Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 39
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kveðja til hjartkærs bróður og
mágs.
Rósa, Sigurður, Klara,
Margrét og Benjamín.
Mig langar í orðastað okkar
systkinanna með nokkrum orðum að
minnast móðurbróður míns, er and-
aðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri aðfaranótt 3. maí síðastlið-
inn. Þegar ég var barn var mér tam-
ast að kalla hann Abba, en eftir að
ég varð fullorðin var hann yfirleitt
kallaður Hansi.
Margar minningar eru búnar að
fljúga í gegnum huga minn síðustu
vikur og þó sérstaklega núna síð-
ustu daga. Minningar um heimsókn-
ir hans á heimili pabba og mömmu í
Hólum, ferðalög með honum og
Sigga bróður hans, bæði um byggð
ból og öræfi, heimsóknir til hans og
Ólafar ömmu og síðar er Siggi var
fluttur til þeirra og að síðustu til
þeirra bræðra eftir lát Ólafar ömmu.
Þegar ég var barn var til Sælgæt-
isgerð á Akureyri sem hét Akra og
Akra karamellurnar var besta sem
maður gat fengið og ekki brást það
að þegar Abbi kom í heimsókn og
var sestur inn í eldhús laumaði hann
hendinni ofan í vasa sinn og rétti
mér poka með Akra karamellum. Og
á jólum þegar við systkinin vorum
sífellt vappandi út í glugga til að vita
hvort við myndum sjá til nokkurra
jólagesta, þá vissum við alltaf um
leið að Abbi og Ólöf amma væru að
koma ef að sáust gul bílljós, því Will-
ys jeppinn hans var með gul ljós.
Þessi bíll er reyndar í okkar eigu nú,
en ekki lengur með gul ljós.
Einnig man ég sérstaklega eftir
einu sumri að pabbi var að aðstoða
Abba við viðgerð á þessum sama
jeppa og þá var Siggi iðulega líka á
staðnum. Á kvöldin er þeir komu inn
og voru að fá sér hressingu fyrir
svefninn var oft mikið fjör og marg-
ar sögur flugu af svaðilförum og
broslegum aðstæðum sem þeir
höfðu lent í. Talandi um ferðalög,
engin kort eða leiðsögubækur þurfti
þegar maður var á ferðalagi með
Abba og Sigga, því þeir bræður voru
búnir að ferðast svo mikið og kynn-
ast landinu. Það var þvílík fróðleiks-
HANS
RANDVERSSON
✝ GuðmundurHans Randvers-
son fæddist í Fjósa-
koti í Saurbæjar-
hreppi í Eyja-
fjarðarsýslu 28.
september 1929.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 3. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ólöf Ind-
íana Sigurðardóttir,
f. 8. apríl 1903, d. 6.
september 1998, og
Randver Guðmunds-
son, f. 29. september
1891, d. 21. maí 1962. Hans var
annar í röðinni af fimm systkin-
um: Margrét Hólmfríður, maki
Benjamín Jósefsson, Hans, Klara
Sigríður, maki Rafn Jónsson, d.
11. ágúst 1991, Sigurður Geir, og
Rósa Ólöf.
Útför Hans verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju á morgun, mánu-
daginn 13. maí, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
náma að ferðast með
þeim bræðrum.
Eins var Abbi alveg
einstaklega fróður um
ættfræði, ef mig lang-
aði að vita eitthvað um
ættir okkar talaði ég
bara við Abba. Ég
sagðist vera miklu
fljótari að fletta upp í
honum heldur en ætt-
fræðibók. Þarna lá eitt
af hans áhugasviðum
og lesturs góðra bóka
naut hann líka. Bæk-
urnar í Norðurgötunni
eru mældar í metrum
en ekki talið hversu margar þær
eru.
Hann var trúr sínu fólki og traust-
ur og maður gat treyst því að allt
stóð eins og stafur á bók sem hann
sagði. Einnig var hann mjög dugleg-
ur að halda sambandi við sitt frænd-
fólk og nutum við þess er þeir bræð-
ur voru á ferðalagi einhvers staðar í
nágrenni Akraness að þá komu þeir
ávallt við hjá okkur. Nú á þessu vori
verða níu ár frá því að ég fluttist frá
Akureyri til Akraness og ekkert af
mínu frændfólki hefur verið jafn
duglegt að heimsækja mig eins og
þeir.
Eftir að Guðni Rafn sonur minn
fór að hafa áhuga á og æfa fótbolta
þurfti hann alltaf að spyrja Guðna
Rafn, hvernig Skagamönnum gengi
og þar fram eftir götunum. Hann
hafði líka mikinn áhuga á að fylgjast
með þroskaferli Davíðs Arnar sonar
míns sem er 14 mánaða. Eftir að
Abbi var kominn á Sjúkrahúsið var
mamma oft að segja honum frá
bröltinu í Davíð Erni, þegar hann
var að taka sín fyrstu skref og eins
þegar hann var að taka til í eldhús-
skápunum mínum. Mamma sagði að
alltaf hefði færst bros yfir andlit
hans þegar hún talaði um Davíð
Örn. Eins var það þegar Klara Árný
dóttir mín var lítil hafði hann enda-
lausa þolinmæði að leyfa henni að
brölta og hnoðast hjá sér.
