Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 58

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Fjóla Jóhanns-dóttir fædd á Ás- unnarstöðum í Breið- dal 10. apríl 1953. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 12. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru hjónin Jóhann Aðalbert Pét- ursson, f. 17.2. 1915, d. 27.10. 1996, og Hólmfríður Reimars- dóttir, f. 21. 1. 1933, nú búsett á Egilsstöð- um. Fjóla var þriðja elst af átta systkin- um. Hin eru: Borgþór, f. 18.9. 1950, Stefanía Rósa, f. 17.1. 1952, Lilja, f. 9.3. 1955, Dóra, f. 21.1. 1958, Hilmar, f. 29.1. 1961, d. 21.1. 1989, Sóley Dögg, f. 10.9. 1966, og Guðlaugur Smári, f. 24.3. 1970. Fjóla bjó í foreldrahúsum fram á unglingsár og gekk í skóla að Staðarborg en fór strax á ung- lingsárum að vinna fyrir sér úti á Breiðdalsvík. Árið 1972 flutti Fjóla til Egils- staða og þaðan í Fellabæ nokkru síðar og bjó þar eftir það, síðustu 15 árin í sambúð með Hall- grími Hrafni Gísla- syni, f. 14.5. 1958. Þau eiga eina dóttur, Auðdísi Tinnu, f. 3.2. 1988. Áður var Fjóla gift Jósef Marinóssyni, f. 23.7. 1949, en þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Agnes, f. 10.11. 1973, búsett á Akureyri, sambýlis- maður Gunnar Óli Halldórsson, f. 14.5. 1979. 2) Eyþór Máni, f. 13.2. 1979, búsettur á Akureyri, sambýlis- kona Ragnhildur Jónasdóttir, f. 30.3. 1980. 3) Kári Hlíðar, f. 4.7. 1983, búsettur í Fellabæ. Barna- börn Fjólu eru fimm, Fjóla Mar- grét, Hilmar Jósef, Sigrún Sól og Guðrún María, börn Agnesar, og Sebastían Freyr, sonur Eyþórs Mána. Útför Fjólu fer fram frá Hey- dalakirkju í Breiðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Elsku mamma. Nú er óréttlætið orðið algjört, hugsum við og skiljum ekkert í því af hverju einhver sem við elskum af öllu hjarta er tekinn frá okkur svo skyndilega. En það verður seint hægt að skýra Guðs vilja og við trúum því að þörf hafi verið á hjarta- hlýju þinni á stað þar sem hún er í meiri metum en í þessum heimi. Því öll vitum við að það var vandfundið fólk með jafnhlýtt og -stórt hjarta og mamma. Og eftirsjáin og söknuður- inn er mikill, en jafnframt er mér huggun í því að nú ert þú í góðum fé- lagsskap Jóhanns afa og Hilmars frænda sem við vitum að þú saknaðir svo mikið. Þrátt fyrir að tími þinn með okkur hafi verið styttur mikið, fengum við að njóta þess allra besta sem þú hafðir upp á að bjóða og meira en það. Það var alltaf hægt að rifja upp góða tíma með þér og allt mundir þú það eins og gerst hefði í gær. Þú gast setið klukkutímunum sam- an í fanginu á mömmu og hlustað á plötur með henni, var hún vön að segja við mig ef talið barst að tónlist, og strax hugsaði ég að þaðan kæmi þessi gífurlegi tónlistaráhugi hjá okk- ur systkinunum og brosti á meðan þú rifjaðir upp misjafnlega gáfulegar sögur af okkur. Það var líka hægt að treysta á það að ef eitthvert okkar vantaði eitthvað, þá varst þú komin í málið því ekkert mátti börnin þín skorta. Þú varst allt- af skjólið okkar fyrir raunum lífsins. Það var nú samt þannig að oftast vild- um við bara fá eitt virkilega gott mömmufaðmlag og það er svo sárt að hugsa til þess að geta ekki fengið þetta innilega faðmlag og heyra fal- legu orðin sem þú hafðir að segja við okkur. Þær voru margar yndislegu stund- irnar með þér, mamma mín, og mest af öllu í heiminum vildi ég að þær yrðu fleiri. Þegar við bökuðum eða elduðum saman, hin einu og sönnu mömmujól, ég veit að ekkert kætti okkur og þig meira en yndislegu sam- verustundirnar bæði í hátíðarundir- búningi og yfir sjálf jólin. Það hefur vart