Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HESTHÚSAEIGENDUR og íbúar í Norðlingaholti eru ósáttir við hversu þeim er gefinn stuttur tími til að koma hestum fyrir annars staðar áður en framkvæmdir hefjast á svæðinu í sumar vegna nýrrar byggðar sem þar á að rísa. Um 600 hross eru í Norðlingaholti og eru eigendur þeirra um 200 tals- ins. Skömmu fyrir jól barst eigendum lands og bygginga í Norðlingaholti bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þess er farið á leit að hefja viðræður um kaup Skipu- lagssjóðs á eignunum. Var tilgreint í bréfinu að hafin væri vinna að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Norðlinga- holti og stefnt væri að því að það yrði kynnt landeigend- um á svæðinu við fyrsta tækifæri. Stærsti hluti lands- ins er í eigu Reykjavíkur- borgar og Rauðhóls ehf. en þessir aðilar hyggjast standa saman að uppbyggingu svæðisins. Í janúar í ár birtist svo frétt í Morgunblaðinu þar sem greint var frá deiliskipu- laginu. Meðal annars var þar vísað í samning Reykjavíkur- borgar og Rauðhóls ehf., en í honum var kveðið á um að borgin myndi leita eftir kaupum á öllu landi innan svæðisins sem væri í eigu annarra en borgarinnar eða Rauðhóls. Næðist ekki sam- komulag við eigendur myndi borgin beita eignarnámi eftir því sem heimildir leyfðu. Lenda á vergangi í vor Þorgeir Benediktsson, sem á hesthús á svæðinu, segir hestaeigendur óskap- lega óhressa með hversu stuttur fyrirvari þeim sé gef- inn til að rýma svæðið þrátt fyrir að ekki séu tilgreind tímamörk varðandi samn- ingaviðræður því stefnt sé að því að hefja framkvæmdir við gatnagerð og ræsi í sum- ar. „Í öllu Norðlingaholtinu eru um 600 hross og um 200 eigendur að þessum hrossum lenda þá á vergangi í vor. Þeir eru ekki búnir að kaupa af okkur ennþá en ef það byrja þarna framkvæmdir þá leiðir það af sjálfu sér að það verða engin hross þarna. Þó við eigum eignina áfram þá verður hún ónothæf ef þarna verður búið að grafa allt í sundur í kring. Þannig að við erum þvinguð til að fara, hvort sem við viljum það eða ekki.“ Hann segir fólk einnig mjög ósátt við það sem hann kallar hótun um eignarnám ef ekki næst að semja. „Við vorum rétt búin að fá bréfið í hendurnar um áramótin þeg- ar frétt kom í Morgunblaðinu um að þetta land verði tekið undir byggingar og ef menn láti það ekki af fúsum og frjálsum vilja þá verði það tekið eignarnámi. Við vorum mjög óhress með þessa hót- un áður en nokkuð var komið í gang með viðræður.“ Hann segir stöðuna hjá sér í dag vera þá að hann sé að hefja samningaviðræður við borgaryfirvöld en búið er að meta eignir hans. Hafa átt jörðina í 50 ár Berglind Eva Ólafsdóttir, býr á svæðinu í húsi sem er í eigu föður hennar, en hann á einnig land í Norðlingaholti. Hún segir ekki búið að ganga frá sölu á þeirra eignum. „Við setjumst ekki við samn- ingaborð fyrr en í sumar. Það er búið að óska eftir samningaviðræðum og að fá að meta þetta en við höfum hafnað því vegna þess að við leigjum út hesthús þarna og okkur finnst ekki viðeigandi að vera með matsaðila þarna á meðan þetta er í útleigu.“ Hún segir að fjölskyldan hafi stefnt að því að vera áfram á svæðinu áður en hugmyndir um íbúðabyggð voru settar fram. „Við ætl- uðum að kaupa íbúðarhúsið og annað af föður mínum og vorum búin að gera munn- legt samkomulag um það. En svo er búið að teikna blokk á staðnum þar sem húsið er og við hliðina á því þannig að það er engin ánægja af því að halda húsinu eins og þeir skipuleggja hverfið. Það er eiginlega búið að útiloka það með skipulaginu sem við höfðum engin tækifæri til að taka þátt í.“ Hún segir hafa verið í um- ræðunni að byggja þarna síð- astliðin 40 ár. „Stóran hluta af þeim tíma hefur landeig- endum verið haldið í járnum því þeir hafa ekki fengið leyfi fyrir neinum framkvæmdum þrátt fyrir að eiga þessar jarðir. Faðir minn er búinn að eiga þetta land í 50 ár og er orðinn ósköp ónæmur fyr- ir þessu. En núna virðist vera alvara á ferðum með að byggja þarna.“ Hún er sammála um að sá frestur sem hestaeigendum er gefinn til að finna sér ann- an samastað sé of stuttur en bætir því við að sumir vilji meina að ekki verði byrjað á framkvæmdunum í sumar. Að sögn Berglindar ríkir því nokkur óvissa um framhald- ið. „Þeir eru búnir að gefa okkur skýr skilaboð um að þeir vilji kaupa og byrja að byggja. Óvissan liggur í því hvort það náist sættir um verðið og hvort þeim sé al- vara í því að byrja á þeim tíma sem þeir ætla sér.