Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 16
Kvæntur, fjögurra barna faðir í Hafnarfirði sem vann 80 milljónir í lottóinu
Eins og blóðið syði í mér
Hann er kvæntur og fjögurra barna faðir, Hafnfirðingurinn
sem vann stærsta vinning í sögu íslenska lottósins á dög-
unum, rúmar 80 milljónir króna. Skapti Hallgrímsson
ræddi við Óskar Nafnleyndar, eins og hinn heppni kýs að
kalla sjálfan sig opinberlega þessa dagana.
seinna um kvöldið að við skyldum hafa þetta
okkar á milli, og svo gætum við gengið frá ætt-
leiðingarskjölunum seinna.
Það er því aldrei að vita nemi ég eignist einn
son í viðbót!“
Rúm vika leið frá drættinum þar til Óskar
gaf sig fram við Bergsvein Sampsted fram-
kvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hvers
vegna?
„Það kom fyrst til af því að ég var viss um að
ekki yrði húsfriður ef ég léti vita strax. Ég
ákvað að koma ekki á mánudeginum því þá yrði
húsið hjá Íslenskri getspá örugglega umsetið
ljósmyndurum.
Ég hringdi en Bergsveinn var þá upptekinn
og svo fór hann til útlanda og ég var ekkert að
blanda öðrum starfsmönnum í þetta.“
Vinningshafinn segist oft spila í Lottóinu.
„Ég hef oft fengið þrjá rétta og tvisvar fjóra
rétta, en var samt í mínus! Ég kaupi oft fjóra
miða eða fimm og ákvað að kaupa fimm núna og
sleppa jókernum. En ég hefði ekki þurft að
kaupa nema tvær raðir; vinningsröðin var sú
næstefsta á fyrsta seðlinum!“
Hættur að nenna að velja tölur
„Ég hafði lofað að vinna lítið verk þennan
laugardagsmorgun og mælti mér mót við mann
klukkan 11. Ég var að koma frá því verki þegar
ég keypti miðana og það munaði reyndar
minnstu að ekkert yrði af því. Ég hafði hugsað
mér að líta inn hjá kunningja mínum, en þegar
að því kom að beygja til hans sagði ég við sjálf-
an mig að ég kynni ekki við að fara þangað í
matartímanum.
Ég sá svo að það voru ekki voðalega margir
bílar fyrir utan Skalla og skellti mér þangað.
Hann bað um sjálfval. „Ég er hættur að
nenna að velja tölurnar sjálfur. Gerði það alltaf
fyrstu árin og notaði þá alls konar aðferðir.
Fyrir þessa stóru helgi auglýstu þeir hjá Get-
spánni að fólk skyldi fara að snemma að sofa og
hlær. „Ein dóttir mín tók svo miðann og fór í
tölvuna til að sannreyna þetta. Vildi athuga
hvort ég hefði hripað niður réttar tölur og það
var hún sem sannfærði mig og aðra um að svo
var.“
Hann nefnir að það hefði örugglega orðið góð
tilfinning að hlaupa út á götu og öskra: Ég
vann! „Það hefði eflaust létt af mér spennu.“
En hann lét það ógert.
Tek þátt í umræðunni…
Hann kynnir sig í upphafi samtalsins við
blaðamann: Ég heiti Óskar; Óskar Nafnleynd-
ar. Svo hlær hann.
Þetta er kvæntur, fjögurra barna faðir eins
og fram hefur komið og nú segir hann yfir-
gripsmikla leit standa yfir í Hafnarfirði að
þessum fjögurra barna föður sem í einu vet-
fangi eignaðist 80.288.520 krónur.
Hann segist hafa haldið sínu striki síðan ljóst
var að hann hefði hreppt stóra vinninginn, unn-
ið eins og venjulega og látið sem ekkert sé.
„Þetta er auðvitað aðalumræðuefnið í bænum.
