Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 32
LISTIR
32 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðubergi
Sýning á bókverkum nemenda á listasviði Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti verður opnuð kl. 14.
Tilefnið er hin árlega bókavika. Bókverkin eru
öll unnin á þessu ári og eru af ýmsu tagi, hljóð-
verk, ævintýri, þrívíddar verk og þrykk. Sýn-
ingin stendur til 30. apríl.
Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16 Þrír
spænskir listmálarar opna sýningu kl. 14. Þeir
eru Carmelo Hidalgo, Marijo Murillo og Rocío
Gallardo. Listamennirnir eru búsettir í
Reykjavik og starfa hérlendis að list sinni.
Í verkum sínum fjalla þau um upplifanir af ís-
lensku mannlífi, menningu, undir sterkum
áhrifum af stórbrotnu landslagi, fjölbreyttu
veðurfari og tærleika litanna er þau skynja
sterklega í náttúrunni. Túlkun á upplifunum
þeirra er meginþema sýningarinnar.
Gallerí Reykjavík er opið virka daga kl. 12-18,
laugardaga kl. 11-16.
Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3 Nem-
endur og kennarar tónlist-
arskólans halda tónleika kl.
17 og eru þeir tileinkaðir
Wolfgang Amadeus Moz-
art. Á efnisskránni eru kafl-
ar úr fiðlu- og píanósón-
ötum Mozarts og Andante í
C-dúr fyrir flautu og píanó,
atriði úr Brúðkaupi Fíg-
arós, og stiklað á stóru um
lendur Töfraflautunnar.
Undirleik á píanó annast Vilhelmína Ólafs-
dóttir og Bjarni Þór Jónatansson. Stjórnandi
er Óliver Kentish.
Tónleikarnir verða einnig á morgun kl. 15.
Gallerí List, Skipholti Bjarni Þór opnar sýn-
ingu á 20 nýjum olíumálverk sem unnin eru á
þessu ári. Bjarni Þór hefur haldið 13 einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum. Bjarni Þór
býr á Akranesi og er með vinnustofu og Gallerí
á Skólabraut 22.
Sýningin stendur til 4. maí og er opin 11-18
virka daga og 11-14 á laugardögum.
Gallerí hár, Strandgötu 39l, Hafnarfirði
Magnús Ó. Magnússon, höfundur bókarinnar
Andlit íslenskrar náttúru, opnar ljós-
myndasýningu kl. 14.
Á sýningunni eru myndir úr bókinni Face to
face sem kom út fyrir síðustu áramót. Þar má
sjá steintröll og aðrar kynjaverur víða úr ís-
lenskri náttúru, yfirfærðar í listform myndlist-
arinnar, í litum.
Sýningin stendur til 5. maí og er aðgangur
ókeypis.
JL-húsið, Hringbraut 121 Aðalfundur
ReykjavíkurAkademíunnar verður haldinn í
húsakynnum félagsins kl. 13. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf.
Safnahús Borgarfjarðar, Borgarnesi Fé-
lagar úr ljóðahópnum Ísabroti lesa ljóð kl. 15
úr nýrri bók Finns Torfa Hjörleifssonar, Dal-
vísur. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar. Hinar
þrjár eru Einferli 1989, Bernskumyndir 1993
og Í meðallandinu 1995. Auk þeirra hefur
Finnur Torfi gefið út barnabók og kennslu-
bækur í ljóðalestri.
Skriðuklaustur Fríða S. Kristinsdóttir opnar
sýningu á listvefnaði, en hún dvelur um þessar
mundir í gestaíbúðinni í Klaustrinu. Á sýning-
unni verða bæði ný og eldri verk unnin með
fjölbreyttri tækni.
Sýningin verður opin laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-17 og á sumardaginn fyrsta á sama
tíma og stendur til 28. apríl.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Mozart
TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi
Skugga á Hverfisgötu 39 í dag kl. 17. Á efri
hæð gallerísins opnar Kristinn Pálmason mál-
verkasýningu en á neðri hæðinni opnar Norð-
maðurinn Gulleik Lövskar hönnunarsýningu.
Þeir sýna síðan saman innsetningu í Klefanum
sem sameinar málverk og hönnun en þeir hafa
áður starfað saman að skipulagningu lifandi
uppákoma sem þeir kalla dzt......sem er hljóð-
gallerí. Þar buðu þeir myndlistarmönnum sem
vinna við gjörninga, ljóð, hljóð og myndbönd
að framkvæma sýna list.
Kristinn útskrifaðist frá MHÍ 1994 og frá
Slade school of fine art í London 1998. Hann á
að baki 5 einkasýningar og fjölda samsýninga
auk nokkurra annarra samvinnuverkefna.
Kristinn hefur undanfarin ár gert marg-
víslegar tilraunir í málverki með sérstaka
áherslu á samhengi aðferðar og áferðar og
ekki síður innsetningu þess í rými. Hann veltir
m.a. fyrir sér hinu „einstaka“ í listinni og
hverjir séu raunþættir persónulegs stíls með
hliðsjón af fyrrnefndum þáttum.
Gulleik Lövskar hefur búið og starfað í
Reykjavík síðan 1995. Hann lauk námi í hús-
gagnahönnun og innanhússarkitektúr frá
Statens Höyskule for kunst og design í Berg-
en 1995. Hann á auk þess að baki langt nám í
efniseiginleikum og meðferð á viði. Gulleik
hefur tekið þátt í hönnunar- og myndlist-
arsýningum síðan 1995 og unnið að hönnun
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Þetta er fyrsta einkasýning Gulleik og tekst
hann á við að sameina nýjar tilraunir við
gamla hefð í húsgagnasmíði.
Sýningin er opin frá kl. 13–17 alla daga
nema mánudaga og stendur til sunnudagsins
5. maí. Aðgangur er ókeypis.
Hönnun og
málverk í Gall-
eríi Skugga
Kristinn Pálmason vinnur að verki sínu.
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrit.
Opin þri.– fös 14–16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Ólöf Nordal. Til
28.4.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorsteinn
Helgason. Arsineh Houspian. Til 21.4.
Gallerí List, Skipholti 50: Bjarni Þór.
Til 4.5.
Gallerí Reykjavík: Þrír spænskir
málarar.Til 9.5.
Gallerí Skuggi: Kristinn Pálmason,
Gulleik Lövskar. Til 5.5.
Gallerí Sævars Karls: Rebekka Rán
Samper. Til 24.4.
Gerðarsafn: Guðrún Einarsdóttir, Ína
Salóme Hallgrímsdóttur og Brynhild-
ur Þorgeirsdóttir. Til 21.4.
Hafnarborg: Bjarni Sigurðsson.
Kristín Þorkelsdóttir. Til 6.5.
Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson. Til 20.5.
Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Ólaf-
ur Þórðarson arkitekt og hönnuður.
Til 12.5.
i8, Klapparstíg 33: Sara María Skúla-
dóttir. Hörður Ágústsson. Til 5.5.
Iðnó: Laxness og leiklistin. Til 1. maí.
Listasafn Akureyrar: Rússnesk
myndlist 1914–1956. Til 26.5.
Listasafn ASÍ: Vilhjámur Þorbergur
Bergsson. Til 21.4.
Listasafn Borgarness: Eygló Harð-
ardóttir. Til 30.4.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið
laugardaga og sunnudag kl. 14–17.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Kín-
versk samtímalist. Til 2.6. Aðföng
1998–2001. Breiðholt. Til 5.5.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Jóhannes S. Kjarval. Þorbjörg Páls-
dóttir og Ásmundur Ásmundsson
myndhöggvarar. Til 5.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn-
legir kvistir. Til 5.5.
Listhús Ófeigs: Sigurður Þórir. Til
24.4.
Mokkakaffi: Benedikt S. Lafleur. Til
27.4.
Norræna húsið: Finnsk samtímalist.
Til 26.4.
Nýlistasafnið: Sex listamenn. Til 12.5.
Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir.
Til 1.7.
Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á
verkum Halldórs Laxness. Til 31. des.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Langholtskirkja: Listaflétta Lang-
holtskirkju. Kl. 17.
Laugarneskirkja: Borgarkórinn. Kl.
17.
Salurinn, Kópavogi: Lúðarsveitin
Svanur. Kl. 14.
Sunnudagur
Salur Menntaskólans við Hamrahlíð:
Kórar Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kl. 14 og kl. 16.
Salurinn: Tónleikaspjall Atli Heimir
Sveinsson. Kammerhópur Salarins.
Kl. 16:30.
Ýmir: Karlakór Reykjavíkur, eldri fé-
lagar. Kl. 17.
Þriðjudagur
Fríkirkjan í Reykjavík: Borgarkór-
inn. Kl. 20:30.
Miðvikudagur
Salurinn, Kópavogi: Söngtónleikar
Sesselju Kristjánsdóttur mezzósópr-
an. Kl. 20.
Fimmtudagur
Langholtskirkja: Skagfirska söng-
sveitin. Kl. 17.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Anna Karenina, fös.
Jón Oddur og Jón Bjarni, lau., sun.
Með fulla vasa af grjóti, lau., fim.
Strompleikurinn, sun. Hver er
hræddur við Virginíu Woolf, fim.
Veislan, sun., mið.
Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu,
lau., mið., fim. Boðorðin 9, sun. Með
vífið í lúkunum, fös. And Björk of
Course, lau., sun. Píkusögur, sun.
Gesturinn, lau., sun.
Vestur port: Lykill um hálsinn, mán.,
mið., fim.
Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, lau.,
sun., fös.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta,
lau., sun., fim.
