Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 39 HUNDRAÐ sinnum á ári þurfa sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar að grípa til sérfræðiþekkingar sinnar, gera tund- urdufl, djúpsprengjur og alls konar sprengjur aðrar óvirkar, sinna ýmsum verkefnum sem tengjast heimatilbúnum sprengjum, vinna verk- efni fyrir varnarliðið, fræða þá sem vinna með sprengiefni, eyða gömlu dínamíti sem verktakar hafa geymt svo lengi að það er orðið fljótandi nítróglíserín og svo mætti lengi telja. Þess utan nýtist þekkingin til dæmis til að sprengja í loft upp hluti sem ekki er þörf fyrir lengur og sundra hvalhræjum, sem geta reynst sjófarendum skeinuhætt. Gylfi Geirsson er einn sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Reyndar var hann um langt skeið „Sprengjusérfræðingur- inn“ í öllum fréttum af athöfnum Landhelgisgæslunnar á þessu sviði. Sérfræðingarnir hafa þó verið fjórir undanfarin þrjú ár og þar áður voru þeir þrír í áratug. Sprengjusérfræðingurinn Gylfi fór á námskeið hjá danska sjóhern- um árið 1982 og breska sjóhernum tveimur árum síðar. Í þessi skipti viðaði hann að sér fróðleik um hefð- bundin vopn, sem hefur nýst honum vel í viðureigninni við öll duflin, sem leynast í sjónum við Íslandsstrendur frá stríðslokum, auk allra nýlegri hernaðartóla. Árið 1984 fór hann enn utan og fræddist af breska landhern- um um sprengjur hryðjuverka- manna. Þjálfunin þá var af sama toga og breskir hermenn fengu, áður en þeir héldu til skyldustarfa á Norður- Írlandi. Gylfi og kollegar hans hafa æ síðan sótt námskeið af ýmsum toga, bæði til Danmerkur og Bretlands. „Frá stríðslokum hefur Landhelgisgæslan haft öll dufl og sprengjur hér við land á sinni könnu og sent menn á námskeið í meðferð slíkra gripa,“ segir Gylfi. „Á kaldastríðsárunum fóru að birtast hér alls konar hlutir aðrir, frá kafbát- um, herskipum og flugvélum.“ Kaldastríðsgripirnir voru ekki alltaf sprengj- ur sem þurfti að eyða hið snarasta, heldur skol- aði hér á land alls konar tækninýjungum, til dæmis hlustunar- og njósnaduflum frá Rússum, sem Atlantshafsbandalagið (NATO) hafði mik- inn áhuga á. „Þessa hluti þurfti þó alltaf að nálg- ast af varúð, því þeir voru oft búnir sprengju- hleðslum, sem áttu að springa þegar hluturinn losnaði frá kafbát eða flugvél, eða eftir ákveðinn tíma, til að koma í veg fyrir að óvinurinn gæti kynnt sér hlutinn.“ Gylfi og félagar hans hjá Gæslunni eiga gott safn tækniupplýsinga um hernaðartól af öllum toga. „Við erum með handbækur frá NATO og tæknisamstarf okkar við Dani gerir okkur kleift að nálgast allar upplýsingar sem við þurfum á að halda. Við upplýsum þá líka alltaf um allt nýtt sem við rekumst á. Og við erum sífellt að finna eitthvað nýtt, í vetur hefur til dæmis borið tölu- vert á slíku. Þetta eru alls konar rannsóknar- dufl, sem eru algengari en hernaðarhlutir nú til dags, enda hefur dregið stórlega úr hernaðar- umsvifum við Ísland.