Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 57
sjötuga fyrirtæki sínu. Við heyrðum í
útvarpinu sl. sunnudagskvöld, hvað
Jón Múli hafði við það að athuga.
Hann benti með skýrum dæmum á
margar mótbárur gegn slíku ráða-
bruggi, minntist á ýmisleg verðmæt
menningargögn, sem hlaðist hafa
upp í safndeildum útvarpsins, s.s. ís-
lenzkar bókmenntir og íslenzka leik-
list í óteljandi afbrigðum, íslenzka
tónlist og talað mál fólksins í landinu.
Já, hvernig mundi þetta verða metið
til fjár á söluborðum ríkisins, ef til
kæmi? spurði Jón Múli. Svör eru
auðvitað engin til. Við verðum aðeins
að vona að ráðamenn viti hvenær og
hvernig Íslandsklukkan glymur.
Svo rifjað sé upp, hvenær leiðir
okkar Jóns Múla lágu fyrst saman,
var það allskömmu fyrir samfundi
okkar í útvarpinu. Þá stóðum við
frammi fyrir taktslætti meistara
Urbancic, sem ætlaði að flytja þjóð-
inni í fyrsta skipti Jóhannesarpassíu
Bachs – og stóð við það með glans.
Við Jón vorum nábúar í Tónlistar-
félagskórnum, báðir gæddir bassa-
rödd, að vísu misdjúpri.
Eftir að hafa ráðist til hlutastarfs
við auglýsingalestur í útvarpinu
haustið 1945, kemst eg að því að Jón
er farinn að starfa á fréttastofunni
þar, og áður en kemur að sumarmál-
um er hann fastráðinn til þular-
starfa. Má því segja að við höfum
verið nokkuð samstiga inn um út-
varpsdyrnar við Austurvöll. Í árslok
1947 gerist eg svo dagskrárfulltrúi,
og urðu samskipti okkar þá fyrst
veruleg. Þau samskipti voru ekki
einungis mikil, heldur og sérlega
ánægjuleg, því að Jón Múli var ein-
stakur öðlingur, skapgóður og
skemmtilegur.
Hér langar mig til að skjóta inn
kímilegri en einlægri áritun Jóns
Múla á fyrstu þjóðsagnabók hans,
sem hann sendi mér nýútkomna árið
1996, en þá var eg horfinn frá út-
varpinu fyrir 15 árum.
„Baldur Pálmason. Gamli útvarps-
gaur. Skruddunni fylgja bestu kveðj-
ur og árnaðaróskir plús helmingi
fleiri þakkir fyrir árangursríkt sam-
starf í Útvarpi Reykjavík við Aust-
urvöll og Skúlagötu einn mannsaldur
á 20. öld. Jón Múli.“
Þessi bók og tvær aðrar þjóð-
sagnabækur Jóns Múla Árnasonar
eiga sér sæti í bókaskáp mínum við
hlið þjóðsagna annars eldri Jóns
Árnasonar.
Ekki má láta undir höfuð leggjast
að geta um tvennskonar afrek Jóns
Múla í tónlistarefnum. Fyrst og
fremst hvað gott tónskáld hann var
og í öðru lagi mikill forsvarsmaður
góðrar djasstónlistar í útvarpinu,
mestur sérfræðingur á því sviði, sem
við höfum átt. Já, frumsömdu lögin
hans Jóns eiga eftir að létta þjóðinni
lund um ókomna tíma í samfloti með
bráðsnjöllum söngtextum Jónasar
bróður hans.
Að lokum flyt eg Ragnheiði Ástu
Pétursdóttur, konu Jóns Múla Árna-
sonar, innilega samúðarkveðju, svo
og börnum þeirra – öllum.
Samúð mín nær einnig til tengda-
foreldra Jóns. Eg leyfi mér að halda
því fram statt og stöðugt, að engin
útvarpsstöð veraldar önnur en Rík-
isútvarpið hefur haft á að skipa jafn
stórgóðum þulum og þeir tengda-
feðgar voru, Pétur Pétursson og Jón
Múli Árnason – og svo einnig konan
góða, sem tengdi þá saman, Ragn-
heiður Ásta.
Baldur Pálmason.
