Morgunblaðið - 29.05.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 29.05.2002, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 35 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ✝ Jóhann KristjánSæmundsson fæddist á Víðivöllum í Staðardal í Stranda- sýslu 6. febrúar 1912. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sæ- mundur Jóhannsson, f. 10. janúar 1879, d. 2. ágúst 1955, og El- ísabet Jónsdóttir, f. 18. maí 1870, d. 8. janúar 1944. Þau bjuggu lengst af í Aratungu í Staðardal. Alsystkini Jóhanns, sem upp komust, voru: Jón, f. 24. desember 1900, Katrín, f. 16. apríl 1903, Benedikt, f. 5. mars 1908, Guðmundur, f. 22. febrúar 1909, og Svanborg, f. 19. desember 1913. Þau eru öll látin. Hinn 13. maí 1944 kvæntist Jó- hann Ingibjörgu Helgadóttur, f. í Framnesi á Skeiðum í Árnessýslu 15. júlí 1924, d. 25. október 1997. Foreldrar hennar voru María Gísladóttir, f. 30. október 1892, og Helgi Nikulásson, f. 3. mars 1887. Fósturforeldrar Ingibjargar voru Jarðþrúður Nikulásdóttir, f. 25. mars 1881, og Sigurður Haralds- son, f. 4. febrúar 1875. Börn Jó- hanns og Ingibjargar eru: 1) El- ísabet, f. 30. mars 1945, maki hennar er Sigtryggur Sveinn Bragason, f. 30. júlí 1943. Dætur þeirra eru Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir, f. 25. mars 1971, gift Ágústi Loftssyni, f. 2. júní 1965. Synir Ragn- heiðar eru: Vilhjálm- ur Sveinn Guð- mundsson, f. 8. ágúst 1991, Kjartan Bragi Ágústsson, f. 15. des- ember 1997, og Loft- ur Andri Agústsson, f. 29. janúar 2000. Ingibjörg Sigtryggs- dóttir, f. 30. mars 1976, sambýlismað- ur hennar er Niclas Jessen, f. 16. apríl 1975. 2) Sigrún Jarð- þrúður, f. 6. febrúar 1947, maki hennar er Sigurður Júlíus Stefánsson, f. 4. september 1952. Sonur Sigrúnar er Jóhann Kristján Kristjánsson, f. 10. apríl 1970, sonur hans er Kristján Val- ur, f. 25. ágúst 1993. 3) Sæmund- ur, f. 11. ágúst 1949. 4) Halldóra, f. 24. maí 1951. Börn hennar eru: Jóhann Helgi Sigurðsson, f. 5. september 1974, og Lilja María Sigurðardóttir, f. 14. maí 1976, gift Stefáni Bjarna Sigurðssyni, f. 19. október 1974. Jóhann var bóndi á Stað í Stein- grímsfirði til ársins 1947, en það ár fluttist hann til Reykjavíkur (með stuttri viðkomu á Stokks- eyri). Í Reykjavík stundaði hann verkamannastörf og var gæslu- maður og síðar sjúkraliði á Kópa- vogshæli, en hann lauk sjúkraliða- prófi 63 ára gamall árið 1975. Útför Jóhanns fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Jói frændi hefur kvatt okk- ur. Hann hefur fylgt lífi okkar allra frændsystkinanna frá upphafi. Við sem öll erum fædd um miðja síðustu öld áttum hann sem alveg vísan hlekk lífkeðjunnar allt frá upphafi okkar. Hann náði að verða níræður, svo ótrúleg var seiglan hjá þessum Strandamanni sem hafði sigrað berkla oftar en einu sinni um ævina. Jói frændi og þau systkinin voru Strandamenn í húð og hár og stolt af þeim uppruna sínum og Pálsættinni alla tíð. Jói flutti suður með Ingu sína og elstu dæturnar tvær 1947. Hann var fæddur og uppalinn í Staðardalnum og fann Ingu sína á kirkjusetrinu Stað þegar hún fluttist þangað ung stúlka með Rósu fóstursystur sinni og séra Ingólfi Ástmarssyni og fóst- urforeldrum þeirra Jarðþrúði og Sigurði. Amma Elísabet og Sæ- mundur afi voru leigubændur á Stað er Ingólfur og Rósa fluttu þangað. Amma og afi fluttu sig þá yfir ána en Jói rak búið fyrir hönd Ingólfs til að byrja með. Strandabændur eru þekktir fyrir seiglu og haft er eftir Elísabetu ömmu okkar að þegar hana vantaði í soðið hafi hún farið niður