Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 67

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 67 ÉG FÓR í sund um helgina og sat m.a. í heita pottinum. Þar var faðir með ungan son sem naut þess að vera í vatninu. Hann buslaði og skvampaði eins og börn gera gjarn- an og fólkið í kring tók öllu vel. En föðurnum líkaði þetta ekki og sagði: „Ekki skvetta, ókei?“ Sonurinn svar- aði: „Óóóókei“ með hálfgerðri ólund og hætti að skvetta. Ókeiið er komið í hvert skúmaskot þjóðfélagsins. Það hefur fengið jafn- margar merkingar og OK-ið enska, ef ekki fleiri. Það getur þýtt „jæja“, „jæja þá“, „gott og vel“, „allt í lagi“, „viltu gjöra svo vel að...“, „skiljið þið þetta?“, „hvar skal byrja“, „eru allir tilbúnir“ o.s.frv. Sumir telja að ókei-inu verði ekki útrýmt úr íslensku, enda sé það jafn- vel orðinn hluti af föstum orðaforða ömmu og afa. Ég trúi því að við get- um flæmt það burt, ekki þó með lát- um, heldur lagni og lipurð. Við þurf- um bara að hafa samband við alla leikskólakennara á Íslandi og alla grunnskólakennara einnig, jafnvel framhaldsskólakennara og háskóla- kennara. Þeir boða síðan fagnaðar- erindið í leikherberginu eða kennslu- stofunni. Nemendur fara svo heim og greina pabba og mömmu, afa og ömmu frá boðskap kennarans. Sigur á ókei-inu yrði ekki lokatak- mark okkar, einungis áfangi í langri baráttu við óvini málsins. Það er engin minnkun eða fordómar fólgnir í því að bera virðingu fyrir móður- máli sínu og vilja veg þess sem mest- an. Nú skora ég á leikskólakennara og aðra kennara að taka málið á dag- skrá. Kannski gætum við haldið ráð- stefnu til að styrkja málstaðinn með aðstoð fjölmiðlanna. Ráðstefnur hafa nú verið haldnar um ómerkara efni. BALDUR HAFSTAÐ, íslenskukennari við Kennaraháskóla Íslands. „Ekki skvetta, ókei?“ – „Óóóókei“ Frá Baldri Hafstað: PÁLL einhver Hannesson skrifar mikla samsæriskenningu í Morg- unblaðið í fyrradag og víkur að mér í einni setningu, sumsé þess- ari: „Karl Th. Birgis fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins sáluga var settur niður á Reyðarfirði til að dæla þaðan áróðri í líki sak- lauss fréttaritara og pistlahöfund- ar.“ Í nafni nákvæmninnar er rétt að fram komi: Ég hef aldrei rit- stýrt Alþýðublaðinu. Þar vann ég síðast sem sendill fimmtán ára gamall. Ég hef – illu heilli – ekki búið á Reyðarfirði síðan ég var sjö ára. Ég hef aldrei verið fréttarit- ari útvarpsins, hvorki þar né ann- ars staðar. Að öðru leyti var samsæris- kenning Páls anzi skemmtileg. Það vantaði bara í hana stað- reyndirnar. KARL TH. BIRGISSON, Bræðraborgarstíg 41, Reykjavík. Svolítið um Alþýðu- blaðið og Reyðarfjörð Frá Karli Th. Birgissyni: ÉG VIL þakka Steinunni Marinós- dóttur, skrifst.st. Byrgisins, fyrir góða grein í Mbl. 5. mars sl. um vímuefnalaust Ísland. Ég er svo sannarlega sammála Steinunni um að það sé spurning hvort að þær for- varnir og þau vinnubrögð sem við- höfð eru hér á landi gagnvart vímu- efnaneyslu skili tilskildum árangri. Þessi stjórnlausa neysla örvandi lyfja og öll sú vá sem henni fylgir virðist frekar færast í aukana heldur en hitt og neytendurnir að yngjast. Ætlum við að leyfa þessu að halda áfram eða á að taka á rót vandans, spyr Steinunn. Ef taka