Elsku Abbi hafðu þökk fyrir allt
og allt og minningarnar um sam-
skiptin við þig eru ómetanlegar.
Elsku Siggi, mamma, Gréta og
Rósa, Guð styrki ykkur á þessum
erfiðu stundum.
Geirlaug Jóna Rafnsdóttir,
Randver Víkingur Rafnsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Nú er komið að leiðarlokum hjá
þér, elsku besti frændi. Fyrir okkur
varst þú alltaf fastur punktur í til-
verunni og ávallt til staðar. Þú varst
einstaklega fallegur maður, bæði
innan sem utan, alltaf rólegur og í
jafnvægi. Við munum eftir þínum
einstaka húmor, þínum skondnu til-
svörum og gullkornunum sem komu
manni stundum í opna skjöldu og
hvernig þú skemmtir þér þegar
börnin í fjölskyldunni komu með sín
gullkorn og þú gast rifjað þau upp í
tíma og ótíma. Þú gast spjallað við
börnin eins og fullorðið fólk og vildir
fylgjast með hverju og einu okkar í
lífshlaupinu. Við munum hjálpsemi
þína og greiðvikni og hvernig þú
varst alltaf boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd, en aldrei mátti minn-
ast á að fá að hjálpa þér. Hjá þér var
alltaf allt skipulagt og í röð og reglu
og þannig leið þér best. Þú varst
fastur fyrir í skoðunum og þér varð
ekki auðveldlega hnikað. Það er
ógleymanlegt, þegar við, eða aðrir,
vildum koma upp á þig einhverjum
skoðunum, hvernig þú hristir haus-
inn og hnussaðir ef það var ekki að
þínu skapi, það táknaði að málið
væri útrætt.
Þú varst einstaklega vel lesinn og
áttir ógrynnin öll af bókum sem þú
gast alltaf vitnað í, þannig að okkur
fannst þú alltaf vita alla skapaða
hluti.
Ættfræðiáhugi þinn var með ein-
dæmum og þú gast rakið ættir allra
langt aftur í aldir. Við minnumst
samtala sem byrjuðu á að tala um
einhvern sem við þekktum og fyrr
en varði var ættartalan hans komin
nánast allt aftur til Haraldar hár-
fagra. Þetta skráðir þú aldrei niður
á blað en hafðir þetta allt í kollinum
og þar á meðal var ættartréð okkar,
sem okkur láðist að ná niður á blað,
því við héldum að við hefðum nægan
tíma.
Íþróttir, íþróttir, íþróttir, og þá
sérstaklega fótbolti og handbolti,
voru þér hugleiknar og við vildum
óska þess að þú hefðir getað lokið
íþróttakennaranáminu á sínum
tíma. Þeir voru ekki margir leikirnir
sem þú misstir af í sjónvarpinu og
hvað þá ef þínir menn voru að spila,
en þú varst alltaf heitur Liverpool-
aðdáandi, og hvað gladdi þig meira
en myndin af þínu liði með áritun
allra leikmannanna og hún fékk
heiðurssess á besta stað.
Bílaáhugi þinn var mikill, sérstak-
lega gamlir bílar, og ekki gleymist
gamli græni Willys-jeppinn árgerð
1955, sem þú áttir í áratugi, og þeg-
ar hann var seldur fór hann ekki
langt, bara niður um eina kynslóð í
fjölskyldunni. Okkur fannst alltaf
mikið sport að fá að fara með í jepp-
anum, fram í fjörð, upp á fjöll eða út
á land. Og alltaf áttir þú Volvo líka,
því engin önnur bíltegund kom til
greina hjá þér, það var bara skipt
um árgerð og lit.
Svo voru það öll ferðalögin, hér
áður fyrr með þér, ömmu og Sigga
eða að nærri öll fjölskyldan tók sig
upp með nesti, nýja skó og kort og
haldið var af stað til að skoða fjöll og
firnindi. Okkur fannst þú þekkja
nánast hvert fjall, hverja á og hvern
bæ og oftar en ekki gastu rakið ætt-
ir okkar saman við ættir fólks á ein-
hverjum bæjanna.
Laufabrauðsgerðin er minnis-
stæð, því það varst þú, sem kenndir
okkur að skera út mynstrið í kök-
urnar með hníf, þér fannst óþarfi að
nota laufabrauðshjólið. Og öll jólin,
þegar stórfjölskyldan kom saman
heima hjá ömmu, þér og Sigga og þú
sast rólegur í stóra brúna stólnum
mitt í öllum látunum og hafðir
lúmskt gaman af öllum æsingnum
við pakkafárið.