verið til stórkostlegra jólabarn en einmitt þú, mamma mín. Ferðirn- ar í Breiðdalinn og öll samtölin um allt milli himins og jarðar. Það var ekkert sem var ekki hægt að tala um við mömmu. Og að sjálfsögðu þegar við settumst niður og hlustuðum á tónlist saman. Það grætir mig að Sebastían skyldi ekki fá að njóta fleiri stunda með þér því að ég veit að ykkur hefði orðið vel til vina eins og sást strax frá fyrsta degi þegar hann kúrði sig í ömmu sína eins og þar væri hans staður. Og sama má segja um Ragnhildi mína sem þú tókst strax opnum örmum eins og þér einni var lagið. Þessi áhrif hafðir þú á börn og fólk bara almennt. Það elskuðu þig allir og dáðu fyrir hlýjuna og góðsemina sem þú gast gefið svo endalaust af og oft fékkst þú, elsku mamma, ekki nógu mikið til baka. En þannig er víst bara lífið allt of oft, að þeir sem mest hafa að gefa, fá minnst til baka. Ég veit að hjá Guði er alltaf staður fyrir einstakar manneskjur eins og þig, hetju sem barðist alltaf fyrir að allir í kringum hana gætu átt gott líf, jafn- framt því að vera að berjast við allar þær líkamlegu þjáningar sem þig hrjáðu. Þú varst alltaf og verður allt- af hetjan okkar. Hin fullkomna mamma. Ég sakna þín svo sárt hverja stund en veit líka að þú ert hvíldinni fegin og nú eru himins englar að fagna komu þinni hástöfum og hlakka til að leyfa þér að njóta alls sem Guðsríki hefur upp á að bjóða. Takk fyrir yndislega tíma, elsku mamma. Máni. Mig langar að minnast æskuvin- konu minnar, hennar Fjólu Jóhanns- dóttur, með nokkrum orðum. Minn- ingarnar hrannast upp í huga mér. Frá því að við byrjuðum í barnaskól- anum í Staðarborg í Breiðdal höfum við verið vinkonur. Við höfum alltaf fylgst vel hvor með annarri, þó við hittumst ekki oft eftir að við fórum að búa, hún á Egilsstöðum og ég í Kefla- vík. Við hittumst samt alltaf einu sinni til tvisvar á ári. En símtölin voru fleiri og þegar við hringdum í hvor aðra þurftum við að hafa góðan tíma, því við töluðum oftast á annan klukkutíma. Við gátum endalaust tal- að um börnin okkar og fjölskyldur þeirra, hvernig þau hefðu það og ef barnabarn kom í heiminn vorum við fljótar að senda myndir hvor til ann- arrar. Þegar Fjóla mín eignaðist yngstu dóttur sína, Auðdísi Tinnu, vildi hún fæða hana hér á Keflavíkurspítala. Auðvitað var hún hér á Háteignum hjá okkur í um mánaðartíma. Kári, litli sonur hennar, var með henni, in- dæll lítill snáði með glóbjart hár, þá fjögurra ára. Eðvald og Svava Sandra söknuðu hans mikið þegar hann fór, þeim fannst hann vera eins og litli bróðir. Ég fékk að vera við- stödd þegar litla dóttirin kom í heim- inn. Þetta var erfið fæðing, en Fjóla mín stóð sig vel. Ég man hvað ég var stolt af þeim mæðgum þegar sú litla lét loks heyra í sér. Nú eru liðin 14 ár síðan. Fjóla mín átti 4 börn og 5 barna- börn sem hún unni svo mjög. Hún var góð og elskuleg móðir. Hún tók oft utan um börnin og barnabörnin sín og sagði falleg orð við þau. Hún kall- aði kannski allt í einu í þau og sagði: „Nú skulum við eiga smá kelistund.“ Hún gaf þeim alltaf mikið af sér. Hún var alltaf svo ljúf og góð öll árin sem ég þekkti hana. Ég verð að minnast á garðinn hennar sem var einstaklega fallegur. Hún ræktaði blómin sjálf, bæði úti og inni. Ég hef aldrei, eins og ég sagði oft við hana, séð eins falleg blóm. Ég á margar myndir af blóm- unum hennar sem hún sendi mér. Hún hafði gaman af ljósmyndum. Það er gaman að koma á heimilið hennar, veggirnir eru hlaðnir falleg- um myndum af börnunum hennar, barnabörnum og fólkinu hennar sem henni þótti svo vænt um. Fjóla mín. Ekki datt mér í hug að þetta væri í síðasta skiptið sem við hittumst þegar að þú lagðir það á þig að koma sárlasin í ferminguna til Stefáns Karls sonar míns, 24. mars sl. En þú sagðir við mig: „Ella ég beit það í mig að koma, og hér er ég.