Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðubergi Sýning á bókverkum nemenda á listasviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholti verður opnuð kl. 14. Tilefnið er hin árlega bókavika. Bókverkin eru öll unnin á þessu ári og eru af ýmsu tagi, hljóð- verk, ævintýri, þrívíddar verk og þrykk. Sýn- ingin stendur til 30. apríl. Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16 Þrír spænskir listmálarar opna sýningu kl. 14. Þeir eru Carmelo Hidalgo, Marijo Murillo og Rocío Gallardo. Listamennirnir eru búsettir í Reykjavik og starfa hérlendis að list sinni. Í verkum sínum fjalla þau um upplifanir af ís- lensku mannlífi, menningu, undir sterkum áhrifum af stórbrotnu landslagi, fjölbreyttu veðurfari og tærleika litanna er þau skynja sterklega í náttúrunni. Túlkun á upplifunum þeirra er meginþema sýningarinnar. Gallerí Reykjavík er opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 11-16. Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3 Nem- endur og kennarar tónlist- arskólans halda tónleika kl. 17 og eru þeir tileinkaðir Wolfgang Amadeus Moz- art. Á efnisskránni eru kafl- ar úr fiðlu- og píanósón- ötum Mozarts og Andante í C-dúr fyrir flautu og píanó, atriði úr Brúðkaupi Fíg- arós, og stiklað á stóru um lendur Töfraflautunnar. Undirleik á píanó annast Vilhelmína Ólafs- dóttir og Bjarni Þór Jónatansson. Stjórnandi er Óliver Kentish. Tónleikarnir verða einnig á morgun kl. 15. Gallerí List, Skipholti Bjarni Þór opnar sýn- ingu á 20 nýjum olíumálverk sem unnin eru á þessu ári. Bjarni Þór hefur haldið 13 einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Bjarni Þór býr á Akranesi og er með vinnustofu og Gallerí á Skólabraut 22. Sýningin stendur til 4. maí og er opin 11-18 virka daga og 11-14 á laugardögum. Gallerí hár, Strandgötu 39l, Hafnarfirði Magnús Ó. Magnússon, höfundur bókarinnar Andlit íslenskrar náttúru, opnar ljós- myndasýningu kl. 14. Á sýningunni eru myndir úr bókinni Face to face sem kom út fyrir síðustu áramót. Þar má sjá steintröll og aðrar kynjaverur víða úr ís- lenskri náttúru, yfirfærðar í listform myndlist- arinnar, í litum. Sýningin stendur til 5. maí og er aðgangur ókeypis. JL-húsið, Hringbraut 121 Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar verður haldinn í húsakynnum félagsins kl. 13. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Safnahús Borgarfjarðar, Borgarnesi Fé- lagar úr ljóðahópnum Ísabroti lesa ljóð kl. 15 úr nýrri bók Finns Torfa Hjörleifssonar, Dal- vísur. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar. Hinar þrjár eru Einferli 1989, Bernskumyndir 1993 og Í meðallandinu 1995. Auk þeirra hefur Finnur Torfi gefið út barnabók og kennslu- bækur í ljóðalestri. Skriðuklaustur Fríða S. Kristinsdóttir opnar sýningu á listvefnaði, en hún dvelur um þessar mundir í gestaíbúðinni í Klaustrinu. Á sýning- unni verða bæði ný og eldri verk unnin með fjölbreyttri tækni. Sýningin verður opin laugardaga og sunnu- daga kl. 14-17 og á sumardaginn fyrsta á sama tíma og stendur til 28. apríl. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Mozart TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga á Hverfisgötu 39 í dag kl. 17. Á efri hæð gallerísins opnar Kristinn Pálmason mál- verkasýningu en á neðri hæðinni opnar Norð- maðurinn Gulleik Lövskar hönnunarsýningu. Þeir sýna síðan saman innsetningu í Klefanum sem sameinar málverk og hönnun en þeir hafa áður starfað saman að skipulagningu lifandi uppákoma sem þeir kalla dzt......sem er hljóð- gallerí. Þar buðu þeir myndlistarmönnum sem vinna við gjörninga, ljóð, hljóð og myndbönd að framkvæma sýna list. Kristinn útskrifaðist frá MHÍ 1994 og frá Slade school of fine art í London 1998. Hann á að baki 5 einkasýningar og fjölda samsýninga auk nokkurra annarra samvinnuverkefna. Kristinn