Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRAKRADDIR er unnin í nánu
samstarfi danshöfundar og leik-
stjóra, klippara og tónskálds.
„Dansstuttmyndaformið er ekki
nýtt af nálinni en hefur gengið í
endurnýjun lífdaga með tilkomu
stafrænnar upptökutækni,“ segir
Helena Jónsdóttir. „Danslistafólk
og kvikmyndagerðarmenn nýta sér
í æ ríkari mæli þá miklu möguleika
sem þarna leynast til skapandi úr-
vinnslu og tilrauna og á sama tíma
hefur markaður fyrir afurðir
þeirra vaxið hratt,“ segir hún.
Formið sameinar
allt sem ég kann
„Sjálf get ég ekki lýst fyrstu
kynnum mínum af dansstuttmynd-
inni öðru vísi en sem frelsun.
Þarna var allt í einu komið form
sem sameinaði í eðli sínu allt það
sem ég hafði verið að læra, þjálfa,
vinna við, gera tilraunir með og
fikta við síðustu tuttugu árin eða
svo. Þarna sameinast ögun ball-
ettnámsins, reynslan af dansi og
danshönnun við bókstaflega allar
aðstæður, mögulegar sem ómögu-
legar, reynslan af sviðsetningu
jafnt á sviði sem í sjónvarpi, öll
næturvinnan þegar verið var að
hanna lýsingu af vanefnum fram á
síðustu stundu, Brakraddir er
nefnilega hugsuð sem samnefnari
þessarar reynslu sem safnast hefur
í kroppinn minn en jafnframt lögð
upp sem samvinnuverkefni ólíkra
listamanna; höfundar/leikstjóra,
klippara og tónskálds. Að
ógleymdum auðvitað dönsurum,
leikurum, ljósahönnuði og þeim
öðrum sem leggja hér ómetanleg
lóð á vogarskálar.
Óvænt hljóð þegar sest er
Helena segir söguna í myndinni
einfalda. „Við erum stödd á sviði.
Stórsöngvari stendur þar fremstur
í miklum skrúða og syngur af
aðdáanlegri innlifun langt innan úr
eigin heimi. Hljóðin minna ekki
nema lítillega á söng, enda sótt í
flest annað, rétt eins og öll hljóð-
mynd verksins. Að baki hans bíða
þrjár bakraddir þess að komast að.
Þegar lengist biðin og ekki er séð
fyrir endann á einkaflippi tenórs-
ins, freistast ein bakraddanna til
að tylla sér á bekk sem bíður að
baki þeirra. Við það að setjast býr
hún óvænt til hljóð sem ekki fer
fram hjá hinum tveimur – og líkist
heldur ekki þeim hljóðum sem
venjulega koma úr bekkjum. Eða
búkum. Sú næsta sest og annað
hljóð fæðist, sú fyrsta hreyfir sig
ögn og enn kemur hljóð … og til að
gera sprellfjöruga sögu stutta, þá
enda bakraddirnar þrjár í lang-
vinnum leik sín á milli, skapandi
hina eiginlegu tónlist eða hljóð-
mynd verksins með hreyfingum
sínum, snertingu, snúningum,
dansi og skellum. Þær eru orðnar
brakraddir.
Það er ekki fyrr en liðinn er
langur tími að stórsöngvarinn, sem
aldrei missir úr tón, eða hvað það
nú er sem hann er að framleiða –
en fagurt er það alla vega – skynj-
ar að eitthvað er ekki eins og það á
að vera og skilur að hann verður
sjálfur að fylla út í hina miklu loka-
strófu sem ætluð var þeim fjórum í
sameiningu. Við það springur hann
og fellur örendur á sviðið!“
Tónlistin samin við myndina
Helena lýsir hugmyndinni að
óvenjulegu vinnuferlinu þannig að
hin endanlega danshönnun hafi
farið fram í klippistúdíóinu og
hljóðmyndin hafi verið samin þeg-
ar myndin var tilbúin í stað þess að
allt væri samið við tónlistina.