að á og fangað silung í svunt- una sína. Því miður fengum við frændsystkinin einungis að kynnast henni af sögum mömmu og Jóa. Sæ- mundur afi bjó á Vífilsstaðahælinu þegar við komum til sögunar um 1950 og lést þar 1955, svo honum kynntumst við lítillega í boðum hjá Ingu og Jóa. Eftir að Jói og Inga fluttu til Reykjavíkur bjuggu þau á Kringlu- mýrarbletti 29, þar sem nú stendur Háteigsskóli. Þetta heimili var höll í mínum huga með turn Sjómanna- skólans gnæfandi fyrir aftan sig. Í Kringlumýrinni bjuggu einnig Sig- urður og Jarðþrúður í einu herbergi. Jói frændi og Inga Má eins og hún var alltaf kölluð með stóru M, því hún var aðalmágkonan í lífi okkar, höfðu tvö herbergi fyrir sig, Ellu, Sigrúnu Jarðþrúði, Sæma, Dóru og oftar en ekki fékk einhver að gista. Svanborg mamma okkar Magna var eina systirin hans Jóa því Katrín hafði látist ung úr berklum og amma og afi höfðu áður eignast börn sem skírð voru Jóhann og Svanborg en þau létust lítil úr barnaveikinni svo- kölluðu. Mamma og Jói voru því skírð í minningu þeirra. Mamma og Jói voru mjög fallega tengd. Aldrei mátti orði halla á Jóa svo mamma maldaði ekki í móinn. Ef Inga Má var sár og ergileg út í Jóa fyrir að fá sér í staupinu með einhverjum köll- um eða bændum í grenndinni, dró mamma alltaf úr, það mátti ekki skamma hann mikið. Það var endalaust pláss í höllinni á Kringlumýrarbletti 29. Kæmum við öll fjölskyldan suður og þyrftum gistingu, þá myndaðist pláss með hreinum rekkjuvoðum og skemmti- legum sögum. Jarðþrúður amman á bænum kunni kynngimagnaðar sög- ur og ýmislegt gátu systkinin fjögur sagt okkur nýstárlegt af lífinu í henni Reykjarvík, þegar hvíslast var á á kvöldin eftir að allir voru lagstir til hvílu andfætis hver öðrum, sem alsiða var. Þá var oft í koti kátt, nag- aðar næpur úr garðinum og hoppað út um víðan völl. Ekki er hægt að kveðja Jóa frænda án þess að minnast á alla gúmmískóna sem hann gerði okkur úr hjólbarðaslöngum og sinntu sínu hlutverki vel á sumrin, þegar hlaup- ið var eftir kúnum á Hjarðarnesi (næsti bær fyrir innan Hvalfjarðar- göng) eða túnin rökuð. Maður varð aldrei votur í fæturna í gúmmískón- um frá Jóa. Jói og Inga voru bæði hagyrðing- ar og ortu fjöldann allan af vísum. Ég er viss um að væri Jói frændi ungur núna þreytti hann inntöku- próf í Listaháskólann á hönnunar- braut, það eru svo fallegir munir sem hann vann í tré. Jói var hæglát- ur maður og íhugull, hlýr og traust- ur. Eftir að Kringlumýrin og garð- löndin í kring hurfu undir skipulag, upp úr 1965 fluttu Jói, Inga, Jarð- þrúður og þau krakkanna sem enn voru að búast að heiman, í starfs- mannahúsið við Kópavogshælið. Jói starfaði þar til 1977 er þau Inga fluttu í Fornhagann. Jói var jafnaðarmaður alla tíð, keypti Tímann meðan hann var og hét og kaus svo Kvennalistann er ár- in færðust yfir. Það var meiri munur á framsókn og íhaldinu í gamla daga og körpuðu þeir pabbi alltaf lítillega um pólitík, en pabbi keypti alla tíð Morgunblaðið. Jói frændi var mikill afi. Hann tókst allur á loft þegar fyrsta barna- barnið, Jóhann Kristján, fæddist 1970 og svo komu þau koll af kolli, Ragnheiður, Jóhann Helgi, Ingi- björg og Lilja. Hlýjan hans Jóa naut sín til fulls í afahlutverkinu. T.d. bjó Lilja hjá Jóa og Ingu um árabil með- an mamma hennar sigraðist á erf- iðum veikindum. Hún naut alls þess besta sem Jói og Inga gátu gefið og dafnaði vel. Lilja er nú búsett í Seattle í Bandaríkjunum ásamt Stefáni manni sínum og stundar nám í efnafræði. Þau biðja fyrir samúðarkveðjur til allra ættingja og