Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 26

Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARY Ellen Mark hefur starfað á sviði heim- ilda- og tímaritaljósmyndunar um rúmlega þrjátíu ára skeið. Á þeim tíma hefur hún ferðast heimshlutanna á milli og fangað á filmu andlit sem spanna allt frá þeim frægu til hinna gleymdu. Sjálf segir hún heimildaljós- myndunina vera sína köllun og hafi hún á ferli sínum verið svo lánsöm að geta sinnt henni samhliða daglegum störfum sem tímaritsljós- myndari. „Tími er einstaklega dýr í þessum bransa, og með árunum hefur það reynst mér æ torsóttara að vinna að mínum hugðarefnum. Fjölmiðlalandslagið hefur verið að breytast og eru tímarit sem leggja áherslu á vandaðar ljósmyndagreinar hreinlega að verða útdauð. Ég hef starfað sjálfstætt fyrir fjölmörg stór blöð og hér áður fyrr fékk ég regluleg verk- efni þar sem ég hafði nægan tíma og listrænt frelsi til þess að vinna vandaðar heimildaljós- myndir á hinum ólíkasta vettvangi. Myndirnar á American Odyssey-sýningunni eru flestar teknar við slík vinnuskilyrði. Nú eru þessi tækifæri æ sjaldgæfari, þar sem fjárfestar og auglýsendur veðja nú orðið fyrst og fremst á dægurbundna stjörnu- og tískuljósmyndun. Ég segi ekki að ég njóti ekki forréttinda í þeim verkefnum sem ég sinni fyrir hin vand- aðri dagblöð og tímarit, en aðstæður hafa engu að síður breyst bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég held til dæmis að ungum og metn- aðarfullum ljósmyndurum bjóðist fá tækifæri til að fara út í heimildaljósmyndun eins og staðan er nú.“ Ameríka í þrjá áratugi Uppistaðan í American Odyssey-sýning- unni, sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag í tilefni af Listahátíð í Reykjavík, eru Bandaríkjamyndir Mary Ellen Mark frá tíma- bilinu 1963 til 1999. Myndaröðin var gefin út í veglegri ljósmyndabók árið 1999, en hefur ferðast sem sýning um Norður-Ameríku og Evrópu frá árinu 2000. Við samsetningu evr- ópskrar útgáfu sýningarinnar naut Mark ráð- gjafar sænska ljósmyndarans Hasse Persson, sem veitir ljósmyndastofnuninni Hasselblad Center í Gautaborg forstöðu. Evrópusýningin gefur að sögn Mark nokkuð breiðari innsýn í verk hennar og er þar m.a. að finna nokkrar portrettmyndir sem Mark tók af stjörnum á borð við Woody Allen og Miu Farrow, Marlon Brando og Pamelu Anderson. „Pamelumyndin er nú reyndar orðin að hálfgerðum leiðar- brandara („running gag“) hjá okkur Hasse,“ segir Mark og brosir við. „Sú mynd var tekin við þær peningamiðuðu aðstæður sem ég kom inn á áðan, en engu að síður leyfði Pamela mér að ná af sér dálítið sérstakri mynd.“ Ef til vill má segja að umrædd ljósmynd af stjörnunni Pamelu Anderson myndi í senn skarpa andstæðu og samsvörun við hin ráð- andi minni í American Odyssey-sýningunni. Þar hefur Mark farið um þau jaðarsvæði sem finna má um alla Ameríku og tekið myndir sem endurspegla sterklega bakgrunn, um- hverfi og ef til vill ekki síst hugarfar fólksins. Ef til vill er Pamela Anderson ekki svo langt frá stúlkum sem sjá má á myndum Mary Ellen Mark þar sem þær máta sig við ímynd hinnar fullorðnu og kyngerðu konu með því að fara í háhælaða skó, mála sig eða reykja sígarettu. Samband ljósmyndara og viðfangsefnis „Mér er vissulega umhugað um að sýna hina ógæfusamari og fátækari hlið bandarísks samfélags, og setja mig og þá sem skoða ljós- myndir mínar inn í líf fólks á borð við Damm- fjölskylduna, sem bjó í bílnum sínum þegar ég vann myndaröð um hana í Los Angeles árið 1987,“ segir Mark. „En um leið er ég að reyna að sýna bandarískan hversdagsleika, sem er merkilega margleitur og allt að því exótískur.