Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „NÚ STANDA yfir víðtækar skipu- lagsbreytingar á sjúkrahúsþjónust- unni þar sem uppbygging háskóla- sjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu og samræming í starfsemi annarra sjúkrahúsa landsins eru stærstu verkefnin. Sömuleiðis er jafnmikil- vægt að tryggja að heilsugæsla utan sjúkrahúsa geti gegnt sínu veiga- mikla hlutverki í heilbrigðisþjónust- unni, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, vegna heilsugæslunnar en í gær átti hann fund með forsvarsmönnum Félags íslenskra heimilislækna. „Undanfarin ár hefur grunnheilsu- gæsla átt undir högg að sækja í sam- keppni við ýmsa aðra þætti heil- brigðisþjónustunnar. Það er því mikilvægt að gert verði skipulegt átak til þess að styrkja stöðu heilsu- gæslunnar á næstu misserum.“ Læknar semji við ríkið um laun Í yfirlýsingunni segir Jón að mik- ilvægt sé að ráðuneytið og Félag ís- lenskra heimilislækna hafi með sér nána samvinnu um frekari uppbygg- ingu og eflingu heilsugæslunnar á næstunni. Í því samstarfi leggur hann áherslu á að fjölbreytni í rekstri heilsugæslunnar verði aukin þar sem grunnþjónustunni í núver- andi mynd verði viðhaldið í öllum grundvallaratriðum. „Fjölbreytni í rekstri þýðir í þessu sambandi, að læknar geta tekið að sér rekstur heilsugæslustöðva á forsendum heilsugæslunnar, og að hægt verði að taka upp vinnufyrirkomulag sem fel- ur í sér afkastahvetjandi launakerfi fyrir lækna. Markmið með fjöl- breytni af þessu tagi er að gera leið sjúklinga að læknum í grunnþjónust- unni greiðari en nú er, að tryggja jafnari og betri þjónustu við sjúk- linga og treysta grunnþjónustu heil- brigðisþjónustunnar í sessi.“ Þá leggur hann áherslu á að Félag íslenskra heimilislækna samþykki að semja í framtíðinni við ríkið um laun sín og önnur starfskjör og um breytta uppbyggingu og samsetn- ingu launa. Þannig hafi kjaranefnd ekki lengur um kjaramála lækna að segja. Þá segir Jón mikilvægt að skipu- lagt átak verði gert í menntun og þjálfun heimilislækna og að áfram verði unnið að fjölgun námsstaða í heilsugæslunni. „Mín tillaga er að komið verði á fót sameiginlegum vinnuhópi ráðuneytisins og lækna sem fái það verkefni að gera verk- áætlun um hvernig þessum atriðum verði hrint í framkvæmd. Þegar framkvæmdaáætlun liggur fyrir mun heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið athuga hvaða breytingar þurfi að koma til á lögum og reglu- gerðum til þess að tryggja fram- kvæmd áætlunarinnar. Varðandi nauðsynlegar lagabreytingar verði stefnt að því að leggja fram frumvörp þess efnis á Alþingi haustið 2002. Haft verður náið samráð við Félag íslenskra heimilislækna um fram- kvæmd allra meginþátta áætlunar- innar,“ segir í yfirlýsingu ráðherra. Rekstrarformi Heilsugæsl- unnar verði breytt Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að kanna hug starfsmanna Heilsugæsl- unnar í Garðabæ og afstöðu heil- brigðisráðherra til breytts rekstrar- forms heilsugæslustöðvarinnar. Segir í fréttatilkynningu að starf- semi stöðvarinnar líði fyrir að þar séu ekki nægilega margir starfs- menn og stöðugildi lækna of fá. Í samþykkt bæjarstjórnar segir að ýmsar leiðir komi til greina en ein þeirra sé sú að starfsmenn stöðvar- innar eigi beinni aðild að rekstri og stjórnun hennar en sem stendur er stöðin rekin af ríkinu líkt og flestar heilsugæslustöðvar á landinu. Þá lýs- ir bæjarstjórn yfir vilja til að styðja við bakið á starfsemi Heilsugæslunn- ar eins og gert hefur verið en Garða- bær greiðir t.d. launakostnað fé- lagsráðgjafa sem starfar á stöðinni. Reynsla af annars konar rekstri Bjarni Jónasson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, segir þetta góðar fréttir. „Það er mjög ánægjulegt að heyra að bæjarstjórn- in hafi samþykkt eitthvað í þessa veru því ég held að öllum sé ljóst í hvaða þrengingum heilsugæslan í landinu er. Þannig að ég fagna þessu fyrir mitt leyti og sem yfirlæknir.