„Þetta þýðir að í stað þess að
taka hefðbundnar senur af döns-
urunum og stórsöngvaranum í ak-
sjón, raða upp í tímaröð og leggja
við það tónlist, voru myndskeiðin
hugsuð sem nokkurs konar hljóða-
og hljómasafn sem raða mátti sam-
an á óendanlega marga vegu. Að-
eins nokkrar úthugsaðar „vörður“
voru myndaðar til að tryggja að
sagan skilaði sér skýrt og greini-
lega, en uppistaðan var sett saman
úr þessum frjálsu „hljómum“. Og
hljóðmyndin skapaðist svo með-
fram samsetningunni, elti hana og
mótaði samtímis þannig að þegar
allt kemur heim og saman er
ómögulegt að greina hvort var or-
sök eða afleiðing; myndskeiðið,
samhengið sem það er klippt í eða
tónlistin sem það sameinast í.“
Fólk með hjartað á réttum stað
„Til þess að skila jafn ögrandi
hugmynd þannig að vel væri þurfti
ég að finna fólk sem var ekki bara
tæknilega með alla hluti á hreinu,
heldur ekki síður með hjartað á
réttum stað. Og það sem kannski
skipti mestu þegar upp er staðið;
með tíma til að liggja bókstaflega
yfir þessu, án þess að vera með
hugann eða búkinn á stöðugum
þeytingi út um borg og bý, Þetta
tókst.
Galdurinn fólst í tvennu. Í fyrsta
lagi: Að fá Elísabetu Ronalds-
dóttur, einhvern færasta klippara
okkar Íslandinga, í liðið strax í
upphafi og biðja hana að vinna
þetta með mér í Los Angeles þar
sem ég er búsett um þessar mund-
ir. Þetta síðarnefnda er líklegasta
snjallasta hugmyndin í verkinu.
Með því að fá hana á staðinn er
tryggt að við getum lagt nótt við
dag án þess að íslenskur veruleiki í
bland við viðvarandi sektarkennd
brytji daginn niður í öreindir.
Í öðru lagi að hitta og hlusta á
urmul tónskálda í Los Angeles og
finna að lokum Greg Ellis. Hann er
að upplagi ásláttarlistamaður, en
hefur á síðustu árum breyst í eitt-
hvert áhugaverðasta alhliða
„hljóðskáld“ sem ég hef komist í
kynni við. Hann skilur líka hug-
myndina, hann er góðmenni, kann
að gefa og þiggja og hann hefur
aðstöðu og … tíma.
Það er með samvinnu okkar
þriggja í eftirvinnslunni sem ég er
sannfærð um að markmið Brak-
radda hefur náðst; að skapa ís-
lenska dansstuttmynd sem gerir
eitthvað miklu meira en að sann-
færa sjálfa mig um það að mynd-
bandið sé stórkostlegur miðill fyrir
dansara. Þetta er nefnilega hætt
að snúast um mig. Og það er það
sem mér finnst góð list ganga út
á.“ Segir Helena Jónsdóttir, dans-
höfundur og kvikmyndagerð-
armaður.
Myndin er framleidd í samvinnu
við Listahátíð í Reykjavík, Íslenska
dansflokkinn, Borgarleikhúsið/
LR, Listasafn Reykjavíkur og fleiri
aðila sem leggja verkefninu lið.
Handrit, danshönnun og leik-
stjórn: Helena Jónsdóttir. Höf-
undur tónlistar og flytjandi: Greg
Ellis. Klipping: Elísabet Ronalds-
dóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra:
Þorvaldur Þorsteinsson. Stór-
söngvari: Ellert Ingimundarson.
Brakraddir: Ásta Sighvats Ólafs-
dóttir, Guðmundur Elías Knudsen,
Katrín Á. Johnson. Myndataka:
Magni Ágústsson. Lýsing: Jóhann
Pálmason. Förðun og aðstoð við
upptökur: Fríða Methúsal-
emsdóttir. Búningagerð: Kristín
Aðalsteinsdóttir.
Dansinn
saminn á
undan
tónlistinni
Brakraddir er ný dansstuttmynd eftir Hel-
enu Jónsdóttur sem verður frumsýnd í dag í
Hafnarhúsinu. Hávar Sigurjónsson forvitn-
aðist um hugmyndirnar að baki myndinni.
havar@mbl.is
LITLA fallega listhúsið að Kambi
hefur þrátt fyrir nokkra fjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu áunnið sér sess
í vitund listunnenda. Virðast þeir
stöðugt fleiri sem gera sér ferð á
opnanir, sem eru raunar ekki marg-
ar árlega og helst yfir sumartímann,
víla sér ekki við um og yfir klukku-
stundar akstri frá höfuðborginni
austur. Þannig voru furðu margir
mættir á staðinn, þrátt fyrir kalsa
leiðindaveður og á köflum erfiðan
akstur, þegar okkur hárskerann
minn bar að nokkru eftir formlega
opnun sl. laugardag. Ungir sem
aldnir komnir til að berja myndverk
margfrægs Helga Þorgils Friðjóns-
sonar frá ýmsum tímum augum, að-
allega riss og vatnslit á pappír, út-
færð í blý, túsk og vatnslit, en einnig
nokkrar landslagsstemmur í olíu.
