Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ERKEFNISSTJÓRN rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma hóf störf árið 1999 og í upp- hafi var sett það markmið að ljúka 1. áfanga í ársbyrjun 2003 með mati og samanburði á 20–25 virkj- unarkostum vatnsafls og jarð- varma. Þar yrði fjallað um helstu kosti á virkjun vatnsafls í jökulám á hálendinu og jarðvarma á há- hitasvæðum nærri byggð. Í framlagðri skýrslu kemur fram að þetta markmið er enn í gildi, en jafnframt greint frá því að sumarið 2000 hafi iðnaðarráðu- neytið óskað eftir því að verkefn- isstjórnin flýtti mati og saman- burði á virkjunarkostum í jökulám sem bera mætti saman við Kára- hnjúkavirkjun. Verkefnisstjórn hafi talið gerlegt að skila bráða- birgðaáliti með slíkum saman- burði í byrjun árs 2002 og voru niðurstöður úr þessu tilraunamati kynntar í gær. Bráðabirgðaniðurstöður Virkjunarkostir í Austari- og Vestari-Jökulsá í Skagafirði, Skjálfandafljóti, Jökulsá á Fjöll- um, Jökulsá á Dal, Jökulsá á Fljótsdal, Skaftá, Hólmsá og Markarfljóti voru teknir fyrir í til- raunamatinu. Einnig veita úr Skaftá um Langasjó í Tungná og veita Þjórsár frá Norðlingaöldu í Þórisvatn eða alls 15 kostir. Orku- stofnun fékk gögn frá Landsvirkj- un og Rafmagnsveitum ríkisins um þær virkjunarhugmyndir sem þær hafa undirbúið í þessum fall- vötnum. „Þar var mat á náttúrufarsgild- um og áhrifum í flestum tilvikum byggt á skýrslum um mat á um- hverfisáhrifum viðkomandi virkj- ana. Þær eru mun ítarlegri en skýrslur um aðrar virkjanir sem eru skemmra komnar í undirbún- ingi. Orkustofnun reiddi fram eldri gögn og stýrði undirbúnings- rannsóknum þar sem gögn skorti. Náttúrufræðistofnun Íslands gegndi lykilhlutverki í rannsókn á náttúrufari virkjunarsvæðanna, Vatnamælingar Orkustofnunar í öflun gagna um rennsli og aur- burð og margar verkfræði- og ráðgjafastofur í gerð frumáætlana um virkjanir. Kostnaður var bor- inn af Orkusjóði, fjárveitingum til Orkustofnunar, Landsvirkjun, Rarik og að hluta Náttúrufræði- stofnun,“ segir m.a. í skýrslunni. Sveinbjörn Björnsson, fyrrver- andi háskólarektor og formaður verkefnisstjórnar, gerði grein fyr- ir vinnunni og niðurstöðunum. Í máli hans kom fram að þetta væri nefnt tilraunamat af ýmsum ástæðum, en verið væri að þróa aðferðirnar og prófa fyrirliggjandi gögn, þótt þau væru í sumum til- vikum ekki eins ítarleg og menn hefðu kosið. Niðurstöðurnar væru samt vonandi gagnlegar og um- ræddir kostir væru stærstu virkj- unarkostirnir í vatnsafli, en nokkrir stórir virkjunarkostir væru samt eftir. Þeir yrðu von- andi með í áfanganum upp úr og stofnkostnað til að m kvæmni virkjana. Sv sagði að orkugeta byggð að væri vatni safnað og þ væri hægt við bestu aðst nýta fallorkuna úr vatnin framleiða ákveðinn fjöl wattstunda (kwh) á ári, ingin gígawattstund væri milljón kílówattstundir. væri með því að meðaln tími virkjunar gæti ver klukkustundir á ári. R væri stofnkostnaður á ingu og til að bera saman tekjur af ferðaþjónust æskilegt að reikna ha virkjununum og var or 1,70 kr. á kwh notað á sorku reiknað við stöð þ.e. flutningskostnaður o til nýtingarstaðar ekki me Ýmsar aðrar forsendu verið teknar með í reikni þegar þeim væri beit reikna út hagnaðinn af virkjunarinnar. Hann væ aður í 50 ár og svo núvir öll upphæðin væri reiknuð dagsins í dag. Allar virk seldu samkvæmt sinni og allar á sama verði og eðlilegt að stærstu virk skiluðu mesta hagnaðinu vegar vakti hann athygli næstu áramótum, en um væri að ræða Hvítá í Árnessýslu og fleiri kostir í Jökulsá á Fjöllum. Þá væri líka ætlunin að vera með mat og samanburð á jarð- hitavirkjunum en í endanlegum niðurstöðum 1. áfanga væri ætl- unin