Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði í umræðum utan dag-
skrár á Alþingi í gær um ávísanir um
ávanabindandi lyf að á síðustu
tveimur árum hafi mál um tíu lækna
verið til skoðunar hjá Landlæknis-
embættinu vegna ávísana þeirra á
ávana- og fíknilyf. Nokkrir þessara
lækna hafi oftar en einu sinni verið
undir ítarlegri athugun. „Ekki eru
til tölur um hve oft gripið var til til-
tals en áminningu var beitt nokkrum
sinnum og var hún þá oftast und-
anfari leyfissviptingar sem munu
vera fjórar á undanförnum tveimur
árum. Svo vill til að í öllum þessum
tilvikum var um misnotkun
læknanna sjálfra að ræða,“ sagði
ráðherra. Ráðherra sagði að í tveim-
ur af fyrrgreindum tilvikum hefðu
málin verið meðhöndluð sem saka-
mál að frumkvæði landlæknis. „Ann-
að endaði með dómi en hitt var fellt
niður á rannsóknarstigi.“
Margrét Frímannsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, var máls-
hefjandi umræðunnar. Sagði hún
m.a. að það væri óafsakanlegt að
læknar ávísuðu ávana- og fíknilyfum
til fíkniefnaneytenda. „Lítill munur
er á þeim skammti sem kemur fíkl-
inum í vímu og skammtinum sem
dregur hann til dauða,“ sagði hún.
Sagði hún að þeir læknar sem hefðu
það á samviskunni að ávísa slíkum
lyfjum til fíkla væru að kasta rýrð á
störf annarra lækna og vekja tor-
tryggni í garð starfssystra sinna og
bræðra. Spurði hún heilbrigðisráð-
herra m.a. að því hvort hann myndi
beita sér fyrir hertum reglum og
skilvirkara eftirlitskerfi með ávísun-
um lækna á ávanabindandi lyf.
Sagði ráðherra að samkvæmt
nítjándu og tuttugustu grein lækna-
laga mætti svipta lækni leyfi til að
ávísa lyfjum. „Ferill slíkra mála
samkvæmt lögunum er sá að Lyfja-
stofnun ber að tilkynna landlækni ef
rökstudd ástæða þykir vera til eft-
irlits með ávísunum læknis á ávana-
og fíknilyf. Telji landlæknir að lækn-
ir hafi ávísað óhæfilegu magni lyfja
leggur landlæknir málið til ráðherra
sem er þá heimilt að svipta lækninn
leyfi til að ávísa lyfjum, öllum eða
einstökum flokkum. Í alvarlegum til-
vikum má svipta lækni lækningaleyfi
að fullu. Samkvæmt framangreindu
tel ég að nægilegar lagaheimildir til
að svipta lækna rétti til að ávísa lyfj-
um séu í læknalögum. Um harðari
refsingar er það að segja að auk
sviptingar réttinda eru í læknalög-
um ákvæði um allt að tveggja ára
fangelsi. Ekki skal þó dæmt um það
hér og nú hvort þau séu nógu
ströng.“
Ráðherra sagði að hann hefði rit-
að Lyfjastofnun og Landlæknisemb-
ættinu bréf þar sem hann beindi
þeim tilmælum til þeirra að tekið
yrði upp hert eftirlit með óeðlilegum
lyfjaávísunum lækna.
Eftirlit Landlæknis styrkt
Margir þingmenn tóku til máls í
umræðunni og kom fram í máli
flestra þeirra mikilvægi þess að
Landlæknisembættið fengi peninga
og heimildir til að taka á málum sem
þessum.
Katrín Fjeldsted, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, greindi frá nið-
urstöðu fundar stjórnar Lækna-
félags Íslands í vikunni með aðstoð-
arlandlækni og yfirlækni á Vogi.
„Niðurstaða fundarins var sú að
mæla með að haldið yrði enn betur
utan um þennan málaflokk og lögð
til fimm atriði sem munu berast ráð-
herra á næstunni,“ sagði hún. Í
fyrsta lagi hefði verið lagt til að
stofnuð verði afeitrunarstöð. Í öðru
lagi að svokallað verkjateymi á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
verði eflt. Í þriðja lagi að eftirlit
Landlæknisembættisins verði
styrkt. Í fjórða lagi að eftirlit með
lyfseðlum verði aukið og í fimmta
lagi að komið verði á lyfjakortum.
Ávísanir lækna á ávana- og fíknilyf
Tíu læknar til
skoðunar á síðustu
tveimur árum
ÓHÆTT er að segja að miklar annir
hafi verið hjá þingmönnum und-
anfarna daga enda hafa nefnd-
arstörf hafist snemma á morgnana
og þingfundir síðan tekið við og
staðið yfir fram eftir kvöldi. Mörg
þingmál hafa verið tekin til fyrstu
eða fyrri umræðu í vikunni og ljóst
að keyra þarf einhver þeirra í gegn-
um þingið á methraða áður en það
fer í sumarfrí. Önnur fást hins vegar
ekki afgreidd og því tekin til um-
fjöllunar aftur á næsta þingi. Stefnt
er að frestun þingsí næstu viku en
óvíst er hvort það tekst.
Þótt fæst þeirra þingmála sem til
umfjöllunar voru í þinginu í vikunni
hafi vakið upp miklar pólitískar deil-
ur urðu sum þeirra til þess að tekist
var á um pólitísk mál. Þannig varð
breytingartillaga Geirs H. Haarde
fjármálaráðherra um 14% virð-
isaukaskatt á öllum bókum til þess
að fjörugar umræður hófust um
hugsanlega aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu. Í umræðunni byrjuðu
þeir Ögmundur Jónasson, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, og Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylking-
arinnar, að deila um ágæti þess að
Ísland gengi í ESB. Ögmundur var
því algjörlega mótfallinn og sagði að
með inngöngu í ESB myndi Ísland
afsala sér fullveldisréttinum til að
gera viðskiptasamninga við aðrar
þjóðir. Össur Skarphéðinsson benti
hins vegar á að ESB hefði fleiri og
víðtækari viðskiptasamninga víða
um heim heldur en nokkurt annað
bandalag. „Allir okkar samningar í
gegnum EFTA eru ekkert annað en
eltingarleikur við þá samninga sem
ESB hefur gert,“ sagði hann og
áréttaði að í gegnum ESB myndu
Íslendingar ná miklu víðtækari
samningum um frjálsa verslun held-
ur en við gerðum utan ESB. Á þessu
stigi blandaði Guðmundur Árni
Stefánsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, sér inn í umræðuna og
sagði að jafnaðarmenn í Samfylk-
ingunni teldu að tími væri kominn til
þess að setja Evrópusambands-
umræðuna inn á hina pólitísku dag-
skrá. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra tók einnig til máls og sagði að
þegar Samfylkingin talaði um Evr-
ópusambandið talaði hún eins og
hún væri nú þegar í „trúar-
bragðavíking“, eins og hann orðaði
það. Hann sagði að það kæmi sér á
óvart að Samfylkingin skyldi tala
um að móta stefnu í Evrópusam-
bandsmálum í haust þar sem svo
virtist sem hún væri þegar búin að
taka afstöðu í málinu. „Hvað ætla
þeir að meta eða ákveða í haust,
þessir menn, sem eru löngu búnir að
ákveða hvað þeir ætla að gera?“
spurði Davíð. „Ætla þeir að fá
nokkra ofstækisfulla Evrópusinna
og starfsmenn Evrópusambandsins
til að búa til handa sér bækur og
segja: við höfum rannsakað málið?“
spurði Davíð ennfremur. Guð-
mundur Árni kom hins vegar aftur í
pontu og sagði það vera spurningu
hverjir væru ofstækismenn í þess-
um málum. Sagði hann að þingmenn
VG væru heittrúaðir í ýmsum mál-
um og að hann vissi ekki betur en að
þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru
sama marki brenndir. „Það virðist
