Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 17
GSM TILBO‹
Me› öllum seldum GSM-símum er
hægt a› velja á milli eftirfarandi*:
Símafrelsisstartpakki og 1.500 kr. inneign
Aukahlutapakki (ver›mæti 1.980 kr.)
2.000 kr. inneign í Símafrelsi
G
S
M
1.250 kr. næstu 12 mánu›i.
Færist á símreikning.
Nokia 3310
Léttkaupsútborgun
Ver›: 16.980 kr.
Léttkaup
Ver› á›ur: 18.001 kr.
fiú sparar: 1.021 kr.
kr.1.980
1.250 kr. næstu 12 mánu›i.
Færist á símreikning.
Motorola T191
Léttkaupsútborgun
Ver›: 16.980 kr.
Léttkaup
Ver› á›ur: 20.980 kr.
fiú sparar: 4.000 kr.
kr.1.980
*Á me›an birg›ir endast.
Tilbo›in gilda til 30. apríl í verslunum Símans um allt land
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
0
6
0
9
0
•
s
ia
.i
s
við göngugötuna
á Akureyri
Upplýsingar í síma 860 8832.
Til leigu 84 fm
verslunarhúsnæði
AKUREYRINGAR og nærsveitar-
menn þeirra virðast afar ánægðir
með menningarstofnanir í bæjar-
félaginu samkvæmt könnun sem
Gallup gerði fyrir menningarmála-
nefnd Akureyrar. Könnunin var gerð
í lok janúar og byrjun febrúar á þessu
ári og náði til 1300 manna úrtaks
fólks á aldrinum 16 til 75 ára. Alls
svöruðu 899 manns, eða 73,4%.
Þórgnýr Dýrfjörð, menningar-
málafulltrúi, Þröstur Ásmundsson,
formaður menningarmálanefndar og
Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður
kynntu niðurstöður könnunarinnar á
fundi í gær.
Þórgnýr kvaðst afar ánægður með
hversu jákvæðir bæjarbúar eru
gagnvart menningarstofnunum bæj-
arins. „Þær staðfesta raunar þær
hugmyndir sem við höfðum í þá veru
að bæjarbúar hefðu góða tilfinningu
fyrir sínum menningarstofnunum.
Þessi könnun staðfestir líka að Ak-
ureyri er menningarbær og ímynd
bæjarins í menningarmálum er al-
mennt jákvæð,“ sagði Þórgnýr.
Amtsbókasafnið er sú menningar-
stofnun í bænum sem skipti fólk
mestu máli, en um 45% þeirra sem
svöruðu nefndu safnið í þessu sam-
hengi. Næst þar á eftir kom Leik-
félag Akureyrar en 28,5% svarenda
nefndu það. Þá nefndu 4-5% svarenda
Minjasafnið og Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands sem þá menningar-
stofnun sem mestu skipti.
Húsnæði Leikfélagsins var oftast
nefnt þegar spurt var um hvað helst
mætti bæta varðandi þjónustu menn-
ingarstofnanna, en um 20% svarenda
nefndu húsnæðismál félagsins. Þá
nefndu tæp 17% að breyta mætti dag-
skrá leikfélagsins, um 10% töldu að
auglýsa mætti stofnanirnar betur og
rúm 9% nefndu að bæta mætti hús-
næði bókasafnsins.
Bæjarbúar eru líka ánægðir með
safnkost Amtsbókasafnsins, en 93%
þeirra kváðu safnkostinn uppfylla
kröfur sínar um fjölbreytni. Einungis
2% töldu safnkostinn ekki uppfylla
kröfur sínar. Þá má nefna að 80%
svarenda voru ánægð með þær leik-
sýningar sem LA setti upp á síðasta
ári, 8% voru óánægðir með leikrita-
valið.
Amtsbókasafnið kom einnig vel út
þegar spurt var um þjónustu menn-
ingarstofnana, en 98% þeirra sem
svöruðu voru ánægðir með þjón-
ustuna. Þá komu Minjasafnið, Leik-
félagið, Hús skáldsins, Héraðsskjala-
safnið, Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands, Listasafnið og Gilfélagið.
Hólmkell sagðist himinlifandi með
hversu ánægðir bæjarbúar væru með
starfsemi og þjónustu Amtsbóka-
safnsins.
Könnun Gallup um menningarstofnanir
Morgunblaðið/Kristján
Þórgnýr Dýrfjörð, menningar-
fulltrúi Akureyrarbæjar, kynnti
niðurstöður könnunarinnar.
Ímynd bæjarins
í menningarmál-
um er jákvæð
JÓHANNA Gunnlaugsdóttir,
lektor við Háskóla Íslands og
ráðgjafi hjá Gangskör sf., heldur
námskeið á vegum símenntunar
Háskólans á Akureyri föstudag-
inn 26. apríl. Námskeiðið fjallar
um alþjóðlegan staðal í skjala-
stjórn. Farið verður í alla efn-
isþætti staðalsins og tengsl hans
við íslenskan raunveruleika.
Námskeiðið er ætlað stjórn-
endum sem bera ábyrgð á
skjala- ogupplýsingamálum,
skjalastjórum og starfsmönnum
sem bera ábyrgð á skjalastjórn
og skjalasöfnum, sem og tölvu-
kennurum sem kenna á rafræn
skjala- og upplýsingakerfi.
Upplýsingar og skráning til
22. apríl. á skrifstofu Rann-
sóknastofnunar Háskólans á
Akureyri.
Námskeið um
skjalastjórn
HAUSTÐ 2002 mun Háskólinn á
Akureyri bjóða upp á nýskráningar í
fjarnám í auðlindadeild og kennara-
deild. Í boði verða fiskeldi, líftækni,
sjávarútvegsfræði, umhverfis-
fræði, leikskólafræði og nútímafræði
ef skilyrði um lágmarksfjölda þátt-
takenda eru uppfyllt. Auk þessa
verður íbúum Vestmannaeyja boðið
upp á fjarnám á fyrsta ári í hjúkr-
unarfræði.
Námið fer fram á netinu í sérstöku
vinnuumhverfi og í fjarfundum sem
fara fram í samstarfi við fræðslu- og
símenntunarmiðstöðvar víða um
land. Nemendur í auðlindadeild
þurfa að mæta í staðbundið nám í
a.m.k. 2 vikur á hverri önn og eru
ekki endilega bundnir af fjarfundum.
Í hjúkrunarfræði mæta nemendur
eina viku á önn til staðbundins náms
og í leikskólafræði þurfa nemendur
að mæta í tveggja vikna staðbundið
nám á sumarmisseri.
Í vetur hafa um 350 nemendur
stundað fjarnám frá Háskólanum á
Akureyri m.a. í hjúkrunarfræði, leik-
skólafræði og rekstrarfræði. Allar
nánari upplýsingar um fjarnám eru
veittar í Háskólanum á Akureyri og
hjá fræðslu- og símenntunar-mið-
stöðvum.
Háskólinn á Akureyri
Nýskráningar
í fjarnám