Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NASHVILLE er mekka sveita-
tónlistarinnar og iðnaðurinn í
kringum hana veltir milljörðum.
Má segja að Nashville og sú mark-
aðsvæna útgáfa af sveitatónlist
sem er aðal borgarinnar sé full-
komlega sjálfbær þar sem mark-
aðir utan við Bandaríkin skipta í
raun engu upp á sölu. Í Tennessee,
Kentucky og ríkjunum þar suður
af er það bara kántrí og aftur
kántrí.
Það býr meira að baki laginu sí-
gilda „Stand by your Man“ en
margan grunar en Tammy Wyn-
ette gerði það að sígildri perlu með
það sama árið 1968. Tammy var í
eina tíð gift goðsögninni George
Jones sem var og er ansi erfiður í
umgengni svo ekki sé nú meira
sagt; hallur undir bokkuna hér á
árum áður og skelmir hinn mesti
þegar þannig lá á honum. Það er
einmitt núverandi kona hans sem
stendur að bókinni sem hér er til
umfjöllunar, þar sem hún spjallar
við hinar og þessar „stoðir og
styttur“; eiginkonur manna eins og
Hanks Williams, Glens Campbells,
Clints Blacks og Merles Haggards
svo einhverjir séu nefndir.
Í heimi sveitatónlistarinnar eru
menn gerðir að algerum ofur-
stjörnum. Þess má t.d. geta að
enginn listamaður hefur selt fleiri
plötur í Bandaríkjunum – frá upp-
hafi – en Garth nokkur Brooks.
Kappar eins og George Strait,
Billy Ray Cyrus og Kenny Rogers
hafa allir á einhverjum tíma verið
ofurstjörnur; dýrkaðir og dáðir af
tugþúsundum.
Líf eiginkvennanna getur því oft
verið einmanalegt eins og gefur að
skilja.
Stíll frú Jones hér er nú sosum
ekki upp á marga kántrífiska og
bókin er skrifuð í barnalegum slúð-
urblaðamennskustíl. Henni hættir
og til að sýna viðmælendum sýnum
fullmikinn skilning og samúð og þá
að sjálfsögðu upp á hinn eina og
sanna ameríska hátt (væmni,
væmni, væmni). Þetta stafar að
sjálfsögðu af þeirri einföldu stað-
reynd að hún hefur „verið þarna“.
En vissulega hefði mátt gæta betur
að hlutleysinu. Besti kaflinn er hik-
laust lýsingin á raunum ungfrú
Billy Ray Cyrus, henni Tish, sem
húkir heima við á meðan vöðva-
stæltur kántríboltinn, maðurinn
hennar, fer út um hvippinn og
hvappinn með „Achy Breaky
Heart“ í farteskinu.
Rifrildin, lygarnar, tárin, hlát-
urinn og gleðin. Þetta er allt hérna.
Hvílið ykkur á Séðu og heyrðu
næstu helgi og grípið í hana þessa.
Forvitnilegar bækur
Vík ei
manni
þínum frá
Arnar Eggert Thoroddsen
Nashville Wives: Country Music’s
Celebrity Wives Reveal the Truth
about Their Husbands and
Marriages eftir Nancy Jones og
Tom Carter. Cliff Street Books
gáfu út árið 2000. 320 bls. kilja sem
fæst í öllum betri bókabúðum.
EF DEILT er um það hvort
rétt sé að telja glæpasagnaritun
bókmenntagrein er gott að nefna
James Lee Burke til að sanna að
svo sé. Burke er ein fremsti penn-
inn á því sviði, persónur ljóslif-
andi, náttúrulýsingar hrífandi og
ofbeldið eins og ljóðrænn blóðugur
ballett. Þekktastur er Burke fyrir
bækur sínar um David Robich-
eaux, fyrrum lögreglumann í
Louisiana, en hann er einnig
með annan sagnabálk í
gangi sem segir frá
lögreglumanninum
fyrrverandi Billy
Bob Holland
sem er nú lög-
fræðingur.
Þessar
söguhetjur eru
um margt líkar
þótt aðstæður
þeirra og umhverfi sé
ólíkt. Báðir glíma þeir Hol-
land og Robicheaux, við smádjöfla
innra með sér, Robicheaux er
óvirkur alkóhólisti í stöðugri glímu
við þorstann, en Holland bælir
með sér ólgandi ofbeldishneigð
sem á það til að gjósa upp með
hörmulegum afleiðingum. Fleira
er líkt með þeim, báðir með ríka
réttlætiskennd sem leiðir þá í
ógöngur og svo má telja.
Segir sitt um hve Burke er lagið
að gæða persónur lífi að um fátt
tala Burke-vinir meira á Netinu en
það hvort þeir Robicheaux og Hol-
land eigi eftir að hittast í einhverri
skáldsögunni.
Það er svo mat hvers og eins
hvort hinn ríki svipur með þessum
hugarfóstrum Burkes telst kostur
eða löstur á bókinni sem hér er
gerð að umtalsefni, en ekki trufl-
aði það mig við lestur hennar.
Bitterroot gerist í Missoula í
Montana, en þangað er Holland
kominn til að veiða með gömlum
félaga sínum sem þar býr með
dóttur sinni. Félaginn er ekki allur
þar sem hann er séður, þrúgaður
af engu minni fortíðardraugum en
Holland og á þessum friðsæla stað
ægir svo saman óþokkum að les-
andinn má hafa sig allan við. Ill-
mennin fá þó makleg málagjöld að
vanda, sumra bíða verulega hrylli-
leg endalok og þá rís texti Burkes
oft hæst, sjá til að mynda lýsingu
á því er einn skúrkurinn er eld-
steiktur lifandi. Ofbeldisverkin eru
mörg þó nánast til óþurftar eins
og svo oft vill vera hjá Burke,
hann eyðir fullmiklu púðri í að
undirstrika hvað heimurinn sé
vondur; það er yfirleitt áhrifa-
meira að gefa slíkt í skyn.
Forvitnilegar bækur
Ljóðrænn
blóðugur
ballett
Árni Matthíasson
Bitterroot eftir James Lee Burke.
Simon og Schuster gefur út 2002.
240 bls. kilja sem kostar 1.750 kr. í
Máli og menningu.
FÁTT ER bandarískara enhamborgarinn þótt hannsé kenndur við borg íÞýskalandi. Mestu þar um
ræður sjálfsagt uppgangur skyndi-
bitastaða vestur í Bandaríkjunum
sem hélst í hendur við bílavæðingu
landsins. Frumherjar í sölu á
skyndibitum, hvort sem það var á
hamborgurum, kjúklingabitum eða
mexíkóskum mat, hafa orðið að stór-
fyrirtækjum og einn svo stór að erf-
itt er að skilja eða trúa.
Í bókinni Fast Food Nation rekur
Eric Schlosser sögu skyndibitans
vestan hafs og það hvernig fyrirtæki
eins og McDonalds hafa smám sam-
an orðið áhrifamestu fyrirtæki
Bandaríkjanna og þekktustu fyr-
irtæki heims. Í bókinni kemur fram
að McDonalds sé svo umsvifamikið
að einn af hverjum átta vinnandi
mönnum vestan hafs starfi eða hafi
starfað fyrir McDonalds. Að sögn
Schlossers ræður McDonalds millj-
ón manns til starfa á ári hverju, er
stærsti einstaki kaupandi naut-
gripakjöts, svínakjöts og kartaflna
og kaupi næstmest af kjúklingum.
Að auki á McDonalds meira af fast-
eignum en nokkuð annað fyrirtæki í
heimi og hefur reyndar meiri tekjur
af leigu fasteigna en af sölu á mat.
Skyndibitaframleiðendur eru le-
gíó vestan hafs þótt Íslendingar
þekki almennt ekki nema þá helstu,
og eins og Schlosser rekur söguna
voru flestar slíkar keðjur stofnaðar
af mönnum sem sættu sig ekki við
þær skorður sem þeim voru settar
af foreldrum eða þjóðfélaginu al-
mennt. Margir höfðu þeir unnið við
ótal ólík störf áður en þeir duttu nið-
ur á réttu hugmyndina og náðu ár-
angri meðal annars fyrir það að þeir
hugsuðu ekki eins og aðrir.
Hamborgarar á færibandi
Upphafsmenn McDonalds,
McDonald-bræður, ráku hamborg-
arastað en náðu fyrst árangri þegar
þeir breyttu framleiðslunni í eins-
konar færibandavinnu og því þurfti
ekki að ráða hálaunaða mat-
reiðslumenn; nóg var að kenna
starfsmanni eitt handtak eða svo og
fyrir vikið var einfalt að skipta hon-
um út ef þurfti. Fyrir vikið þarf ekki
að borga eins há laun og hægt að
ráða unglinga eða innflytjendur sem
kunna jafnvel ekki ensku. Það voru
þó ekki þeir sem lögðu Bandaríkin
að fótum sér heldur sölumaður, Ray
Kroc, sem samdi við þá um að rétt-
inn til að opna veitingahús um öll
Bandaríkin. Síðar keypti hann þá
bræður út úr fyrirtækinu og setti þá
loks á hausinn að því kemur fram í
bók Schlossers.
Kroc beitti ýmusm nýjum siðum
við útbreiðsluna, en sterkastur var
hann í sölumennskunni, enda sölu-
maður fram í fingurgóma. McDon-
alds eyðir meira fé en nokkurt ann-
að fyrirtæki í heimi í markaðs-
setningu og auglýsingar, sem hefur
meðal annars gert vörumerkið
þekktara en vörumerki Kók. Sem
dæmi um hve vel hafi til tekist segir
Schlosser að 96% barna þekkja
Ronald McDonald, trúð sem McDo-
nald nýtir við markaðssetningu, að-
eins jólasveinninn standi honum
framar, Mikki Mús er algjör smá-
kall. Að auki kemur fram í bókinni
að gylltu bogarnir, einkennismerki
McDonalds, séu talsvert þekkari
tákn en kross kristinna manna.
Heilaþvegin æska
Schlosser telur að fátt eigi eftur
að reynast Bandaríkjamönnum eins
dýrt og traust þeirra á skyndibita-
fæði og þá McDonalds fyrst og
fremst. Skrifa megi aukna og að
segja almenna offitu á skyndibita-
staðina að mestu og ekki síst það
hvernig þeir hafi heilaþvegið banda-
ríska æsku með stífum auglýsingum
sem beint er til barna. Að sögn
Schlossers hefur McDonalds til að
mynda lagt sérstaka áherslu á að ná
til barna og þykir því betra sem þau
séu yngri, enda takist þá að gera
þau að McDonalds-vinum fyrir lífs-
tíð.
Það eru þó ekki bara auglýsingar
sem draga fólk inn á staðina; ef mat-
urinn er ekki góður koma kúnnarnir
ekki aftur. Schlosser segir að vissu-
lega sé maturinn bragðgóður og að
þakka megi vísindunum. Bragð-
fræðingar hafi nefnilega lagt hönd á
plóginn um að gera McDonalds
fæði, og annað skyndibitafæði, sem
best með bragðefnum ýmsum sem
búin eru til á tilraunastofum. Gam-
an er að lesa frásögn Schlossers af
því er hann heimsækir bragðverk-
smiðju og er settur í að nusa af safni
af glösum með glærum vökva. Lykt-
in sem hann finnur er ólík milli
glasa; angan af svörtum ólífum,
kirsuberjum, steiktum lauk og
rækjum en mest kemur honum á
óvart er hann nusar með lokuð aug-
um af síðasta glasinu og finnur svo
sterka lykt af steiktum hamborgara
að hann getur ekki setið á sér að
opna augun og líta í kringum sig til
að sjá hvort einhver sé að steikja
inni í herberginu.