að bera saman um 20 vatns- aflsvirkjanir og allt að 10 jarð- hitavirkjanir. Auk þess vantaði lokaniðurstöður faghóps III um efnahagsleg áhrif og áhersla væri lögð á að um bráðabirgðaniður- stöður væri að ræða. Fjórir faghópar Undir verkefnisstjórninni starfa fjórir faghópar. Þóra Ellen Þór- hallsdóttir, grasafræðingur, stýrir faghópi I um náttúru og menning- arminjar og Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og forseti Ferða- félags Íslands, er formaður fag- hóps II um útivist og hlunnindi, en í skýrslunni ákvað verkefnis- stjórn að vega niðurstöður fag- hópa I og II saman í eina einkunn sem kallast umhverfisáhrif. Sig- urður Guðmundsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, er for- maður faghóps III um þjóð- hagsmál og byggðaþróun og Þorkell Helgason, orkumálastjóri, stýrir faghópi IV um orkulindir. Faghópur IV notaði orkugetu Niðurstöður tilraunamats verkefnisstjórnar rammaá Skaftár hagkvæ kostur Hólmsárvirkjun, Skaft- árveita og Skaftárvirkj- un eru ákjósanlegustu virkjunarkostirnir með tilliti til umhverfis- áhrifa og hagnaðar en Markarfljótsvirkjanir, Fljótshnjúksvirkjun og Norðlingaöldulón síst- ar. Þetta kemur fram í tilraunamati verkefn- isstjórnar rammaáætl- unar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma, sem greint var frá í gær. Frá kynningunni. Frá vinstri: Tryggvi Felixson, Sveinbjörn Bjö  2 9 7 :   -    -  67 & ,  &  / /-  / 9/ # /:   -  / /-  / 9!  ./ &    /  !7&   /-  / 9!      / #    /    ! -  / ;7  &  ;7  6    !"! ##$% &      3  - !    "   %           ' 2 *  UMSKIPTI Í MENNINGARLÍFI FURÐULEGT KÆRULEYSI HÆPIN ÁKVÖRÐUN Ríkisstjórnin tilkynnti í gær, aðhún hygðist selja 20% af hlutríkisins í Landsbanka Íslands á næstu vikum. Þessi fyrirhugaða sala þýðir, að hlutur ríkisins fer niður fyrir 50% í bankanum. Í ljósi fenginnar reynslu er þetta hæpin ákvörðun að svo stöddu. Morg- unblaðið er hlynnt einkavæðingu rík- isbanka og ríkisfyrirtækja. Hins vegar hefur reynsla síðustu ára kennt okkur ýmislegt í þessu sambandi. Þess vegna er ástæða til að staldra við. Á sl. ári var gerð ákveðin tilraun til að selja stóran hlut í Landsbankanum til erlendra aðila. Það tókst ekki, sem sýnir að því fer fjarri að almennur áhugi sé á því hjá erlendum fjármála- fyrirtækjum að kaupa banka á Íslandi. Hvers vegna ættu þau líka að hafa slík- an áhuga? Markaðurinn hér er mjög lítill. Þær sviptingar, sem orðið hafa um eignarhald á hinum sameinaða Íslands- banka-FBA hafa orðið til þess að ýta undir kröfur um að sett verði löggjöf, sem tryggi dreifða eignaraðild að bönkum. Í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur á síðustu misserum, er því óskyn- samlegt af ríkisstjórninni að taka frek- ari ákvarðanir um sölu ríkisbankanna fyrr en slík löggjöf hefur verið sett á Al- þingi. Þá fyrst er tímabært að hefja sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum tveimur. Almenningur á Íslandi mun ekki taka því vel ef tvær til þrjár við- skiptasamsteypur skipta bönkunum á milli sín. Miðað við þróun eignarhalds á Íslandsbanka verður að telja mjög lík- legt að það gerist að öðru óbreyttu við sölu á þeim eignarhlut, sem ríkið á eftir í Landsbanka og Búnaðarbanka. Töluverðar umræður hafa farið fram um dreifða eignaraðild að bönkum. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðr- um hefur komið fram á sjónarsviðið og lýst stuðningi við hugmyndina en efa- semdum um að hún væri framkvæman- leg. Málið hefur hins vegar ekki fengið rækilega athugun og þess vegna ekki hægt að afgreiða það með jafneinföldum hætti og gert hefur verið. Einn þáttur þessa máls, sem sjálfsagt er að komi til skoðunar, er hvort takmarka eigi at- kvæðisrétt við lága prósentu, þótt stærri hlutur standi að baki þeim tak- markaða atkvæðisrétti. Dæmi eru um slíkt fyrirkomulag í öðrum löndum. Það er erfitt að sjá hvað hefur rekið ríkisstjórnina til þess að taka þessa ákvörðun nú. Það þarf að undirbúa þetta mál mun betur en gert hefur verið. Bókaútgáfa hefur jafnan verið erfiðatvinnugrein á Íslandi. Því veldur ekki sízt smæð markaðarins. Jafnframt vekja mánaðarlegir bóksölulistar, sem Morgunblaðið birtir, óneitanlega spurningar um bókasmekk bókaþjóðar- innar. Það skiptir miklu máli fyrir menn- ingarlíf þjóðarinnar að hér séu starf- rækt forlög, sem hafa burði til þess að gefa út bækur, sem seljast ekki á svip- stundu. Það skiptir líka máli, að hér séu til bókaverzlanir, sem standa undir nafni. Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt að nýir eigendur hefðu komið til sögunnar sem meirihlutaaðilar að for- laginu Eddu, sem stofnað var fyrir nokkrum misserum með samruna tveggja forlaga Vöku-Helgafells og Máls og menningar. Ljóst er að með þessum breytingum hefur verið lagður traustur fjárhagslegur grunnur að for- laginu, sem á að gera því kleift að halda áfram bókaútgáfu og tengdri starfsemi með þeim myndarbrag, sem einkennt hefur hið sameinaða forlag og fyrirtæk- in tvö, sem sameinuðust innan vébanda þess. Jafnframt er ljóst að með nýjum meirihlutaeigendum verða kaflaskipti í menningarsögu þjóðarinnar. Mál og menning var önnur meginstoðin undir stjórnmálastarfsemi sósíalista á Íslandi á seinni hluta 20. aldarinnar. Bókaút- gáfa á pólitískum forsendum hefur heyrt sögunni til um margra ára skeið. En með þátttöku nýrra aðila í starf- semi forlagsins Eddu hefur sú breyting verið innsigluð. Niðurstöður könnunar, sem fram fórí síðasta mánuði, leiða í ljós furðu- legt kæruleysi alltof stórs hóps ís- lenzkra foreldra um öryggi barna sinna í bílum. Í könnuninni, sem gerð var við leikskóla í 33 byggðarlögum, kom fram að 10,3% leikskólabarna eru laus í bíl foreldra sinna og nota engan öryggis- búnað. Þá nota 13% til viðbótar aðeins öryggisbelti fyrir fullorðna, en ekki ann- an öryggisbúnað. Loks nota 12,6% rang- an öryggisbúnað, sem ekki hæfir aldri þeirra. Könnunin var gerð á vegum Umferð- arráðs, Árvekni og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Herdís Storgaard, fram- kvæmdastjóri Árvekni, bendir réttilega á það í Morgunblaðinu í gær að í umferð- arlögum segi skýrt hvernig eigi að tryggja öryggi barna í bílum og hér sé því um að ræða lögbrot. Burtséð frá lagabókstafnum er nánast óskiljanlegt að foreldrar skuli ekki sýna þá ábyrgð að tryggja öryggi barnanna sinna í bílnum, því að ekki er hægt að ætlast til þess af börnum á leikskólaaldri að þau geri það sjálf. Algengar viðbárur foreldra eru að það hafi ekki verið tími til að festa börnin. Hvað ætli það taki langan tíma að spenna barn í bílstól eða belti með bílpúða? Kannski tíu, tuttugu sekúndur? Hver má ekki sjá af þeim tíma á morgnana? Önnur útskýring var að það væri svo stutt í leikskólann að það tæki því ekki að festa barnið. Ætli það hafi ekki harla margir lent í slysi, sem voru bara í stuttum bíltúr? Árlega verða hræðileg slys á börnum, sem nota ekki réttan öryggisbúnað í um- ferðinni. Jafnframt hefur því verið hald- ið á lofti í fjölmiðlum þegar réttur ör- yggisbúnaður hefur bjargað lífi barna. Umferðarráð og fleiri opinberir aðilar miðla upplýsingum til foreldra allra barna á leikskólaaldri. Enginn getur því borið við þekkingarskorti í þessum mál- um. Það er á ábyrgð foreldra að tryggja öryggi barnanna og kæruleysi eins og það sem fram kom í áðurnefndri könnun á ekki að viðgangast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.