hefur undanfarin ár gert marg- víslegar tilraunir í málverki með sérstaka áherslu á samhengi aðferðar og áferðar og ekki síður innsetningu þess í rými. Hann veltir m.a. fyrir sér hinu „einstaka“ í listinni og hverjir séu raunþættir persónulegs stíls með hliðsjón af fyrrnefndum þáttum. Gulleik Lövskar hefur búið og starfað í Reykjavík síðan 1995. Hann lauk námi í hús- gagnahönnun og innanhússarkitektúr frá Statens Höyskule for kunst og design í Berg- en 1995. Hann á auk þess að baki langt nám í efniseiginleikum og meðferð á viði. Gulleik hefur tekið þátt í hönnunar- og myndlist- arsýningum síðan 1995 og unnið að hönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þetta er fyrsta einkasýning Gulleik og tekst hann á við að sameina nýjar tilraunir við gamla hefð í húsgagnasmíði. Sýningin er opin frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga og stendur til sunnudagsins 5. maí. Aðgangur er ókeypis. Hönnun og málverk í Gall- eríi Skugga Kristinn Pálmason vinnur að verki sínu. MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Opin þri.– fös 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Ólöf Nordal. Til 28.4. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorsteinn Helgason. Arsineh Houspian. Til 21.4. Gallerí List, Skipholti 50: Bjarni Þór. Til 4.5. Gallerí Reykjavík: Þrír spænskir málarar.Til 9.5. Gallerí Skuggi: Kristinn Pálmason, Gulleik Lövskar. Til 5.5. Gallerí Sævars Karls: Rebekka Rán Samper. Til 24.4. Gerðarsafn: Guðrún Einarsdóttir, Ína Salóme Hallgrímsdóttur og Brynhild- ur Þorgeirsdóttir. Til 21.4. Hafnarborg: Bjarni Sigurðsson. Kristín Þorkelsdóttir. Til 6.5. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 20.5. Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Ólaf- ur Þórðarson arkitekt og hönnuður. Til 12.5. i8, Klapparstíg 33: Sara María Skúla- dóttir. Hörður Ágústsson. Til 5.5. Iðnó: Laxness og leiklistin. Til 1. maí. Listasafn Akureyrar: Rússnesk myndlist 1914–1956. Til 26.5. Listasafn ASÍ: Vilhjámur Þorbergur Bergsson. Til 21.4. Listasafn Borgarness: Eygló Harð- ardóttir. Til 30.4. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14–17. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Kín- versk samtímalist. Til 2.6. Aðföng 1998–2001. Breiðholt. Til 5.5. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Jóhannes S. Kjarval. Þorbjörg Páls- dóttir og Ásmundur Ásmundsson myndhöggvarar. Til 5.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn- legir kvistir. Til 5.5. Listhús Ófeigs: Sigurður Þórir. Til 24.4. Mokkakaffi: Benedikt S. Lafleur. Til 27.4. Norræna húsið: Finnsk samtímalist. Til 26.4. Nýlistasafnið: Sex listamenn. Til 12.5. Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir. Til 1.7. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Listaflétta Lang- holtskirkju. Kl. 17. Laugarneskirkja: Borgarkórinn. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Lúðarsveitin Svanur. Kl. 14. Sunnudagur Salur Menntaskólans við Hamrahlíð: Kórar Menntaskólans við Hamrahlíð. Kl. 14 og kl. 16. Salurinn: Tónleikaspjall Atli Heimir Sveinsson. Kammerhópur Salarins. Kl. 16:30. Ýmir: Karlakór Reykjavíkur, eldri fé- lagar. Kl. 17. Þriðjudagur Fríkirkjan í Reykjavík: Borgarkór- inn. Kl. 20:30. Miðvikudagur Salurinn, Kópavogi: Söngtónleikar Sesselju Kristjánsdóttur mezzósópr- an. Kl. 20. Fimmtudagur Langholtskirkja: Skagfirska söng- sveitin. Kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Anna Karenina, fös. Jón Oddur og Jón Bjarni, lau., sun. Með fulla vasa af grjóti, lau., fim. Strompleikurinn, sun. Hver er hræddur við Virginíu Woolf, fim. Veislan, sun., mið. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, lau., mið., fim. Boðorðin 9, sun. Með vífið í lúkunum, fös. And Björk of Course, lau., sun. Píkusögur, sun. Gesturinn, lau., sun. Vestur port: Lykill um hálsinn, mán., mið., fim. Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, lau., sun., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, lau., sun., fim. Leikfélag Akureyrar: Gullbrúðkaup, lau. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U DÁIÐ er allt án drauma er titill leik- gerðar Bjarna Jónssonar á Barni nátt- úrunnar eftir Halldór Laxness sem frumflutt verður í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun sunnudag kl. 14. Leik- endur eru Ingvar E. Sigurðsson, Þór- unn Erna Clausen, Guðmundur Ólafs- son, Stefán Karl Stefánsson, Árni Tryggvason, Björgvin Frans Gíslason, Steindór Hjörleifsson og Guðrún Þ. Stephensen. Í tilefni hundrað ára ártíðar Halldórs Lax- ness hefur Útvarpsleikhúsið látið gera leikgerð eftir fyrstu skáldsögu hans, Barni Náttúrunnar, sem kom út 1919. Þar segir frá því að eftir ára- langa dvöl í Ameríku snýr Randver aftur heim til Íslands. Hann stendur á krossgötum í lífi sínu, hyggst gefa starf sitt sem fasteignasali endanlega upp á bátinn og gerast bóndi í ís- lenskri sveit. Fljótlega eftir komuna til landsins verður hann ástfanginn af Huldu, dóttur stór- bónda í héraðinu. Þrátt fyrir varnaðarorð föður Huldu gefur hann sig rómantíkinni á vald og reiðir sig skyndilega á ástir stúlku sem reynist ekki við eina fjölina felld. Á Laxnessþingi í dag mun Bjarni gera grein fyrir hvernig saga er löguð að miðli og nefnir fyrirlesturinn Geng- ið yfir lík. Hann mun segja frá tilraun sinni til að breyta sögunni í leikgerð sem nýtir sér textann óbreyttan en gerir þó meira en hljóðskreyta sögu. Þannig verður til margbrotið leikrit uppúr þess- ari fyrstu sögu Halldórs sem sumbpart vísar til höfundarverksins í heild. Að sögn Bjarna heillar sagan fyrir það hve laus hún er við loddaraskap og háð. Hún sé að mörgu leyti ólík seinni verk- um Halldórs þó í henni sé að finna mörg grunn- stef sem borið hafi uppi skáldsögur hans síðar. Grétar Ævarsson stjórnaði hljóðupptöku og leikstjóri er Viðar Eggertsson. Leikritið verður endurflutt fimmtudaginn 25. apríl kl. 22:15 og tekur um 90 mínútur í flutningi. Leikgerð eftir Barni náttúrunnar Bjarni Jónsson TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra opnar í dag kl. 16, Sjóminjasafn Byggðasafns S- Þingeyinga á Húsavík. Elstu munir safnsins voru færðir Byggðasafni Suður-Þingeyinga fyr- ir 50 árum en markvissari söfnun hefur staðið yfir sl. 20. ár. Sjóminja- safnið geymir orðið mikinn fjölda muna og ljósmynda auk ýmissa gagna varðandi sögu sjósóknar í héraðinu. Meðal muna eru 11 fleyt- ur, allt frá minnstu gerð pramma upp í rúml. 5 tonna trillu. Þá varð- veitir safnið gjöf frá 1974 er gefin var af ýmsum samtökum í Noregi í tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi. Þetta er Hrafn, 12 m langt Åfjord- skip, sem siglt var frá Noregi til Ís- lands á sínum tíma. Opið hús verður frá kl. 10-18 á morgun, sunnudag. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Á myndinni sést m.a. í Hrafninn, þjóðhátíðargjöf ýmissa samtaka í Noregi. Sjóminjasafn opnað á Húsavík KLASSÍSKI listdansskólinn heldur sína árlegu vorsýningu í Íslensku óperunni í dag kl. 15. Um eitt hundrað nemendur hafa stundað nám í skólanum í vetur, á aldrinum 5-25 ára og taka flestir þeirra þátt í sýningunni. Þar verða dönsuð fjölbreytt dansverk, klassísk og nútímaverk eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur, Hany Hadaya og Guðbjörgu Skúladóttur skólastjóra. Sýning Klassíska listdansskólans Litstasafn Kópavogs, Gerðarsafn Þremur sýningum lýkur í Gerðarsafni á sunnudag: Víðátta, skúlptúr Brynhildar Þorgeirsdóttur, Myndun, olíumálverk Guðrúnar Einarsdóttur og Birta, textíll Ínu Salóme. Gerðarsafn er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17. Sýningum lýkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.