Ég fer víða, heyri viðbrögð fólksins og tek þátt í
umræðunni. Það er nefnilega svo grunsamlegt
að þegja.“
Spurt er: Hvað skyldi koma fyrst upp í hug-
ann þegar fjárhagurinn vænkast svona hressi-
lega á einu augnabliki? Hvað var það fyrsta
sem hann leiddi hugann að?
„Ég reyndi strax að glöggva mig á því hve
mikið þetta er í rauninni. Bar upphæðina sam-
an við húsið mitt og miðað við árslaunin, svona
til að átta mig aðeins á samhenginu. Ætli þetta
séu ekki svona 25- til 30-föld árslaunin mín.“
Þrátt fyrir þetta segir hann taugarnar hafa
verið í tiltölulega góðu lagi. „Ég var í nokkuð
góðu jafnvægi, eftir að hjartslátturinn lagað-
ist.“
Spurður um viðbrögð gestanna skellir Óskar
upp úr og segir:
„Viðbrögð eins vinar stráksins okkar, sem
var í heimsókn, voru skemmti- leg. Hann
sagði: Ef þetta er satt þá læt
ég ykkur ættleiða mig! Þetta
er ungur strákur en skýr. Ég
sagði svo við hann þegar
ég keyrði hann heim
Þessi einþáttungur gerist í húsi ein-hvers staðar í Hafnarfirði laugar-dagskvöldið 27. apríl síðastliðinn.Maður á besta aldri hripar tölur áblað. Það er verið að draga í lottóinu
í sjónvarpinu, fyrsti vinningur er sjöfaldur,
rúmar 80 milljónir króna og viðkomandi hafði
keypt sér miða fyrr um daginn í Skalla við
Reykjavíkurveg.
Maðurinn er ekki með miðana við höndina;
það eru gestir hjá þeim hjónum og hann vill
ekki vera að bauka með lottómiða við mat-
arborðið. Finnst reyndar dregið á heldur
ókristilegum tíma; á meðan margir eru að
borða.
Þegar hjónin eru að ganga frá eftir matinn
heyra þau í yfirliti sjónvarpsfréttanna að einn
hafi fengið stóra vinninginn í lottóinu óskiptan;
á miða sem seldur var í Skalla í Hafnarfirði.
„Nú kem ég sterklega til greina!“ segir mað-
urinn við eiginkonu sína og vísar til fréttarinn-
ar í sjónvarpinu.
Eiginkonan hlær.
Maðurinn er með eitt barnabarna þeirra
hjóna á handleggnum. Hann röltir fram úr eld-
húsinu og inn í herbergi þar sem hann lagði
lottómiðana frá sér þegar hann kom heim fyrr
um daginn.
Maðurinn með barnið á handleggnum
hyggst byrja á að fara yfir efstu talnaröðina á
fyrsta seðlinum, en rekur þá augun í að næsta
röð hefst á tölunni 16, sem var lægsta vinn-
ingstala kvöldsins. Hann sleppir því efstu röð-
inni og skoðar þá næstu.
„Þetta er bara allt hérna,“ segir hann svo
eins og við sjálfan sig.
Maðurinn kemur gangandi inn í stofu þar
sem eiginkona hans og gestir eru saman kom-
in. Hann er enn með barnið á handleggnum.
„Ég vann í lottóinu; ég held ég geti bara ekki
haldið á krakkanum öllu lengur,“ stynur mað-
urinn upp þar sem hann stendur á miðju stofu-
gólfi.
Þannig var það. Svona lýsir Hafnfirðingur-
inn heppni, í samtali við Morgunblaðið, hvern-
ig hann áttaði sig á því að hann hefði unnið
milljónirnar 80.
Vatnsglas
Ein dóttir hjónanna, nokkur barnabörn og
fleiri gestir voru í stofunni þegar vinningshaf-
inn tilkynnti tíðindin.
„Ég fékk rosalegan hjartslátt þegar ég var
búinn að skila af mér krakkanum, en ég held
að konan mín hafi ekki verið farin að trúa mér
þá. Svo greip mig mjög skrýtin tilfinning; það
var eins og blóðið syði í mér. Þá held ég að kon-
an hafi trúað mér og fyrstu viðbrögð hennar
voru: Heyrðu, ætti ég ekki að sækja vatn
handa þér? Svo sótti hún handa mér kalt vatn
og þá lagaðist ég.“
En þrátt fyrir mikinn hjartslátt og sjóðandi
blóð í æðum tóku ekki allir viðstaddir vinn-
ingshafann trúanlegan.
„Það trúir mér aldrei neinn þegar ég segi
satt!“ segir maðurinn við blaðamann og skelli-
láta sig dreyma tölurnar. Ég gerði það. Fór
snemma að sofa, en dreymdi að vísu ekki neitt!“
Af verkafólki kominn
„Ég hef alltaf verið sjálfbjarga,“ segir vinn-
ingshafinn þegar talið berst að honum og fjöl-
skyldunni. „Ég er ekki fæddur með neina silf-
urskeið í munni og foreldrar mínir voru bara
venjulegt verkafólk.
Ég á mörg systkini en ekkert þeirra veit
þetta. Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér
hvernig ég að segja þeim tíðindin, en er ekki
kominn að niðurstöðu.“
Óhjákvæmilegt er að eitthvað breytist þegar
svo há upphæð kemur í hlut einnar fjölskyldu.
Hvað segir Óskar um það; hvað heldur hann að
eigi eftir að breytast mest hjá sér?
„Þegar ég fór að róast komst ég að þeirri nið-
urstöðu að ég ætti örugglega eftir að draga svo-
lítið úr vinnu. Ég hef alltaf verið duglegur við
vinnu, helst til duglegur; var alinn upp við það
að vinna og vanur að þurfa að vinna fyrir hlut-
unum. Það er kannski þess vegna sem ég varð
ekki alveg vitlaus þegar ég uppgötvaði þetta.
Ég er alinn upp við það að vinna fyrst fyrir pen-
ingunum og eyða þeim svo.“
Hann segir að erfitt gæti reynst að halda því
leyndu hver hafnfirski vinningshafinn er. „Ef
maður ætlar að halda því leyndu verður engu
hægt að eyða! Annars er upphæðin bara eins og
þær sem sumir kvótakarlarnir eru að taka út úr
útgerðinni til að kaupa sér fótboltafélög eða
annað og þykir engum mikið.
Ég heyrði reyndar ágæta tillögu einhvers
staðar þar sem ég var staddur að best væri fyr-
ir vinningshafann að ávaxta peningana með því
að kaupa skóla eða leikskóla í Hafnarfirði og
leigja bænum. Þá fengi hann reglulega greidda
væna upphæð! Þetta er ein skemmtilegasta til-
lagan sem ég hef heyrt.“
Hann hyggst leita sér ráðgjafar í því skyni að
peningarnir nýtist honum sem best. „Ég hef
ekki enn haft samband við ráðgjafa, en ætla að
tala við þann sem þeir hjá Íslenskri getspá
bentu mér á. Það sem ég hefði líklega þurft á að
halda útdráttarkvöldið var áfallahjálp! Og þeim
hjá getspánni hefði sjálfsagt ekki veitt af henni
líka, þeir reiknuðu ekki með að vinningurinn
færi allur á einn miða.“
Óskar segist hafa sofið eins og ungbarn síðan
hann hreppti stóra vinninginn. „Þetta hefur
ekki rótað mér neitt meira en það. Ég veit hins
vegar ekki hvað gerist þegar ég
verð kominn með
peningana í
hendur. Nú
velti ég því
bara fyrir
mér hvert
rúmmál
svona fjár-
upphæðar
er; hvað ég
þurfi stóra
tösku til að
ná í vinn-
inginn!“
16 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