Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
f
í
t
o
n
/
s
í
a
www.bi.is
Þú fellur
aldrei á tíma
í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans
GERT er ráð fyrir að utanríkisráð-
herrar Atlantshafsbandalagsins og
Rússlands muni ganga efnislega frá
samkomulagi um nýjan samráðs-
vettvang bandalagsins og Rússlands
á fundi utanríkisráðherra NATO og
samstarfsríkja þess í Reykjavík 14.
og 15. maí. Formleg undirritun sam-
komulagsins fer síðan fram á fundi
þjóðarleiðtoga bandalagsins og
Rússlands í Róm 28. maí.
,,Þó að efnislega séð marki
Reykjavíkurfundurinn þessi tíma-
mót, sem allir hafa verið að vonast
eftir, verður þjóðarleiðtogum vænt-
anlega látið eftir að ýta þeim úr vör í
Róm,“ segir Gunnar Pálsson, fasta-
fulltrúi Íslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu í Brussel.
Gengið frá ,,Rómaryfir-
lýsingunni“ í Reykjavík
Reykjavíkurfundurinn markar
ekki einungis tímamót hvað þetta
varðar heldur er hann einnig mjög
þýðingarmikill áfangi varðandi að-
lögun bandalagsins að nýjum að-
stæðum sem ganga þarf frá fyrir
leiðtogafund NATO í Prag í lok nóv-
ember, að sögn Gunnars. Skipulagn-
ing og framkvæmd Reykjavíkur-
fundarins hefur farið fram á Íslandi
en málefnavinnan hefur farið að
meira eða minna leyti fram í Brussel
að sögn Gunnars. ,,Við vinnum að
sjálfsögðu í nafni stjórnvalda heima
fyrir og í samráði við þau, en þegar
komið er til fundarins í Reykjavík
verður búið að taka saman bæði yf-
irlýsingu fundarins og fjölmargar
skýrslur um hvað eina sem ráðherr-
arnir vilja ræða eða álykta um. Það
er gríðarlega mikil vinna við slíkan
undirbúning,“ segir Gunnar.
Gunnar segir allt útlit fyrir að tak-
ast muni að ljúka allri efnislegri
vinnu og ná samkomulagi með Rúss-
um um öll megin atriði hins nýja
samráðsvettvangs fyrir fundinn. Ut-
anríkisráðherrarnir muni svo leggja
blessun sína yfir þrennt á fundinum í
Reykjavík. ,,Þeir munu samþykkja
fyrir sitt leyti starfsreglur nýs sam-
ráðsvettvangs NATO og Rússlands,
þeir munu líka samþykkja starfs-
áætlun þessa nýja ráðs og sam-
þykkja svo fyrir sitt leyti og til
áframsendinga, það sem við höfum
kallað hér innanhúss ,,Rómaryfirlýs-
inguna“, sem leiðtogarnir munu svo
samþykkja og undirrita í Róm 28.
maí,“ segir Gunnar.
Hann segir Reykjavíkurfundinn
einnig þýðingarmikinn að því leyti
að á honum þurfi utanríkisráðherr-
arnir að komast að niðurstöðu um
þær spurningar sem svara verði á
leiðtogafundinum í Prag, m.a. varð-
andi aðlögun bandalagsins að nýjum
aðstæðum sem við blasa, ekki síst í
baráttunni gegn hryðjuverkamönn-
um.
,,Við erum því að hefja gríðarlega
umfangsmikla vinnu í Reykjavík
sem ljúka á fyrir Pragfundinn.
Þýðing Reykjavíkurfundarins er
ekki síst fólgin í því að hann er ákaf-
lega mikilvægur áfangi á þessari leið
til Prag í lok nóvember,“ segir
Gunnar.
Gunnar Pálsson, fastafulltrúi hjá NATO, segir fundinn afar þýðingarmikinn
Getur markað tímamót í sam-
skiptum NATO og Rússlands
FASTEIGNAVERÐ í Þingholtun-
um í Reykjavík hefur farið hækkandi
á síðustu mánuðum, einkum á
stórum og vel staðsettum einbýlis-
húsum og er til dæmi um að kaup-
endur hafi keppst um hús sem á end-
anum seldist á rúmar 100 milljónir
króna. Algengt markaðsverð fyrir
einbýlishús á svæðinu er hins vegar
talið vera á bilinu 40 til 50 milljónir
króna, að sögn fasteignasala sem
Morgunblaðið ræddi við.
Sverrir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Eignamiðlunar, segist
hafa þá reynslu undanfarið af Þing-
holtunum að þar hafi verðið verið að
hækka nokkuð frá því sem áður var
og eftirspurn aukist eftir því.
„Við höfum á síðustu misserum
selt mörg hús í Þingholtunum. Eft-
irspurnin er mikil og við höfum feng-
ið gott verð fyrir þessar fasteignir,
þær hafa farið fljótt. Hverfið er
greinilega mjög vinsælt, enda gróið
og sum húsanna ákaflega falleg, með
þeim fallegustu frá sínum bygging-
artíma. Húsin eru í misjöfnu ástandi
en það virðist ekki skipta kaupendur
máli. Stundum hefur skapast biðröð
hjá okkur, eftirspurnin hefur verið
slík. Við erum með marga kaupend-
ur á okkar lista og sumir eru tilbúnir
að greiða fyrir gott hús í Þingholt-
unum með einni ávísun. Framboðið
hefur bara ekki verið mikið,“ segir
Sverrir og bendir á að ekkert ein-
býlishús í Þingholtunum sé nú á skrá
hjá Eignamiðlun.
Jón Guðmundsson hjá Fasteigna-
markaðnum segir að eftirspurn eftir
góðum fasteignum í Þingholtunum
sé langt umfram framboðið.
Dæmi um 100 milljóna tilboð
Hann kannast við að hafa verið
með undir höndum tilboð upp á um
100 milljónir króna frá kaupanda í
tiltekið hús á góðum stað, en hærra
tilboði hafi verið tekið. Jón segir að
hér sé um einstakt tilfelli að ræða
sem endurspegli ekki markaðsverð í
Þingholtunum, þetta hafi verið hús í
sérflokki sem miklu hafi verið kostað
til í endurbótum og lagfæringum.
Markaðsverðið á svæðinu sé miklu
nær því að vera frá 40 og upp undir
50 milljónir fyrir gott einbýlishús.
Mikil eftirspurn eftir ein-
býlishúsum í Þingholtunum
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, segir í samtali við
Morgunblaðið í dag að í ljósi breyttra
tíma beri að endurmeta staðsetningu
herafla Bandaríkjamanna.
Powell kveðst vita að þessi mál séu
afar viðkvæm á Íslandi. „En vegna
þess að aðstæður hafa breyst tel ég
ekki ósanngjarnt að endurmeta stað-
setningu herafla okkar. Okkur ber að
spyrja hvort við séum á réttum stöð-
um í ljósi breyttra tíma. Það er líka
nauðsynlegt að endurmeta skipulag
hersins og sjá hvort það sé skynsam-
legt. Og ég vona að okkur takist að
sannfæra vini okkar og bandamenn
um að ef við teljum að breytinga sé
þörf á yfirstjórn hersins sé því ekki
tekið á þann veg að verið sé að draga
úr vægi samstarfsins. Það má heldur
ekki túlka það sem áhugaleysi eða að
verið sé að draga máttinn úr innviðum
NATO. Við lítum frekar á þetta sem
stjórnskipulegar aðgerðir og bætta
stjórnunarhætti,“ segir utanríkisráð-
herrann ennfremur.
Colin Powell
Breyttar
aðstæður
kalla á
endurmat
Tel ekki/10–11
GUÐJÓN Þórðarson og læri-
sveinar hans í Íslendingaliðinu
Stoke City tryggðu sér í gær
sæti í ensku 1. deildinni með því
að bera sigurorð af Brentford,
2:0, í úrslitaleik á Þúsaldarvell-
inum í Cardiff. Deon Burton
skoraði fyrra markið á 15. mín-
útu eftir hornspyrnu Arnars
Gunnlaugssonar og síðara
markið, sem var sjálfsmark,
kom á 42. mínútu eftir fasta
aukaspyrnu Bjarna Guðjóns-
sonar. Bjarni lék allan tímann
fyrir Stoke en Arnari var skipt
útaf á 75. mínútu. Ívar Ingi-
marsson var í liði Brentford all-
an leikinn en Ólafur Gottskálks-
son sat á bekknum. Gríðarlegur
fögnuður braust út hjá stuðn-
ingsmönnum Stoke eftir leikinn
en fjögur ár eru liðin frá því fé-
lagið lék síðast í 1. deild.
Guðjón var spurður eftir leik-
inn hvort hann yrði áfram með
liðið en hann kvaðst ekki vita
það. Málið væri í höndum
stjórnar Stoke en hann sagðist
á tveimur og hálfu ári hafa lokið
því verki sem hann ætlaði sér að
gera, það er að koma liðinu í
upp í 1. deild.
Stoke í 1.
deildina
ÞEGAR er uppselt á fjölda við-
burða á Listahátíð í Reykjavík,
sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri setti í Borgarleikhús-
inu í gær. Þórunn Sigurðardóttir,
listrænn stjórnandi hátíðarinnar,
segir að fjöldi þeirra sem koma
fram á hátíðinni skipti hundruðum,
innlendir listamenn séu hátt á
fjórða hundrað og erlendir á ann-
að hundrað. Miðasala á hátíðina
hefur gengið mjög vel og er þegar
uppselt á stóran hluta hennar.
Heildarkostnaðaráætlun hljóðar
upp á 120 milljónir króna og er
rúmlega helmings þeirrar upp-
hæðar aflað með miðasölu og
styrkjum frá samstarfsaðilum, sem
mun vera hátt hlutfall.
„Listiðkun og listnautn stendur
sífellt betur undir nafni sem al-
menningseign og sú skoðun gerist
útbreidd að hvort tveggja sé mik-
ilsverður hluti af lífsgæðum og
óaðskiljanlegur hluti af nútíma-
nlegum borgarbrag,“ sagði borg-
arstjóri meðal annars.
17. Listahátíð í Reykjavík sett við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu
Morgunblaðið/Kristinn
Litadýrð og leikgleði einkenndi hóp fjöllistamanna sem léku listir sínar við upphaf Listahátíðar í gær. Fjöl-
listamennirnir tilheyra hópnum Mobile Homme, sem starfar með Transe Express í Frakklandi. Hópurinn vakti
heimsathygli við árþúsundamótin í París með tilkomumiklu sjónarspili við Pompidou-nýlistasafnið.
Þegar upp-
selt á stór-
an hluta há-
tíðarinnar