á á þessu máli frá rót vandans, þarf að koma til skilningur á því hver rótin sé. Það þarf að koma til víðtækur skilningur á að þetta stóra og alvarlega mál eigi sér marg- ar hliðar og skýringar, og að ekki sé hægt að kenna vímuefnunum einum um. Að mínu mati þarf að byggja upp æsku, sem samanstendur af sterk- um, sjálfsöruggum unglingum í góðu jafnvægi, sem hefur ekki þörf fyrir vímuefni af nokkru tagi. Enginn hefur áform eða dreymir um að ánetjast vímuefnum, vera árásargjarn, fremja sjálfsmorð, vera hnepptur í varðhald eða vera þjóð- félaginu til ama á nokkrurn hátt. Hver er rótin? Ef við ætlum að höggva á rótina þarf að koma til öflugt átak forvarna sem hefst í grunnskólum landsins, segir Steinunn ennfremur og er ég henni þar einnig sammála. Ungling- ur sem ánetjast vímuefnum gerir það vegna flótta frá innri vanlíðan og ef höggva á á rótina þarf að koma til skilningur á hvað það er sem hann er að flýja og vinna markvisst að því að uppræta vanlíðanina. Það er í raun ekkert skrítið þótt börnunum líði illa á sál sinni í þessum harða heimi þar sem kröfurnar til þeirra eru svo geigvænlegar. Standast þau kröfur þjóðfélagsins, kennaranna, foreldr- anna eða fjölskyldna þeirra? Hvern- ig viljum við að þau séu og hvernig vilja þau sjálf fá að vera? Hvernig eru heimilisaðstæður þeirra, líður þeim vel heima? Hafa foreldrar þeirra gefið sér tíma til að veita þeim þann aga sem þau þurfa? Hvernig eru þau að upplagi, feimin eða frökk, viðkvæm eða sterk? Hvað klingir í eyrum þeirra daginn út og inn: stöð- ugar fréttir um hörmungar heims- ins? Eru foreldrarnir ekki of upp- teknir við að fullnægja fréttafíkn sinni til að taka tillit til þeirra við- kvæmu sálna sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér? Það er svo ótal margt sem getur hlaðist upp í sál einstaklinga sem þarfnast úrlausnar. Vanlíðan getur einnig stafað af efna- skorti sem hrjáir þá sem neyta ekki holls mataræðis. Eftr hverju bíðum við? Biðin eftir öflugu átaki þar sem skilningurinn er svo lítill á þessu sviði gæti orðið löng. Ég held að hér þurfi að koma til nokkurskonar teymi fólks sem lætur sig þetta mál varða. Áhugafólk, leik- ir sem lærðir, fólk sem vill leggja þessu máli lið annaðhvort með hug- myndum eða vinnu. Umræður skapa úrlausn. Hvernig líður þér? gæti ver- ið yfirskrift átaksins, þar sem það mundi miða að því að hjálpa börnum að tjá tilfinningar sínar og hleypa innri vanlíðan út og byggja upp sjálfstraust þeirra, því þau eru jú frábær eins og þau eru. Þetta átak gæti byrjað í 1–4 skólum, og ef ár- angurinn yrði sem skyldi: að það skili út í lífið sterkum unglingum með gott sjálfstraust, sé ég að þetta mikilvæga starf gæti hrundið af stað öflugu forvarnastarfi sem yrði í öll- um grunnskólum landsins. Við Ís- lendingar búum við þá sérstöðu að vera fámenn þjóð og ættum þess vegna að geta verið með nokkurs konar brautryðjendastarf í þessum efnum og veitir ekki af eins og komið er fyrir heiminum okkar. BIRNA SMITH, leikskólakennari. Öflugt átak þarf til Frá Birnu Smith: Morgunblaðið/Ásdís Unglingur sem ánetjast vímuefnum gerir það vegna flótta frá innri vanlíðan, segir í greininni. MIG langar að byrja á því að þakka þeim sem standa að baki Ungfrú