Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 31
ALLIR í bátana nefnist sýning sem
opnuð verður í nýju húsnæði Ný-
listasafnsins, Vatnsstíg 3, í dag,
laugardag, kl. 17. Þar sýna verk
sín myndlistarmennirnir Ásmund-
ur Ásmundsson, Gabríela Friðriks-
dóttir, Gunnhildur Hauksdóttir,
Magnús Sigurðarson, Sirra Sigrún
Sigurðardóttir og Steingrímur Ey-
fjörð. Allir hafa listamennirnir
sýnt víða og getið sér gott orð,
bæði hér heima og erlendis. Sýn-
ingin er samstarfsverkefni Ný-
listasafnsins og Skaftfells, menn-
ingarmiðstöðvar á Seyðisfirði, en
þar stóð sýningin, í annarri gerð,
sl. haust. Í tilefni sýningarinnar
unnu sexmenningarnir bækling
sem er til sölu á Nýlistasafninu og
í Skaftfelli.
Steingrímur búkgerir banda-
ríska listamenn eftirstríðsáranna
og býður núlifandi listamönnum,
samsýnendum sínum, að mála með
búkgervingum þessum. Þau verk
verða til sýnis sem einskonar nið-
urstaða af allri þeirri menning-
arblöndun sem orðið hefur á Ís-
landi eftirstríðsáranna.
Magnús leggur upp í langferð og
kannar ókunnar slóðir vestrænnar
menningar og ber hana saman við
sólarlag sjálfsins.
Sirra, Sigrún Sigurðardóttir,
svífur í kringum upplifunina að
snerta ekki jörðina, vera ekki
tengdur en samtímis togaður.
Verkið er líkamningur tilfinninga
sem eru hauslausar hugsanir.
Gunnhildur er að spekúlera í
gróðri jarðar einsog í mörgum
fyrri verkum og mun að öllum lík-
indum sýna dauða ketti. Þó er hún
ákveðin í að sýna, ásamt Ásmundi
Ásmundssyni, móðurlega útgáfu af
myndbandsglápi.
Ásmundur, nýkjörinn stjórn-
arformaður Nýlistasafnsins, setur
að þessu sinni upp verkið Pepsi
áskorun þar sem fram fer sam-
anburður á nútíð og framtíð með
myndlíkingu samanburðarfræð-
innar. Ásmundur ögrar áhorfand-
anum en gerir hann jafnframt að
þátttakanda í léttum leik list-
arinnar án nokkurra skilyrða eða
skilmála.
Gabríela veltir fyrir sér, ásamt
ljóðskáldinu Morris, hvort hin of-
dekraða velmegunarsátt upp-
gerðar einlægninnar hafi verið
fyrirboði hnignunar og afleiðing
doðans.
Sýningin er opin miðvikudaga til
sunnudaga kl. 13-17 og stendur til
12. maí.
Morgunblaðið/Kristinn
Ásmundur Ásmundsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Sirra, Steingrímur
Eyfjörð og Magnús Sigurðsson eru áhafnarmeðlimir sýningarinnar All-
ir í bátana. Fjarverandi var Gabríela Friðriksdóttir.
Sex listamenn
samskipa á Nýló
DAVID Lynch er leikstjóri sem
er almennt að pæla í allt öðrum
hlutum en 99,9 % kollega sinna.
Hann hefur áunnið sér í senn að-
dáun og óttablandna virðingu í
kvikmyndaheiminum með annarleg-
um snilldarverkum sínum, sem ann-
áluð eru fyrir óræðni sína. Kvik-
myndir á borð við Eraserhead, Blue
Velvet og Lost Highway, auk hinna
umdeildu sjónvarpsþátta Twin
Peaks, bera hæfni leikstjórans fag-
urt vitni, um leið og þau staðfesta
hin sterku höfundareinkenni, sem
unun er að rifja upp kynnin við með
hverri nýrri mynd hans.
Kvikmyndina Mulholland Dr.
sendi Lynch frá sér á nýliðnu ári,
og var það mál manna að verkið
væri í illskiljanlegri kantinum á
lynchískan-mælikvarða, en fyrir
verkið deildi hann leikstjórnarverð-
laununum með Cohen bræðrum á
kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hefði
hann vel mátt sitja einn að verð-
launum þetta árið, enda skipast
Mulholland Dr. tvímælalaust í röð
bestu verka leikstjórans.
Sögusvið myndarinnar er Holly-
wood í Los Angeles, þar sem öfgar
mannlífsins þrífast hlið við hlið í
borgarumhverfi sem er í senn æv-
intýralegt og gróteskt. Þar er sögð
saga tveggja ungra kvenna hverra
leiðir liggja saman eftir að önnur
þeirra kemst undan morðingjum
við illan leik. Hún staulast inn í hý-
býli hinnar ungu og hjartahreinu
Betty Elms sem er nýkomin til
draumaborgarinnar í von um frama
á leiklistarsviðinu. Óboðni gestur-
inn man ekki hver hún er og reyna
þær Betty að komast að því.
