Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 60
UM daginn var Stuttmynda-hátíð grunnskóla í Reykja-vík haldin í 21. skipti. ÍTR
veitti verðlaun í tveimur aldurs-
flokkum, 10–12 ára og 13–16 ára.
„Það voru aðalmennirnir í kvik-
myndagerð í dag sem byrjuðu á
þessu á sínum tíma,“ segir Mar-
teinn Sigurgeirsson umsjónarmað-
ur hátíðarinnar og myndvers
grunnskóla í Reykjavík sem um
fjörutíu skólar hafa aðgang að.
„Það voru bara tólf myndir sendar
inn í þetta skiptið, en menningar-
árið 2000 voru þær 26, því þá komu
listamenn inn í skólana og það
kveikir út frá sér,“ segir Margeir
sem var þó mjög ánægður með
myndirnar í ár.
Í aldurshópi 10–12 ára vann 7.
bekkur G í Grandaskóla fyrir
myndina Lífið er hafið.
Höfundar hennar eru Nína H.
Þorkelsdóttir, Sigurður R. Þorkels-
son, Ragnheiður R. Valgeirsdóttir,
Þorsteinn S. Sveinsson, Sigrún
Arnarsdóttir Johnsen, Sindri M.
Stepensen, Óli B. Karlsson, Bjarni
Frímann Bjarnason, Ólöf K. Helga-
dóttir og Greipur Hjaltason. Og
umsögn dómnefndar var hin besta:
„Myndin bar af öðrum myndum í
þessum flokki. Í myndinni hjálpast
allt að, góð myndataka, vel úthugs-
aður söguþráður, góð persónusköp-
un og ágætur leikur.“
Morgunblaðið hafði samband við
einn að aðstandendunum, Nínu H.
Þorkelsdóttur, og óskaði henni til
hamingju með árangurinn.
„Já, takk,“ segir Nína og bætir
við að það hafi verið mjög skemmti-
legt að gera myndina. „Þetta er
fyrsta alvörumyndin sem ég er með
í að búa til.“
Nína segist hafa skrifað hand-
Sakamál, hryll-
ingur og spenna
Morgunblaðið/Jim Smart
Þau voru stolt með vinningspeninginn um hálsinn. Aftari röð f.v.:
Ragnheiður, Ólöf, Sigrún, Greipur og Sigurður. Fremri röð f.v.:
Bjarni, Nína, Sindri, Óli og Þorsteinn.
Stuttmyndahátíð grunnskóla
60 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370.
Nýtt ævintýri er hafið.
Fyrsta stórmynd sumarsins
er komin til Íslands.
kvikmyndir.is
MBL
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl tal. Vit 358.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl 4, 6, 8 og 10. Vit 367
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
Frumsýning
Frumsýning
Með hasargellunum Milla Jovovich The Fifth
Element og Michelle Rodriguez The Fast and the
Furious. Frá leikstjóra Event Horizon.
Hasartryllir ársins.
Sýnd kl. 5.45 og 8.30. Vit 380.
150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti
Frá framleiðendum Austin Powers 2
kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar
til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést!
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 379.
Jim Carrey í hreint magnaðri mynd sem
kemur verulega á óvart
Einnig sýnd í lúxussal VIP
Hvernig er hægt
að flýja fortíð
sem þú manst
ekki eftir?
FRÁ LEIKSTJÓRA
THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 377. Sýnd í lúxus kl. 3.15, 6.15 og 10. Mán kl. 6.15 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380.
Lokað til 16.maí vegna NATO fundar
Þann 16. maí munu sýningar hefjast á
Apocalypse Now: Redux (Dómsdagur
Nú: Sérútgáfan).52 mín hefur verið
bætt við sem gerir myndina að heil-
steyptu meistaraverki. Myndin verður
aðeins sýnd í nokkra daga á stærsta
sýningartjaldi landsins. Ekki missa af
einstakri bíóupplifun.
LEIKSTJÓRI:
Francis Ford Coppola.
Eftirtaldar myndir verða
einnig áfram til sýninga
Scorpion King
You Can Count on Me
Mulholland Drive
John Q
ÍSLENSKT rapp er löngu bú-ið að slíta barnsskónum, sex áreru síðan Quarashi sendi frásér fyrstu smáskífuna og
Subterranean fyrstu lög-
in. Margar aðrar
sveitir voru starf-
andi í íslensku hip-
hop þá og enn
fleiri hafa látið í sér
heyra síðar. Þrátt fyr-
ir það hefur íslenski hip-
hop-heimurinn ekki verið eins
áberandi og vert væri, ekki eins
mikið heyrst af tónlistinni og
sveitirnar sem hana hafa
skapað hafa vissulega átt
skilið.
Síðasta ár var ár vorsins í
íslensku rappi, ekki bara
fyrir það að sífellt fleiri virt-
ust vera að fást við tónlistina,
heldur líka vegna þess að loks-
ins tóku menn að gefa út plötur
með íslensku hiphop, ekki bara
Rottweilerhundarnir heldur líka
Sesar A, Messías, Afkvæmi Guð-
anna og Skytturnar frá Akureyri.
Allar þessar sveitir notuðu íslensku
til að koma boðskap sínum til skila,
hvort sem sá boðskapur var gal-
gopaleg skreytni, beittar árásir á
yfirdrepsskap og hræsni, eða djúp-
ar pælingar um lífið og tilveruna.
Skytturnar frá Akureyri sendu
frá sér disk í mjög takmörkuðu upp-
lagi á síðasta ári og áttu síðan lög í
kvikmyndinni Gemsum og á disk
sem gefinn var út með tónlistinni úr
þeirri mynd. Sveitina skipa Styrmir
Hauksson, Sigurður Kristinn Sig-
tryggsson, Heimir Björnsson,
Gunnar Líndal Sigurðsson og Hlyn-
ur Ingólfsson. Þeir félagar hafa
starfað saman í um þrjú ár, hétu
fyrsta árið Definite Skillz og röpp-
uðu á ensku en sneru sér síðan að
íslensku. „Allir áhrifavaldar okkar á
þessum tíma röppuðu á ensku og
það heyrðist varla í neinum íslensk-
um hiphop-böndum, þannig að það
er kannski eðlilegt að við skyldum
hafa byrjað á ensku. Við skiptum
aftur á móti yfir í íslensku vegna
þess að það er einfaldara, maður
getur miklu betur tjáð sig á íslensku
þó maður skilji enskuna. Það skiptir
líka máli að þeir sem hlusta á okkur
skilja betur það sem við erum að
segja. Það eru vitanlega til gaurar
sem eru jafnvígir á bæði málin og
það er ekkert að því að menn rappi
á ensku, auðvitað mega menn ráða
því hvernig þeir tjá sig.“ Margir
hafa reyndar haft orð á því að það
sé svo erfitt að rappa á íslensku og
flæðið sé ekki eins gott og í ensku.
Þeir félagar taka þó ekki undir það
nema að litlu leyti, segja að víst hafi
rappið hjá þeim verið hálfgert
spýturapp en lagaðist eftir því sem
sem menn fóru að skrifa meira.
Þegar nefnt er íslenskt hiphop
verður líkast til flestum hugsað til
Rottweilerhundanna og krassandi
texta þeirra, en þeir Skyttuliðar
fara jafnan aðrar leiðir í sínum rím-
um. Þeir segjast ekki gera út á vera
hardcore, þeirra stíll sé til að mynda
allt öðruvísi en hundanna; „við erum
ekki hardcore, við erum ekki úr
Breiðholtinu,“ segja þeir og kíma.
„Við erum í öðrum pælingum, upp-
lifum aðra hluti og segjum öðruvísi
frá.“
Músíkin fyrir sveitina
kemur aðallega frá Sig-
urði Kristni og Styrmi, en
hinir sjá um textana. Þeir
segjast yfirleitt hafa með
sér ákveðið samstarf,
ræði um hvað hvert lag
eigi að vera og yrki
síðan samkvæmt því.
Þó séu líka dæmi um
að menn komi með
tilbúna texta fyrir
heilt lag ef þeim ligg-
ur mikið á hjarta. Oft
er það þannig að Sig-
urður Kristinn kemur
með takt og um leið og
hann spilar hann fyrir fé-
laga sína kviknar hugmynd af
texta eða andanum í laginu. Það
er einnig algengt að ekki sé hægt
að leggja síðustu hönd á lag fyrr
en textinn er tilbúinn, svo haldast í
hendur taktur og texti.
Fyrsti diskur þeirra félaga kom
út á síðasta ári í mjög takmörkuðu
upplagi, en alls voru brennd af hon-
um sjötíu eintök. Getur nærri að
upplagið er búið, en þeir segjast
vera með breiðskífu í smíðum,
hyggist taka upp stóra plötu í sum-
ar. Þeir gáfu diskinn út sjálfir en
segjast vera að svipast um eftir ein-
hverjum sem vilji gefa næstu plötu
út. „Ef við finnum aftur á móti eng-
an sem vill gefa okkur út gerum við
það sjálfir, við ætlum að koma út
plötu í haust,“ sega þeir ákveðnir.
Ekki má svo gleyma því að Skytt-
urnar áttu lög í kvikmyndinni
Gemsum sem frumsýnd var
snemma á þessu ári eins og getið er,
lagið Ég geri það sem ég vil. Þeir fé-
lagar segja það hafa borið þannig að
að Gunnar Lárus Hjálmarsson, sem
margir kalla Dr. Gunna, heyrði Ég
geri það sem ég vil á muzik.is, varð
sér úti um diskinn og setti það lag í
myndina og lagið Einskis nýtt líf
einnig.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Skytturnar frá Akureyri
Vorið í íslensku hiphop á síðasta ári skilaði fjölmörgum for-
vitnilegum plötum sem margar voru gefnar út í takmörkuðu
upplagi. Það á meðal var stuttskífa Skyttanna frá Akureyri.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
K
ris
tin
n