fara mikið í taugarnar á þeim að
menn vilji taka Evrópusambands-
málin á dagskrá.“ Evrópusam-
bandsmálin komust reyndar aftur á
dagskrá þingsins í vikunni þegar
þingmenn gerðu að umtalsefni ræðu
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands, á þemaráðstefnu Norð-
urlandaráðs sem hófst í Reykjavík í
vikunni en þar gerði hann Evrópu-
sambandið m.a. að umtalsefni og
gagnrýndi ýmsa þætti þess. Guð-
mundur Árni gerði þessa ræðu for-
seta Íslands að umtalsefni í upphafi
þingfundar í vikunni og sagði það
„hættulega braut“ sem fetuð væri ef
forsetaembættið ætlaði sér að
blanda sér í „pólitísk, viðkvæm
deilumál“. Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra tók í sama streng
og sagði að á því væru „ýmsir gall-
ar“, eins og hann orðaði það, ef for-
seti Íslands blandaði sér í slíka um-
ræðu. Andstæðingar aðildar Íslands
að ESB voru þó ekki eins óánægðir
með ræðu forseta Íslands og sagði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
VG, m.a. að sér fyndist dálítið sér-
kennilegt að þeir stjórnmálamenn
sem vældu undan því að ekki mætti
ræða ESB-málin ætluðu að ganga af
göflunum þegar forseti Íslands legði
slíkri umræðu lið.
En það voru fleiri mál en Evrópu-
sambandsmálin sem læddu sér inn í
umræður á Alþingi í vikunni. Af um-
mælum nokkurra þingmanna er
nefnilega ljóst að kosningaskjálfti
vegna komandi sveitarstjórnarkosn-
inga er farinn að gera vart við sig á
þingi. Kom það m.a. fram þegar
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, kom inn
á það í ræðu sinni um umferðarmál í
vikunni að R-listinn í Reykjavík
hefði ekki tekið ákvörðun um mis-
læg gatnamót á einum fjölförnustu
gatnamótum Reykjavíkur, þ.e. mót-
um Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar. Eftir að Þorgerður hafði
komið inn á þessi mál spurði Kol-
brún Halldórsdóttir, þingmaður VG,
Þorgerði hvort hún væri komin í
kosningaslaginn í Reykjavík. Því
vísaði Þorgerður hins vegar á bug.
Einar Már Sigurðarson, þingmaður
Samfylkingarinnar, blandaði sér á
hinn bóginn í þessa umræðu og
sagði: „...Það verða væntanlega
breytingar á því hvernig ákvarðanir
verða teknar í Hafnarfirði eftir
næstu bæjarstjórnarkosningar því
ýmislegt... bendir til þess að þar
verði breytingar á meirihluta þrátt
fyrir að háttvirtur þingmaður (Þor-
gerður Katrín) geri sér fulla grein
fyrir því að það eru engar líkur á því
að það verði breytingar á meirihluta
í Reykjavík.“
Semsé kosningaskjálftinn er kom-
inn inn á þing.
Kosningaskjálfti á þingi
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
Páls góða og að hún muni vafalaust
auka mjög umræðuna um þessi mál á
næstunni. Haukur segir að sennilega
sé fólk almennt þeirrar skoðunar að
landlæknisembættið hafi ennþá
betra yfirlit yfir þessi mál en það hafi
í raun. Landlæknir hefur t.d. ekki
leyfi til að halda skrá yfir lyfjanotk-
un, að hans sögn. Samkvæmt lækna-
lögum hafi landlæknir almennt eft-
irlit með ávísunum lækna á lyf.
Lyfjastofnun tilkynni landlækni telji
það rökstudda ástæðu til eftirlits
með ávísunum læknis á ávana- og
fíknilyf.
Getur ráðherra, að tillögu land-
læknis, svo lagt fyrir lækninn að
halda skrá yfir ávísanir og tilefni
notkunar þeirra. Skv. lögunum má
svipta lækni sem brýtur gegn lög-
unum lækningaleyfi og gera lögin
einnig ráð fyrir þeim möguleika að
EMBÆTTI landlæknis kannar nú
með öllum tiltækum ráðum hvað
hæft er í ábendingum sem borist
hafa að undanförnu um óhóflegar
lyfjaávísanir einstakra lækna til
vímuefnasjúklinga, skv. upplýsing-
um sem fengust hjá Hauki Valdi-
marssyni aðstoðarlandlækni.
