Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðrún Héðins-dóttir fæddist á
Húsavík 20. janúar
1925. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Þing-
eyinga 14. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Helga
Jónsdóttir og Héðinn
Maríusson, Húsavík.
Guðrún var þriðja
elst af níu systkinum.
Hinn 27.12. 1945
giftist Guðrún eftir-
lifandi eiginmanni
sínum, Kristjáni
Gunnari frá Akur-
eyri, f. 25.9. 1924. Hann er sonur
hjónanna Óskars Þórðar Jónsson-
ar og Guðnýjar Vilmundardóttur,
Akureyri. Börn Guðrúnar og
Kristjáns Gunnars eru: 1) Guðný
Helga, f. 1.3. 1947, maki Svavar
Cesar Kristmundsson, f. 2.8. 1947,
börn þeirra: a) Guðrún Kristín,
maki Ragnar Björn Hjaltested.
Börn þeirra eru
Svavar Cesar, Stefán
Bjarni, Sverrir Páll.
b) Birgitta Bjarney,
maki Geir Ívarsson.
Barn þeirra Kristný
Ósk. c) Kristján
Breiðfjörð, sambýlis-
kona Sólveig Anna
Þorvaldsdóttir. 2)
Þórunn Ósk, f. 30.3.
1956, maki Hermann
Benediktsson, f.
16.12. 1953. Börn
þeirra: a) Benedikt,
sambýliskona Signa
Valgeirsdóttir, dóttir
hennar Embla Rán. b) Alexander.
3) Óskar Þórður, f. 9.2. 1962, maki
Ásrún Árnadóttir, f. 18.5. 1963.
Börn þeirra: a) Jóna Birna, sam-
býlismaður Björgvin Sigurðsson.
b) Kristrún Ýr. c) Kristján Gunnar.
Útför Guðrúnar Héðinsdóttur
fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Í Spámanninum segir: „Þegar þú
ert sorgmæddur skaltu sjá að þú
grætur vegna þess sem áður var
gleði þín.“ Nú þegar móðir okkar,
Guðrún Héðinsdóttir, verður lögð til
hinstu hvílu veita þessi orð okkur
huggun.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
Ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
Þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kveðja.
Börnin.
Elsku Gunna mín. Skjótt skipast
veður í lofti og við sem ætluðum að
gera svo margt fyrir þig í sumar.
Elskulegri tengdamóður var ekki
hægt að hugsa sér. Fjölskyldan og
heimilið var Gunnu allt og ekki leið
sá dagur að hún vitjaði ekki um okk-
ur til þess að fullvissa sig um að allir
væru frískir og liði vel. Á afmælum
kom amma Gunna, eins og við köll-
uðum hana, ávallt færandi hendi með
hina rómuðu rjómatertu sína sem
öllum þótti ómissandi og enginn
kunni að gera eins og hún. Engu
skipti þótt bættust við meðlimir í
fjölskylduna og afmælum og öðrum
fagnaðarefnum fjölgaði, aldrei brást
að tertan góða skilaði sér á veislu-
borðið. Amma Gunna skildi engan
útundan, en þannig var henni rétt
lýst. Hún hugsaði alltaf fyrst um
aðra.
Smáfuglarnir, sem veittu henni
svo mikla gleði, fóru heldur ekki var-
hluta af einstöku hjartalagi hennar.
Þeir fengu líka sitt brauð framreitt
af kærleika.
Ég kom ung að árum inn í tengda-
fjölskylduna og er óhætt að segja að
mér hafi verið tekið opnum örmum.
Mér er minnisstætt að í samtölum
okkar í milli talaði Gunna ævinlega
um „pabba minn“ þegar tengdaföður
minn bar á góma, enda kom hún
ávallt fram við mig sem væri ég eitt
barna þeirra hjóna. Ég á elsku
Gunnu minni svo ótalmargt að
þakka. Með hlýju sinni kenndi hún
mér sitthvað um lífið, vonina, trúna
og kærleikann. Nú er hún farin á vit
foreldra sinna sem henni þótti svo
vænt um. Hjartað er fullt af sorg en í
fyllingu tímans munu fallegar minn-
ingar leysa sáran söknuðinn af
hólmi.
Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Kveðja.
