Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM daginn hitti ég hjón, ellilífeyrisþega, sem hafa búið í Kópa- vogi í marga áratugi. Þau sögðu mér frá því að á síðasta ári hefðu þau þurft fyrirgreiðslu hjá bænum varðandi greiðslu á gatnagerðar- gjöldum sem á þau voru lögð, þar sem verið var að endurnýja götuna sem þau búa við. Þetta voru há gjöld miðað við litlar tekjur. Eftir að hafa safnað í sig kjarki fóru þau á bæjarskrif- stofurnar og báru upp erindið. Þar var þeim tjáð að þau yrðu bara að tala við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa og reyna að fá þá til að gera eitthvað í málinu. Þau héldu heim á ný og þurftu nú að safna enn meiri kjarki til að tala við hina háu herra. Töldu þau að ef þau drifu sig til bæjar- stjóra myndi hann leysa málið snarlega. Þau pöntuðu viðtal, fóru til hans, en þegar fundi þeirra með honum lauk voru þau jafnnær og áður. Enn fóru þau heim án þess að hafa fengið nokkra úrlausn. Þau gátu ekki gefist upp því það myndi leiða til þess að þau kæmust í vanskil og það kærðu þau sig ekki um, enda alltaf staðið í skilum með allt sitt. Þau fóru því í auglýstan viðtalstíma hjá tveim- ur bæjarfulltrúum meirihlutans sem höfðu góð orð um að ganga í málið og komu með ákveðna tillögu í því. Leið nú og beið og í ljós kom að ekki var hægt að fara þá leið sem bæjarfull- trúarnir lögðu til. Nú tók við tími hugarangurs, símhringinga og stapps og um síðir kom viðunandi lausn. Ég varð hissa þegar ég heyrði þessa sögu. Hissa á því að nú, þegar fyrirtæki og stofnanir keppast um að veita fljóta, góða og sanngjarna þjón- ustu, skuli fólk sem þarf að leita til bæjarins með sín erindi þurfa að ganga frá Heródesi til Pílatusar. Lenda jafnvel í þrasi við pólitíkusana og fá svo úrlausn eftir dúk og disk. Allir bankar eru komnir með þjón- ustufulltrúa, það þarf ekki lengur að fara fyrir bankastjóra til að fá fyr- irgreiðslu í bankanum, Alþingi er með umboðsmann sem almenningur getur leitað til, börnin hafa sérstakan umboðsmann. Af hverju er Kópa- vogsbær ekki með starfsmann sem íbúar bæjarins geta leitað til með mál af þessu tagi, sem gengur í málin og finnur sanngjarna og góða lausn? Það fyrirkomulag sem ríkir í þess- um málum í Kópavogi er úrelt. Það átti við á dögum fyrirgreiðslana, þeg- ar pólitíkusar voru að gera mönnum „greiða“ út um allan bæ. En á 21. öld- inni er stjórnsýsla af þessu tagi al- gjörlega úr takti við samfélagið. Auð- vitað eiga bæjarfulltrúar að vera með viðtalstíma, það á líka að vera hægt að senda þeim tölvupóst og almenn- ingur á að hafa greiðan aðgang að þeim. Fólk á ekki að þurfa að ganga á milli þeirra með viðkvæm og erfið mál. Hafsteinn Karlsson Kópavogur Af hverju, spyr Haf- steinn Karlsson, er Kópavogsbær ekki með starfsmann sem íbúar bæjarins geta leitað til með ýmis mál? Höfundur er skólastjóri og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Heródes og Pílatus eru enn í Kópavogi ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélstjóri 2. vélstjóri óskast á Danska Pétur VE-423. Þarf að hafa réttindi á 750 kw vél. Upplýsingar í síma 852 0169. Skipstjóri. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., Melabraut 21-25, Hafnarfirði Óskum eftir vélvirkjum, vélstjórum eða mönnum vönum járnsmíðavinnu. Framtíðarstarf í boði fyrir réttan mann. Nánari upplýsingar veitir Unnar á staðnum. Leikskólakennarar Aðaldælahreppur auglýsir eftir leikskóla- stjóra við leikskóla Aðaldælahrepps. Einnig vantar leikskólakennara í 80% stöðu. Leikskólinn er í nýlegu húsnæði, um 20 börn eru í skólanum. Ráðið verður í stöðurnar frá 15. ágúst eða eftir samkomulagi. Aðaldælahreppur mun veita aðstoð við útvegun á húsnæði ef þess gerist þörf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Aðaldæla- hrepps í síma 464 3510 þriðjudaga til föstudaga frá kl. 13—17, og hjá leikskólastjóra í síma 464 3590 eða heimasíma 464 3532. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Umsóknir sendist til Aðaldælahrepps, Iðjugerði 1, 641 Húsavík. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skeifan — verslunarhúsnæði til leigu Eitt besta verslunarhúsnæðið í ný uppgerðu húsi í Skeifunni. Stærð um 820 m². Næg bílastæði. Frábært auglýsingagildi. Upplýsingar í síma 894 7997. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalsafnaðarfundur Seltjarnarneskirkju verður haldinn sunnudaginn 28. apríl kl. 9.00. Venjuleg aðalfundarstörf, allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Aðalfundur Sparisjóðs Vestfirðinga Stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga hefur ákveðið að halda aðalfund sparisjóðsins laugardag- inn 4. maí 2002 kl. 14.00 í félagsheimilinu á Patreksfirði. Dagskrá aðalfundarins verður samkvæmt samþykktum sjóðsins. Stjórnin. Aðalfundur Heilsuhringsins verður haldinn í Norræna húsinu laugardaginn 27. apríl kl. 13.00. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 14.00 verða flutt þessi erindi: Lífsleikni - Gunnar Eyjólfsson, leikari. Samstilltir hormónar með réttu mataræði - Þorbjörg Hafsteindóttir, næringarþerapisti. Hvað er náttúrulegt prógesteron? - Ævar Jóhannesson. Öllum velkomið að koma og hlusta á erindi. Stjórnin. KVÓTI Varanlegar aflaheimildir til sölu Kauptilboð óskast í eftirfarandi varanlegar afla- heimildir. Heimildir þessar seljast án skips. Þorskur 260,5 tonn Ýsa 30,5 tonn Ufsi 110,0 tonn Steinbítur 70,5 tonn Karfi 10,0 tonn Einnig fylgir með í þessum pakka 40 tonn af ýmsum flatfisktegundum. Tilboð sendist með tölvupósti á box@mbl.is merkt: „V — 12221“. TIL SÖLU Lagerútsala — bílskúrssala Í dag, laugardaginn 20. apríl, frá kl. 11—15 selj- um við allt af lagernum. Seldir verða borðar frá Sopp, 60 mm, 40 mm og 25 mm á 20 m — 25 m rúllum. Tilbúnar slaufur. Krullubönd 5 mm og 10 mm. Viðarbönd 10 mm. Umbúðapappír 200 m. Pappírspokar m. haldi. Silkivörur: Peysur, bolir, toppar, slæður, nátt- föt, náttkjólar og náttsloppar. Nú er um að gera að koma og gera góð kaup — allt á að seljast. Tilvalið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Staðgreiðslusala. Toja, Skógarhjalla 19, 200 Kópavogi, sími 898 5111. TILKYNNINGAR  Úrval Laxnessbóka, Bergsætt, Kollsvíkurætt, Strandamenn, Bjarni Hermannsson, Islendica 1—30, Náttúrufræðingurinn 1—45, Vor borðsilfur G.M., stokkabelti. Gvendur dúllari, Kolaportinu. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Prestastígur á Reykjanesi. Fyrsta raðganga FÍ í tilefni 75 ára afmælis um fornar þjóð- leiðir. Verið með frá byrjun. Saga og jarðfræði. Verð kr. 1.700/2.000. Brottför frá BSÍ kl. 10.30, komið við í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði. Sjá nánar á heimasíðu FÍ, www.fi.is, og í prentaðri áætlun bls. 11. Fáið stimpla í áætlun og takið þátt í happdrætti. Verið velkomin í bás FÍ í Smára- lind um helgina. 21. apríl Reykjavegur – Stóra Sandvík – Þorbjarnarfell (R1) Nú byrjar fyrsti hluti Reykjaveg- arins, en samtals eru þetta átta áfangar. Gangan hefst við Stóru- Sandvík og gengið um eldvörp að Þorbjarnarfelli. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga/1.700 fyrir aðra. Farastjóri: Margrét Björnsdóttir. Hvetjum alla til að vera með frá byrjun. 21. apríl Árnastígur Árnastígur — gömul leið á milli Njarðvíkur og Grinda- víkur. Gangan hefst við Stapafell og gengið um Eldvörp að Húsatótt- um í Grindavík. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir fé- laga /1.700 fyrir aðra. Fararstjóri: Steinar Frímansson. 23. apríl Deildarfundur jeppadeildar. Fundurinn er haldinn á skrifstofu Útivistar á Laugavegi 178 kl. 20.00. Innanfélagsmál, GPS ný- ungar frá Garmin (R. Sigmunds- son), myndasýning (slides). Kaffi og meðlæti í boði Merrild. Allir velkomnir. 24. apríl Helgafell — Mosfellsbæ (Útivistarræktin) Brottför á eigin bílum frá skrif- stofu Útivistar kl. 18.30. Ekkert þátttökugjald. mbl.is ATVINNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.