Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ KEMUR trúlega fáum á óvart að fimmta Stjörnustríðsmyndin, Árás klónanna, heldur toppsæti bandaríska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Eftir þriggja ára bið eftir myndinni hafa áhugsamir nú greitt samtals rúma 18 milljarða ís- lenskra króna til að berja klónanna augum þar vestra. Klónarnir hafa einnig náð að slá aðsóknarmet for- vera síns, The Phantom Menace, ef tekið er tillit til fyrstu fjögurra sýn- ingardagana. Árás klónanna hefur nú skipað sér í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu frumsýningarhelgar kvikmynda sög- unnar, á hæla Harry Potter og Köngulóarmannsins óstöðvandi, sem skipar nú annað sæti listans. Það vekur óneitanlega athygli að sæti 3 til 5 á títtnefndum lista eru öll skipuð nýjum myndum. Þar er um að ræða Insomnia með þeim Al Pacino, Robin Williams og Hilary Swank í aðalhlutverkum, teiknimyndin Spir- it: Stallion of the Cimarron þar sem sögumaðurinn er Matt Damon og loks Enough þar sem Jennifer Lopez er sögð bera sig í fyrsta sinn fyrir framan myndavélina. Klónarnir komnir til að vera                                                                                 ! "#$% &% %  !    % ' % (%)* +) ,- .% ) /01)- '%* %*2% ! %3 %*                       Vinsælustu kvikmyndirnar í bíóhúsum í Bandaríkjunum Reuters Klónarnir viðbúnir að ráða nið- urlögum þeirra sem ógna for- ystu þeirra á bandaríska að- sóknarlistanum.  GAUKUR Á STÖNG: Radio X með móttöku á milli 20 og 22 þar sem víð- frægir sérþættir stöðvarinnar eru að fara í loftið á nýjan leik (Chronic, Fönkþátturinn, Babylon, Brekbeat.is og Karate). Í kjölfarið verður svo stefnumót þar sem fram koma Mínus, Desidia og Ceres 4.  LEIKHÚSKJALLARINN: Jeff Buckley-tónleikar til að minnast þess að fimm ár eru síðan söngv- arinn lést. Húsið opnað 21.00 en tón- leikarnir hefjast 22.00. Forsala að- göngumiða er í Japis, Laugavegi 13 og er forsöluverð 500 kr., annars 700 kr. við inngang. 18 ára aldurs- takmark.  SVARTA LOFTIÐ, Hellissandi: KK með tónleika miðvikudagskvöld.  VÍDALÍN: Englar spila mið- vikudagskvöld. Morgunblaðið/Kristinn Mínus gerir allt vitlaust á Stefnumóti í kvöld, eins og venjulega. (!) Í DAG PAUL McCartney kom í vikunni í Walker-listasafnið í Liverpool sem hann var vanur að heim- sækja þegar hann skrópaði í barnaskólanum. Í þetta skipti var heimsóknin þó ekki laumuleg því McCartney opnaði þar í dag myndlistarsýningu með eigin verkum. Um 70 málverk eru þar til sýnis, máluð á árunum 1987 til 2001 en þetta er fyrsta mál- verkasýning Bítilsins fyrrverandi í borginni þar sem hann fæddist og ólst upp. „Ég var vanur að koma hingað þegar ég var strákur,“ sagði McCartney, sem verður sextugur í næsta mánuði. „Hefði ég sagt við John (Lennon) þá að ég myndi síðar meir halda málverkasýn- ingu held ég að ég viti hvað hann hefði sagt. Ég læt ykkur þó um að ímynda ykkur orðbragðið.“ Myndir McCartneys eru litríkar og túlka landslag, skeljar, blóm, fólk og írskar þjóðsögur en lista- maðurinn á ættir að rekja til Ír- lands. Flest eru málverkin glað- leg en nokkur eru þó dökk og dularfull. Eitt heitir Bowie gubb- ar, og sýnir tónlistarmanninn David Bowie illa á sig kominn. Búist er við mikilli aðsókn að sýningunni sem verður opin fram í ágúst. The Walker var opnað árið 1877 og þar er að finna mik- ið safn málverka eftir gamla meistara á borð við Rembrandt og Nicholas Poussin en einnig eru oft haldnar þar sýningar á verkum málara frá Liverpool. McCartney segist ekki vera málari í fremstu röð. „Ég er ekki að reyna að ganga í augun á neinum nema sjálfum mér,“ sagði hann. Þá segir hann að álit gagnrýnenda skipti sig litlu. „Sumum kann að líka við myndirnar mínar og sumum ekki. Þeir geta haft sínar skoðanir en ég les aldrei gagnrýnina. Ég geri þetta mér til ánægju. Ég á margt eftir ólært í myndlist,“ sagði McCartney. McCartney fór að mála fyrir al- vöru fyrir um tveimur áratugum. Fyrsta málverkasýning hans var haldin í Siegen í Þýskalandi árið 1999 þar sem stjórnendur lítils gallerís fengu hann til að sýna nokkrar myndir sem vöktu mikla athygli. McCartney opnar málverkasýningu í Liverpool Bowie gubbar! Reuters Paul McCartney stendur við eitt verka sinna á sýningunni. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is DRAMA- TÍSKUR LOKA- KAFLI ÖRFÁ SÆTI LAUS Dramatísk efnisskrá á loka- tónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sibelius: Fiðlukonsert Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR rauð áskriftaröð á morgun, fimmtudaginn 30. maí kl. 19.30 í háskólabíói Sinfóníuhljómsveit Íslands Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Fö 31. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Lau 1. júní kl 20 Fö 7. júní kl 20 Fi 13. júní kl 20 Síðustu sýningar í vor BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Su 2. júní kl 20 - SÍÐASTA SÝNING Sjómannadagstilboð kr. 1.800 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. júní kl 20 - AUKASÝNING Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING KRONOS KVARTETTINN Á LISTAHÁTÍÐ Í kvöld kl 20 AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Lau 1. júní kl 20 - LAUS SÆTI Lau 8. júní kl 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fi 30. maí kl 20 - LAUS SÆTI ATH: Síðustu sýningar í Reykjavík SUMARGESTIR e. Maxim Gorki Nemendaleikhús Listaháskólans og LR Í kvöld kl 20 Lau 1. júní kl 15 Su 2. júní kl 15 Ath: AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR JÓN GNARR Fö 31. maí kl 20 - LAUS SÆTI Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 31. maí kl 20 - Síðasta sinn Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið 3. hæðin                                 !" # "                $           %                  ! "# $   #     &      ''

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.