“ ----- Undanfarna áratugi hefur Landhelgisgæslan margoft þurft að eyða gömlum sprengjum frá stríðsárunum. Þar er af nógu að taka. Í hafið frá austanverðu Íslandi allt að Skotlandi lögðu Bretar til dæmis 110 þúsund tundurdufl á stríðs- árunum og Gæslan hefur eytt ríflega tveimur þúsundum þeirra, sem hefur skolað hér upp á land eða komið í veiðarfæri íslenskra skipa. Tug- ir þúsunda dufla voru út af Vestfjörðum. Að auki eru svo djúpsprengjurnar, sprengjur úr sprengjuvörpum sem af einhverjum ástæðum sprungu ekki á sínum tíma, skot úr loftvarn- arbyssum og fleira. Nú mætti ætla að þessir hlutir væru allir að grotna niður í sjó eða á landi, en því er fer fjarri. „Ætli það séu ekki enn einhverjir áratugir í það,“ segir sprengjusérfræðingurinn og bendir á, að jafnvel þótt öflugar stálhlífar morkni loks, þá þýði það bara að sprengjuhleðslan sé óvarin eftir. Og sprengiefni lætur ekki deigan síga þótt aldur færist yfir. „Þessar gömlu sprengjur haga sér oft allt öðruvísi en til var ætlast. Sprengiefn- ið getur stundum orðið tregara, en hitt gerist líka og er reyndar algengara, að það verði miklu viðkvæmara en upphaflega.“ Fyrir allmörgum árum kom þýskt tundurdufl til kasta Landhelgisgæslunnar. Ætlunin var að opna duflið og brenna svo sprengjuhleðsluna, 750 pund af hexameti, sem samsvarar hálfu til einu tonni af dínamíti. Plastsprengiefni var sett á duflið, til að sprengja upp lok á því. En duflið var viðkvæmt eftir áratuga dvöl í Faxaflóa og því sprakk það í loft upp við atganginn. „Við vor- um við Súlur á Reykjanesi. Hvellurinn var svo svakalegur að varnarliðið hélt að stóra stundin væri runnin upp, enda kalda stríðið í algleym- ingi, íbúar í Reykjavík heyrðu hvellinn vel og sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum,“ segir Gylfi. Til allrar hamingju hafa sprengju- sérfræðingar Gæslunnar þá ófrávíkjanlegu reglu að reikna alltaf með að allt fari á versta veg og því var enginn nærri duflinu þegar það sprakk. ----- Eftir stríð var hægt að ganga að nokkuð góð- um upplýsingum um hvar duflum var komið fyr- ir við Íslandsstrendur og því hægt að vara sjó- menn við ákveðnum svæðum. „Þjóðverjar sendu sérbyggðan kafbát að Íslandsströndum, en hann gat borið 66 dufl í hverri ferð. Eftir stríð kom í ljós að hann hafði komið hingað þrisvar sinnum. Við höfum góðar upplýsingar um hvar hann lagði duflin í fyrstu tveimur ferðunum, í Faxa- flóa og Breiðafjörð, en honum var grandað í síð- ustu ferðinni, þar sem hann lagði dufl út af Aust- fjörðum, svo ekki er vitað með vissu hvar hann bar niður í það skipti. Núna erum við að endur- skoða handbók sjófarenda, sem við gáfum út fyr- ir allmörgum árum, en þar verða teikningar af algengustu duflum og sprengjum og upplýsing- ar um hvernig bregðast eigi við, komi slíkir grip- ir í vörpuna.“ Gylfi segir að þótt sjómönnum kunni e.t.v. að þykja freistandi að kasta duflum aftur fyrir borð, þá sé slíkt stórhættulegt. Djúpsprengjur eigi það til að springa um leið og þær lendi í vatni í annað sinn. Ef það gerist við skipshlið sé voðinn vís. Og ef menn kasti sprengju aftur á fiskislóð geti hún farið í vörpu hjá næsta skipi og sé þá miklu hættulegri en í fyrsta skipti. ----- Á stríðsárunum gripu menn oft til þess ráðs að skjóta gat á duflin, þar sem þau velktust í sjónum. Þegar gat kom á belginn flæddi sjórinn inn og duflið sökk á hafsbotn. Sum duflanna voru útbúin með tímarofa, sem gataði belginn eftir ákveðinn tíma. Þýsku duflin voru öll með 90 daga klukku, en að þeim tíma liðnum sukku þau til botns. Gylfi efast um að þetta fyrirkomulag hafi átt rætur að rekja til sérstakrar mann- gæsku þýskra yfirvalda; líklegra sé að Þjóðverj- arnir hafi reiknað með að ná yfirráðum hér og því ekki viljað hafa eigin dufl um allan sjó. Bandaríkjamenn og Bretar æfðu sig uppi á landi, á meðan Þjóðverjarnir lögðu dufl í sjó. Ósprungnar fallbyssukúlur og sprengjur úr sprengjuvörpum er því enn víða að finna. Banda- ríkjamenn æfðu sig grimmt við Vogastapa og skutu inn á hraunið. Fyrir um 16 árum lögðu þeir mikla vinnu í að hreinsa svæðið og fundu þá um 600 ósprungnar sprengjur. Og enn eru þær að finnast. Íslendingar, sem hafa verið bless- unarlega lausir við mikil afskipti af slíkum grip- um, eru hættulega fávísir um ógnina. Gylfi kann sögur af mönnum sem hafa verið með slíkar sprengjukúlur sem stofustáss, gefið börnum að leika sér að eða hirt þær í fjöru og geymt undir rúmi í mörg ár. Vopnfróðari þjóð myndi missa svefn við slíkt. ----- Hryðjuverkamenn eru nýrri ógn hér en dufl og djúpsprengjur. Landhelgisgæslan hefur fylgst vel með þróuninni og ræður yfir sams konar búnaði og nágrannaþjóðirnar. Sérbúinn bíll er troðfullur af öllu sem að gagni gæti komið. Í honum er m.a. sérstakur hlífðarfatnaður sprengjusérfræðinga, röntgentæki til að greina innihald ókennilegra hluta og fjarstýrt vél- menni, sem hægt er að senda að húsi, láta það skjóta upp dyrnar og nálgast grunsamlegan hlut, eins og ætlaða sprengju hryðjuverka- manna. Vélmenni Gæslunnar, en þau eru tvö, þekkja flugstöð Leifs Eiríkssonar eins og lófann á sér eftir fjölmargar æfingar þar innan dyra. Dufl, djúpsprengjur og ýmsir dularfullir hlutir Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur Gyfi Geirsson Morgunblaðið/Árni Sæberg rsv@mbl.is fulla ástæðu til að ætla að svo verði.“ Ólafur Ragnar segir Pútín hafa lýst stuðningi við samvinnu landanna tveggja á sviði sjávarútvegs og orku- mála og einnig sýnt áhuga á að Rúss- ar tækju þátt í þróun áliðnaðar á Ís- landi. Halldór Ásgrímsson tjáði Morgunblaðinu að þar væri fyrst og fremst um að ræða súrálsverksmiðju sem Rússar hefðu áhuga á að reisa, en þeir hefðu einmitt komið til lands- ins fyrir nokkrum mánuðum í því skyni og m.a. kannað aðstæður á Ak- ureyri. Nauðsynlegt að gefa út íslensk bókmenntaverk á rússnesku Einnig sagði Ólafur Ragnar að Pútín hefði lagt áherslu á nauðsyn þess gefa út íslensk bókmenntaverk á rússnesku, bæði Íslendingasög- urnar og önnur yngri verk. „Hann lýsti miklum áhuga á að endurvekja menningartengsl okkar á margan hátt, hvatti m.a. til þess að Íslend- ingasögurnar yrðu gefnar út í nægi- legu upplagi í Rússlandi því þær væru ófáanlegar í búðum. Maður er ekki vanur því á fundum af þessu tagi að forseti taki upp hvað fáist í búðum eða ekki, en það er greinilegt að hann vill að Íslendingasögurnar verði aðgengilegar í bókaverslunum í Rússlandi og telur einnig nauðsyn- legt að kynna nútímamenningu land- anna með margvíslegum hætti.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra fundaði í gær með Ígor Ív- anov, hinum rússneska starfsbróður sínum. „Við áttum mjög góðan fund og töluðum svo lengi saman aftur undir borðum í kvöld. Umræðuefnið var fyrst og fremst fundurinn í Reykjavík en við fórum einnig yfir málefni dagsins, en að mínu mati er alveg ljóst að þessi fundur hefur ver- ið afskaplega vel undirbúinn af þeirra hálfu og þau mál sem voru á dagskrá í haust í minni opinberu heimsókn komu mjög vel fram núna. Þeir voru búnir að vinna mjög vel úr þeim og það er greinilegt að mjög góður andi er í samskiptum ríkjanna; ég tel að það hafi smátt og smátt verið að koma fram eftir að við náðum samningum um Smuguna.