“ Hann segir góða reynslu af því í Garðabæ að starfsfólk sjái um rekst- ur heilsugæslustöðvarinnar en læknar ráku stöðina frá upphafi hennar árið 1983 í fimm ár. „Það gafst ákaflega vel. Við fundum það eftir að ríkið tók við rekstrinum árið 1990 að allar leiðslur urðu miklu lengri upp í ráðuneyti þrátt fyrir vel- vilja fólks þar til að leysa málin. Þannig að mín ósk um langt skeið hefur verið að öll ákvörðunartaka yrði nær starfseminni heldur en hún er í dag því þannig er miklu auðveld- ara að leysa vandamál sem upp koma. Ég held að staðan eins og hún er með ríkisreksturinn á þessu end- urspegli vandræðin og get því ekki annað en fagnað þessu.“ Fjölbreytni í rekstrarformum Heilbrigðisráðherra sagðist í sam- tali við Morgunblaðið fagna yfirlýs- ingu bæjarstjórnarinnar um aðgerð- ir til að styrkja heilsugæsluna í sessi. „Ég er tilbúinn að ræða allar leiðir í því sambandi.“ Jón segir að reynt verði útboð á ákveðinni þjónustu væntanlegrar heilsugæslustöðvar í Salahverfi í Grafarvogi. Þá sé í gildi þjónustusamningur milli ráðuneytis- ins við heilsugæslu í Lágmúla. „Það er ein leið til að auka fjölbreytni í rekstarformum heilsugæslustöðva. Heilsugæslan er grunnþjónusta, nærþjónusta, rekin á hverfagrund- velli. Hún á að vera aðgengileg öllum og á sama verði fyrir alla. Rekstr- arform mega ekki breyta þessum grundvallaratriðum. En hvernig þessi þjónusta er veitt er annað mál og ég er tilbúinn að hlusta á raddir manna í því sambandi.“ Víðtækar skipulags- breytingar á sjúkra- húsþjónustunni RISAPOTTUR kvöldsins í Lottó 5/38 stefnir hratt í á sjötta tug milljóna króna þegar dregið verður í kvöld í beinni útsend- ingu á Stöð 2 og Sjónvarpinu. Í gær, nánar tiltekið klukkan 14.10, var potturinn kominn í 37 milljónir króna og segir Berg- sveinn Sampsted framkvæmda- stjóri Íslenskrar getspár að bú- ast megi við að potturinn verði kominn í allt að 55 milljónir króna þegar sölustöðum verður lokað í dag kl. 18.40. Potturinn í kvöld er sexfaldur og jafnframt stærsti lottópott- urinn til þessa. Síðasta met var sett í október 1998 þegar pott- urinn var orðinn sjöfaldur og var rúmar 38 milljónir króna. Lottó 5/38 Stefnir í 55 milljóna risapott í kvöld SÆLKERAR flykkjast nú að sýn- ingarhúsi Kópavogsbæjar í Smár- anum. Á móti þeim tekur freist- andi ilmur af steikum, sushi og hvers kyns öðrum matvælum, ferskum sem tilbúnum. Tilefnið er matvælasýningin Matur 2002 sem opnuð var almenningi í gærdag. Á sýningunni kynna 200 aðilar sem tengjast mat, matargerð eða brúðkaupum vörur sínar og þjón- ustu með margvíslegum hætti. Einn sýnandi brá á það ráð að laða sýningargesti að bás sínum með því að grilla svín í heilu lagi. Það er sjaldséð sjón, flestir þekkja svínakjötið sem skinku og hamborgarhrygg en færri hafa séð það matreitt með haus og hala, líkt og gert var í Smáranum. Þetta uppátæki virðist hafa vakið eftirtekt gesta á leið þeirra um sýningarsvæðið. Matvælasýningin er nú haldin í sjötta sinn og lýkur henni á sunnudag. Morgunblaðið/Kristinn Heilgrill- að svín til sýnis RANNSÓKN lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli á meintum tollalaga- brotum starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er á lokastigi. Flestir þeirra 70 sem hafa verið yf- irheyrðir hafa viðurkennt brot sín, þ.e. að hafa keypt tollfrjálsan varn- ing í flugstöðinni. Eftir er að yf- irheyra 10 manns en stefnt er að því að rannsókn málsins ljúki í næsta mánuði. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að rannsóknin beinist einnig að meintum þjófnaði á varningi úr verslunum í flugstöðinni. Samkvæmt tilkynningu frá sýslu- mannsembættinu á Keflavíkurflug- velli voru brotin í flestum tilfellum framin með þeim hætti að starfs- fólkið keypti varning í verslunum í flugstöðinni og geymdi hann í starfsmannaskápum. Síðan var neytt færis og vörum komið á far- þega, yfirleitt vini og vandamenn sem fóru með varninginn út af toll- frjálsa svæðinu. „Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að þessi háttsemi hafi í einhverjum mæli átt sér stað árum saman,“ segir í tilkynning- unni. Fólkið starfar flest hjá Frí- höfninni. Leituðu í skápum starfsfólks um páskana Lögregla og tollgæsla gerðu leit í vistarverum starfsfólks um páskana og var þá lagt hald á nokkurt magn tollfrjáls varnings. Var þetta gert í framhaldi af því að tollvörður varð var við að starfsfólk í flugstöðinni keypti vörur á rýmingarútsölu í íþróttaverslun í flugstöðinni. Verð- mæti þess varnings sem lagt var hald á var almennt ekki mikið. Í til- kynningunni segir að allt útlit sé fyrir að hægt sé að ljúka langflest- um þessara mála með sektargerð, sem miðast við verðmæti þess varn- ings sem lagt er hald á. Þá hafi ver- ið mjög góð samvinna við forsvars- menn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem rekur Fríhöfn- ina. Tollalagabrot starfs- fólks í Leifsstöð áttu sér stað árum saman Komu varn- ingnum á vini og vandamenn REKSTUR kjúklingabúsins Ís- landsfugls í Dalvíkurbyggð hefur verið tryggður, en eins og komið hef- ur fram var reksturinn nánast kom- inn í þrot. „Þessi niðurstaða er mjög jákvæð og þá ekki síst fyrir Dalvík- urbyggð,“ sagði Sigmundur Ófeigs- son, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hjá Íslandsfugli starfa um 40 manns en Sigmundur sagði að þarna hefðu verið 80–100 störf í húfi í byggðar- laginu. „Íslandsfugl skuldaði fyrir- tækjum á Dalvík rúmar 30 milljónir króna og eitthvað af þeim fyrirtækj- um hefði líka riðað til falls ef Íslands- fugl hefði komist í þrot. Þessar skuldir verða gerðar upp á næstu dögum.“ Fjögur félög, Norðlenska, Kald- bakur, Sparisjóður Norðlendinga og Sparisjóður Svarfdæla, komust að samkomulagi við hluthafa fyrir skömmu um að kaupa allt hlutafé í fyrirtækinu. Hinir nýju eigendur gáfu sér hálfan mánuð til að skoða fjárhagsstöðu fyrirtækisins og í gær var tilkynnt á starfsmannafundi Ís- landsfugls, að af kaupunum yrði og áframhaldandi rekstur þar með tryggður. Sigmundur sagði að sú áreiðan- leikakönnun, sem fram fór í kjölfar kaupanna, hefði sýnt fram á að fjár- hagsstaða fyrirtækisins væri mun erfiðari en gert var ráð fyrir. Hann sagði að stærstu kröfuhafarnir, Sparisjóður Norðlendinga og Spari- sjóður Svarfdæla, hefðu þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu átt stærstan þátt í að kaupin gengu í gegn. Einnig hefði aðkoma Kaldbaks haft þar áhrif. Aðspurður sagði Sigmundur að einhverra breytinga væri að vænta í stjórnun fyrirtækisins. „Það verður áfram unnið að málefnum fyrirtæk- isins í sátt við starfsfólk, en þar liggja verðmæti þess.“ Framleiðsla Íslandsfugls verður í lágmarki næstu mánuði vegna skorts á varphænum og tekjurnar verða því litlar á meðan. Sigmundur sagði að reynt yrði að komast hjá uppsögnum verkafólks meðan þetta ástand varði. „Við ætlum að reyna að semja okkur út úr þessu, m.a. með því að fá fólk til að taka sumarfrí. Það er ljóst að næstu mánuðir verða erfiðir en þetta er mjög jákvæð nið- urstaða og ég er bjartsýnn á fram- haldið.“ Rekstur Íslandsfugls hefur verið tryggður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.