Löngu áður en hugtakið einelti
var fundið upp hrópuðu skólafélag-
ar á eftir honum: „Jón með djass-
delluna“ og löngu áður en mörland-
ar skildu að djass var list var hann
orðinn sérfræðingur í faginu. Hann
varð fjölmiðlastjarna áður en þeirri
stétt óx fiskur um hrygg og ég er
ekki viss um að allir skilji enn hvers
virði hann var sem tónskáld. Hann
var höfundur söngdansa sem að
mörgu leyti svipaði til laga Gers-
hwins, Porters, Rogers og Kerns,
en slíkt væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir þá ótrúlegu staðreynd að
gæðin voru litlu lakari hjá útvarps-
þulnum íslenska en hinum banda-
rísku stórstjörnum. Hann var trú-
maður, ekki í hefðbundnum
skilningi heldur pólitískum og list-
rænum.
Undarlegir hlutir gerast þegar
menn verða sérfróðir um ákveðin
málefni. Í heimi tónlistarinnar
fylgir því miður oft böggull skamm-
rifi. Jafnt atvinnuhljóðfæraleikarar
sem djúpt sokknir tónlistarunnend-
ur auka gjarnan með árunum þekk-
ingu sína á viðfangsefninu með öll-
um tiltækum ráðum, svo sem
bóklestri, tónleikasókn, en auðvitað
fyrst og fremst með mikilli hlustun
á plötur. Nær óumflýjanlegur ferill
virðist hefjast með þessari viðleitni,
ferill þar sem hlustunin vill breytast
í þekkingaröflun, þekkingaröflunin
í rannsóknir, rannsóknirnar í grein-
ingu og greiningin í gallaleit. Oftar
en ekki dvínar hin upprunalega
ástríða á leiðinni, undrunin hverfur
og hrifnæmið slævist.
Á einhvern óskiljanlegan hátt
tókst Jóni Múla Árnasyni að varð-
veita sakleysið í sjálfum sér að
þessu leyti. Þrátt fyrir yfirgrips-
mikla þekkingu og gríðarlega
hlustun á djasstónlist var eins og
hann ætti alltaf greiðan aðgang að
barninu í sjálfum sér í jákvæðasta
skilningi þeirra orða.
Hann var nefnilega alltaf tilbúinn
að láta hreyfa við sér og hrífast með.
Og ekki nóg með það, hann hafði
þann undraverða hæfileika að njóta
bara þess góða og leiða hitt hjá sér.
Þannig gat hann fyllst innilegri
hrifningu og aðdáun á leik ungra og
ómótaðra nemenda, áhugamanna og
brokkgengra atvinnumanna. Á
meðan flestir kennarar og gagnrýn-
endur hefðu hafið greiningarferlið
fór Jón yfirleitt beint í kostina, kost-
ina sem hinir sáu kannski aldrei fyr-
ir göllunum, kostina sem geyma
nautnina í listinni.
Þegar upp er staðið er þessi sjald-
gæfi eiginleiki það sem undrar mig
mest í fari Jóns Múla. Hann er það
sem ég vildi helst óska, ekki bara
sjálfum mér til handa, heldur gerv-
öllum stéttum tónlistarmanna og
tónlistarkennara því hann er, þegar
allt kemur til alls, kjarni málsins.
Við megum nefnilega ekki gleyma
hvað það var sem dró okkur að tón-
listinni til að byrja með.
Það var líf og fjör þegar Tónlist-
arskóli FÍH tók til starfa haustið
1980, eftirvænting og óþekktur
kraftur í loftinu – eitthvað alveg
nýtt var að hefjast. Kennarar voru
til að byrja með fáir, en góðir, og
prófessor í djasssögu var að sjálf-
sögðu Jón Múli Árnason. Ég man
fyrsta djasssögutímann eins og
hann hefði farið fram í gær. Ég
hafði legið yfir djassþáttum Jóns í
Ríkisútvarpinu en aldrei séð mann-
inn með berum augum. Hann olli
sannarlega ekki vonbrigðum þegar
hann lallaði með sínu sérstæða
göngulagi inn um dyr gamla FÍH-
skólans í Brautarholti og fyllti út í
mjóan ganginn, dúðaður í þykkan
frakka með stóreflis loðhúfu á höfði
og á ógurlegum bomsum. Undir
annarri hendinni var plötubunkinn í
breiðu teygjubandi og plastpoki
með tveimur sódavatnsflöskum í
hinni. Samstundis og áreynslulaust
átti hann alla athygli viðstaddra.