“ Halldór sagði einnig þau vandamál, sem fyrir hendi væru í samskiptum landanna, hafa verið rædd, t.d. vandamál sem tengjast fjármögnun togara sem endurbyggðir voru á Ak- ureyri fyrir nokkrum árum. „Á fundi mínum og Ívanovs í dag var ákveðið að setja sérstaka nefnd í að leysa það mál, þannig að ég vænti þess að hér hafi verið stigið skref í þá átt að leysa það mál,“ sagði Halldór Ásgrímsson við Morgunblaðið. sem þíðan hófst,“ sagði Pútín á blaðamannafundinum og vísaði til leiðtogafundar Reagans og Gorbat- sjofs í Reykjavík árið 1986. Ólafur Ragnar sagði á eftir við Morgun- blaðið að á fundi þeirra hefði Pútín nefnt þetta að fyrra bragði og að sér þætti gott að heyra það „vegna þess að ég hef skynjað það hér að sumum finnst fundur Gorbatsjovs og Reag- ans hafa á sér dálítið neikvæða mynd fyrir Rússland; að þar hafi Sovétrík- in jafnvel byrjað að missa fótfestuna. Þess vegna er ánægjulegt að Pútín lítur á leiðtogafundinn í Reykjavík 1986 sem einn af hornsteinum nýrr- ar heimsmyndar og telur að sam- komulagið sem gert verður á fund- inum í Reykjavík í maí á milli Rússlands og NATO geti orðið nýr hornsteinn þeirrar heimsmyndar sem við munum búa við á 21. öldinni, heimsmyndar sem gerir Rússa og Íslendinga að bandamönnum, og sem gerir Bandaríkjamenn og Rússa að bandamönnum. Hann nefndi að fyrra bragði að það væri mikilvægt að utanríkisráðherrarnir myndu ná saman um texta sam- komulagsins í Reykjavík; Reykjavík yrði þannig í annað sinn vettvangur mikilvægra sögulegra þáttaskila, þó að leiðtogar ríkjanna myndu stað- festa samkomulagið endanlega í Róm síðar í maí.“ Áhugi á súrálsverksmiðju Á blaðamannafundinum spurði Morgunblaðið Pútín hvort hann teldi að Ísland hefði hlutverki að gegna í þróun sambands Rússa og Atlants- hafsbandalagsins, NATO. Forsetinn svaraði því til að samskipti Íslands við Rússland og Sovétríkin ættu sér langa sögu, efnahags- og viðskipta- leg tengsl þjóðanna hefðu verið mun meiri áður fyrr en nú væri og þar sem engar hugmyndafræðilegar hindranir væru lengur á milli þeirra „ættum við að snúa okkur að því að þróa samband ríkjanna á nýjan leik. Ísland er ennfremur í stakk búið, af landfræðilegum ástæðum, að vera nokkurs konar brú á ýmsum sviðum. Ísland er ekki stórt land en stendur öðrum algjörlega jafnfætis þegar kemur að því að leysa málefni norð- ursins. Ísland tekur við formennsku í Heimskautaráðinu í haust og á þeim vettvangi verða tekin fyrir ým- is mál sem varða Rússland, Ameríku og Evrópu; á sviði umhverfismála, efnahagsmála og tækni. Og þetta er ekki tæmandi listi; Ísland gæti verið mikilvægur hlekkur í keðjunni milli Rússlands og Bandaríkjanna; við höfum mikinn áhuga á að samstarf landanna þróist enn frekar á ýmsum sviðum og við munum leggja áherslu á að bein tvíhliða samskipti ríkjanna eigi eftir að aukast mikið. Ég hef essi samn- rrar sam- sturveldin ryðjuverk- ugga r aukinni r því sem sturátt en ýnt áhuga vétlýðveldi og Ólafur ntanlegan í morgun r viðræður á áhyggjur samnings. í Moskvu ngslum við hernaðar- enn. Sam- Rússa og erja myndi um. Pútín Rússa og þjóðasam- n hryðju- g fyrir út- og annarra auðvelda er þörf. Rússland lands árið l að varpa na. „Þvert taður þar llgrímsson gun eft- gurjóna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Lárus Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Marels, klippa á borða í gær við opnun skrifstofu Marels í Moskvu. Ólafur sat einnig kynningarfundi Samskipa og Flugleiða. mur um aukin inga og Rússa adim- msókn sson n for- íkis- ði t.d. um. ki hins skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.