“ Þakka þér fyrir þessa stund sem við áttum saman í veislunni. Tinna var svo dugleg að hjálpa þér. Tíminn var fljótur að líða, það var komið að kveðjustund og ég horfði á eftir ykk- ur út í bíl. Þið voruð á leiðinni til Ak- ureyrar til Agnesar dóttur þinnar. Svo töluðum við saman kl. tvö daginn eftir, það var í síðasta skiptið sem ég heyrði í þér, elsku vinkona. Nú þegar þú ert farin í þína hinstu ferð sé ég þig ekki lengur, en ég á margar góðar minningar um þig sem lifa með mér. Pabbi þinn og Hilmar taka á móti þér. Fjóla mín, viltu skila kveðju til litlu systur Kalla og mömmu, þau verða örugglega líka í móttökunefndinni. Elsku Grímur, Agnes, Máni, Kári, Tinna, tengdabörn og barnabörn. Ég votta ykkur samúð mína og bið Guð um að leiða ykkur í gegnum sorgina. Elsku Fjóla, ég þakka þér sam- fylgdina. Minningin um góða vinkonu mun lifa í hjarta mínu. Ellen. FJÓLA JÓHANNSDÓTTIR Elsku afi, nú ertu far- inn frá okkur, farinn yf- ir móðuna miklu. Eftir sitja allar góðu minningarnar og sælustundirnar sem við áttum með þér. Á svona stundu koma svo margar minningar upp í hugann, hver annarri ljúfari. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman sitjandi inni í eldhúsi, hjá þér og ömmu, spjallandi um mál- efni líðandi stundar og skoðanir okk- ar á öllu mögulegu og alltaf var stutt í hlátur þar sem við gerðum óspart góðlátlegt grín hvert að öðru. Öll sumrin sem við systurnar átt- um hjá ykkur ömmu þegar við vorum yngri. Við hlökkuðum alltaf svo mikið til að fara í Þorlákshöfn til ömmu og afa og vera hjá ykkur, hvert sumarið var öðru skemmtilegra. Alltaf höfðum við eitthvað fyrir stafni hvort sem það var bíltúr út á bryggju og sand, eitt- hvert brask í bílskúrnum hjá þér, þar sem við vorum að þykjast hjálpa þér, hvernig svo sem sú hjálp var. Eða úti- legan sem við fórum þegar við vorum litlar, með ykkur ömmu norður í V- Húnavatnssýslu, þaðan sem þú varst, þá var mikið hlegið og núna enn þann dag í dag kitlar þessi útilega hlátur- taugarnar, hvað þetta var allt spenn- andi fyrir litlu stelpurnar úr sveitinni. Þú og amma fóruð nú þangað á hverju sumri, um leið og veður gaf til- efni til voruð þið á leið þangað því þar fannst þér gott að vera. Þið voruð allt- JÓHANN ÞOR- STEINN KARLSSON ✝ Jóhann Þor-steinn Karlsson fæddist á Selási í Línakradal í V- Húnavatnssýslu 3. febrúar 1930 og ólst upp á Fossi í Vestur- Hópi. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju 27. mars. af á ferðalagi um landið á sumrin og eru þeir ófáir staðirnir sem þú og amma hafið komið til, þú hafðir yndi af því að ferðast um landið. Lengst framan af ferðuðust þið um á rúss- anum, sem heillaði mann alltaf því þar leyndist alltaf eitthvert góðgæti sem maður vildi ólmur komast í. Í seinni tíð urðu það svo strákarnir sem vildu ólmir kanna leyndarmál rússans. Síðan á haustin komst þú til okkar og hjálpaðir mömmu og pabba í kart- öfluupptökunni. Þá fórum við til ömmu, á meðan við vorum yngri. Þegar við vorum orðnar eldri vorum við með þér á vélinni að taka upp og var mjög gott og gaman að vinna með þér, þú varst alltaf með húmorinn í lagi. Svo nú síðastliðin ár höfum við fengið að vera hjá ykkur ömmu á meðan við höfum verið í fjölbraut. Þar höfum við átt góðar og ógleymanleg- ar stundir hjá ykkur á Heinaberginu. Elsku afi, þú varst góður maður, hlýr, skemmtilegur, traustur, góður félagi og áreiðanlegur og stóðst við þín orð. Þú varst alltaf til í að hlusta og reyna að leggja hönd á plóginn ef þú mögulega gast. Þú stóðst fast á þínu og hikaðir aldrei. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Við munum aldrei gleyma þér. Lifðu sæll í heimi hljóma himneska áttu leyndardóma, falda í sál og fingrum þér. Oft svalað hafa sálu minni samhljómar frá hendi þinni, Guð launi allt er gafstu mér. (Geirrún Ívarsdóttir) Jóna Katrín og María Berg. Ég vil þakka þér fyrir öll okkar góðu kynni í þau 30 ár sem við höfum þekkst meira og minna, þó með hléum væri. Fyrst á Höfn í Horna- firði þegar ég kom úr sveitinni og fór stundum á rúntinn með þér og þú sýndir mér lífið og það sem því fylgdi í frítíma sem ekki var nú mikill þá, allt fullt af fiski og síld. Þá var ég óharðnaður unglingur og fljótlega fluttuð þið fjölskyldan og þú Valur minn aftur til Reykjavíkur þannig að sambandið varð minna, en 1985 fórum við svo að búa saman og eignuðumst drenginn okkar 1987 sem við skírðum Arnar Val í höfuðið á þér. Síðan eignuðumst við stúlku ’89, Kol- brúnu Rósu, sem við skírðum í höf- uðið á mér meðal annars. En börnin okkar fóru í tímabundið fóstur vegna sambúðarörðugleika okkar jafnt og minna erfiðleika. Ég vil sérstaklega þakka þér, elsku Valur minn, hvernig þú gekkst Sigfúsi syni mínum í föð- urstað og varst alltaf pabbi hans til síðasta dags. Hjartans þakkir fyrir allar þær stundir sem þú eyddir bæði í sambúðinni og eftir að henni lauk, já allt til síðasta dags, fyrir mig og með mér í erfiðleikunum gagnvart fóstur- syni þínum og eins gagnvart mér. Það lýsir þér best, þú máttir aldrei neitt aumt sjá, þú gerðir aldrei nein- um illt – það var ekki til í þér. Ég gleymi því seint þegar þú komst í heimsókn í Fagrahvamm sl. sumar með Bjössa og vinnufélaga á leið á Neskaupstað í vinnu. Þú varst svo kátur og hress og faðmaðir mig svo VALUR ARNAR MAGNÚSSON ✝ Valur ArnarMagnússon fæddist í Reykjavík 21. janúar 1944. Hann lést laugardag- inn 9. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 18. mars. innilega í kveðjuskyni. Ég sá að þér leið vel, Valur minn, með félög- unum og ég samgladd- ist þér. Kæri vinur! Það hell- ast yfir mig svo margar minningar, sem von er, þar sem við þekktum hvert bein hvort í öðru. Alltaf höfum við haldið vinskapnum í gegnum súrt og sætt og gert hvort fyrir annað það sem við höfum getað af veikum mætti, allt til síðasta dags. Það var svo sjálfsagt að aðstoða þig þegar ég bara gat og þú varst alltaf svo þakk- látur og glaður. En það er svo margt í þessum heimi sem er óréttlátt og sárt. Mig var búið að dreyma og mér var sýnt hvað í vændum var, en ég fékk litlu áorkað, það var lagt út sem af- brýði- og afskiptasemi. Já, þú hefur alltaf verið ósvikull vinur þótt þú hafir fengið þér snafs annað slagið, svolítið hávaðasamur þá, en allt meinlaust. Þú lokaðir aldrei á mig hurð né ég á þig, og þú og þitt fólk hafið alltaf verið mér sem mín önnur fjölskylda. Elsku Valur minn. Ég sakna þess sárt að heyra ekki í þér lengur svo kátum og hressum. Megi algóður Guð geyma þig og varðveita, og ef það er líf eftir þetta hitti ég þig líka þar. Ég enda svo þessi fátæklegu orð með versi eftir Hallgrím Pétursson. Menn vaða í villu og svíma veit enginn neitt um það, hvernig á hverjum tíma eða hvar hann kemur að. Einn veginn öllum greiðir inngang í heimsins rann, margbreyttar líst mér leiðir liggi þó út þaðan. Saknaðarkveðjur frá fyrrverandi sambýliskonu og vini og fóstursyni. Rósa Guðmundsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.