Leikfélag Akureyrar: Gullbrúðkaup,
lau.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
DÁIÐ er allt án drauma er titill leik-
gerðar Bjarna Jónssonar á Barni nátt-
úrunnar eftir Halldór Laxness sem
frumflutt verður í Útvarpsleikhúsinu á
Rás 1 á morgun sunnudag kl. 14. Leik-
endur eru Ingvar E. Sigurðsson, Þór-
unn Erna Clausen, Guðmundur Ólafs-
son, Stefán Karl Stefánsson, Árni
Tryggvason, Björgvin Frans Gíslason,
Steindór Hjörleifsson og Guðrún Þ.
Stephensen.
Í tilefni hundrað ára ártíðar Halldórs Lax-
ness hefur Útvarpsleikhúsið látið gera leikgerð
eftir fyrstu skáldsögu hans, Barni Náttúrunnar,
sem kom út 1919. Þar segir frá því að eftir ára-
langa dvöl í Ameríku snýr Randver aftur heim
til Íslands. Hann stendur á krossgötum í lífi
sínu, hyggst gefa starf sitt sem fasteignasali
endanlega upp á bátinn og gerast bóndi í ís-
lenskri sveit. Fljótlega eftir komuna til landsins
verður hann ástfanginn af Huldu, dóttur stór-
bónda í héraðinu. Þrátt fyrir varnaðarorð föður
Huldu gefur hann sig rómantíkinni á
vald og reiðir sig skyndilega á ástir
stúlku sem reynist ekki við eina fjölina
felld.
Á Laxnessþingi í dag mun Bjarni
gera grein fyrir hvernig saga er löguð
að miðli og nefnir fyrirlesturinn Geng-
ið yfir lík. Hann mun segja frá tilraun
sinni til að breyta sögunni í leikgerð
sem nýtir sér textann óbreyttan en
gerir þó meira en hljóðskreyta sögu.
Þannig verður til margbrotið leikrit uppúr þess-
ari fyrstu sögu Halldórs sem sumbpart vísar til
höfundarverksins í heild. Að sögn Bjarna heillar
sagan fyrir það hve laus hún er við loddaraskap
og háð. Hún sé að mörgu leyti ólík seinni verk-
um Halldórs þó í henni sé að finna mörg grunn-
stef sem borið hafi uppi skáldsögur hans síðar.
Grétar Ævarsson stjórnaði hljóðupptöku og
leikstjóri er Viðar Eggertsson. Leikritið verður
endurflutt fimmtudaginn 25. apríl kl. 22:15 og
tekur um 90 mínútur í flutningi.
Leikgerð eftir
Barni náttúrunnar
Bjarni Jónsson
TÓMAS Ingi Olrich mennta-
málaráðherra opnar í dag kl. 16,
Sjóminjasafn Byggðasafns S-
Þingeyinga á Húsavík.
Elstu munir safnsins voru færðir
Byggðasafni Suður-Þingeyinga fyr-
ir 50 árum en markvissari söfnun
hefur staðið yfir sl. 20. ár. Sjóminja-
safnið geymir orðið mikinn fjölda
muna og ljósmynda auk ýmissa
gagna varðandi sögu sjósóknar í
héraðinu. Meðal muna eru 11 fleyt-
ur, allt frá minnstu gerð pramma
upp í rúml. 5 tonna trillu. Þá varð-
veitir safnið gjöf frá 1974 er gefin
var af ýmsum samtökum í Noregi í
tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi.
Þetta er Hrafn, 12 m langt Åfjord-
skip, sem siglt var frá Noregi til Ís-
lands á sínum tíma.
Opið hús verður frá kl. 10-18 á
morgun, sunnudag.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Á myndinni sést m.a. í Hrafninn, þjóðhátíðargjöf ýmissa samtaka í Noregi.
Sjóminjasafn
opnað
á Húsavík
KLASSÍSKI listdansskólinn heldur sína
árlegu vorsýningu í Íslensku óperunni í
dag kl. 15. Um eitt hundrað nemendur
hafa stundað nám í skólanum í vetur, á
aldrinum 5-25 ára og taka flestir þeirra
þátt í sýningunni.
Þar verða dönsuð fjölbreytt dansverk,
klassísk og nútímaverk eftir Ólöfu Ing-
ólfsdóttur, Hany Hadaya og Guðbjörgu
Skúladóttur skólastjóra.
Sýning Klassíska
listdansskólans
Litstasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Þremur sýningum lýkur í Gerðarsafni
á sunnudag: Víðátta, skúlptúr Brynhildar
Þorgeirsdóttur, Myndun, olíumálverk
Guðrúnar Einarsdóttur og Birta, textíll
Ínu Salóme.
Gerðarsafn er opið alla daga, nema
mánudaga, kl. 11-17.
Sýningum lýkur