Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 68
DAGBÓK 68 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Freri kemur í dag. Namai, Áskell , Arnomendi og Ásbjörn fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Anne Hillena og Ludvig Andersen fóru í gær. Mannamót Árskógar. Sumarfagn- aður síðasta vetrardag 24. apríl, dansleikur frá kl. 20.30–22.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl 11. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á mánu- dag púttað í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30, félagsvist kl. 13.30. Dansleikur verður mið- vikudaginn 24. apríl. „Síðasta vetrardag“ kl 20.30 Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Garðabæ. Félagsfundur verður í Kirkjuhvoli laugardaginn 20. apríl kl. 14. Hjálmar Bárð- arson verður með myndasýningu frá Ísa- fjarðarsýslum. Oddur Friðrik Helgason ættfræðingur kynnir ættfræðiforrit. Kaffi- veitingar. Allir velkomn- ir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Kirkjuhvoli 23. apríl kl. 19.30. Uppskerudagar- sýningar á tómstunda- starfi vetrarins verða 22- 24. apríl kl. 13–18. Fjölbreyttar sýningar og skemmtidagskrá. Kaffiveitingar. Garða- berg ný félagsmiðstöð á Garðatorgi. Opið kl. 13– 17. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádeginu. Sunnu- dagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: brids kl. 13 danskennsla Sigvalda kl. 19 framhald og byrj- endur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Sögu- slóðir á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæfells- jökull 3 daga ferð 6–8 maí gisting á Snjófelli á Arnarstapa, farið verður á Snæfellsjökul, leið- sögn Valgarð Runólfs- son. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félag eldri borgara Selfossi. Mörkinni 5, Selfossi. Handverkssýn- ing eldri borgara á Sel- fossi verður í austur- enda Hótels Selfoss, 13.–21. apríl kl. 14–18. Vorfagnaður verður á þessu vori í Básnum föstudaginn 10. maí kl. 13.30. Ferðaáætlun sumarsins kynnt. Veit- ingar, söngur, fróðleikur og dans. Gerðuberg, félagsstarf, í dag kl. 13–16 mynd- listasýning Braga Þórs Guðjónssonar opin, veit- inga í Kaffi Berg. Kl. 16 vortónleikar í Fella- og Hólakirkju hjá Gerðu- bergskórnum, stjórn- andi Kári Friðriksson, undirleikarar Benedikt Egilsson, Arngrímur Marteinsson og Unnur Eyfells, einsöngur Kári Friðriksson. Fjölbreytt dagskrá allir velkomnir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi alla laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinn verða farnar tvær ferðir á þessu sumri á Kirkjubæj- arklaustri 13.–15. júní, í Skagafjörð 22.–24. ágúst. Hvíldar- og hressingardvöl á Laug- arvatni 24.–30. júní. Þær konur sem ekki hafa notið orlofs síðastliðin 2–3 ár ganga fyrir um rými. Innritun í s. 554 0388 Ólöf, s. 554 2199 Birna frá 18. apríl–10. maí. MG-félag Íslands Félag sjúklinga með sjúkdóm- inn Myasthenia gravis (vöðvaslensfár) heldur aðalfund laugardaginn 27. apríl kl. 14 í Hátúni 10a í kaffisal Ör- yrkjabandalags Íslands. Venjuleg aðalfund- arstörf. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Sambandið ver ágóðanum af þessu til boðunar- og hjálp- arverkefna í Eþíópíu og Kenýu. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak. Minningarkort Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótek- inu Glæsibæ, og Ás- kirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkortaþjónusta. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Í dag er laugardagur 20. apríl, 110. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jes- ús mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.“ (Mark. 10, 14.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 slæpast, 4 binda, 7 brennur, 8 svífum, 9 hnöttur, 11 hina, 13 for- boð, 14 jurt, 15 gamall, 17 smáskip, 20 töf, 22 ferma, 23 hagvirkni, 24 synja, 25 vitlausa. LÓÐRÉTT: 1 svera, 2 geigur, 3 forar, 4 stórhýsi, 5 hljóðfæri, 6 formóðirin, 10 skömm, 12 elska, 13 tjara, 15 ólund- in, 16 endasneið, 18 ekki gamlan, 19 klaufdýra, 20 hamagang, 21 rispa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 geðveikar, 8 vonar, 9 lægja, 10 góa, 11 lirfa, 13 nurla, 15 solls, 18 safna, 21 ket, 22 rella, 23 efins, 24 kampakáta. Lóðrétt: 2 efnir, 3 varga, 4 iglan, 5 angur, 6 hvel, 7 bata, 12 fól, 14 una, 15 sorg, 16 lilja, 17 skaup, 18 stekk, 19 feitt, 20 assa Meðlagsgreiðslur frádráttarbærar ÉG er alveg hissa á því að enginn stjórnmálaflokkur skuli setja það á stefnuskrá sína að meðlagsgreiðslur verði frádráttarbærar til skatts. Þótt meðlag með barni sé kannski ekki hátt þá er oft erfitt að fóta sig aftur í lífinu þegar borgað er með fleiri en einu barni af meðallaunum. Það eru örugglega marg- ir sem myndu kjósa þann flokk, þar á meðal ég. Meðlagsgreiðandi. Fyrirspurn JÓN Trausti spyr þing- menn og forráðamenn olíu- félaganna hvenær þunga- skattur leggist á olíuna. Fyrirspurn HELGI Pálmason spyr þingmenn hvort leggja eigi fram lagafrumvarp um ein- elti og þá hvenær? Hunsa ábendingar TIL hvers er R-listinn að biðja fólk um ábendingar sem þeir hunsa algerlega. Sem dæmi vil ég nefna: Strætisvagnaskýli fyrir ut- an Laugaveg 178, sem held- ur hvorki vatni né vindi og örugglega sérhannað fyrir R-listann. Hefði Sjálfstæð- isflokkurinn verið við völd hefði verið búið að ansa þessari ábendingu fyrir löngu. Margoft hefur verið kvartað um þennan skúr/ skýli og birtar myndir af í blöðunum, en ekkert bólar á aðgerðum til breytingar á skýlinu og mun ekki verða í valdatíð R-listans. Kt. 230626-4059. Dúnkoddar í óskilum DÚNKODDAR fundust fjúkandi og eru þeir í óskil- um á Digranesheiði í Kóp- vogi. Upplýsingar í síma 554 3774 eftir kl. 17. Gullarmband týndist GULLARMBAND, líklega eina sinnar tegundar hér- lendis, tapaðist helgina 15.- 16. desember sl. Eigandi armbandsins var á ferð við hjúkrunarheimilið Holts- búð í Garðabæ, við IKEA og við Ársali 5, Kópavogi, þennan dag. Finnandi getur hringt í Sigurbjörgu í síma 554 5701, í Berglindi síma 561 4707, eða skilað því í upplýsingar Mbl. merkt Berglind/bókasafn. Fund- arlaun. Tapað/fundið Telpuúlpa týndist LJÓSBLÁ telpuúlpa týnd- ist fyrir ca viku til 10 dögum á leiksvæði við leikskólann í Efra-Breiðholti, Fella- hverfi. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 557 4336. Fundarlaun. Handklæði SONUR minn týndi hand- klæðinu sínu í byrjun árs- ins. Það er ljósblátt og á það er saumað Hauka- merkið og nafnið Sigurður Gunnar. Ef einhver hefur uppl. um handklæðið þá vinsamlega hafið samband við Sigurbjörgu í síma 565- 1943 eða 692-6784. Dýrahald Kattmann er týndur KATTMANN týndist frá Digranesheiði 41 í Kópa- vogi og er sárt saknað. Hann er svartur og hvítur ca 11⁄2 árs högni. Ef einhver hefur séð hann þá vinsam- legast látið vita í síma 568 2658 eða 691 7010. Kettlingur í óskilum KETTLINGUR fannst við Klausturhvamm 15 í Hafn- arfirði. Þetta er gulbrönd- óttur fress sem er mjög gæfur og saknar þess að koma heim. Nánari upplýs- ingar í síma 565 4671 eða 690 8973. Hamstrabúr óskast ÞRJÚ systkini í Vestur- bænum langar í hamstra en eiga ekki búr og eru þau að vonast til að einhver geti gefið þeim gamalt búr sem er ekki lengur í notkun. Vinsamlega hafið samband við Kristján í síma 552 6737. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI fagnar því að loksins,loksins hafi Skífan kyngt stolt- inu og viðurkennt að hugsanlega hafi verðið á geislaplötum verið orðið ívið of hátt. Verðlækkunin um allt að 9% sem tilkynnt var um síðustu helgi er svo sem engin himnasending og nær ekki að leiðrétta þá miklu verðhækk- un sem átti sér stað á heildsöluverði fyrir síðustu jól en henni ber samt að fagna. Hún er spor í rétta átt og vitn- isburður um að Skífumenn eru orðnir sér meðvitandi um þá annars aug- ljósu staðreynd að rétta leiðin til þess að lifa af sívaxandi samkeppni frá Netinu og ólöglegri fjölföldun sé að lækka verðið á geislaplötunni úti í búð. Gera hana á ný að vöru sem al- menningur – og þá einkum stærsti kaupendahópurinn; unga, févana fólkið – telur sig hafa efni á að fjár- festa í. x x x MÁLIÐ er nefnilega að geisla-plata er af langflestum álitin munaðarvara sem hægt er að vera án, t.d. með því einfaldlega að hlusta tón- list í gegnum útvarpið eða Netið, fá lánaða hjá náunganum og afritað með auðveldum hætti. Ef verð á geisla- plötunni er orðið það hátt að hinn al- menni neytandi verður virkilega að líta í pyngjuna og velta alvarlega fyrir sér hvort hann hafi efni á að leyfa sér slíkan munað þá er voðinn vís fyrir geislaplötusalana. Salan á geislaplöt- um ku ekki hafa verið sem skyldi undanfarna mánuði. Auðvelda skýr- ingin er að skella skuldinni á ólöglega fjölföldun en Víkverji telur að ekki megi horfa framhjá verðhækkuninni í desember og hvað geislaplatan var í raun orðin dýr. Með öðrum orðum þá telur Víkverji að verðið hafi verið komið á hættusvæði, sem hleypti af stað viðvörunarbjöllum í höfðinu á neytendum er þeir litu á verðmiðann. Auðvitað eru á vissan hátt eðlileg viðbrögð þegar hart er í ári og auka þarf tekjurnar að hækka álagninguna en önnur leið er líka fær, sérstaklega þegar munaðarvara eins og geisla- plata er annars vegar, að lækka álagningarverðið svo mikið að neyt- andinn telur sig á ný hafa efni á að kaupa sér vöruna – og það oftar en áður. Einnig eykur slíkt líkurnar á því að neytendur sem steinhættir voru að kaupa vöruna fari að gera það á ný. Tekjurnar koma kannski hægar í kassann þannig en þær koma þó inn. x x x VÍKVERJI er sannfærður um aðmeð lækkandi geislaplötuverði líði brátt að því að neytandinn meti stöðuna sem svo að hann nenni ekki að standa í því að afrita – það taki því hreinlega ekki – því verðmunurinn sé svo lítill. Þá fer líka fleira að spila inn í. Eins og t.d. að auðvitað vilja allir eiga upprunalega útgáfu frekar en einhverja heimatjaslaða eftirprentun sem verri er að gæðum í alla staði. Og svo má ekki gleyma blessaðri sam- viskunni. Þegar menn eru argir út í geislaplötusalann vegna háa verðsins veigra þeir sér ekki við að snúa baki við samviskunni og standa í ólöglegri fjölföldun. En þegar allt kemur til alls trúir Víkverji því innilega að allir vilji vera heiðarlegir og löghlýðnir – hafi þeir efni á því það er að segja. Verðlækkun Skífunnar um allt að 9% mun ekki valda svo gagngerri hugarfarsbreytingu en hún er vissu- lega spor í rétta átt og nú er bara halda slíku áfram og sigrast á ólög- hlýðninni! VIÐ vinirnir vorum að lesa í Morgunblaðinu um helgina að það ætti að læsa geisladiskum hjá Skífunni. Við höfum ver- ið að fjárfesta undanfarið í Playstation 2 og notum hana ekki bara fyrir tölvuleiki heldur líka DVD myndir og til að spila CD geisladiska á. Nú langar okkur að vita hvort það verði hægt að spila hina læstu CD geisladiska í Playstation 2 eða ekki því þetta skipt- ir okkur miklu máli. Vinir. Fyrirspurn til Skífunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.