Erfið og hættuleg störf
Mest liggur Schlosser á hjarta er
hann segir frá nautgripasláturiðn-
aðinum vestan hafs, enda sé þar að
finna erfiðustu og hættulegustu
störf sem um getur vestan hafs,
ekki síst fyrir það hve starfsmenn
nautgriparisanna eru þrautpíndir til
að halda afköstum í hámarki og
þurfa á sama tíma að glíma við öm-
urlegar og hreint lífshættulegar að-
stæður. Að því Schlosser segir er
meiri slysatíðni í sláturhúsum vest-
an hafs en í nokkru öðru starfi og þó
er ekki skráður nema hluti slysa. Al-
mennt séu menn ekki í stétt-
arfélögum og njóti takmarkaðra
réttinda hvað varði slysatryggingar
og afli sér engra lífeyrisréttinda. Að
sögn hans tíðkast hjá stærsta fyr-
irtækinu að láta menn skrifa undir
skjal þess efnis að þeir afsali sér öll-
um rétti til að fara í mál við fyr-
irtækið ef þeir slasast og þeir sem
ekki skrifa undir fá enga lækn-
ishjálp ef þeir slasast. Hann nefnir
dæmi um konu sem slasaðist illa á
hægri hendi og lét undan fortölum
fyrirtækisins á slysavarðstofu að
skrifa undir með vinstri hendi. Ann-
ar, sem lenti í því að kremja báðar
hendur, var þvingaður til að skrifa
undir með því að hafa pennann í
munninum.
Hamborgarastuðullinn
Ekki er langt síðan fréttir voru
fluttar af stöðu „hamborgara-
stuðulsins“ en í honum er
borið saman verð á
McDonalds-
hamborgurum um
heim allan með
verðið vestan
hafs sem grunn-
viðmið. Sá sem
les Fast Food Nat-
ion hlýtur að undr-
ast pólitíska einfeldni
þeirra sem hampa þess-
ari „mælingu“, því eins og
Schlosser segir frá og styður með
ýmsum dæmum þá byggist lágt
verð á McDonalds-hamborgurum
ekki bara á efnahagsumhverfi vest-
an hafs heldur einnig á því að fyr-
irtækið fer á svig við almenna holl-
ustuhætti, kaupir kjöt frá
framleiðendum sem gæta ekki að al-
mennu hreinlæti og selja á tíðum
sýkt kjöt og saurmengað, jafnvel
með kjöti af sjálfdauðum skepnum,
synjar starfsmönnum sínum um það
sem kallast almenn mannréttindi
víðast í Evrópu, eins og til að mynda
að vera í stéttarfélagi og njóta
sjúkratrygginga. Skekkir enn
myndina að sögn Schlossers að
McDonalds nýtur að auki rík-
isstyrkja, líkt og önnur helstu stór-
fyrirtæki á skyndibitasviðinu, því
þau fá styrki til að ráða ófaglært
starfsfólk, en veita því síðan enga
þjálfun og segja því upp eftir
nokkra mánuði.
Bók Schlossers kom fyrst út fyrir
rúmu ári en í kiljuútgáfu hennar
sem hér er sagt frá er viðbótarkafli
þar sem hann talar um það sem
gerst hefur á því ári. Hann segir
meðal annars margt benda til þess
að McDonalds sé að breyta við-
skiptaháttum vestan hafs, geri meiri
kröfur til birgja og hyggist auka
réttindi starfsfólks. Í eftirmálanum
segir Schlosser ýmislegt benda til
þess að það halli undan fæti hjá fyr-
irtækinu og matvælarisunum al-
mennt vestan hafs og margt bendi
til þess að skyndibitaiðnaðurinn eigi
eftir að breytast í meginatriðum á
næstu árum.
Fast Food Nation eftir Eric
Schlosser. 400 síðna kilja með reg-
istri og heimildaskrá sem Penguin
gefur út 2002. Kostar 1.995 kr. í
Pennanum-Eymundsson.
Nokkur helstu fyrirtæki Bandaríkjanna byggja veldi sitt á því
að selja eða framleiða skyndibita. Árni Matthíasson las gagn-
rýna bók, Fast Food Nation, um skyndibitarisana.
Heimsyfirráð
skyndibitans
Ronald McDonald