“ Bent hefur verið á ýmis leiðarminni í ljós- myndum Mary Ellen Mark. Áhersla á fjöl- skyldulíf, konur og börn er líklegast eitt sterk- asta umfjöllunarefnið. Mary segist enga sérstaka skýringu kunna á því hugðarefni sínu. „Ég held að ég mótist óhjákvæmilega af reynsluheimi mínum sem kona og kvenljós- myndari. Þó svo að þetta hafi breyst nokkuð voru ekki margar konur sem höfðu tækifæri til að starfa á þeim grunni sem ég komst í snemma á ferlinum. En það að vera kona hef- ur einnig komið sér vel, þar sem ég hef þurft að ávinna mér traust fólksins sem ég mynda og fá það til að leggja niður varnir sínar að ákveðnu leyti. Ég held að fólk sé óhræddara við að opna heimili sitt fyrir ókunnugri konu en karlmanni, ekki síst í þeim tilfellum sem konur, giftar eða einstæðar, taka þá ákvörð- un,“ segir Mary Ellen. Óhætt er að kynna Mary Ellen Mark sem einn kunnasta heimildaljósmyndara samtím- ans. Að eigin sögn fór hún að fást við ljós- myndun fyrir hálfgerða tilviljun. Hún lauk námi í listmálun og listasögu við háskólann í Pennsylvaníu árið 1963 og hlaut að því búnu styrk til framhaldsnáms í fjölmiðladeild há- skólans í Annenberg og ákvað af hendingu að gera ljósmyndun að meginfagi sínu. Skóla- myndir Mark úr hinum ýmsu hverfum borg- arinnar vöktu hins vegar strax athygli og voru margar birtar í blaði háskólans. Fyrsta ljós- myndaverkefni Mark að loknu námi var styrkt af Fulbright-stofnuninni. Hún ferðaðist til Tyrklands og víðar um Evrópu og tók myndir af mannlífi þar. Þegar í þessum fyrstu mynd- um Mary Ellen Mark birtust þættir sem verið hafa hennar einkenni síðan. Myndirnar birtu hreinskilnar og alúðlegar myndir af fólki í sín- um tilvistaraðstæðum. Á þriggja áratuga ferli sínum hefur Mary Ellen Mark sent frá sér á annan tug ljósmyndabóka og hafa myndir hennar birst í helstu prentmiðlum heims. Þá hefur hún unnið til ótal viðurkenninga fyrir verk sín og nýverið var hún kjörin „áhrifa- mesti kvenljósmyndari allra tíma“ af lesend- um tímaritsins American Photo. Sýningin American Odyssey verður sem fyrr segir opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, 12. maí, og stendur til 2. júní. Ljósmynd Mary Ellen Mark af Damm-fjölskyldunni í bílnum sem var jafnframt heimili þeirra í Los Angeles árið 1987. Hluti af ljósmynd Mary Ellen Mark af Amöndu og Amy frænku hennar. Tekin í Norður-Karólínu árið 1990. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Heimildarljósmyndun er mín köllun,“ segir Mary Ellen Mark sem sýnir Bandaríkjamyndir sínar á Kjarvalsstöðum. Margleitur hversdagurinn Á Kjarvalsstöðum verður í dag opnuð ljósmynda- sýningin American Odyssey, myndaröð frá víðáttum Bandaríkjanna eftir Mary Ellen Mark. Er hún liður í Listahátíð. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við þennan virta ljósmyndara og kynnti sér verk hennar. heida@mbl.is ’ „En um leið er ég að reyna að sýna bandarískan hversdagsleika, sem er merkilega margleitur og allt að því exótískur“ ‘ „MY name is Þorri, but they call me Elvis“ nefnist sýning sem opnuð verður í Galleríi Skugga við Hverfisgötu 39 í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 18. Sýningin er nokkuð nýstár- leg þar sem hún setur ekki fram einstök lista- verk heldur frekar „listrænan heim“ ein- staklings, en hún er byggð á ævi og lífsviðhorfum Arnars Þorra Jónssonar, sem lést síðasta sumar eftir baráttu við krabba- mein. Á sýningunni, sem felur í sér safn hluta, ljóða, mynda, tónlistar og texta, er fjallað um listina í lífinu á mjög óhefðbundinn og per- sónulegan hátt. Velt