Prófessorinn þurfti ekki færri en
tvö skólaborð undir hafurtask sitt
og það tók tíma að koma öllu fyrir.
Svo byrjaði sagan, sagan sem snart
hann sjálfan svo djúpt að hún gat
ekki annað en snert við okkur hin-
um.
Fátt er mikilvægara ungum tón-
listarnemum en að komast í kynni
við kennara sem hafa sanna ást á
viðfangsefninu. Þetta atriði eitt get-
ur jafnvel orðið mikilvægara en
skoðanir og þekking kennarans, því
þekkingin breytist og sannleikurinn
er einn í dag og annar á morgun.
Mannlegt eðli er hinsvegar nokkuð
samt við sig og mannkostir af þessu
tagi eru mikils virði. Annar góður
kostur í fari Jóns var hæfileikinn til
að tala við ungt fólk eins og jafn-
ingja. Þetta var ekki einhver áunnin
uppeldisfræði frá útlöndum heldur
eðli Jóns og sennilega líka djúp póli-
tísk sannfæring.
Margt er minnisstætt úr kennslu
Jóns Múla við Tónlistarskóla FÍH
og ekki síður úr hinum fjölmörgu
útvarpsþáttum hans. Alltaf stendur
þó upp úr gamall þáttur sem ég held
að hafi fjallað um eitt af helstu
átrúnaðargoðum Jóns, Louis Arms-
trong. Jón endaði þáttinn á lagi sem
var honum sérstaklega kært og
sagði í kynningu að e.t.v. myndu
hlustendur nú skilja af hverju gaml-
ir djassgeggjarar táruðust stundum
yfir grammófóninum sínum á síð-
kvöldum. Kannski er þetta einmitt
myndin sem við ættum að geyma af
Jóni, því að það var hann sem
kenndi þjóðinni að meta nýja list-
grein og hann kenndi með eigin
ástríðu.
Samkennarar og fyrrverandi
nemendur við Tónlistarskóla FÍH
kveðja með söknuði og djúpri virð-
ingu. Sömuleiðis þakkar Jazzdeild
Félags íslenskra hljómlistarmanna
framsæknasta höfundi íslenskra
söngdansa og áróðursmeistara
sveiflunnar fyrir ómetanlegt fram-
lag til listarinnar.
Fyrir hönd Jazzdeildar Félags Ís-
lenskra hljómlistarmanna og Jazz-
deildar Tónlistarskóla FÍH,
Sigurður Flosason.
!
"!
# " $
%&
&
!"#$ $% ##
&'$ &$ $$
()$ $$
#%*+**+***+,
'
-.
/!0
1!02
& 3&4
&&$&55
6 4
(
)!
$#* +&*#$$,
* +
!
/0
78
7
+ * 9:
;
, )&
(.
!4< =%& > &<$#$% ##
=%&
&&% =%& & 84 $% ##
&=%& 4$#4&% ##
**+***+,
!0
/0
-8
' +# 5
6 4
, ,
(
$
?4<$% ## $# &%$$
$# &% ?4<$$,
* +
2?
/0
!02
@
&&A
; $* #9
, /
& (
B ,!6&% ## C"# 2,$$
$#4!6&% ## 86 & $# $$
!6&$ 8% ##,
! " #
#$ %$&'($& # ( #) *
+ , ($& # %$' "#$'*
-# . " # %/)*
+& 0 " * 1 "1 #
*" & 0
>
.
'B D$#&
# $6
&
/ 0
& !
(
)!
&* +.%%$% ##,
* +
-
>, !
C .
&+E
#3&4F
6 4
&
1
)&
1 22
(334
* ++ $% ##
2"#> $% ## G $$
;'&&> $$ 3&% $% ##
G > $% ## H&C'&$$
> $% ## !6&I $
**+&*,