Tengdadóttir.
Góð frænka hefur kvatt. Fyrir
nokkru var vitað að hverju stefndi og
mætti hún örlögum sínum með ró í
nærveru sinna nánustu.
Guðrún Héðinsdóttir var föður-
systir okkar. Hún var þriðja barn
foreldra sinna, Helgu Jónsdóttur og
Héðins Maríussonar, í röð níu systk-
ina, þriggja systra og sex bræðra.
Hún er sú sem fyrst fellur frá úr
systkinahópnum. Hún ólst upp í
Héðinshúsi, nú Túngötu 12, á Húsa-
vík þar sem jafnan var margt um
manninn og mörg verkin þurfti að
vinna. Okkur skilst að þá þegar hafi
dugnaður og kraftur einkennt
frænku okkar og ekki síst hjálpsemi
og liðlegheit sem áttu eftir að fylgja
henni áfram.
Fyrstu minningar okkar tengdar
frænku, sem við kölluðum alltaf
Gunnu, eru frá Húsavík þegar við
vorum börn í sumarfríi með foreldr-
um okkar.
Pabbi lagði metnað sinn í að við
kynntumst átthögum hans og skyld-
mennum. Í minningunni voru þetta
ævintýraferðir.
Okkur fannst við eiga frændur og
frænkur í öðru hverju húsi. Ánægjan
mikil að leika í fjörunni, í heyskap
eða fá að fara á skak með afa. Fara í
búðir með ömmu og Gunnu og fá eitt-
hvert góðgæti í eldhúsinu í Héðins-
húsi. Heyra brakið í stiganum sem
enn er ekki horfið. Hlusta á afa og
frændurna ræða um veðrið og
aflann. Fá glænýjan fiskinn með
hamsatólg, óhrært skyr með rjóma,
óbarinn harðfisk sem ekki átti sér
neinn líka og tók langan tíma að
mýkja í munninum. Allar götur síðan
bragðast ákveðinn matur best á
Húsavík.
Oft vorum við fyrir norðan í ágúst
til að tína ber, það gat þá þýtt að eitt
okkar héldi upp á afmælisdaginn
sinn þar. Það þótti hið besta mál því
Gunna frænka sá til þess að gefa við-
komandi barni þá stærstu afmælis-
veislu sem hugsast gat. Þau afmæli
áttu síðan alltaf eftir að standa upp
úr í huga barnsins.
Starfsvettvangur Gunnu var
heimilið. Þar undi hún sér best og
réð ríkjum með þvílíkum myndar-
brag að orð fór af. Eftirlifandi eig-
inmaður hennar er Kristján Gunnar
Óskarsson. Þau eignuðust þrjú börn.
Barnabörnin eru átta og langömmu-
börnin eru fimm. Þau voru hennar
stolt og yndi.
Gunna og Kristján voru mjög sam-
heldin hjón. Þau ferðuðust mikið á
bíl um Norður- og Austurland að
leita steina. Gunna tók virkan þátt í
þessu stærsta áhugamáli Kristjáns.
Margar fjallgöngur farnar og rogast
með þunga steina niður hlíðarnar.
Enginn eftirsóttur steinn svo þungur
að ekki tækist að koma honum alla
leið í skúrinn hjá Stjána, setja hann í
steinsögina, slípa og síðan njóta
þeirrar fegurðar sem hann hafði að
bera. Steinasafnið á Fossvöllum 6 er
án efa eitt allra besta og verðmæt-
asta einkasteinasafn á Íslandi. Heill
heimur út af fyrir sig.
Það er ekki sjálfgefið að frænd-
semi eflist með árunum. Að henni
þarf að hlúa og huga. Þetta vissi
Gunna og kenndi okkur. Hún sáði líf-
vænlegum fræjum í okkar garð sem
náðu að skjóta traustum rótum. Úr
varð sterk og traust vinátta sem hef-
ur verið okkur systkinunum svo mik-
ils virði. Þegar makar komu inn í
myndina og síðar börn okkar var
þeim sýnd sama hlýja og ástúð.