er upp hugmyndum um það hvernig manneskjan gæðir tilveruna merkingu og hvernig listræn tjáning getur birst ekki einungis í „heilsteyptum“ full- unnum listaverkum, heldur einnig í þeim ófullgerðu, í hlutunum sem hún safnar í kringum sig, í tónlistinni sem hún hefur ástríðu fyrir, í klæðaburði, í tilfallandi póst- kortum og ákvörðunum sem hún tekur. Að sýningunni stendur átta manna hópur, sem unnið hefur að hugmyndamótun og framkvæmd sýningarinnar sem sett er upp á vegum Gallerís Skugga sem lifandi framlag til þeirrar listahátíðar sem stendur nú yfir í borginni. Hópinn skipa þau Anna Jóa mynd- listarmaður, Davíð Stefánsson ljóðskáld, Hanna Gunnarsdóttir hönnuður og myndlist- armaður, Heiða Jóhannsdóttir bókmennta- fræðingur, Magnús Jóhannsson sálfræð- ingur, Orri Jónsson ljósmyndari og tónlistarmaður og Sigrún Guðmundsdóttir textílhönnuður. Sérstaka ráðgjöf veitti Birgir Andrésson myndlistarmaður. „Á sýningunni gerum við tilraun til að sýna nokkurs konar mósaíkmynd af einstaklingn- um Þorra en allt hans daglega líf var mótað af næmu auga fyrir listinni í hversdeginum ef svo má að orði komast,“ segir Anna Jóa. „Hann safnaði um sig einstöku safni af merki- legum hlutum og er þetta safn sá efniviður sem sýningin er unnin úr. Með framsetning- unni veltum við því fyrir okkur hversu sterk- lega reynsla og saga fólks getur endurspegl- ast í lífsumgjörðinni sem það skapar sér í daglegu lífi – umgjörð sem situr síðan eftir þegar einstaklingurinn er fallinn frá,“ segir Anna. „Með sýningunni vörpum við einnig fram vangveltum um listræna tjáningu og listskiln- ing. Í tilfelli Þorra má sjá glöggt hvernig list- rænt líf hans byggðist upp á ástríðufullu og óræðu samspili þeirra fallegu hluta og lista- verka sem hann lifði og hrærðist í, og þeirrar tjáningar sem hann sjálfur setti fram í gegn- um annars vegar val sitt á þessum hlutum, og hins vegar ýmsum tilfallandi listaverkum sem hann skilur eftir sig. Allt þetta skapar listræna heild, brotakennt listaverk eða mósaíkmynd sem reynt er að miðla í gegnum sýninguna. Þá hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá, sem Gestur Guðmundsson fé- lagsfræðingur ritar m.a. grein í. Þar líkt og á sýningunni gefur jafnframt að líta nokkur af þeim tilfallandi verkum sem Þorri sjálfur skapaði.“ Anna bætir því við að ef til vill megi skoða sýninguna sem nokkurs konar „einstaklings- bundna listasögu“ þar sem stórkostleg lista- verk úr tónlistar-, bókmennta- og kvik- myndasögunni skipi jafnmikilvægan sess og hönnunarstíll 7. áratugarins í Bandaríkj- unum, eða hin fágaða fegurð coca-cola- flöskunnar. „Tilfinning fyrir stöðum og um- hverfi, og þá ekki síst sjálfum miðbæ Reykja- víkur, var mikilvægur hluti af listrænum heimi Þorra. Leitast verður við að miðla þess- ari hlið af hugarheimi hans með ljósmyndum, teknum af þeim stöðum sem hann hélt mest upp á. Mörg þeirra fyrirtækja sem Þorri skipti reglulega við, s.s. Safnarabúðin, Fríða frænka, Verslun Guðsteins, Súfistinn, Mokka og Vífilfell, hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja sýninguna. Á opnuninni, sem stendur yfir milli kl. 14 og 18, ætlum við að bjóða upp á kók í glerflösku, kaffi eins og Þorri vildi hafa það og kannski dálítinn rauðvínsdreitil,“ segir Anna Jóa að lokum. Sýningin stendur frá 12. maí til 2. júní. Op- ið er milli kl. 13 og 17 frá þriðjudegi til sunnudags. Listrænn heimur einstaklings Morgunblaðið/Ásdís Anna Jóa vinnur hér að uppsetningu sýn- ingarinnar „My name is Þorri, but they call me Elvis,“ í Galleríi Skugga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.