Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 17 GSM TILBO‹ Me› öllum seldum GSM-símum er hægt a› velja á milli eftirfarandi*: Símafrelsisstartpakki og 1.500 kr. inneign Aukahlutapakki (ver›mæti 1.980 kr.) 2.000 kr. inneign í Símafrelsi G S M 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. Nokia 3310 Léttkaupsútborgun Ver›: 16.980 kr. Léttkaup Ver› á›ur: 18.001 kr. fiú sparar: 1.021 kr. kr.1.980 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. Motorola T191 Léttkaupsútborgun Ver›: 16.980 kr. Léttkaup Ver› á›ur: 20.980 kr. fiú sparar: 4.000 kr. kr.1.980 *Á me›an birg›ir endast. Tilbo›in gilda til 30. apríl í verslunum Símans um allt land N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 0 9 0 • s ia .i s við göngugötuna á Akureyri Upplýsingar í síma 860 8832. Til leigu 84 fm verslunarhúsnæði AKUREYRINGAR og nærsveitar- menn þeirra virðast afar ánægðir með menningarstofnanir í bæjar- félaginu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir menningarmála- nefnd Akureyrar. Könnunin var gerð í lok janúar og byrjun febrúar á þessu ári og náði til 1300 manna úrtaks fólks á aldrinum 16 til 75 ára. Alls svöruðu 899 manns, eða 73,4%. Þórgnýr Dýrfjörð, menningar- málafulltrúi, Þröstur Ásmundsson, formaður menningarmálanefndar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður kynntu niðurstöður könnunarinnar á fundi í gær. Þórgnýr kvaðst afar ánægður með hversu jákvæðir bæjarbúar eru gagnvart menningarstofnunum bæj- arins. „Þær staðfesta raunar þær hugmyndir sem við höfðum í þá veru að bæjarbúar hefðu góða tilfinningu fyrir sínum menningarstofnunum. Þessi könnun staðfestir líka að Ak- ureyri er menningarbær og ímynd bæjarins í menningarmálum er al- mennt jákvæð,“ sagði Þórgnýr. Amtsbókasafnið er sú menningar- stofnun í bænum sem skipti fólk mestu máli, en um 45% þeirra sem svöruðu nefndu safnið í þessu sam- hengi. Næst þar á eftir kom Leik- félag Akureyrar en 28,5% svarenda nefndu það. Þá nefndu 4-5% svarenda Minjasafnið og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem þá menningar- stofnun sem mestu skipti. Húsnæði Leikfélagsins var oftast nefnt þegar spurt var um hvað helst mætti bæta varðandi þjónustu menn- ingarstofnanna, en um 20% svarenda nefndu húsnæðismál félagsins. Þá nefndu tæp 17% að breyta mætti dag- skrá leikfélagsins, um 10% töldu að auglýsa mætti stofnanirnar betur og rúm 9% nefndu að bæta mætti hús- næði bókasafnsins. Bæjarbúar eru líka ánægðir með safnkost Amtsbókasafnsins, en 93% þeirra kváðu safnkostinn uppfylla kröfur sínar um fjölbreytni. Einungis 2% töldu safnkostinn ekki uppfylla kröfur sínar. Þá má nefna að 80% svarenda voru ánægð með þær leik- sýningar sem LA setti upp á síðasta ári, 8% voru óánægðir með leikrita- valið. Amtsbókasafnið kom einnig vel út þegar spurt var um þjónustu menn- ingarstofnana, en 98% þeirra sem svöruðu voru ánægðir með þjón- ustuna. Þá komu Minjasafnið, Leik- félagið, Hús skáldsins, Héraðsskjala- safnið, Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, Listasafnið og Gilfélagið. Hólmkell sagðist himinlifandi með hversu ánægðir bæjarbúar væru með starfsemi og þjónustu Amtsbóka- safnsins. Könnun Gallup um menningarstofnanir Morgunblaðið/Kristján Þórgnýr Dýrfjörð, menningar- fulltrúi Akureyrarbæjar, kynnti niðurstöður könnunarinnar. Ímynd bæjarins í menningarmál- um er jákvæð JÓHANNA Gunnlaugsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og ráðgjafi hjá Gangskör sf., heldur námskeið á vegum símenntunar Háskólans á Akureyri föstudag- inn 26. apríl. Námskeiðið fjallar um alþjóðlegan staðal í skjala- stjórn. Farið verður í alla efn- isþætti staðalsins og tengsl hans við íslenskan raunveruleika. Námskeiðið er ætlað stjórn- endum sem bera ábyrgð á skjala- ogupplýsingamálum, skjalastjórum og starfsmönnum sem bera ábyrgð á skjalastjórn og skjalasöfnum, sem og tölvu- kennurum sem kenna á rafræn skjala- og upplýsingakerfi. Upplýsingar og skráning til 22. apríl. á skrifstofu Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Námskeið um skjalastjórn HAUSTÐ 2002 mun Háskólinn á Akureyri bjóða upp á nýskráningar í fjarnám í auðlindadeild og kennara- deild. Í boði verða fiskeldi, líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfis- fræði, leikskólafræði og nútímafræði ef skilyrði um lágmarksfjölda þátt- takenda eru uppfyllt. Auk þessa verður íbúum Vestmannaeyja boðið upp á fjarnám á fyrsta ári í hjúkr- unarfræði. Námið fer fram á netinu í sérstöku vinnuumhverfi og í fjarfundum sem fara fram í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar víða um land. Nemendur í auðlindadeild þurfa að mæta í staðbundið nám í a.m.k. 2 vikur á hverri önn og eru ekki endilega bundnir af fjarfundum. Í hjúkrunarfræði mæta nemendur eina viku á önn til staðbundins náms og í leikskólafræði þurfa nemendur að mæta í tveggja vikna staðbundið nám á sumarmisseri. Í vetur hafa um 350 nemendur stundað fjarnám frá Háskólanum á Akureyri m.a. í hjúkrunarfræði, leik- skólafræði og rekstrarfræði. Allar nánari upplýsingar um fjarnám eru veittar í Háskólanum á Akureyri og hjá fræðslu- og símenntunar-mið- stöðvum. Háskólinn á Akureyri Nýskráningar í fjarnám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.