vina. Hún er með okkur í huganum. Það eru ákveðin kaflaskipti núna þegar Jói frændi fer, hann kveður síðastur af ættingjum mömmu af kynslóðinni fyrir ofan okkur. Systk- inabörnin okkar Ella, Sigrún, Sæmi og Dóra voru uppeldissystkini okkar Magna bróður, svo mikill var sam- gangurinn og samhjálpin milli heim- ilanna. Þau hafa reynst mér sem bestu systkini á fullorðinsárum. Við flytjum þeim, Sigtryggi, Sigga, barnabörnum og Villa, Kristjáni Val, Kjartani Braga og Lofti innilegustu samúðarkveðjur. Elísabet Berta og fjölskylda. Fyrstu ár ævi minnar var ég und- ir verndarvæng afa og ömmu. Alla tíð fann ég fyrir óendalegri hlýju og umhyggjusemi. Þannig trúi ég að það hafi verið hjá okkur öllum frændsystkinunum. Afi var sá allra hlýjasti og jafnlyndasti maður sem ég hef á ævinni hitt. Átti hann svo í ofanálag eina umhyggjusömustu konu í veröldinni. Það er óhugsandi annað en að minnast á ömmu ef rætt er um afa. Mig minnir að þau hafi kynnst er amma var 18 eða 19 ára og deildu þau því megninu af lífi sínu saman. Stundum hugsa ég að sum- um hafi þótt umhyggjusemin keyra úr hófi fram, en þannig bara voru þau. Ávallt boðin og búin til að að- stoða fólk ef þau gátu. Það var séð til þess að allir væru vel dúðaðir og þegar ömmu þótti börnin of grönn var rjómi settur í mjólkurglasið. Þau voru ekki efnað fólk en þau voru rík af hlýju og velvild í garð annarra. Aldrei leið neinn skort sem sótti þau heim. Erfitt er að lýsa með orðum hversu afi og amma voru afskaplega barngóð og gott að eiga þau að, þó maður yrði eldri. Í minningunni var lífið hjá afa og ömmu eins og áhyggjulaust ævin- týri. Fastir liðir voru ferðalög og þá oft „austur fyrir fjall“ eins og amma kallaði það, lestur, söngur kirkju- ferðir og heimsins bestu pönnukök- ur. Er ég las fyrst bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna e. Guðrúnu Helgadóttur minnti amma þeirra, ein skemmtilegasta sögupersóna sem ég hef lesið um, mig stundum á ömmu mína sem þeysti um landið með okkur afa í eftirdragi. Amma var alltaf á einhverjum þeytingi og hafði nóg fyrir stafni. Ef hún var ekki að hugsa um fjölskylduna sína þá var hún að hugsa um einhverja aðra. Afi tók öllu saman af sinni stó- ísku ró og ekki varð ég var við að hann væri á neinn hátt ósáttur við það sem sumir myndu sennilega kalla stjórnsemi. Ég man ekki eftir því að hafa séð afa aka bíl. Það kom nú reyndar ekki að sök því amma var afbragðs bílstjóri. Ég man að mér þótti þetta nú samt svolítið einkennilegt og spurði þau nokkrum sinnum að því hvort afi kynni ekki að keyra? Jú, hann kunni það nú víst. Nú, hafði hann þá ekki bílpróf eða hvað? Jú, jú, hann var víst með bílpróf en bara nennti ekki að keyra eða eitthvað svoleiðis. Svo var það ekki rætt frek- ar og ég hugsaði ekki um þetta í nokkur ár. Síðan fékk ég langþráð bílpróf og spurningin kom upp í huga mér á ný, enda átti ég erfitt með að skilja hvernig nokkur sem bæði hafði aldur og bílpróf, gat verið án þeirrar ógurlegu skemmtunar sem það er nú að aka bifreið. Með nokkurri varfærni afréð ég að spyrja ömmu út í þetta en á ný. Hún mátti náttúrlega alls ekki halda að ég væri að setja eitthvað út á hana sem ökumann. Um jólaleytið fyrir um það bil 30 árum fór afi og keypti forláta úti- ljósaseríu fyrir lítinn dreng sem hafði víst mikið dálæti á slíkum ljós- um. Versunarleiðangurinn endaði með því að bíllinn lenti ofan í skurði utan vega og afi staulaðist heim fót- gangangandi með jólaljósin í stormi og stórhríð. Setti þau upp úti á svöl- um og lá svo veikur í nokkurn