Með þessari ráðgátu hefst frá-
sögn myndarinnar, sem í fyrri hlut-
anum byggir smám saman upp for-
vitnilegar vísbendingar að
einhverjum óræðum leyndardóm-
um. Sögunni vindur fram í gegnum
stuttar og áhrifaríkar sviðssetning-
ar, þar sem áhorfandinn nær dá-
leiðist inn í þá heild sem mynd-
bygging, tónlist, texti,
sviðsetningar og leikur skapa. Í
gegnum þessa draumkenndu fram-
vindu er ofinn táknvefur sem höfð-
ar í senn til undirvitundar áhorf-
andans og söguvitundar hans, þ.e.
að segja þekkingar hans á frásagn-
arminnum og formgerðum kvik-
mynda- og bókmenntasögunnar.
Það er ekki síst heimur noir-glæpa-
mynda og ævintýra sem leikið er
með í þeirri röð sæmilega heillegra
samhengisbúta sem framvinda
kvikmyndarinnar samanstendur af.
En þeim sem horfir á myndina
með einhverri von um lausn og
skýrt frásagnarsamhengi, verður
fljótlega ljóst að nokkur bið er á
slíkum svörum. Þess í stað flækist
framvindan æ meir, þar til að sagan
tekur skyndilega krappa beygju í
seinni hlutanum og umhverfist í
nokkurs konar hliðlæga endursögn.
Tákn, minni, persónur og nöfn sem
birtust okkur í fyrri hlutanum koma
nú fyrir í breyttri mynd, og sögu-
persónur í öðrum hlutverkum en
áður. Þannig má skoða samhengi
sagnanna sem nokkurs konar
draumtilbrigði við veruleikann sem
til verður í huga hugstola aðalper-
sónunnar og verður seinni frásögn-
in þá í raun veruleikagrunnurinn
sem byggt er á. Þetta er snilld-
arlega gert hjá Lynch, og heldur
samhengi hinnar miðlægu sögu
myndarinnar áfram að túlka sig
löngu eftir að staðið er upp úr bíó-
sætinu.
Hið huglæga merkingarsamhengi
myndarinnar verður þó aldrei full-
túlkað í hefðbundið röklegt frá-
sagnarsamhengi. Inn í söguna flétt-
ast tilfinning fyrir hrópandi
andstæðum velgengni og ósigurs,
fyrir hinum ósýnilegu huldumönn-
um sem sitja að gríðarlegum völd-
um í kvikmynda- og viðskiptaheim-
inum, og fyrir óttanum við hið
óþekkta.
Vart þarf að nefna að allir þættir
kvikmyndarinnar þjóna fullkomlega
heildinni, enda velur Lynch sam-
starfsfólk sitt og leikara af kost-
gæfni. Að lokum bera að minnast
svara Lynch við þeirri spurning-
unni um hvernig skilja bæri myndir
hans: „Ef ég gæti útskýrt þær fyrir
ykkur, hefði ég ekki þurft að skapa
þær sem kvikmyndir.“
Draumar
og veru-
leiki
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjóri og handritshöfundur: David
Lynch. Kvikmyndataka: Peter Deming.
Klipping: Mary Sweeney. Tónlist: Angelo
Badalementi. Aðalhlutverk: Naomi
Watts, Laura Elena Harring og Justin
Theroux. Sýningartími: 147 mín. Frakk-
land/Bandaríkin. Universal Pictures,
2001.
MULHOLLAND DR. (MULLHOLLAND-
VEGUR) „Vart þarf að nefna að allir þættir kvikmyndarinnar þjóna fullkomlega
heildinni, enda velur Lynch samstarfsfólk sitt og leikara af kostgæfni.“
Heiða Jóhannsdóttir
TÓNLEIKARÖÐ kennara við
Tónlistarskóla Kópavogs er merki-
legt framlag og skapar kennurum
skólans mikilvæg tækifæri í tón-
leikahaldi. Á tónleikunum sl. þriðju-
dagskvöld var tónsköpun Ríkharðar
H. Friðrikssonar sérstaklega tekin
fyrir, undir yfirskriftinni Sjálfsmynd
og flutt fimm tónverk samin á ár-
unum 1991 til 2002. Fyrsta verkið,
16.04,02, lokið við á sjálfum tónleik-
unum, byggist á samspili höfundar
og Úlfars Haraldssonar, á tvo gítara,
sem mótað er í gegnum raftækni á
fjölbreytilegan máta, svo að útkom-
an var í heild bæði skemmtileg og
fallega hljómandi.
Annað verk tónleikanna var Fant-
asía yfir Liljulag, samið 1998, gott
verk, sem vel má kalla tilbrigðaverk,
enda er Lilju-lagið, eftir fallegt for-
spil, leikið í heild og í fallegum um-
búnaði en undir lok verksins er það
svo aftur leikið í heild, í mjög sér-
kennilegri og samstígri raddskipan.
Úrvinnsla hugmyndanna er víða þétt
og töluvert viðburðarík, þó tónmálið
sé nokkuð bundið við ákveðna mið-
lægju, eða eins konar grunntón og sé
því á köflum einum of „staðbundið“.
Þetta sama má segja um nýtt
verk, sem nefnist Camilliana, vegna
samvinnu Camillu Söderberg og tón-
skáldsins við gerð verksins, en þar er
leikið með samspil hljóðfæris, þ.e.
kontrabassablokkflautu og tölvu, er
umbreytir bæði tíma og blæ hljóð-
færisins. Þetta var á köflum áhrifa-
mikið, sem að nokkru á rætur að
rekja til sérkenna hljóðfærisins og
frábærs leiks Camillu.
Andar er samspilsverk fyrir seg-
ulband og klarinett, tíu stuttir kafl-
ar, þar sem Guðni Franzson spilaði á
móti segulbandi og var næstsíðasti
kaflinn ótrúlega magnaður og vel
leikinn af Guðna. Þá var töluvert
bragð af nr. 5 en í heild var bæði
hrynskipanin nær ávallt púlsbundin
og jafnvel „jazzy“ og tónstaðan, eins
ogfyrr segir, „staðbundin“, enda var
tónmálið oft mjög þrástefjað.
Síðasta verkið, sem ber nafnið
Líðan II, ætti miklu fremur að heita
„vanlíðan“, því þar er unnið úr ópum,
kokhljóðum, og alls konar munn-
hljóðum, sem fylgja mismunandi
heilsufari. Þetta var svo sem allt vel
útfært en heldur lítt „huggulegt“, að
vera viðstaddur gubbandi og ropandi
manneskju, jafnvel þó viðvistin sé
aðeins á segulbandi. Hvað um það,
þá er þessi tækni, að umbreyta hljóð-
um og búa til margvíslegar út-
færslur, sá veruleiki, sem blasir við í
dag.
Í verkum sínum vinnur Ríkharður
gjarnan með aðfengin hljóð en einnig
með hrein raf-tilbúin hljóð og bland-
ar á stundum við þessa úrvinnslu
hljóðanna hefðbundnum hljóðfæra-
leik. Þetta var allt gert á öldinni sem
leið en varð mun auðveldara með til-
komu tölvutækninnar á síðustu ár-
um. Því hefur verið haldið fram, að
tölvutónlist nái ekki varanlega að
festa sig í sessi, fyrr en búin hafa
verið til hljóðmyndunartæki, hvert
þeirra afmarkað við ákveðin hljóð,
sambærileg við hljóðfæri, þar sem
flytjendur geti náð valdi á mikilli
leiktækni í útfærslu hljóðanna og út-
fært þessa tækni sína einir eða í
samspili við aðra í lifandi flutningi.
Sjálfsmynd
TÓNLIST
Salurinn
Flutt voru fimm rafverk
eftir Ríkharð H. Friðriksson,
Flytjendur voru höfundur, Úlfar
Haraldsson, Camilla Söderberg
og Guðni Franzson.
Þriðjudagurinn 16. apríl 2002.
RAFTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
ÍSLENSKA esperantosam-
bandið gengst fyrir mál- og
sjónþingi til heiðurs Þórbergi
Þórðarsyni
á morgun,
sunnudag,
frá kl. 15-
17.30 í
Esperanto-
húsinu,
Skólavörðu-
stíg 6b. Yf-
irskrift
þingsins er
Máltækni –
Tölvur og
tungumál. Erindi flytja Stef-
án Briem (Vélrænar þýðing-
ar), Viðar Guðmundsson,
(Stýrikerfi Linux), Kristján
Eiríksson og Jón Bragi
Björgvinsson (Myndræn
bragfræði), Baldur Ragnars-
son og Pétur Yngvi Gunn-
laugsson, (Orðabókarverk
Þórbergs), Steinþór Sigurðs-
son (Hugmynd að nýju
kennsluforriti fyrir tungumál)
og Hallgrímur Sæmundsson
(Esperantokennsla á netinu).
Á milli þátta verða flutt ör-
stutt atriði í anda Þórbergs.
Dagskráin fer öll fram á ís-
lensku.
Málþing um
Þórberg
Þórðarson
Þórbergur
Þórðarson
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi