Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 25
...fegurð og ferskleiki
Það er eins og ég
hafi endurheimt
eitthvað sem ég
hafði tapað eftir
að ég fór að nota
súrefnisvörur
Karin Herzog.
Þær gera
kraftaverk fyrir
húð ungra kvenna
á öllum aldri.
Þær gera kraftaverk
Elín Gestsdóttir
framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppni
Íslands
„Sýningin vísar til þess að fólk
fleygir hundunum sínum
gjarnan á dyr eða jafnvel útúr
bílum á ferð, þegar það er orðið leitt á þeim og vill
losna við þá. Kannski nennir matmóðirin einfald-
lega ekki að gefa þeim lengur. Samfélagið með-
höndlar listamenn á svipaðan hátt. Það er gaman
að hafa þá í kringum sig þegar vel gengur, hægt
að skreyta sig með þeim þegar manni hentar. En
um leið og þeir verða til trafala, gera kröfur,
heimta mat, þá er þeim fleygt á dyr. Sýningin er
tilraun til að tjá þessa einsemd listamannsins.“
Þetta segir einn fremsti leikhúsmaður Evrópu
um dansverk sitt My Movements Are Alone Like
Streetdogs (Hreyfingar mínar eru einar eins og
flækingshundar) sem hann samdi sérstaklega
fyrir íslenskan dansara, Ernu Ómarsdóttur, sem
Jan Fabré hefur starfað með undanfarin ár.
Verkið hefur vakið gríðarlega athygli frá því það
var frumsýnt á leiklistarhátíðinni í Avignon í
Frakklandi fyrir tæpum tveimur árum.
Erna hefur farið víða frá því verkið var frum-
sýnt og hvarvetna vakið mikla athygli fyrir túlk-
un sína á þessu sér-
stæða verki; fyrr í vor
og vetur var hún á ferð-
inni í Skandinavíu og
sýndi í Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi við
mikla hrifningu og
sterk viðbrögð; Morg-
unblaðið sagði einnig
frá því á dögunum þeg-
ar Erna dansaði verkið
á sviði Bolshoj leik-
hússins 26. apríl og
hafa líklega fáir fetað í
þau spor að standa ein
á sviðinu í þessu sögu-
fræga leikhúsi frammi
fyrir öllum helstu pót-
intátum Moskvuborgar.
Í samtali við Morg-
unblaðið daginn fyrir
sýninguna sagði Erna
það mikinn heiður fyrir
sig að fá að dansa í
þessu sögufræga húsi, og finnst það mjög spenn-
andi. „Ég er búin að kíkja á sviðið í Bolshoj, það
er risastórt og ég verð ein á því, þannig að þetta
verður mikil upplifun fyrir mig. Maður skynjar
vel söguna í þessu húsi og það er mjög skrýtin til-
finning að standa í sporum allra þeirra frægu
dansara sem hér hafa verið. Mér hefði aldrei dott-
ið í hug að ég ætti þetta eftir, enda er það sem ég
fæst við ekki klassískur dans.“
Í kjölfar frumsýningarinnar á hátíðinni í Avig-
non hlaut verkið afar jákvæðar umsagnir gagn-
rýnenda í frönsku stórblöðunum, Le Monde, Le
Figaro, Liberation og Provence og varð gagnrýn-
endum ekki síst tíðrætt um sprengikraft hins
unga dansara frá Íslandi. Þá taldi gagnrýnandi
dagblaðsins Le Monde danssýninguna einn at-
hyglisverðasta listviðburð menningarársins í
Avignon.
Síðan verkið var frumsýnt hefur Erna haft í
mörgu að snúast. Verkið hefur nú verið sýnt um
alla Evrópu m.a. í Palais des Beaux Arts í Bruss-
el, á alþjóðlegri danshátíð í Vín og nú síðast í
stærsta leikhúsi Parísarborgar, Theater de la
Ville. Ennfremur stendur fyrir dyrum að sýna
verkið í Brasilíu.
Erna Ómarsdóttir útskrifaðist úr einum eftir-
sóttasta skóla Evrópu á sviði nútímadanslistar,
Performing Arts Research and Training Studios í
Brussel í Belgíu. Frá útskrift árið 1998 hefur hún
tekið þátt í fjölmörgum danssýningum víða um
Evrópu og starfað í danshópi Jan Fabré. Þess má
reyndar geta að önnur íslensk stúlka sem stundað
hefur dansnám í Hollandi tók þátt í hátíðarsýn-
ingu sem Fabré var falið að semja fyrir Avign-
onhátíðina í fyrra. Íslendingar hafa því ærna
ástæðu til að fylgjast grannt með þessum lista-
manni og verkum hans.
Jan Fabré er teiknari, skúlptúristi, leikskáld,
leikstjóri, danshöfundur og sviðshönnuður og
starfar jöfnum höndum að þessu öllu. Þekktastur
hefur hann orðið á seinni árum fyrir sýningar sín-
ar þar sem hann nýtir kunnáttu sína sem dans-
höfundur og myndlistarmaður og semur verk þar
sem framúrstefnulegar hugmyndir hans fá að
njóta sín til fullnustu og sérstaða hans sem leik-
húsmanns blómstrar.
Hann er fæddur í Antwerpen árið 1958. Hann
stundaði nám í Belgíu við Konunglega listaskól-
ann og hefur sagt að teikning sé hans helsta útrás
fyrir listræna leit. Hann gat sér fljótt orð fyrir
risastórar teikningar og myndverk þar sem málin
eru 9 x 19 metrar.
Ferill Fabré er orðinn á þriðja áratug en hann
hóf myndlistarferil sinn í lok 8. áratugarins og
vakti fljótt athygli. Fyrstu sýningar hans í leik-
húsi í upphafi 9. áratugarins þóttu nýstárlegar og
8 klukkustunda löng sýning sem bar heitið This is
the theatre one should have awaited and expect-
ed bar orðstír hans víða um lönd. The Power of
Theatrical Frenzy var frumsýnt á tvíæringnum í
Feneyjum 1984 og vakti mikla athygli. Þessar
sýningar voru þó meira í ætt við myndlist og
gjörninga en 1987 kom hann fyrst fram sem dans-
höfundur í verkinu Dance sections og var það
undanfari umtalaðrar sviðsetningar hans á óp-
erunni Glass in the Head will be made of glass við
tónlist Pólverjans Eugeniusz Knapik. Þessi ópera
var hluti af þríleik sem nefndist The Minds of
Helen Troubleyn. Síðustu árin hefur hann samið
leikrit og dansverk þar sem tónlist og myndlist
renna saman í eina heild með ýmsum hætti og
sem slíkur er Fabré einn af þeim leikhúsmönnum
sem hafa skapað sér nafn með sérstæðum sýn-
ingum þar sem öll áhersla er á hugmyndaflug
þeirra. Margir þeirra hafa einmitt fundið tján-
ingu sinni fjölbreyttastan farveg í leikhúsinu eftir
að hafa komið upphaflega fram sem myndlist-
armenn.
Skordýr hafa heillað
Fabré frá barnæsku
og rekur hann upphaf-
ið til þess að afi hans
var þekktur skordýra-
fræðingur. Líkams-
bygging skordýra hef-
ur orðið honum
innblástur til ýmissa
verka, bæði á sviði og í
myndlist. Hann segir
að hann treysti full-
komlega á innsæi sitt
og tilfinningu við listsköpun. Draumar skipta
einnig máli. Verkum hans er lýst sem ljóðrænum
martröðum þar sem togast á rými og líkamar,
stundum hreyfist rýmið en hreyfingar dansar-
anna eru takmarkaðar og hann er höfundur sýn-
inganna frá öllum hliðum; semur handrit og
dansa, hannar umgjörð og ljós. Með þessu teygir
hann og togar í hugmyndir áhorfenda um dans og
leikhús, og margir hafa lýst upplifun sinni af sýn-
ingum hans sem einstakri, aðrir hafa látið sér fátt
um finnast og telja tímanum betur varið í annað.
Það hefur ekki áhrif á Fabré enda er hann ekki í
því að þóknast áhorfendum.
Hann er þó alls ekki hafinn yfir skemmtigildi
leikhússins og segist bara sjá það sem sig langi að
sjá. „Hvað er að leikhúsi sem afþreyingu?“ spyr
hann. „Ég er aðdáandi Frank Sinatra, en ég hef
líka gaman af að pæla í nýjum hlutum og frum-
legri tjáningu. Þetta snýst um gæði. Hvort hlut-
irnir eru vel gerðir eða ekki. Ég er ekki tals-
maður afþreyingarleikhúss en ég berst ekki gegn
því heldur. Ég berst fyrir alvörulist, án þess að
vera á móti einu eða neinu, mótþróans vegna.“
Til þessa hafa verk Fabré einkennst af leit að
andlegri upphafningu og fegurð. Hann lýsir sjálf-
um sér og dönsurum sínum sem „stríðsmönnum
fegurðarinnar“. „Ég reyni að skapa eins litla list
og mögulegt er.“
Þessi orð ber auðvitað að skilja í því samhengi
sem þau eru sögð, líklega má túlka þau þannig að
Fabré vilji ekki að á milli listaverka hans og
áhorfenda þurfi sérfróða túlkendur. Hann vill ná
beint til áhorfenda sinna með þeim meðölum sem
honum eru tiltæk og allt bendir til þess að hann
hafi mörg þeirra í hendi sér.
Listamaðurinn
er eins og hundur…
eftir Hávar
Sigurjónsson
ERNA ÓMARSDÓTTIR með kjölturakka í hlutverki flækingshunds.
havar@mbl.is
JAN FABRÉ er eitt
þekktasta nafnið í dans-
heimi Evrópu í dag.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Ítalíuferð í öðru veldi
FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST.
PÖNTUNARSÍMI:
56 20 400
„Ferð okkar, LISTATÖFRAR ÍTALÍU
með Heimsklúbbi Ingólfs í fyrra,
breytti öllu gildismati okkar um
ferðalög. Konan valdi ferðina vegna
áhuga á listum, sem höfðuðu ekkert
sérstaklega til mín í upphafi, en nú veit
ég betur. Á mörgum ferðum hefur ekkert
ferðalag komið mér meir á óvart, við bókstaflega drukkum í okkur hvert and-
artak í hrifningarvímu. Svona ferð á erindi við alla, en margir gera sér ekki
fyrirfram grein fyrir, hvaða forréttindi hún býður.” Helgi Guðmundsson og
Ingveldur Jónsdóttir.
SANNKÖLLUÐ LISTAVEISLA: VERONA, MILANO, PARMA,
PISA, FLÓRENS, SIENA, BOLOGNA, PADUA, FENEYJAR,
TRIESTE, VERONA. Lúxusvagn á fegurstu leiðum, 4-5* hótel
m. morgunv., fegurstu söfn og byggingar - fararstjórn Ingólfs.
Ferð með ævarandi
gildi
Síðustu sætin
Þú sérð varla aðra eins listfjársjóði og fegurð annars staðar