tíma. Ég vissi það ekki þá og verð að játa að það kom svolítið flatt upp á mig er ég komst að því að þetta var í síð- asta skipti sem afi settist undir stýri. Skýring ömmu á því hvers vegna afi ók ekki framar, var sú að honum hætti til að fá svimaköst og því væri ekki ráðlegt að hann tæki þá áhættu að fara einn út að keyra og lenda aftur í óhappi. Ekki minn- ist ég þess að hafa orðið var við að afi fengi eitthvað svæsnari svima- köst en fólk almennt. Mér þykir nú sennilegra að amma hafi einfaldlega ekki mátt hugsa þá hugsun til enda að eitthvað kæmi fyrir afa og því hafi hún ákveðið að ef afi þyrfti að komast eitthvað þá yrði hún við stjórnvölinn. Þetta fyrirkomulag held ég að afi hafi bara verið hinn ánægðasti með, enda tryggt að hvert sem hann þyrfti að fara, færu þau bæði. Í seinni tíð kunni afi best við að vera heima í rólegheitum og því held ég að hann hafi bara verið hinn ánægðasti með það að amma sæi um að vera á „þeytingi“. Að- fangadagur var oft annasamur og allt að því stormasamur. Á meðan mæðgurnar þeystust um eldhúsið, sennilega í nokkru stressi, því allt átti að vera fullkomið, var notalegt að sitja í rólegheitunum með afa. Þannig voru hin einu sönnu jól. Afi kunni margar sögur. Áður en sögustundin hófst rölti hann inn í herbergi, opnaði „boxið“ og stakk upp í mann súkkulaðimola. Afi átti alltaf súkkulaði. Ein af þeim sögum sem ég þreyttist aldrei á að heyra var sú er hann var „línumaður“. Þá fóru menn fótgangandi um heiðar til að lagfæra og setja upp símalínur, jafnvel yfir hávetrartímann, klyfjað- ir af vírum, símastaurum og verk- færum. Það var alltaf eitthvað ólýs- anlega heillandi við þessar sögur, þar sem menn bægsluðust yfir fjöll og firnindi dögum saman og ekki einu sinni almennilega skóaðir. Í mínum huga hafa þessir menn unnið mikið þrekvirki enda hægara sagt en gert að þvælast um uppi á há- lendinu, hvað þá um hávetur. Ekki er ég viss um að margir myndu end- ast við þær aðstæður sem þessir menn bjuggu við. Þeir ferðuðust náttúrlega án alls sem nú þykir sjálfsagt, eins og farartækja með miðstöðvar, fjarskiptatækja, háþró- aðs hlífðarfatnaðs, staðsetningar- tækja og annars sem nú þykir nauð- synlegt í fjallaferðum. Í dag verður mér stundum hugsað til þess hversu heppinn ég er að hafa átt afa og ömmu sem deildu með mér þeim fjársjóði sem landið okkar er. Þó að ég hafi kannski ekki áttað mig fullkomlega á því sem barn, hvað hafi verið svona merkilegt við kannski bara eitt stingandi strá á annars gróðursnauðum melunum, þá bý ég að því í dag. Ég hef aldrei litið á mig sem sérstakan náttúru- verndarsinna. Afi og amma kenndu mér að maður á að ganga vel um landið. Því er það sorglegt að hugsa til þess að mögulega kunni svo að fara að stjórnmál og nokkrar krónur verði til þess að skemma fyrir kom- andi kynslóðum þann ómetanlega fjársjóð sem óspillt náttúra Íslands er. Eftir að amma veiktist og kom heim af spítalanum gat maður ekki annað en kímt í hljóði því þau afi urðu eins og ástafangnir unglingar á ný. Nú hafði afi tekið við því hlut- verki sem amma hafði haft með höndum og einlæg umhyggjusemi hans í garð ömmu fannst mér aðdá- unarverð. Fátt held ég að afa hafi þótt jafn erfitt og að standa einn eft- ir þegar amma var fallin frá. Ég held að það versta sem komið gat fyrir þau hafi verið að missa hvort annað. Því get ég ekki annað en glaðst þegar ég velti fyrir mér þeim möguleika að hugsanlega séu þau nú saman á ný. Jóhann Kristján. JÓHANN KRISTJÁN SÆMUNDSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.