrði einnig á brott frá borgunum Nablus og Ramallah á morgun, en umsátrinu um höfuðstöðvar Yassers Arafats Palestínuleiðtoga í Ramall- ah yrði haldið áfram, og einnig um- sátrinu um Fæðingarkirkjuna í Betlehem, þar sem um 250 Palest- ínumenn eru innandyra. Amnesty krefst rannsóknar Í tilkynningu frá mannréttinda- samtökunum Amnesty International í gær sagði, að fulltrúar samtakanna í Jenín hefðu fundið „eindregnar vís- bendingar“ um að alvarleg brot á bæði mannréttindum og alþjóðleg- um lögum hafi verið framin í aðgerð- um Ísraela. Hefði réttarlæknir á vegum Amnesty krufið tvö lík á sjúkrahúsi í Jenín, og í báðum til- vikum hefðu vaknað grunsemdir. Þá hefðu fulltrúar samtakanna ennfremur heyrt frásagnir af því, að hús hefðu verið jöfnuð við jörðu á meðan fólk var enn þar innandyra, og að farið hefðu fram aftökur án dóms og laga. Í ljósi alls þessa væri nauðsynlegt að fram færi óháð, al- þjóðleg rannsókn sérfræðinga. Bush hlynntur rannsókn á atburðunum í Jenín Jenín-flóttamannabúðunum, Washington. AFP. Bush FLUGMAÐURINN, sem flaug lít- illi vél á hæstu byggingu Mílanó í fyrradag, gerði það af ásettu ráði til að fyrirfara sér, að því er ítalska dagblaðið La Repubblica hafði eftir syni hans í gær. Saksóknarar sögðu hins vegar að einnig væri hugs- anlegt að vélin hefði bilað eða að flugmaðurinn hefði veikst. Gerardo D’Ambrosio, aðalsaksóknari Míl- anóborgar, kvaðst telja að sjálfs- morð væri ólíklegasta skýringin. Þrír menn létu lífið, flugmaðurinn og tvær konur sem störfuðu í bygg- ingunni, þegar vélin skall á 25. hæð Pirelli-turnsins, 30 hæða byggingar í miðborg Mílanó. Um 60 aðrir slös- uðust og ellefu voru enn á sjúkrahúsi í gær. Tapaði á fjárfestingum Óttast var í fyrstu að um hryðju- verk væri að ræða, líkt og í Banda- ríkjunum 11. september, en Claudio Scajola, innanríkisráðherra Ítalíu, var fljótur að útiloka þann mögu- leika. Hann sagði að þetta hefði lík- lega verið slys og fregnir hermdu að flugmaðurinn hefði sagt flugumferð- arstjórum að hann ætti í erfiðleikum með lendingarbúnaðinn áður en vél- in skall á byggingunni. Flugmaðurinn, Luigi Fasulo, 67 ára Svisslendingur, hafði auðgast á sölu flugvéla en tapað miklu fé á fjárfestingum, að sögn La Repub- blica. Blaðið hafði eftir syni Fasulo, Marco, og vini að hann hefði flogið vélinni á bygginguna til að stytta sér aldur. „Hvað eigið þið við með slysi? Þetta var sjálfsmorð,“ var haft eftir syni flugmannsins. „Ákveðnir menn vildu koma honum á kné fjárhags- lega, þannig að hann fyrirfór sér.“ Vinur flugmannsins kvaðst síðast hafa rætt við hann á sunnudag. „Ég er búinn að vera, þeir eyddu öllu sem ég átti, þetta er hópur í Mílanó, þeir höfðu af mér meira en milljón dala [tæpar 100 milljónir króna],“ hafði vinurinn eftir flugmanninum. Nokkrir embættismenn í Mílanó, þeirra á meðal borgarstjórinn, Gabr- iele Albertini, sögðu að þessi tilgáta yrði rannsökuð. „Ég tel að við getum útilokað tilgátuna um hryðjuverk en ekki er óhugsandi að þetta hafi verið vísvitandi verk manns sem hafi ekki alveg haft stjórn á sér,“ sagði Al- bertini. Flugmaður sagður hafa flogið vél sinni á Pirelli-turninn af ásettu ráði Talið um sjálfsvíg að ræða Róm. AFP, AP. Reuters Slökkviliðsmenn kanna skemmdir í Pirelli-turninum í miðborg Mílanó í gær. Tvær konur, er störfuðu á skrif- stofum í turninum, létust, auk flugmannsins sem flaug vélinni á bygginguna. Tugir manna slösuðust. STJÓRNVÖLD í Kanada hafa ákveðið að eiga ekki að svo komnu máli hlut í nýju fyrirkomulagi yfir- stjórnar herafla Bandaríkjamanna, Norðurherstjórninni, sem Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra kynnti á miðvikudag. Um er að ræða eina mestu breytingu á skipulagi og yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í tæp 40 ár. Í frétt kanadíska blaðsins The Globe and Mail kemur fram að rík- isstjórn frjálslyndra í Kanada hafi ákveðið að standa utan áætlana Bandaríkjamanna og segir Jean Chrétien forsætisráðherra að Kan- adamenn muni áfram sjá að fullu um eigin varnir. Tillögur Rumsfelds fela hins vegar í sér að Norðurherstjórn- in annist heimavarnir Bandaríkja- manna, auk þess að taka til Kanada, Mexíkó og hluta Karíbahafsins. Bill Graham, utanríkisráðherra Kanada, segir að Kanadamenn myndu hugsanlega gerast aðilar að áætlunum Bandaríkjamanna á síðari stigum. Tekið er dæmi í frétt The Globe and Mail um það hvaða afleiðingar ákvörðun Kanadastjórnar geti haft. Segir að yrðu Bandaríkjamenn t.d. varir við flutningaskip í landhelgi Kanada, sem talið væri að hefði hugsanlega meðferðis kjarnorku- vopn, myndu þeir verða að hafa sam- band við stjórnvöld í Ottawa og biðja þau að senda herskip til að stöðva för skipsins. Væru Kanadamenn aðilar að Norðurherstjórninni gætu yfir- menn hennar hins vegar sent kan- adísk herskip á staðinn án beins samráðs við stjórnvöld. Kanada ekki í Norður- herstjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.