“ Hestaeigendur og íbúar gagnrýna stuttan frest til að finna annan samastað „Þvinguð til að fara“ Norðlingaholt                           SAMNINGUR milli Kópa- vogsbæjar og fjármálaráðu- neytisins um kaup á um 150 hekturum lands í Vatnsenda- hvarfi og Rjúpnahæð verður undirritaður næstkomandi mánudag en um er að ræða land sem kennt hefur verið við Landssímann. Af hálfu Kópavogsbæjar munu bæjarfulltrúarnir Sig- urður Geirdal, Gunnar I. Birgisson og Flosi Eiríksson undirrita samninginn og af hálfu ríkisins Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Bærinn kaup- ir Lands- símalandið Vatnsendi BORGARSTJÓRN hefur samþykkt að bæta inn á aðalskipulag möguleika á byggingu smábátahafnar við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Ósk þar að lútandi kom frá íbúum svæðisins á íbúaþingi í janúar. Að sögn Þórarins Þór- arinssonar, arkitekts hjá Skipulags- og bygginga- sviði Reykjavíkur, er um gamla hugmynd að ræða sem eitt sinn var á að- alskipulagi en þó aðeins sem fjarlægur möguleiki. Hann segir að íbúar svæðisins hafi talið að það gæti nýst á ýmsa vegu að fá slíka höfn í hverfið en samþykkt borgarstjórnar gerir ráð fyrir því að hún yrði staðsett í Hofsvík. „Eftir þingið var unnin eins konar skipulagshugmynd eftir hugmyndum íbú- anna og á henni sýnum við höfn. Hún getur þess vegna tengst möguleika á ferjusiglingu til ann- arra hafna sem valkost við strætó, eða fyrir skemmtisiglingar. Þá gæti smábátahöfn verið aðlaðandi fyrir þá sem búa á svæðinu því það yki valkosti í lifnaðar- háttum ef menn gætu verið með bát á svæð- inu.“ Höfn í tengslum við nýtt miðsvæði Hann segir hugmyndir um höfnina hafa verið kynntar í framhaldi af þinginu og að eftir fund borgarstjórnar á fimmtu- dag virðist sem sátt sé um hana meðal pólítískra fulltrúa borgarinnar. Höfnin var ekki inni á skipulaginu sem sam- þykkt var í borgarstjórn á fimmtudag en eftir að breytingatillaga Sjálf- stæðisflokksins var sam- þykkt verður hún sett þar inn sem möguleiki. Breytingartillagan var samþykkt með 14 at- kvæðun og segir í grein- argerð að tillaga íbúanna geri ráð fyrir höfninni í tengslum við íbúðasvæði og mögulegt nýtt mið- svæði. Eðlilegt sé að vinna áfram að fram- gangi þessara hug- mynda. Smá- bátahöfn komi í Hofsvík Kjalarnes NÝTT og glæsilegt húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar að Strandgötu 1 hefur verið tek- ið í notkun. Húsnæðið, sem er alls um 1.700 fermetrar, er á fjórum hæðum og er gert ráð fyrir að skjalasafn Hafnar- fjarðar verði einnig þar til húsa. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að jarð- hæðin að Austurgötu 4 verður tengd við bygginguna. Við það stækkar tónlistardeild safnsins og verður eftir breyt- ingarnar opin til jafns við safnið. Þá verður rekið tölvu- ver fyrir notendur safnsins á þriðju hæð og tölvukaffi á jarðhæð. Loks segir að lesað- staða og aðgengi fatlaðra verði mun betra en í dag og verður fjölnota herbergi með sérútgangi í kjallara. Það var Knútur Jeppesen arkitekt sem hannaði hús- næðið í samstarfi við Pétur Örn Björnsson en verkþjón- usta Kristjáns ehf. hafði yfir- umsjón með verkinu. Aðal- verktaki framkvæmda var Háberg ehf. Nýtt og betra bókasafn Hafnarfjörður Morgunblaðið/Kristinn Anna Sigríður Einarsdóttir bæjarbókavörður við opnun nýja húsnæðisins í gær. LITLU krílin í leikskól- unum Fellaborg, Völvuborg og Ösp létu votviðri ekkert á sig fá á miðvikudag þegar þeim var boðið til vorhátíð- ar leikskóla í Fella- og Hólasókn. Kappklædd í vatnsheldar flíkur þrömm- uðu þau hvert af öðru inn í kirkjuna og biðu spennt þess sem fram átti að fara næsta hálftímann. Það var heldur ekki dónaleg dagskrá sem í boði var. Fyrst gátu þau fylgst með honum venjulega Hreini breytast í Hrein prest með því að hann tók á sig undarlegar flíkur en að því loknu steig sjálfur vet- urinn á svið í gervi útskrift- arhópsins í Völvuborg. Vor- ið kom síðan með tvöföldum krafti því þar voru á ferð- inni útskriftarkrakkar úr hinum tveimur leikskól- unum, Fellaborg og Ösp. Að sögn Elínar Elísabet- ar Jóhannsdóttur, æsku- lýðsfulltrúa sóknarinnar, er yfirskrift vorhátíðarinnar Vetur kveður, vorið kemur. „Þetta er eiginlega bjart- sýnisboðskapur kirkjunnar og við erum að reyna að koma því inn að það sé ástæða til að vera ánægð- ur,“ segir hún. Til vorhátíðarinanr voru boðnir allir leikskólar í sókninni. Leikskólarnir þrír sem sóttu hátíðina á mið- vikudag voru úr Fellahverfi en von var á leikskólunum úr Hólahverfi daginn eftir. „Ástæða til að vera ánægður“ Breiðholt Morgunblaðið/Ásdís Vetur konungur, í gervi útskriftaraðalsins í Völvuborg, kveður gesti sína með virktum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.