Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 18

Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TESSA Blackstone, ráð-herra lista í Bretlandi,kom hingað til lands fyr-ir helgina sem sérstakurgestur Listahátíðar í Reykjavík. Hún á að baki glæstan feril, bæði sem fræðimaður á sviði fé- lagsvísinda og sem stjórnmálamað- ur, en á árunum 1997–2001 var hún til að mynda ráðherra menntamála og vísinda. Hún hefur komið mjög víða við sögu í bresku menningarlífi og meðal annars setið í stjórn BBC- útvarpsins, Thames-sjónvarpsins, Konunglegu óperunnar og Ballett- flokks konunglegu óperunnar, Nátt- úruvísindasafnsins og Byggingar- listastofnunar Breta. Auk þessarar umsvifamiklu þátt- töku í menningarlífi Bretlands hefur hún átt farsælan feril sem kennari og prófessor við virta háskóla og gefið út fjölmargar bækur um félagsvís- indi í félagi við aðra auk þess að vera ein höfundur fimm bóka á því sviði, en sú síðasta Race Relations in Britain (Tengsl kynþátta í Bretlandi) kom út árið 1997. Strax í upphafi samtalsins er ljóst að Tessa Blackstone hefur lagt sig fram um að tengja þessi tvö starfs- svið í starfi sínu sem ráðherra og samtalið hefst á upprifjun á þeim hugmyndum sem komu fyrst fram á áttunda áratugnum um nauðsyn þess að auka tengsl almennings við menn- ingu og listir. Þróun menntunarmöguleika sem felast í listum Á þeim tíma komu fram mjög ákveðnar kröfur um breytt hlutverk safna og menningarstofnana og svo virðist sem yfirvöldum í Bretlandi hafi í kjölfarið orðið umhugað um að móta stefnu sem hafði bein áhrif á það hvernig opinberum menningar- stofnunum er stýrt? „Frá því að Verkamannaflokkur- inn kom til valda 1997 höfum við not- að stefnumótandi aðferðir af ýmsum toga þess að auðvelda aðgengi hins almenna borgara að galleríum, söfn- um og sviðslistum. Samhliða því höf- um við reynt að þróa þá ótrúlegu menntunarmöguleika sem felast í listum, en þeir höfðu ef til vill ekki verið nýttir með viðunandi hætti fram að þeim tíma. Það var þó búið að mynda ákveðna grasrót meðal þeirra sem stýrðu söfnum, galleríum og unnu í listum, því margir þessara aðila höfðu þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að hefja framþróun á þessu sviði. Rík- isstjórnin kom síðan að málinu með því að leggja bæði fram fjármuni og vinnu í stefnumótandi ramma. Við erum því með tvíþætt mark- mið í dag, enda er mikilvægt að missa ekki sjónar á þeirri staðreynd að listirnar eiga sér sjálfstæðan til- verurétt, sjálfra sín vegna. Stefna okkar hefur því verið að skapa um- hverfi þar sem mikil gæði fá að blómstra og raunverulegir hæfileik- ar ná að þróast. En um leið viljum við dreifa því sem listir hafa upp á að bjóða, hvað varðar skilning, gleði og fagurfræðilega tilfinningu, til mun fleiri þjóðfélagshópa – og helst til allrar þjóðarinnar. Samstarf skóla og listamanna Markmið okkar er að nota söfn og gallerí sem mest, en auk þess viljum við nota sviðslistirnar, svo sem leik- húsið, óperuna og dansinn, til þess að styrkja námsskrárnar í skólakerfinu. Við erum því að þróa ýmiskonar tækifæri fyrir grunnskóla og næstu skólastig, sem gera þeim kleift að vinna með listir og menningu í víðu samhengi. Meðal þeirra stefnumót- andi verkefna sem umtalsverðum fjárhæðum hefur verið eytt í að þróa er það sem við köllum „Creative Partnership“ [skapandi félagsskap- ur]. Ég hef farið fram á það við fjár- málaráðherra að auknu fé verði varið í þetta verkefni – þótt ég viti enn ekki hvernig það fer – en það felur m.a. í sér að koma því til leiðar að öll sam- tök á sviði lista álíti það í sínum verkahring að vinna með ungu fólki. Til að byrja með munum við hefjast handa á völdum svæðum þar sem fólk hefur átt erfitt uppdráttar. En ef verkefnið gengur eftir með þeim hætti sem við vonumst til mun hver einasti skóli fram að háskólastigi að lokum hafa áætlun þar sem skapandi listamenn taka reglulegan þátt í starfi þeirra til lengri tíma. Mark- miðið er að þróa sköpunargleði ungs fólks og gefa því tilfinningu fyrir því hverju listir – annars vegar eins og þær birtast okkur á sviði og hins veg- ar í sögulegu samhengi á söfnum – geta áorkað.“ Ráðherrann tekur fram að þær fjárveitingar sem fara til þessa viða- mikla verkefnis komi sem viðbót við það sem menningarstofnanir hafi þegar til ráðstöfunar við almennan rekstur sinn. „Margar menningar- stofnanir okkar hafa þegar tekið stór skref í áttina að þessu markmiði á eigin vegum, enda hefur verið lögð áhersla á mikilvægi menntunar í starfi þeirra þegar þeim er úthlutað fé til starfseminnar. Liður í því er að síðastliðin tuttugu ár höfum við reynt að ganga úr skugga um að þeir sem sitja í stjórnum listastofnana hafi þekkingu á því hvernig hægt er að þróa söfn og gallerí með tilliti til menntunar.“ Listir örva fólk til þátttöku í þjóðfélaginu Það má þá í raun segja að stefna stjórnvalda miðist við gagnvirk tengsl á milli menntunar, vísinda og menningar? „Einmitt. Það er algjört frumskil- yrði að þessir þættir þjóðfélagsins séu ekki aðgreindir og settir hver í sinn bás. Þeir ættu frekar að starfa þannig saman að mörk og mæri séu brotin niður eða máð út og ungt fólk haldi áfram að læra. Mér finnst það reyndar einnig eiga við um fullorðið fólk, því ég stýrði eitt sinn háskóla sem einbeitti sér sérstaklega að því að draga fullorðið fólk aftur inn í lær- dómsferlið og gefa því tækifæri til að ljúka prófgráðu á fullorðinsaldri. Eftir þá reynslu er ég alveg sann- færð um að fólk heldur áfram að læra svo lengi sem það lifir. Og þar koma einmitt listirnar inn í myndina. Þær eru einstaklega vel til þess fallnar að örva fólk til frekari þátttöku í þjóðfélaginu, þótt ekki sé nema með því að auka skilning þess og næmi fyrir umhverfinu. Sem dæmi um verkefni er þjóna því mark- miði má nefna óperuuppsetningar þar sem haldin hafa verið námskeið meðan á vinnuferlinu stendur og byggt á umræðum um verkið sjálft, túlkunarmöguleika, sögulegt sam- hengi o.s.frv. Slíkt starf leiðir síðan til þess að fólk hefur glögga mynd af því um hvað verkið og allt sem að því lýtur snýst, þegar það loks sér það fullunnið á sviði.“ Af þessu má ráð að þú álítir listir hafa hlutverki að gegna sem eins konar frumafl í þjóðfélaginu er síðan nærir atvinnulífið og efnahaginn? „Það er alveg rétt. Og þótt ég vilji ekki hljóma tilgerðarlega verð ég að játa að ég álít listir bæta mannlífið í þeim skilningi að þær snúast um feg- urð, sannleika o.s.frv. En um leið fela þær í sér leiðir til að gera fólk meira skapandi, sem aftur verður til þess að það er hreint og beint hugmynda- ríkara. Við megum ekki gleyma því að þær atvinnugreinar sem byggjast á listsköpun eru mjög mikilvægar í efnahag okkar í Bretlandi, við erum um þessar mundir orðin mjög fær á því sviði. Tónlistariðnaðurinn er gíf- urlega umfangsmikill, iðnaður tengdur hönnun sömuleiðis – en hann átti t.d. mjög erfitt uppdráttar fyrir þrjátíu árum. Allt eru þetta at- vinnugreinar í örum vexti, á sama tíma og fólk verður vandlátara og fágaðra í flestum skilningi. Það er því ljóst að þessi aukna áhersla á listir hefur félagslegan ávinning í för með sér ekki síður en efnahagslegan.“ Tengsl lista og atvinnulífs Nú reynist mörgum erfitt að sjá listir fyrir sér í samhengi við efna- hagslegt ástand þjóðfélagsins, en í Bretlandi starfar t.d. stofnunin „Arts and Business“ (Listir og viðskipta- líf), sem hefur það að markmiði að efla tengsl atvinnulífs og lista. Hefur þetta samstarf skilað þeim árangri sem vonir stóðu til? „Já, vissulega. Í upphafi snerist þessi starfsemi fyrst og fremst um það að ýta undir meðvitund fyrir- tækja um félagslegar skyldur sínar. Reynt var að fá atvinnulífið til að styðja við listir með því að taka þátt í kostnaði við sviðsetningar eða upp- setningar á nýjum sýningum og þess háttar. Helsta markmiðið þá var að fá meira fjármagn inn í listastarf- semi. Nú hefur þessi viðleitni þróast út í annað og meira; hún snýst um að koma á varanlegri tengslum á milli einstakra listastofnana og atvinnu- fyrirtækja af einhverju tagi, þar sem samstarf á sér stað um lengri tíma í stað þess að snúast um eitt verkefni. Um leið er reynt að stofna til þann- ig samstarfs að fólk sem vinnur á sviði lista geti þjálfað viðskiptahæfi- leika sína, því ekki má gleyma því að allir sem vinna að listum í dag verða að kunna að markaðssetja starf sitt og tryggja að fjármunir nýtist sem best. Starfsmenn atvinnufyrirtækjanna hafa einnig fengið tækifæri til að vinna innan listheimsins og kynnast því hvernig listamenn úr ólíkustu áttum vinna að sínu krefjandi starfi. Það er að mínu mati ögrandi reynsla sem er mjög vel til þess fallin að víkka sjóndeildarhring þeirra sem koma úr umhverfi atvinnulífsins. „Arts and Business“ hefur staðið sig mjög vel í þessu hlutverki, auk þess að sinna sínu hefðbundna starfi við öflun stuðningsaðila sem það byggðist mest á í upphafi.“ Hafa verið gerðar ráðstafanir í skattalöggjöf ykkar til þess að hvetja fyrirtæki til stuðnings við listir? „Já, Gordon Brown, núverandi fjármálaráðherra, kynnti nýja áætl- un fyrir tveimur eða þremur árum, sem gerði mönnum auðveldara fyrir við að fá skattaívilnanir fyrir stuðn- ing við listir og mannúðar- og menntamál. Enn á eftir að koma í ljós hver langtímaávinningurinn verður af þessum aðgerðum, en þó er víst að um er að ræða umtalsverðan hvata fyrir fyrirtæki til þess að láta til sín taka á þessu sviði.“ Líflegur markaður fyrir samtímalistir Hvert er hlutverk „Arts Council“ og „British Council“ í því að koma listum og menningu á framfæri í Bretlandi? „„British Council“ þjónar nú orðið fyrst og fremst því hlutverki að kynna gagnvirkni á sviði menntunar og aðstoða þróunarlönd við mótun menntunaráætlana sinna. Í því starfi eru að sjálfsögðu ákveðin tengsl við menningu og á vegum þess ferðast t.d. gestalistamenn, rithöfundar o.fl. sem vinna að verkefnum erlendis. Starf „Arts Council“ fer hins veg- ar að mestu leyti fram í Bretlandi. Helsta hlutverk þess er að fjár- magna listirnar, en í Bretlandi vinnum við það starf samkvæmt því lögmáli að ég, sem ráðherra lista, ákveð t.d. ekki hversu mikið fé renn- ur t.d. til leikhússins í Newcastle miðað við leikhúsið í Manchester. Við reynum að stýra þessum málum þannig að þau séu í höndum hóps fólks á vegum „Arts Council“ í Lond- on sem hefur sérfræðiþekkingu á hverju sviði. Þessi hópur reynir að meta hversu mikið hvert leikhús á skilið að fá og þá um leið hversu mik- ils hvert hús þarfnast. „Arts Council“ gegnir einnig mik- ilvægu hlutverki við að styðja unga samtímalistamenn við ýmis verkefni en markaðurinn fyrir samtímalistir er mjög öflugur í Bretlandi, og þá sérstaklega í London. Ég held að mér sé jafnvel óhætt að segja að hann sé einn sá líflegasti í Evrópu.“ Hvaða ástæðu telur þú liggja þar að baki? „Þær eru áreiðanlega margar. Í fyrsta lagi eigum við framúrskarandi listaháskóla. Þar af leiðir að umtals- verður fjöldi ungs fólks hefur hlotið þjálfun innan fjölda stofnana þar sem metnaður og gæði eru í fyrir- rúmi vegna þeirrar miklu samkeppni sem ríkir á sviði listrænnar mennt- unar. Fjöldi listamanna fer um leið mjög vaxandi þótt sumir muni að sjálfsögðu óhjákvæmilega heltast úr lestinni, því það er ekki á allra færi að ná langt á sviði lista. Samt sem áð- ur hefur þessi vaxandi fjöldi í för með sér að mun meiri líkur eru nú en áður á því að einhverjir skari fram úr og sýni óvenjulega hæfileika. Þá hefur markaðurinn einnig styrkst vegna þess að eftirspurnin hefur aukist. Mun fleiri hafa nú áhuga á samtíma- list vegna þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið, og þessi áhugi smit- ar erlenda fjárfesta og ýtir undir enn frekari framleiðslu á listsviðinu.“ Listum þarf að skapa skilyrði til að blómstra Svo virðist sem Bretland hafi mjög sterka stöðu í hinum alþjóðlega list- heimi um þessar mundir. Hafa stjórnvöld í Bretlandi reynt að koma listamönnum á framfæri með mark- vissum hætti erlendis? „Að mínu mati felst hlutverk yf- irvalda fyrst og fremst í því að skapa listum þau skilyrði að þær geti blómstrað. Hið opinbera má hins vegar ekki skipta sér of mikið af list- heiminum sjálfum, því þá skapast sú hætta að það taki stjórnina á honum yfir, en það fyndist mér alveg frá- leitt. Að sjálfsögðu reynum við að kynna Bretland sem stað þar sem menning þrífst vel og skapandi starfi er gert hátt undir höfði, hvort heldur sem er á sviði tónlistar, leikhúss eða einhvers annars. Staða okkar er nú þegar mjög sterk og orðspor okkar gott, enda hefur Bretland um nokk- urt skeið verið ein helsta miðstöð leiklistar, danslistar og samtímalista, svo nokkuð sé nefnt – en það tel ég einmitt vera afleiðingu þess að stuðningur fyrir listirnar hefur verið fyrir hendi og sömuleiðis skilningur á því að þannig verður það að vera í siðmenntuðu þjóðfélagi. Það þýðir þó ekki að ég sem ráðherra lista þurfi ekki að berjast fyrir því fjármagni sem ég hef til umráða,“ segir Tessa Blackstone og brosir. „Sérstaklega vegna þess að mitt ráðuneyti er oft að keppa við ráðuneyti hinna stóru málaflokka, svo sem á sviði mennt- unar og heilbrigðisþjónustu. Það er því mikilvægt að hafa í huga að minni fjárhæðir geta nýst mjög vel í list- um.“ Gagnvirk tengsl menningar og mennta Morgunblaðið/Jim Smart Tessa Blackstone, ráðherra lista í Bretlandi. Ráðherra lista í Bretlandi, Tessa Blackstone, segir atvinnugreinar sem byggjast á listsköpun mjög mikilvægar í efnahag Bretlands. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hana um stefnumótun bresku ríkisstjórnarinnar á sviði lista og þýðingu þeirra sem skapandi frumafls í þjóðfélaginu. fbi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.