Á miðvikudag birtist grein í Morg-
unblaðinu eftir Pál Halldórsson,
fyrrv. flugstjóra og aðstandanda
fíkniefnaneytanda, þar sem hann
lýsir áralangri og árangurslausri
baráttu við að stöðva ónefndan lækni
sem ávísi reglulega á lyf fyrir vímu-
efnaneytandann án þess að nokkur
fái rönd við reist og eyðileggi líf
fjölda fólks.
Landlækni óheimilt að halda
skrá yfir lyfjanotkun
Haukur Valdimarsson segir grein
að hlíti viðkomandi læknir ekki fyr-
irmælum eða verði uppvís að því að
ávísa lyfjum óhæfilega leggur land-
læknir málið fyrir ráðherra sem er
heimilt að svipta lækninn leyfi til
þess að ávísa lyfjum.
Eftirlit byggt á ábend-
ingum sem berast
,,Okkar eftirlit byggist því annað-
hvort á ábendingum Lyfjastofnunar
eða ábendingum fólks úti í samfélag-
inu,“ segir hann. ,,Við erum á kafi í
að skoða þetta eins og við mögulega
getum út frá þeim ábendingum sem
hafa komið fram,“ sagði Haukur og
bætti við að yfirgnæfandi meirihluti
lækna væri þeirrar skoðunar að ef
ástandið væri eins og umræðan ber
með sér beri nauðsyn til að taka á
málinu og útiloka óeðlilegar lyfja-
ávísanir.
Aðstoðarlandlæknir um meintar óhóflegar lyfjaávísanir
Kannar hvað hæft
er í ábendingum
RÆÐULIÐ Menntaskólans við
Hamrahlíð bar í gærkvöldi sigur
úr býtum í viðureign við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti í úr-
slitum Morfís, ræðukeppni fram-
haldsskólanna. Ræðumaður
kvöldsins og þar af leiðandi
ræðumaður Íslands, var Atli
Bollason úr ræðuliði MH.
Úrslitarimman fór fram í Há-
skólabíói og var umræðuefnið
„heimur versnandi fer“. Var MH
sammála en FB á móti. Fimmtán
lið hófu keppni í haust en heltust
hvert af öðru úr lestinni en
keppnin er með útsláttarfyr-
irkomulagi.
Morgunblaðið/Sverrir
Þeir voru glaðbeittir, Kári Hjálmar Ragnarsson, Atli Bollason, Orri Jök-
ulsson og Georg Kári Hilmarsson, eftir sigur í Morfís 2002.
MH sigurvegari í Morfís
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
karlmann af ákæru ríkissaksóknara
fyrir líkamsárás, og hnekkti þar með
hálfs árs fangelsisdómi Héraðsdóms
Reykjavíkur frá 2. mars 2001.
Ákærða var á sínum tíma gefið að
sök að hafa slegið konu í höfuðið á
skemmtistað í byrjun febrúar árið
2000 með þeim afleiðingum að gat
kom á hljóðhimnu vinstra eyra henn-
ar svo hún hlaut mikið heyrnartap.
Hæstarétti þótti konan ekki hafa
verið að fullu samkvæm sjálfri sér í
lýsingu atvika sem ekki hafði að öllu
leyti staðist framburð annarra og
önnur gögn málsins. Auk þessa hafi
orðið nokkur dráttur á rannsókn lög-
reglu. Þegar alls þessa var gætt þótti
réttinum ekki nægileg sönnun fyrir
sekt ákærða og var hann því sýkn-
aður af kröfum ákæruvaldsins. Málið
dæmdu hæstaréttardómararni Guð-
rún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson
og Markús Sigurbjörnsson.
Fangelsis-
dómi fyrir
líkamsárás
hnekkt