Þú áttir þína sjúkrasögu, en þær
raunir barst þú ávallt í hljóði, kvart-
aðir aldrei og bjóst yfir slíkum styrk
að okkur þótti oft undrum sæta. Þú
höndlaðir hjartasjúkdóminn og syk-
ursýkina með sömu staðfestu og
skipulagningu og allt annað í þínu
lífi, en fyrir vágestinum, krabba-
meininu, varðstu að lúta í lægra
haldi eftir stuttan en erfiðan bar-
daga.
Nú ertu laus úr viðjum þjáning-
anna og kominn í ljósið.
Í okkar augum varst þú og verður
alltaf sérstakur og merkilegur mað-
ur, elsku frændi okkar, og mun
minning þín ávallt lifa með okkur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Hildur, Ólöf Vera, Randver,
Stefanía, Katrín, Halldóra Lilja,
Ólöf Mjöll, Thelma,
Sigrún Rósa, Benjamín K.
og fjölskyldur.
minningu Bjarna bróður síns, afa
okkar.
Ég sit við leiðið lága,
og löngu horfin ár
mér birtast eitt af öðru,
og augun fylla tár.
En hvað skal hryggð og harmur?
Slíkt hæfa finnst mér lítt,
því umhverfis þig ávallt
var öllum glatt og hlýtt.
Og minningarnar mætast
og mynda geislakrans.
Um höfuð horfins vinar,
hins hugumstóra manns.
Og hvar sem augað eygir
er afrek stór að sjá,
þau bera bónda vitni,
hvert blóm, hvert tré, hvert strá.
Þau hvísla ástarorðum
í aftanblænum hljótt,
og blómin til þín brosa
og bjóða góða nótt.
(Steingrímur Arason.)
Sigurður, Kristín
og Snjólaug Bergljót.
Sigga, Bjarni og Svalbarð hljóma
sem eitt í okkar eyrum. Það er erfitt
að minnast á eitt án þess að hin
fylgi. Þau hafa fylgt okkur frá
fyrstu minningu og verið í huga
okkar jafn sjálfsögð og klettarnir
sem standa í fjörunni heima.
Nú eru bæði Sigga og Bjarni
horfin á braut en eftir stendur fjöldi
afkomenda og ljúfar minningar um
falleg hjón. Okkur er það minnis-
stætt þegar þau sátu í rauðu hæg-
indastólunum sínum og héldust í
hendur. Þau virtust svo ánægð með
hvort annað og við komumst ekki
hjá því að vonast eftir að upplifa
slíkt hjónaband.
Það var alltaf gott að koma í Sval-
barð og vorum við nánast heima-
gangar þar. Í eldhúsinu söfnuðust
allir saman. Sérstakar minningar
vekur mjólkurbrúsinn, matarkexið
og brauð með eplum.
Við munum varla eftir Bjarna
öðru vísi en vinnandi hvort sem það
var úti við verkin eða inni á skrif-
stofunni þeirra Siggu, sem okkur
þótti einstaklega leyndardómsfull.
Hefð var fyrir því að Svalbarðs-
fjölskyldan kæmi í heimsókn til
okkar á jóladagskvöld. Þá var alltaf
glatt á hjalla og mikið fjör. Í eitt-
hvert skiptið þótti Bjarna það eitt-
hvað dragast að dansað yrði í kring-
um jólatréð og dró okkur krakkana
af stað, okkur til ómældrar ánægju.
Þetta lýsir vel hversu drífandi og
röggsamur hann var hvort sem var í
leik eða starfi.
Bjarni var einn af þeim persónu-
leikum sem við bárum ótakmarkaða
virðingu fyrir. Fyrir okkur var hann
eins og Bangsi Pabbi í Dýrunum í
Hálsaskógi. Orð hans voru okkar
lög, hvort sem hann var að banna
okkur systrunum eitthvað eða setja
okkur fyrir verkefni.
Á kveðjustundu er notalegt að
líta til baka og rifja upp glettnar
minninar til að ylja sér við. Það eru
mörg atvik sem renna í gegnum
hugann. Til að mynda þótti Bjarna
ber afskaplega góð og minnumst við
þess að einhverntíma vorum við
systurnar, þá litlar hnátur, úti í hól-
um að tína ber þegar við sáum að
Bjarni var kominn í heimsókn. Við
vildum endilega færa honum ber að
smakka en þótti vissara að fela
hluta þeirra því annars myndi hann
kannski klára þau öll.
Það er með söknuði að við kveðj-
um Bjarna frænda, stórbónda á
Svalbarði. Minning hans mun ætíð
lifa með okkur.
Elsku Gréta, Lella, Gvendur,
Kikka, Grímur og fjölskyldur, við
vottum ykkur öllum samúð okkar,
megi Guð styrkja ykkur í missinum.
Systurnar í Ystu Vík
Sigríður Margrét,
Jóna Bergþóra, Laufey
Björg, Sólveig Kristín og
Jónasína Fanney.
Fleiri minningargreinar
um Bjarna Hólmgrímsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Kransar - krossar
Kistuskeytingar • Samúðarvendir
Heimsendingarþjónusta
Eldriborgara afsláttur
Opið sun.-mið. til kl. 21
fim.-lau. til kl. 22
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar