Morgunblaðið - 29.05.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 29.05.2002, Síða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 110 NEMENDUR af hinum ýmsu námsbrautum voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 24. maí. Eins og oftast áður koma þeir úr öll- um sýslum Suðurlands. 33 þeirra eru frá Selfossi, 60 annars staðar úr Ár- nessýslu, 13 Rangæingar, tveir úr Vestur-Skaftafellssýslu, einn Hún- vetningur og einn Reykvíkingur. „Það er meiri hátíð í sumum fjöl- skyldum en öðrum. Í hópnum eru a.m.k. átta bræður, þó ekki úr sömu fjöskyldunni, þetta eru fjögur bræðrapör, þar af eru tvennir tví- burar, þá eru hér mæðgin að braut- skrást, og eflaust nokkur frænd- systkini,“ sagði Sigurður Sigursveinsson skólameistari er hann kynnti fjölda nemenda. 64 brautskráðust sem stúdentar, 17 luku iðnnámi; 15 þeirra í húsa- smíði og tveir í rafvirkjun, 9 luku prófi af grunndeild tréiðna, fimm af grunndeild rafiðna og þrír af grunn- deild bíliðna, tveir luku fyrri hluta málmiðnbrautar, tveir luku meist- aranámi, annar í húsasmíði og hinn í vélvirkjun, einn lauk sjúkraliðabraut og einn prófi af listnámsbraut, fyrri hluta, þrír luku fjögurra ára námi af starfsbraut og sex af fyrri hluta Starfsbrautar og af tveggja ára bók- námsbrautum luku sex prófi af upp- eldisbraut og fimm af viðskipta- braut. 17 nemendur brautskrást af tveimur brautum. Bestum heildarárangri braut- skráðra náði Sigríður Erla Óskars- dóttir, stúdent af náttúrufræðibraut og fékk hún sérstaka viðurkenningu skólanefndar af því tilefni auk náms- styrks frá Hollvarðasamtökum skól- ans. Þá fékk hún sex verðlaun önnur fyrir námsárangur í einstökum námsgreinum. Ólöf Haraldsdóttir náði sömuleiðis mjög góðum árangri og fékk námsstyrk frá Sparisjóðnum Suðurlandi, viðurkenningu fyrir fé- lagsstörf auk sex verðlauna fyrir námsárangur í einstökum greinum. Þá fékk Sölvi Úlfsson fimm verðlaun fyrir námsárangur í einstökum greinum. Erla Björgheim Pálsdóttir fékk viðurkenningu fyrir félagsstörf auk verðlauna fyrir góðan árangur í dönsku. Aðrir verðlaunahafar voru þau Björn Unnar Valsson (tvenn verðlaun), Ásdís Henný Pálsdóttir, Garðar Már Garðarsson, Haukur Herbert Thomasson, Ívar Áki Hauksson, Jóna Harpa Gylfadóttir, Kristrún Sif Kristinsdóttir, Tinna Dröfn Sæmundsdóttir og Ýmir Sig- urðsson. Brautskráning frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nemendur sem útskrifuðust úr Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Selfoss Sýning í Hveragerð- iskirkju ÞORGERÐUR Sigurðardóttir sýnir um þessar mundir í Hveragerðis- kirkju 12 verk úr myndröðinni „Krossar“. Verkin eru einþrykk af tréplötum, en myndröðina tileinkar listakonan 2.000 ára kristni í heim- inum. Sýningin í Hveragerðiskirkju er í tilefni af 30 ára vígsluafmæli kirkjunnar, sem fagnað var 12. maí sl. og stendur til 20. júní og er opin laug- ardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 16, eða eftir samkomulgi við kirkju- vörð. Myndirnar eru allar til sölu. Hvatinn að gerð krossamyndanna er fornfrægur vegkross á hættuslóð í Njarðvíkurskriðum í N-Múlasýslu („Naddakross“). Textinn á honum er fyrripartur frægra hendinga. NÝVERIÐ veitti íþrótta- og tóm- stundaráð Fjarðabyggðar íþrótta- mönnum í sveitarfélaginu við- urkenningu fyrir afrek sín á árinu 2001. Alls voru ellefu íþróttamenn frá fimm íþróttafélögum tilnefndir. Það var landsliðskonan og blakari til margra ára, Þorbjörg Ólöf Jóns- dóttir, sem var útnefnd íþróttamað- ur Fjarðabyggðar árið 2001. Auk þess að hafa verið einn af mikilvægustu leikmönnum kvenna- liðs Þróttar í blaki á síðasta ári, var hún eini íslenski blakarinn sem hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu sína með íslenska kvennalandsliðinu í blaki á smá- þjóðaleikunum á síðasta ári. Við sama tækifæri afhenti Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, blakdeild Þróttar veglegan styrk fyrir góðan árangur á undanförnum árum. Eins og flest- um er kunnugt hefur kvennalið blakdeildar Þróttar unnið flesta þá titla sem í boði hafa verið á Íslandi undanfarin þrjú ár. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Landsliðskonan og blakarinn Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir. Íþróttamaður Fjarðabyggð- ar árið 2001 Neskaupstaður MOLDARSLÓÐIN sem kallast Dettifossvegur og liggur af þjóðvegi 1 á Austaribrekku niður að fossinum og síðan áfram niður þjóðgarðinn og tengist þjóðvegakerfinu aftur í Kelduhverfi er lokuð enn þótt vetur hér hafi verið snjóléttur. Þessu vilja ekki allir trúa sem varla er von og má hér sjá hvernig skilmerkilegar leiðbeiningar Vegagerðarinnar eru hunsaðar. Mikill hugur er í ferðaþjónustuað- ilum í Þingeyjarsýslum að fá á þess- ari leið góðan heilsársveg enda telja þeir að sá hringur sem þá opnast, nefnilega Mývatnssveit, Dettifoss, Ásbyrgi, Tjörnes, Húsavík, geti orð- ið afar vinsæl ferðamannaleið á öll- um árstímum, jafnvel gullhringur. Reyndar eru þeir nær óteljandi sem brjótast þessa leið yfir sumarið til að berja fossinn augum, á misvelbúnum bílum sem vanari eru hraðbrautum Evrópu en því sem við Íslendingar köllum fjallvegi. Á síðasta ári voru lagðar 50 Mkr til þessa vegar og lofað er öðru eins í ár og næsta ár þannig að þá verða 150 Mkr til ráðstöfunar sem vænt- anlega verður unnið fyrir 2003. Það ætti að duga til að vegurinn á Aust- aribrekku þurfi ekki að vera þjóðinni til skammar mikið lengur. En til að ljúka verkinu þarf töluvert meira fé sem vonandi fæst á næstu árum, væntanlega ekki síst vegna mikil- vægis vegarins fyrir þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum með dyggum stuðningi Náttúruverndar ríkisins sem þar ræður ríkjum. Dettifossvegur er vissulega ófær Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH Lítil virðing er hér borin fyrir merkingum Vegagerðarinnar, en varla hefur bíll sá er skildi eftir þessi vegs- ummerki átt ánægjulegan akstur á Dettifossvegi að þessu sinni. EINU sinni á ári er haldinn svo- kallaður hjóladagur á leikskól- anum Undralandi á Flúðum. Koma þá allir nemendur leikskólans með hjól sín og það er hjólað og hjólað. Á leikskólanum eru nú 54 börn en þeim mun fara fjölgandi á næstu árum. Það húsnæði sem not- að hefur verið fyrir leikskólann á undanförnum árum í íþróttahús- inu er þröngt og svarar ekki leng- ur kröfum tímans. Það hefur því verið ákveðið að hefja byggingu nýs leikskóla nú á næstu dögum. Hann verður þriggja deilda leik- skóli og verða 24 nemendur í hverri deild. Lokið verður við byggingu hans á næsta ári. Það verður því drjúgur hópur af þeim börnum sem stilltu sér upp fyrir fréttaritara á hjóladaginn á dög- unum sem koma til með að njóta nýja skólans. Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson Hjólað á hjóla- daginn Hrunamannahreppur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.