Ís- land.is fyrir þá tilraun sína að breyta þeirri stöðluðu fegurð- arímynd sem hef- ur verið ríkjandi undanfarið. Það getur ekki talist annað en jákvætt að innri fegurð fái nú líka að njóta sín og að þeim stúlkum sé gefið tækifæri sem ekki eru jafn heppnar með útlitið og þær sem fram að þessu hafa tekið þátt í feg- urðarsamkeppni. Enda hefur það sýnt sig að þær sem hafa verið valdar Ungfrú Ísland.is hafa allar haft einhver útlitslýti sem yfirleitt hefur ekki talist fallegt samkvæmt almennu fegurðarskyni. Þessi keppni gefur sig út fyrir það að vera óhefðbundin fegurðarsam- keppni og leggur sig fram við það, en mér finnst þó ennþá vanta upp á að keppnin sé auglýst sem slík út á við. Mér finnst frekar sorglegt að sjá þær stúlkur sem geisla af fegurð hafðar að fífli í þessari keppni og eru þarna sem „uppfyllingarefni“ eða að- eins til ánægju og yndisauka fyrir þá sem hafa gaman af því að horfa á ytri fegurð. Eða jafnvel bara til þess að gera þessa keppni meira spennandi, því það er jú svo ríkt í okkur að óska þess að sú fallegasta, þá á ég við út- litslega séð, sigri. Dæmi nú hver fyr- ir sig. Þá finnst mér það líka frekar mikil hræsni að þessi keppni, ásamt öðr- um keppnum, auglýsir sig sem reyk- lausa keppni en þarna eru samt stúlkur sem reykja, og þær komast jafnvel upp með það að fá titil þrátt fyrir það. Þetta finnst mér engan veginn viðeigandi og á þennan hátt er gert lítið úr þeim stúlkum í keppn- inni sem ekki reykja. Betra væri að sleppa því að auglýsa þetta sem reyklausa keppni eða að standa und- ir nafni. Og á þetta við um allar keppnir, ekki aðeins Ungfrú Ísland.- is. Annað sem mig langar að minnast á er það að mér fannst aðstæðurnar sem boðið var upp á í þessari keppni, sem nú er nýyfirstaðin, engan veg- inn til sóma. Í fyrsta lagi voru kepp- endum ekki boðnir neinir boðsmiðar fyrir sína nánustu, þrátt fyrir að það hafi verið heilmikið af boðsmiðum í gangi, sem mér finnst bera vott um að reynt sé að græða á keppendun- um og aðstandendum þeirra. Kostaði 3.900 krónur inn á keppnina þetta kvöld og ekkert innifalið nema, að mér skildist, ódrekkanlegur áfengur kokkteill og ekkert fyrir þá sem ekki nota áfengi. Ekki bætti nú úr skák að gestir þurftu að byrja á því að standa í biðröð, þrátt fyrir að vera löngu búnir að redda sér miðum, og heyrði ég margar óánægjuraddir meðan ég beið á þá leið að fullorðið fólk þyrfti að standa þarna eins og smákrakkar í biðröð á leið á djammið. Þetta var haldið á skemmtistað þangað sem ungt fólk, sem á sér ekkert líf, leggur leið sína um helgar, sem mér finnst bera vott um á hversu lágu plani þessi keppni er. Það kom síðan ennþá betur í ljós þegar skoðuð var hegðun a.m.k. sumra keppendanna á sviðinu, sem mér fannst engan veg- inn eiga heima í keppni sem slíkri, og ekki var tónlistarvalið til að bæta úr! Mér fannst þetta vera blettur á ann- ars þokkalegri keppni, sem er ágætis nýbreytni í heimi fegurðarinnar. MARÍA KRISTÍN STEINSSON, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Keppnin Ungfrú Ísland.is Frá Maríu Kristínu Steinsson, fyrrverandi keppanda í fegurð- arsamkeppni: María Kristín Steinsson Frá keppninni Ungfrú Ísland.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.