Mest eru þetta örsögur af hinum
ýmsu lifunum úr hugarfylgsnum
listamannsins, líkast þreifingum fyr-
ir viðameiri átök, en geta allt eins
talist sjálfstæð verk. Einnig kímnar
undirfurðulegar hugdettur og hin
ástþrungnu riss er einkenndu at-
hafnir Helga í upphafi lisferilsins,
með spennt undur yfirstærða í aðal-
hlutverkinu en kvendóminn fjarri af-
drifaríkum pataldri, líkast bremsu á
ósiðlegt hugmyndaflakk.
Listamaðurinn hefur, að því er
virðist af handahófi, dregið eitt og
annað frá ferlinum úr fórum sínum
og hengt upp á veggi listhússins, rist
sig á kvið. Ekki verið að huga að
samstæðri heild heldur frásagnar-
hætti myndverkanna, hann er líka
öðrum þræði frásegjandi í lausu
máli, hvorutveggja myndskáld sem
skáldmynd, nefnir þetta beintengi
fingurgómanna við heilann. Skarar í
þessu tilfelli jafnt sjónrænar opin-
beranir sem jarðtengdar lifanir í rit-
uðum texta. Það sem menn helst
taka eftir er hve listamaðurinn hefur
verið trúr opnu og græskulausu hug-
myndaferli æskunnar, haldið áfram
að þróa það og móta.
Þetta er ekki ein af þeim háalvar-
legu sýningum er fær fólk annað
tveggja til að blimskakka augunum
til útgönguleiða, eða velta lengi
vöngum í ráðaleysi hins heimska og
fáfróða frammi fyrir sjálfri skjal-
festri alviskunni. Menn nefna þetta
öllu frekar fágæti, raritet, í útland-
inu og slíkar sýningar eru mjög vin-
sælar meðal allra þeirra sem telja
sig verða að vera með á nótunum um
sköpunar- og vinnuferli myndlistar-
manns, augliti til auglitis. Meðtaka
skynjun þeirra á umheiminum beint
í æð. Í stuttu máli lífleg sýning, sem
margur mun hafa gagn og gaman af
að nálgast, óvenjulegt framtak sem
eins og kallaði á óvenjulega rýni.
Samsafn
MYNDLIST
Kambur
Opin alla daga nema miðvikudaga. Til 2.
júní. Aðgangur ókeypis.
RISS/ MÁLVERK
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Helgi Þorgils: Draumur minn og draumur þinn. Vatnslitamynd.
Ástríður Andersen lætur sig sjaldan vanta á mikilsháttar listviðburði.
Hér sést hún og fylginautur að tali við Gunnar Örn, listmálara og bónda
að Kambi.
GRADUALEKÓR Langholtskirkju
heldur tónleika í Langholtskirkju í
kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.
Á efnisskránni eru íslensk og er-
lend verk fyrir barnakóra, m.a.
finnskt verk þar sem einn kórfélaga,
Edda Þöll Kentish, leikur með á
flautu. Einnig er á efnisskránni kan-
adískt verk sem byggt er á tónlist
Micmaq-frumbyggjanna og sungið á
þeirra máli. Í verkinu líkja kórfélag-
ar eftir fugla- og dýrahljóðum þann-
ig að áheyrendur eiga að hafa á til-
finningunni að þeir séu staddir í
frumskógi.
Kórinn fer í tónleikaferð um Snæ-
fellsnes aðra helgina í júní og heldur
m.a. tónleika í Stykkishólmskirkju 8.
júní.
Sungið á frum-
byggjamáli
FRÁ því í ágúst í fyrra og fram í
febrúar 2002 hafa 12 ungir listamenn
unnið myndlistarverk víðsvegar um
borgina. Þeir völdu sér ýmsa staði í
Reykjavík og sköpuðu verkin inn-
blásin af staðnum. Listamennirnir
hafa safnað heimildum frá þessari
vinnu í máli og myndum og verður
sýning á afrakstrinum opnuð í Ráð-
húsinu kl. 13.30 á sunnudag. Dag-
skráin er liður í Listahátíð.
Sýningin stendur til 21. maí.
Afrakstur lista-
mannsins
á horninu
♦ ♦ ♦