Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 27 249 799 Gróðurmold verð á pottum og mold Róttækt 50% Verðdæmi: ø 10 cm 65 kr. ø 14 cm 75 kr. ø 16 cm 80 kr. ø 18 cm 90 kr. ø 20 cm 120 kr. ø 22 cm 149 kr. ø 24 cm 199 kr. 10 ltr. kr. 50 ltr. kr. afsláttur af leirpottum Reykjavík • sími 5800 500 Selfoss • sími 4800 800 blómaverslun á vefnum www.blomaval.is ÆTTINGJAR fólksins sem fórst með flugvélinni sem brotlenti í Pennsylvaniu 11. september sl., skömmu eftir að flugræningjar höfðu flogið flugvélum inn á turna World Trade Center í New York og Pentagon-bygginguna í Wash- ington, fengu í gær að hlýða á seg- ulbandsupptökur sem geyma það sem sagt var í flugstjórnarklefa vél- arinnar áður en hún brotlenti. Mikið er um hróp og köll á upp- tökunum og sagði Thomas Burnett, sem missti son sinn, Tom, að ekki hefði alltaf verið hægt að greina hvað sagt væri. Deena Burnett, eig- inkona Toms Burnetts, sagði hins vegar að upptökurnar staðfestu að farþegar um borð í vélinni hefðu tekið ráðin í sínar hendur, og komið í veg fyrir að flugræningjarnir flygju henni á fjölfarna staði, líkt og gert var í New York og Wash- ington. Fjörutíu og fjórir fórust með vélinni. Sagði Alice Hoglan, sem sést á myndinni ræða við fréttamenn, að búið hefði verið að segja ættingj- unum að á bandinu mætti heyra konu biðja sér griða, og að síðustu fimm til sjö mínúturnar einkennd- ust af miklum hrópum á bæði arab- ísku og ensku – vel væri grein- anlegt að átök ættu sér stað. „Þrátt fyrir það fannst mér ég verða að hlusta á upptökurnar. Ég skulda minningu Marks [Bingham, sonar hennar] það,“ sagði Hoglan. Hlýddu á upptökur úr flugstjórnarklefanum Plainsboro í New Jersey. AP. AP FILIP Vujanovic, forsætisráð- herra Svartfjallalands, sagði af sér embætti í gær eftir að hafa sætt gagnrýni stjórnmála- flokka sem aðhyllast sjálfstæði Svartfjallalands og eru and- snúnir hugmyndum um nýtt sambandsríki, sem fengi nafnið Serbía og Svartfjallaland og ætlað er að leysa Júgóslavíu af hólmi. Þrátt fyrir að stjórn Vuj- anovics væri þar með fallin sögðu fréttaskýrendur í gær að þreifingar væru í gangi innan Lýðræðisflokks Vujanovics, sem einnig er flokkur Milos Djukanovic forseta, um að mynda nýja samsteypustjórn svo ekki þurfi að boða til kosn- inga. 50 handtekn- ir í Grozní LÖGREGLAN í Tsjetsjníu, sem hliðholl er Moskvustjórn, handtók í gær um fimmtíu manns í höfuðborginni Grozní í tengslum við sprengjutilræði á fimmtudag sem varð átján lög- reglumönnum að bana. Var sprengjutilræðið í fyrradag það mannskæðasta í Tsjetsjníu í næstum tvö ár. Meira en 3.500 rússneskir hermenn hafa fallið í Tsjetsjníu frá því í október 1999, ef marka má opinberar tölur stjórnvalda í Moskvu, en grunur leikur á að þeir séu mun fleiri. Atlantis kom- in til jarðar GEIMSKUTLAN Atlantis lenti heilu og höldnu á Flórída í gær eftir að hafa verið ellefu daga úti í geimi. Sjö geimfarar voru um borð í ferjunni en þeir dvöldust um einnar viku skeið í alþjóðlegu geimstöðinni, þar sem þeir unnu að viðgerðum. Minni tekju- munur í Bretlandi BILIÐ milli ríkra og fátækra í Bretlandi minnkaði nokkuð á síðasta ári, ef marka má tölur sem hagstofan breska gerði op- inberar í gær. Þar kemur fram að meðaltekjur þeirra tuttugu prósenta íbúa Bretlands sem hvað best hafa það voru átján sinnum hærri en tekjur þeirra 20% landsmanna sem hvað verst hafa það. Sambærilegar tölur fyrir árið á undan sýndu nítjánfaldan mun á hinum tekjuhæstu og þeim tekju- lægstu. 75% Palest- ínumanna atvinnulaus ÞRÍR af hverjum fjórum Pal- estínumönnum eru atvinnu- lausir. Þetta er niðurstaða rannsókna skrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Mið-Austur- löndum. Sagði Terje Roed-Lar- sen, yfirmaður SÞ á heima- stjórnarsvæðum Palestínu- manna, að efnahagur Palest- ínumanna væri ekki lengur í lægð, heldur beinlínis í rúst. STUTT Stjórnar- kreppa í Svart- fjallalandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.