Ekki hefur okkur fundist við al-
mennilega komin til Húsavíkur fyrr
en við höfum heilsað upp á Gunnu og
Kristján á Fossvöllum 6 og heyrt þau
bjóða okkur velkomin í bæinn. Börn-
in tala um pönnuköku- eða ævintýra-
húsið en það þótti þeim viðeigandi
nöfn á húsi þeirra. Slíkar voru veit-
ingarnar sem reiddar voru fram í
hvert skipti, veisluborðið svignaði
undan kræsingunum og skipti ekki
máli hvort bankað var upp á um helgi
eða á virkum degi. Ef einhver sýnir
tilburði í þessa átt í ættinni er jafnan
talað um að hafa Húsavíkurgenið í
sér. Gunna naut þess að taka vel á
móti gestum sínum og gestirnir nutu
þess að þiggja veitingar hennar.
Aldrei fórum við tómhent frá henni
því alltaf fengum við góða stærð af
brúntertu að taka með í Héðinshús.
Þótt við vissum að töluverð vinna
lægi að baki þessum bakstri hefði
það verið okkur þvert um geð að af-
þakka þessa einstöku tertu frá
frænku. Eflaust á hver húsmóðir á
Húsavík sína leyniuppskrift að brún-
tertu en við fullyrðum að fremst
meðal jafninga hafi brúntertan
hennar Gunnu verið. Um kvöldið var
síðan sest að snæðingi, hver fékk
sína brúntertusneið með kaldri
mjólk. Þvílíkt bragð! „Nú erum við
komin til Húsavíkur.“ Gunna skildi
þetta svo vel.
Gunna var frænka með stóru F-i
sem bar hag allrar stórfjölskyldunn-
ar fyrir brjósti. Það sem einkenndi
hana var gjafmildi, hlýja, frændsemi
og ræktarsemi. Hún gaf af rausn,
góðum hug og væntumþykju. Sem
merki um ræktarsemi hennar var að
fá símhringingu frá henni á afmæl-
isdegi gegnum öll árin. Á tímum
hraða og flýtis þar sem flestir virðast
hafa nóg með sig og sína væri þetta
mörgum til eftirbreytni. Hún var líka
stolt af því að frumburður bróður
síns (föður okkar) ætti sama afmæl-
isdag og hún sjálf.
Fleiri hafa fengið að njóta mann-
gæsku Gunnu en mannfólkið í gegn-
um tíðina. Gunna var þekkt fyrir um-
hyggju við fuglana, þar komu þeir
ekki að tómum kofunum. Fengu í
svanginn reglulega nokkrum sinnum
á dag. Mátti jafnan sjá fleiri tugi
anda og mikinn fjölda smáfugla í
garðinum þeirra eða á leið þangað.
Að launum hlaut hún tryggð þeirra
og söng.
Fjölskyldan var svo lánsöm að
eignast Héðinshús fyrir rúmum ára-
tug. Það hefur reynst ómetanlegt að
eiga fastan samastað á Húsavík og
óhætt er að segja að dvöl á sumrin
þar sé betri en nokkur utanlands-
ferð. Á þennan hátt hafa börn okkar
náð að kynnast lífinu á Húsavík að
mörgu leyti á hliðstæðan hátt og við
gerðum.
Þar átti Gunna stóran hlut að máli.
Gömlu og mannlausu húsinu þarf að
fylgjast með, sérstaklega yfir vetur-
inn. Það gerðu þau hjónin óumbeðin
frá upphafi af mikilli alúð og ósér-
hlífni.
Það verður tómlegra að koma til
Húsavíkur héðan í frá. Enginn kem-
ur í stað Gunnu. Hún var einstök í
huga okkar og verður það áfram.
Ástvinir syrgja og sakna mikils.
Við vottum Kristjáni, Guðnýju, Þór-
unni, Óskari og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð. Hugur okkar
er hjá þeim.
Guð blessi minningu yndislegrar
frænku. Hafi hún þökk fyrir allt og
allt.
Guðmundur, Helga, Ólöf,
Héðinn og fjölskyldur.
Elsku amma, við eigum þér svo
mikið að þakka. Við vitum ekki hvað
skal segja, æðri máttarvöld sigruðu
eftir stutta en hetjulega baráttu. Þú
vildir allt fyrir alla gera og varst
besti og mesti gestgjafi í manna
minnum. Margs er að minnast og orð
verða fátækleg andspænis kostum
þínum. Úr bernsku okkar eigum við
margar góðar minningar um ömmu
okkar.
Elsku amma, við vitum að þú vakir
yfir okkur og passar upp á okkur öll.
Megi ljúf minning um einstaka
konu sem er okkur svo kær lifa með
okkur. Megi góður Guð gæta sálu
hennar.
Elsku afi, við vitum að þinn missir
er mikill og Guð mun styrkja þig.
Ömmubörn.
Elsku amma mín. Sá sem öllu ræð-
ur getur svo sannarlega verið ósann-
gjarn. Þú varst elskulegust allra og
áttir svo sannarlega ekki skilið að
enda lífið svona lasin og kvalin. Það á
svo sem enginn en sérstaklega ekki
þú.
Amma mín var elskulegust allra,
yndislegasta manneskja sem ég hef
kynnst. Það eru ekki til nógu sterk
og falleg orð til að lýsa henni ömmu
minni. Allir sem hana þekktu eru til
vitnis um það hversu yndislegur per-
sónuleiki hún var. Ef englar eru til í
þessu jarðneska lífi þá var hún amma
mín svo sannarlega engill með stóru
E. Alltaf hugsaði hún um aðra og
setti sig í síðasta sæti. Hún mátti
ekkert aumt sjá. Er nema von að
maður sé reiður úr í almættið þegar
svona yndisleg kona fær ekki sína
hinstu ósk uppfyllta? Hún var sú að
lifa vorið og sumarið, sjá allt lifna við
á ný eftir veturinn. Í staðinn deyr
hún rúmum tveimur mánuðum eftir
greiningu og kvaldist eftir því. Við
sem ætluðum að nota tímann svo vel
sem við fjölskyldan ættum eftir með
þér en fengum svo engan tíma. Er
skrítið að trúin minnki?
Amma og afi á Fossvöllum voru
kletturinn í tilverunni og fjölskyld-
unni. Þangað komu margir, fjöl-
skylda, vinir og ég tala ekki um allar
endurnar sem komu á hverjum degi.
50-100 stk. til að fá sér brauðbita.
Þau eru ófá brauðin sem fara á dag.
Auðvitað vissi ég að þau yrðu ekki ei-
líf en samt hélt ég að við fengjum
miklu meiri tíma með þeim saman en
svo var ekki. Samt má ekki gleyma
að þakka fyrir þann tíma og bara yf-
irleitt að vera afkomandi þeirra.
Takk.
Hún Guðrún Héðinsdóttir var sko
engin venjuleg kona. Margar vinkon-
ur mínar í barnaskóla öfunduðu mig
af ömmu minni og vildu oft fara með
mér á Fossvellina, stundum stungu
þær upp á því að fyrra bragði. Sumar
kölluðu hana ömmu Gunnu. Ekki
skemmdi fyrir að venjulegur kaffi-
tími þar var eins og stórveisla hjá
öðrum. Þótt margir gestir kæmu
óvænt þá gat hún alltaf galdrað fram
veislu að sínum hætti. Það fer enginn
í hennar spor hvað mat varðar.
Amma var mikil keppniskona en
það var greinilega ekki nóg í hennar
baráttu við veikindin. Hún var gömul
handboltakempa og mikil áhuga-
manneskja um íþóttir, sérstaklega
enska boltann. Við héldum hvor upp
á sitt liðið í enska boltanum, hún var
Liverpool-aðdáandi. Nú verður
amma að fylgjast með frá öðrum stað
hvort hennar lið nái loksins eftir
mörg ár að verða enskur meistari.
Ég þakka fyrir þau forréttindi að
hafa átt heima á sama stað og amma
allt mitt líf. Minningarnar skjótast
upp hver á eftir annarri þessa dag-
ana. Sláturgerðin þar sem við krakk-
arnir fengum að taka fullan þátt,
laufabrauðsgerðin sem var alltaf
heima hjá ömmu og afa. Allar sög-
urnar sem þú sagðir okkur, þær eru
óteljandi. Ekki má gleyma galdra-
húfunni góðu sem þú notaðir óspart
þegar ég var lítil, en samt urðum við
alltaf að fara að versla fyrst í Hruna-
búð og galdra svo þegar heim kæmi,
ótrúleg minning, amma mín kunni að
galdra. Allar lautarferðirnar með
ykkur afa, þær voru frábærar, og
grillferðirnar upp að Botnsvatni.
Ekki síst þegar ég flutti til afa og
ömmu níu ára þegar litli bróðir
fæddist. Var ég þar í nokkurn tíma
þar sem mamma fór á Akranes því
hin amma mín ætlaði að taka á móti
barninu. Þvílík veisla hvern einasta
dag.
Ég sé mikið eftir að hafa ekki átt
hana Kristnýju mína miklu fyrr fyrst
amma fékk ekki lengri tíma en þetta
með okkur. En þessi tæpu tvö ár eru
dýrmæt. Amma lét óspart í ljós
ánægju sína með Kristnýju og notaði
sterk og falleg orð um hana svo aðrir
heyrðu að ég fór oft hjá mér. En
svona var amma, gladdist með fjöl-
skyldu sinni í einu og öllu. Ég man
þegar amma kom á fæðingardeildina
til okkar Kristnýjar í júní 2000. Þá
strax talaði hún um hvað hún hlakk-
aði til jólanna en þau urðu nú bara
tvenn.
Elsku amma, takk fyrir allt, ég get
aldrei þakkað þér nóg fyrir að vera
svona stór hluti af hjarta mínu. Þar
geymi ég nú allar minningarnar um
þig. Ég mun elska þig að eilífu. Takk.
Takk.
Elsku afi, missir þinn er mikill þar
sem þið amma voruð svo samrýnd.
Við munum öll hjálpast að.
Elskulega amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum,
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver;
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Birgitta Bjarney.
Elsku besta amma mín, ég á þér
svo mikið að þakka.
Kallið þitt fékkstu síðastliðinn
sunnudag. Þú tókst tíðindum um al-
varleg veikindi þín með æðruleysi og
bugaðist aldrei. Þó að ég vissi að
þessi tími myndi koma þá bjóst ég
ekki við þessu svona fljótt. Það er
margt sem kemur upp þegar maður
leitar eftir minningum um þig, og
eitt eiga þær sameiginlegt, það er að
þær eru allar ljúfar og góðar.
Þriggja ára gömul gerðist ég ráðs-
kona hjá ömmu, gott var að vera þar,
því amma var ekki útivinnandi, ör-
yggið og hlýjan sem hún veitti mér
var mér ómetanleg. Þegar ömmu er
minnst kemst maður ekki hjá því að
tala um mat, en maturinn hennar og
kökur og það sem hún gerði með
höndunum gæti hæglega fyllt góða
matreiðslubók, enda voru margir
með mikla matarást á ömmu ofan á
aðra ást, en hver og einn á sína minn-
ingu um það því amma var besti og
mesti gestgjafi.
Ekki er hægt að gleyma þeim
stundum þegar tekið var slátur á
haustin eða laufabrauð fjölskyldunn-
ar Fossvöllum 6. Var sama hvar ég
var um jólin, í Noregi eða Bandaríkj-
unum, alltaf fékk ég laufabrauðið þó
að það væri í misgóðu ástandi eftir
ferðalagið frá Húsavík. Jólasmákök-
urnar fékk ég alltaf sendar, nokkrar
tegundir fyrir jólin, „bara svona smá
smakk,“ sagði amma alltaf og ég lá á
þeim eins og ormur á gulli.
Allt var best hjá ömmu. Nestis-
ferðirnar með ömmu og afa voru ófá-
ar, þurfti bara að finna næstu laut og
þar var breitt úr teppi og nestið
snætt sem var vel útilátið, og ekki
var verra að hafa berjalyng þar
nærri því amma naut þess að vera úti
í náttúrunni, oft við að tína ber eða
steina með afa. Að hafa fengið að
alast upp í nálægð við ömmu og afa
er ómetanlegt. Þau gerðu aldrei neitt
upp á milli okkar krakkanna, svo öll-
um leið vel í návist þeirra og fundu
fyrir miklum kærleika.
Amma kunni ýmislegt fyrir sér og
GUÐRÚN
HÉÐINSDÓTTIR